Alþýðublaðið - 24.06.1948, Síða 4
4 _____________ ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. júní 1948.
Úígefandi: AlþýSufIokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Fjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndai,
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglysingasími: 4908.
AfgreiSslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýð’mrentsaiiðjan l*.f.
Þakkarorð Þjóðfill-
ans ffl Hsrmaniis
ÞJÓÐVILJINN í gær
mætti vera lærdómsríkt
plagg fyrir flokksbræ'öur
Hermanns Jónassonar. Þetta
aðalmálgagn íslenzkra kom-
múnista hyllir formann
Framsóknarflokksins líkt og
hann væri. kommúnisti, sem
ætti merkisafmæli. Ástæð-
an er hinn sameiginlegi mál-
flutningur Hermanns og
Þjóðviljans um inneignirnar
erlendis. Kórinn tekur undir
með einsöngvaranum, og lag-
leysan er kyrjuð fullum
hálsi, en hlutaðeigendur í-
mynda sér, að þetta sé hinn
snilldarlegasti söngur!
Kommúnistablaðið tínir
upp allar helztu blekkingar
Hermanns Jónassonar um
fjárflóttamálið og feitletrar
dylgjur hans og árásir í garð
núverandi ríkisstjórnar. Hinn
sameiginlegi málstaður segir
til sín. Þjóðviljinn og Her-
mann hafa staðhæft opinber-
lega, að tilgreindar upphæðir
falinna íslenzkra inneigna
væru „fundnar" véstur í
Bandaríkjunum. En iaðspurð-
ir neita báðir þessir aðilar að
gefa nánari upplýsingar, af
því að þær eru ekki fyrir
hendi og fréttaburður þeirra
slúður eitt. En þeim rennur
hvorum um sig blóðið til
skyldunnar við hinn, og nú
reyna þeir í; sameiningu að
klóra í bakkann.
*
Kermann Jónasson og Þjóð
viljinn gera það að endur-
teknu árásarefni í garð rík-
isstjórnarinnar, að ekki hef-
ur tekizt að hafa upp á hin-
um erlendu inneignum. En
■þessar sakargiftir eru í senn
heimskulegar og ó.sánngjarn-
ar. Þessi fjárflótti hefur ekki
átt sér stað í tíð núverandi
ríkisstjórnar. og henni var
því að sjálfsögðu ógerlégt
með öllu að koma í veg fyrir
hann. Hún hefur hins vegar
gert allt, sem* hehni var auð-
ið, til að afla upplýsinga um
erlendar inneignir íslenzkra
einstaklinga. og félaga. Þær
tilraunir hennar hafa enn
ekki borið árangur. En það
stafar síður en svo af vilja-
Oeysi hennareðayfirhylmingu
eins og Hermann og komm-
únistar vilja vera láta. Ríkis-
stjórnir nágrannalandanna
hafa heldur ekki reynzt þeim
vanda vaxnar til þessa, að
finna erlendar inneignir
þegna.þeirra vestan hafs. Það
er fyrst_nú, eftir að Banda-
ríkjaþing hefur afgreitt lögin
um Marshallaðstoðina, að
hægt er að gera betta mál að
milliríkjamáli. Þetta hlýtur
Hermanni Jónassyni og sam-
herjum hans í Kommúnista-
flokknum að vera ljóst. En
Bjarni í Nýja Bíói tekur til máis. — Ekki þeim
að kenna. — Ailar sakir falla á gjaldeyrisnefml.
— Rónimum gerð minkimn. —• Hve nær tekur
foringi beirra til máls. — Bréf rnn hjáipfýsi. —
Aðaismérki Islendinga.
HUGHEILAR ÞAKKIR til allra þeirra. sem sýndu
mér vinsemd og vk’ðingu í tilefni af 80 ára afmæli
mínu.
Góður guð 'Iauni ykkur öllum.
Sigurveig Einarsdóítir,
Kirkjuveg 10. Hafnarfirði.
4ra herbsrgja íbúð í itús: vdð HaHaveg,. laus 1. okt. á-
samt tveggja herbergja íbúð í risi í góðri leigu til eins
o,g h-álfs árs.
Ennfremur íbúðarakipti víðs vegar um bseinn.
Baldvin Jónsson, hdi.
Sími 5545, Austurstræti 12.
Gleymið ekki að við kaupum allair algengar vín-
flöskur á 50 aura stykkið. — Móítaka í Nýborg.
áfengisverzlun rfkisins.
AÐ GEFNU TILEFNI sendir
Bjarni í Nýja Bíói mér eftirfar-
ancli pistil:
„Hugsað get ég himin og
jörð,
en hvorugt smíðaff,
af því mig vantar efnið í
það“.
