Alþýðublaðið - 07.07.1948, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. júlí 1948
LA PALOM,
Sháldsaga eftir
Frú Dáríður
Ðulheims:
Frú Dáríður Dulheims:
FRÁ SJÁLFRI MÉR. —
Kg hef aldrei verið mikið
fyrir það gefin að auglýsa sjálfa
mig, eða þá starfsemi mína, sem
ég nefni t hina andlegu orku-
veitingu“. En þótt ég sé sjálf
mjög hlédræg að eðlisfari, finn
ég og veit, að slík hlédægni
lifnar á starfinu sjálfu, og
hindrar það um leið, að almenn
ingur fái tækifæri til þess að
njóta af því góðs og blessunar.
Og þar eð slíkt getur talist til
syndar, eða því sem næst, hef
ég ákveðið að rjúfa þögnina og
skýra að nokkru leyti frá því, í
hverju þessi „andlega orkuveit
ing“ er fólgin, og hverja bless-
un hún hefur upp á að bjóða.
Þar eð ég hef oft rekið mig
á, að menn hafa að öllum jafn-
aði beztan skilning á fjárhags
legri blessun, ætla ég fyrst og
fremst að fara nokkrum orðum
um þann fjárhagslega ávinning,
sem margir hafa hlotið gegnum
mig og starfsemi mína, „orku-
veitinguna“. Það veitir mér líka
4ækifæri til að kveða niður þær
gróusögur, sem óandlegt fólk og
illa innrætt, hefur komið á
kreik um þetta starf mitt.
Til þess að gera skýringu
mína sem aðgengilegasta, ætla
ég að taka eitt dæmi. Nokkra
unga menn langar til að komast
áfram. Þeir eru stórhuga og
ákveða að stofna fyrirtæki, en
þá skortir peninga. Þeir . hafa
heyrt minnar lítilmótlegu per-
sónu og blessunarríku starfsemi
getið, og þeir leita til mín og
tjá mér vandræði sín. Þeir hafa
næman skilning á starfsemi
minni, eins og flestir stórhuga
menn, og þeir segja mér, öldung
is ótilkvaddir, að þeir hafi heit
ið því a'ð leggja starfseminni all
drjúgan styrk peningalega, ef
vandræði þeirra leysist, og auð
vitað fái ég fullan ráðstöfunar-
rétt, viðvíkjandi því fé. Ég
svara: „Þetta er nú allt gott og
blessað, drengir mínir, — en
nú er eftir að vita, hvað þeir á
hinu sviðinu segja. Komið til
mín aftur eftir nokkra daga“.
Og næsta kvöld, þegar ég held
fund með nokkrum vinum mín
um; en meðal þeirra eru nokkr
ir fjárhagslega vel stæðir menn,
sem styrkja starfsemi mína með
al annars vegna hinnar andlegu
blessunar og fróðleiksþekking-
arauka, en einnig vegna þess, að
þeim hafa gefist vel fjárhagsleg
ar ráðleggingar að handan, og
gera satt að segja fátt í þeim
bransa án þess að fá þaðan ráð
í gegnum mig, — og á þessum
fundi hittist svo á, að þeir fyrir
handan, stinga upp á því, að
fyrrnefndir fundarmenn láni
ungu mönnunum, sem ég gat um
áðan, nokkuð fé - til að hefja
framkvæmdir og telja, að slík
ráðstöfun muni hafa stóraukna
orkuveitingu í för með sér til
fundarmanna.
Af þessu litla dæmi getið þið,
háttvirtir lesendur mínir og
unnendur starfsemi minnar séð,
að starfsemi mín hefur einnig
stórmerkilega „praktiska" þýð-
ingu, fyrir utan allá þá dásam-
legu blessun, sem henni fylgir.
Og um leið getið þið séð, hversu.
tilhæfulaust það mið er, þegar
andstæðingar mínir telja, að ég
sé að þessu til að hagnast á því,
og þetta sé jafnvel blekking.
Sjálf þigg ég ekki einn eyri fyr
ir mig prívat; þessar litlu pró-
sentur renna allar til starfsem-
innar.
Ég mun svo seinna ræða nán-
ar andlegu hliðina á starfsem-
inni.
í andlegum friði
Dáríður Dulheims.
SLÁTTUV ÉL ARROTTUR.
Þjóðlelkhúsniálinu Ioksins
hjargað; Þéir, sem fóru um
Hverfisgötuna í gær munu hafa
sér þess merki, að loksins hefur
tekizt að finna ráð, sem leitt geti
þjóðleikhúsmálið til lykta, svo
að allir megi vel við una og telja
sér sóma að. Er nú sum sé byrj
að að verpa að því moldarhaug
mikinn, sem síðar kvað eiga að
tyrfa. Kvað og hafa komið til
mála að haugsetja þar ýmsa
merka menn þjóðar vorrar;
fyrst og fremst þjóðleikhúsnefnd
ina.
Skemmtiferðaskipið brezka,
sem koma átti hingað síðastlið
inn fimmtudag, getur ekki lagt
úr höfn vegna sólskins. Skotun
,,En hve ég er annars
heimsk,“ sagði hún.
Koss hans hitti hana á
hökuna.
„Ég veit ekki við hvað ég
var hrædd,“ sagði hún bros-
andi og vék aftur á bak, svo
að hann varð að sleppa henni.
Öryggi hennar kom aftur,
og hún var alveg búin að ná
sér, þegar hún kom aftur inn
í dagstofuna til Lísbeitar.