í PISTLUM ÞÍNUM ávítar þú
okkur, eigendur Nýja Bíós í
Reykjavík,' fyrir ósmekklega
umgengni og hraksmánarlegt
útlit á nýbyggingu okkar við
Lækjargötu, þar sem öðrum
megin við inngang' í hina
smekklegu skrifstofu Loftleiða
er bogin rúða úr spegilgleri, en
hinum megin járnplata í rúðu-
falsinu. — Það er satt, að þetta
er hörmulega rangeygt, og verð-
ur þú ekki víttur fyrir þínar að-
finnslur. Þær eru réttmætar og
án efa af góðum huga sprottnar,
því að ,,sá er vinur, er til vamms
segir.“
EKKI VAR NÚ Þ.ETTA samt
hugsað þannig í upphafi sem út-
litið nú gefur til kynna. Keypt-
ar voru til byggingarinnar þrjár
bognar rúður, tvær sitt hvoru
megin, en ein til vara. En nú
var „eigi ein báran stök“ frem-
ur en fyrri daginn. Ein rúðan
brotnaði við uppsetningu, og
geta slík óhöpp allt af hent, en
hinar tvær voru settar í. Á
páskadag síðast liðinn var svo
önnur af þessum tveim rúðum
brotin af völdum bifreiðar. Þá
var eftir þessi eina, sem aðeins
getur minnt á, hvernig útlitið á
að vera.
SKÖMMU SÍÐAR fórum við
þess á leit við viðskiptanefnd,
að fá gjaldeyris- og innflutnings
leyfi fyrir nýrri rúðu, og nú
fyrir nokkru barst okkur svarið.
— Og svarið var neitandi.
JÁ, HANNES MINN! Það eru
fleiri en þú, sem eiga erfitt með
að skilja þetta og hitt, og þess
vegna vil ég taka mér þín orð í
taunn — að vís örlítið breytt —
og segja: Þar sem ég veit, að
allir þeir, sem gjaldeyri úthluta,
eru smekkmenn, á ég erfitt með
að trúa, að þeir skuli ekki fyrir
löngu hafa veitt leyfi til að
kaupa nýja rúðu í þennan mikla
glugga.“
TH. Á. skrifar mér á þessa
leið: „Ekki veit ég, hvort það
fer eftir því hvernig stendur á
tungli, eða hvað það er annað,
sem ræður því, þegar þið, hinir
ágætu íslenzku blaðamenn, far-
ið á túrana og íyllist vandlæt-
ingu út af rónunum. Einmitt um
þessar mundir virðist þið vera á
einum þessara túra. Þú flytur, í
horninu hjá þér, alllangt mál
eftir Vídalín um róna, sem hann
kveðst hafa verið samferða frá
Hafnarfirði í áætlunarvagni."
>,ÉG SKIL EKKERT í RÓN-
UNUM, þeirn nafnkunnu mönn-
um, að mótmæla ekki sjálfir
slíkum skrifum. Því að það er
sýnilegt, að hinn umræddi ölv-
aði maður er ekki einn þ^irra.
Og það er engin ný bóla, að
nafn hinna eiginleg'u róna er
lagt við'hégóma. Þeir eru ekki
fleiri en bað að maður þekkir
þá alla með nöfnum — átta eða
tíu að tölu. Þeir eru að vísu
auðnuleysingjar, brjóstumkenn-
anlegir menn, sem þarfnast að-
búðar, er þeir geta ekki veitt
sér sjálfir. En ég hygg að lög-
reglan myndi geta frætt þig um
það, að yfirleitt valda þeir ekki
óspektum í borginni.
NEI, ÞAÐ ERU AÐRIR menn,
oftast menn, sem telja sig í dag-
legu lífi standa rónunum lang-
samlega ofar, sem gera sér það
að leik, að fara á fund rónanna,
þegar þeir eru á fylliríi, koma
öllu í bál og brand með fíflalát-
um og koma rónunum í skömm.
.Rónunum kemur aldrei til hug-
ar, eða þá sjaldan að minnsta
kosti, að stofna til óeirða. Þeir
eru allt of veraldarvanir til þess.
Þeir vita, hvað það kostar. „Dýr-
asta gistihúsið í borginni“ kann-
ast fleiri við en þeir.
EN SÁ ER MUNURINN, að
hæstaréttarlögmenn og yfir-
læknar geta losnað við kjallar-
ann með'því að greiða g.jaldið
fyrirfram. Það geta rónarpir
ekki. Annars býst ég við, að
rónarnir, eða foringi þeirra,
taki til máls þá og þegar. Það
nær ekki nckkurri átt, að þeir
svari ekki fyrir sig sjálfir.“
JÓN ÓL. skrifar á þessa leið:
„Eitt dagblaðið skýrir frá því,
að íslenzkir sjómenn hafi verið
heiðraðir í Hamborg af borgar-
stjórairum þar. Þetta gladdi. mig
ósegjanlega mikið. Segir samá
blað, að framkoma íslendinga í
garð Þjóðverja eftir styrjöldina
stingi mjög í stúf við framkomu
flestra annarra þjóða. Þetta
mun eflaust rétt vera. Það er
leitt og meira en það til þess a'ð
vita, að hatrið skuli oftast vera
sett. í hásæti, en mannkærleikur
og urnburðarlyndi sett tij hliðar.
VIÐ SKULÚM EKKI vera
nfeitt hreyknir af framkomu
okkar við þýzku sjómennina
s. 1. vetur; framkoman sú var
sjálfsögð, og sýnir, að þi’átt fvrir
innbyrðis deilur, er sú dyggð,
sem kalla má hjálpfýsi og' lýsir
mannkærleika, mjög rík í fari
íslendingsins. Það er aðalsmerki
og það aðalsmerkið er öllum
titlum og tignarheitum æðra.
Þetta skulum við jafnan hafa' í
hyggju. Og þegar svang'an og
klæðlítinn sjómann ber að
garði, hvort sem hann er Þjóð-
verji, Rússi, Finni o. s. frv., og
hvort sem hann er hvítur mað-
ur eða dökkur, þá eigum við að
taka á móti honum með hjartað
á rétíum stað. Það á að vera
okkar aðalsmerki.
VIÐ SKULUM EKKI fylla
þann flokk manna, sem hatar og
fyrirlítur sigraða þjóð. Við skul-
um læra að fyrirgeía, og við
skulum ekki erfa það, sem okk-
ur var áður gert á móti. Við
skulum reyna að stunda frið
við allar þjóðir. Öfgar til vinstri
og hægri ættum við að forðast.
Meðalhófið er bezt, og á það
ekki sízt við um viðskipti þjóða
á milli, hvort sem er um efnaleg
eða andleg samskipti að ræða.
AÐALATRIÐIÖ Er'þETTA:
Við skulum ekki ofmetnast af
því, er við gerum gott. Hjálpum
nauðstöddum, hvort sem hann
er mitt á meðal vor eða á okk-
ur er kallað úr fjarlægð til
hjálpar sjúkum og svöngum.
Þegar við látum eitthvað af
hendi rakna, þá má ekki sú
vinstri vita, hvað hin hægri gef
ur. Það er hið sanna aðalsmerki
og það á jafnan að vera merki
íslendingsins".
þó hika þeir ekki viS að
halda þeirri firru fram, að
það sé sök Emils Jónssonar
viðskiptamálaráðherra, að
ekki var hægt að gera mál
þetta að milliríkjamáli fyrir
hálfu ári!
Þegar Þjóðviljinn hefur
lapið upp þessar þlekkingar
Hermanns Jónassonar, segir
hann, að formaður Fram-
sóknarflokksins túlki með
þessum málflutningi sínum
eðli þeirrar ríkisstjórnar,
sem nú sé við völd, og hon-
um finnst það „mikilla þakka
vert“ að fá þessa frásögn um
vinnuþrögð stjórnarinnar frá
formanni eins stjórnmála-
flokksins. Það er ekki nema
von, að kommúnistar finni
lyktina af þessum málflutn-
ingi Hermanns Jónassonar og
þakki þlekkingar hans, sem
eru fram bornar í nákvæm-
lega sama skyni og fleipur
kommúnista sjálfra um hinar
erlendu inneignir, nefnilega
því, að rægj a.. núverandi rík-
isstjórn! En ætli heiðarlegum
mönnum í Framsóknar-
flokknum þyki ekki leiðin-
legt að horfa upp á þessi
þlíðuhót kommúnista við
flokksformann þeirra?
*
Þegar endurtekningu
þlekkinganna og þakkarorð-
unum tíl Hermanns Jónas-
sonar er lokið, fjölyrðir Þjóð-
viljinn mjög um það, hvað
kommúnistar hafi verið á-
fjáðir í það að taka sæti í
stjórn undir forustu formanns
Framsóknarflokksins, þegar
núverandi ríkisstjórn var
mynduð! Mennirnir, sem
skrifa Þjóðviljann, vita svo
sem, hvað Hermanni Jónas-
syni kemuj! Og þeir eru síð-
ur en svo að leggja það á sig
að hugsa til fortíðarinnar og
viðburða hennar, þegar þeir
telja sér hagkvæmt að slá
formanni Framsóknarflokks-
ins pólitíska gullhamra!
En ætli -beir menn séu ekki
fáir með þjóðinni, sem gera
sér í hugarlund, að hér ríkti
efnahagsleg og atvinnuleg
velsæld op íslendingar væru
320 milljónum — eða þótt
ekki væri nema 130 milljón-
um — króna ríkari, ef komm-
únistar isætu í ríkisstjórn
undir forsæti Hermanns Jón-
assonar? Myndi -ekki ein-
hverjum verða það á að
hugsa til áranna, þeg-a-r Bryn-
jólfurogÁki sátu í ríkisstjórn
og höfðu aðstöðu tisl að sýna
fjármálavit sitt og fram-
kvæmdagetu í verki? •—
Skyldu glóþarnir hafa orðið
spekingar, þó að iþjóðin hefði
reynzt svo heillum horfin. að
gefa Hermanni Jónassyni og
kommúnistum kost á að láta
sjúklega valdadrauma hans
og þeirra verða að veruleika.