En Þórgnýr Minthe, sem
var vanur að ráða, stóð
stundarkorn kyrr með útréft-
ar hendur. Hann fálmaði út í
lofitið og fann að hún var
horfin. Þá varð hann sneypt-
ur og það skyggði á allt
kvöldið. Þessi létta, ölvandi
gleði, sem hanm hafði fundið
til áður, var nú horfin, og allt
í einu stirðnaði hann allur
aftur. Hann var aftur orðinn
hinn alvarlegi Þórgnýr
Minthe, hinn heppni og stillti
málafærslumaður.
Þessa nótt lá hann lengi
vakandi. Hann va rekki að
hugsa; það var ekkert sér-
stakt vamdamál, sem hann
vildi komast til botns í. Hann
lá bara og' sá augu La Pa-
loma fyrir sér í myrkrinú og
spékoppinn í annari kinn
hennar.
Morguninn eftir, þegar hann
kom inn í dagstofuna til þess
að sjá morgunblaðið, var
Geirþrúður þar inni. Hanm
tók eftir því, og það kom ó-
þægilega við hann, að Lísbet
var ekki enn þá tilbúin.
Hann vildi ekki horfa í augu
gests síns, en horfði fram hjá
henni og var feiminn eins og
skóladrengur, og það gerði
hann enn gramari.
Þegar Lísbet kom stumdvís-
lega, er þau skyldu setjast að
morgunborðinu, var hún í
um finnst óþarfa eyðsla að
kaupa sólgeraugu handa skips
stjórninni.
fallega morgunkjólnum sín-
um með knipplingunum. AIM
af hafði hann dáðst að hom
um, en nú fór það í taugarnar
á honum að hún var ekki al
veg fullklædd.
Hann leit snögigt á ungu
stúlkuma við hlið sér. í skærri
morgunbirtunni var andlit
hennar unglegt og blómlegt,
en kona hans var föl og
þreytuleg, og augu hennar
daufleg og dökkir baugar
undir þeim.
Hann borðaði í flýti þegj-
andi. Án þess að taka nokk-
urt tilliti til hinna las hann í
blaðinu, sem hann hafði
breitt úr á borðinu við hlið-
ina á sér. Strax, þegar hann
var búinn að borða, stóð hann
upp, stakk blaðinu í vasa
sinn, til þess að fara með það
í skrifstofuma með sér, kyssti
Lísbet lauslega á kinnina,
hneigði sig hátíðlega fyrir
Geirþrúði og fór.
Um leið og hann gekk fram
hjá henni horfði hann á hana.
Það var eims og hún henti
gaman að honum. Og hann
fylltist ósanngjarnri reiði.
Hann beit á jaxlinn og gekk
fijótt út úr stofunni. Um leið
og hann skellti útidyrahurð-
inni heyrði hann Lísbet
hlæja. Það var svo óvenju-
legt að hann nam staðar á
efsta þrepinu. Hann heyrði
Önnu læsa dyrunum á eftir
sér. Það glamraði í mjólkur-
flösku niðri á götunni. Hljóð-
ið barst dauft ti'l hans. Hann
rnurndi allt í einu eftir því,
að harin hafði ekkert sofið
um nóttina.
Hann hitaði í lófana og
hann flýtti sér að setja upp
hanzkama. Honum fannst
hann endilega þurfa að verj-
ast einhverju, en hverju,
vissi hann ekkj. aðeins að eitt
hvað ásótiti hann, sem erfitt
var að skilja.
Þegar hann var kominn
niður á götuna, fékk andlit
hans sinn venjulega kulda-
svip.
Það var Geirþrúður, sem
hafði komið Lísbet til að
hlæja. Þegar Þórgnýr var
búinn að loka huirðinmi á eft-
ir sér, stóð hún upp og
hermdi með stirðlegum lima-
burði alveg eftir göngulagi
Þórgnýs. Hún hafði líka náð
dambslegum svip hans.
Lísbet gát ekki stillt sig
um að hlæja. Hún hló meira
en hún hafði hlegið í mörg
ár. Tárin runnu niður kinn-
arnar á henni og hún hélt
fyrir munninn.
í fyrstunni mundi hún
ekkert eftir því, að það var
maður hennar, sem Geirþrúð-
ur var að gera gis að. Og svo
kærði hún sig kollótta. Hlát-
urinn fékk alveg yfirhöndina
yfir skynseminni.
En niðri á götunni gekk
Þórgnýr með mynd Geir-
þrúðaP fyrir hugskotssjónum
sínum, og lagið, sem hún var
vön að raula, hljómaði svo
þýtt fyrir eyrum hans. Hamn
greip sig í því oft um daginn
að vera að raula það. Hann
hætti líka oft við vinnU sína
til að hugsa um hvað það
gæti verið, sem Geirþrúður
varð svona hrædd við. Hann
fann enga skýringu á því og
hætti að hugsa um það. Hann
var ekki vanur því, að Lís-
bet væri með nokkra duttl-
unga, og framkoma Geirþrúð
ar fannst honum vera leynd-
ardómsfull. En hræðsla
hennar hafði þó ekki verið
nein uppgerð og hún hafði
verið mjög föl.
Allan daginn langaði hann
heim, þó að hann reyndi að
slá því frá sér. Þegar hann
loksins kom heim, voru þær
ekki heima. Á skrifborði hans
lá miði með stórri og barna-
legri skrift Geirþrúðar, þar
sem hún tilkynnti honum, að
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSlNSj
ÖRN ELDING
GREIr 'INN. Ja, svaraðu, maður ... NELSON: Ég skal svara þer greifi blyd. um ienjn. ... Við vimxum. Húrra!
Hvers vegna er hundurinn á rölti sæll. ... Svara þér með púðri og ÞÁTTTAKENDURNIR: Við vinn- NELSON: Þeir vinna ema ...
undir spilaborðinu?