Alþýðublaðið - 08.07.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.07.1948, Blaðsíða 5
FiinmtuiíágMi? Stu^óU- tS48' v-i! Gyifi Þ. Gísiason: Kol og BLÖÐ SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS gerðu fyrir skömmu þjóðnýtingu brezku kolanámanna að umtalsefnn skýrðu lesendum sínum frá því, að þjóðnýtingin hefði gef dzt hörmulega, og væru augu manna á Bretlandi að opnast fyrir skaðsemi þjóðnýtingar, svo sem gleggst mætti sjá á því, að einn af aðalstjórnend um hinna þjóðný.ttu náma, Sir Charles Reid, hefði ný- lega sagt lausu star'fi sínu og ekki viljað bera ábyrgð leng ur ,á þessu voðafyrjrtæki. Hér er um að ræða dauft bergmál af miklu herópi, sem brezk íhaldsblöð lustu upp fyrir alllöngu gegn þjóð- nýtingunni á Bretlandi og ætlað var að hræða brezku stjórnina frá fyrirætlunum sír.um um þjóðnýtingu stál- jðnaðarins. íhaldsblöðin sögðu, að afköstin í kolaiðn- aðinum væru nú minni en þau hefðu verið 1938. kola- uámurnar hefðu tapað 25 milljónum punda á fyrsta starfsárinu, verðið á kolum befði hækkað, en gæðin hefðu versnað og fjarvistir aukizt. í þessari grein mun verða rætt um þessar staðhæfingar og sýnt fram á, að hér er hvorki um að ræða rök gegn þjóðnýtingu almennt né held ur því, að þjóðnýting nám- anna á Bretlandi hafi verið mikið framfaraspor og orðið Itil mikils góðs. Saga kolaiðnaðarins brezka hefur verið næsta dapurleg á síðustu áratugum. Engum, sem til þekkir, mun koma til hugar að halda því fram. að þessi iðnaður sé nú afkasta mikill eða ástand hans til fyr írmyndar. En enn þá síður mun það getað hvarflað að nokkrum, sem eitthvað hefur fylgzt með þessum málum, að það sé sök þjóðnýtingarinn- ar. Fyrir hina fyrri heims- Styrjöld var góðæri í kolaiðn aðinum og þá urðu ýmsar framfarir. en ,námurnarivoru tnýttar tií hins ýtrasta, og hugsuðu námueigendurnir fyrst og fremst mun stundar- hag, en ekki framtíð iðnaðar 5ns. Síðan 1913 hefur iðnaðin- tim hins vegar síhrakað, og sanrleikurinn er sá, að við lok heimsstyrjaldarinnar síð ari Iá við algeru hruni í brezkum kolaiðnaði, einum heízta undirstöðuatvinnuvegi Breta og játuðu þetta allir á- byrgir aðilar í Bretlandi. 1913 nam kola framléiðslan 287 millj. smál., en 1945 var hún þriðjungi minni eða 174 millj. smál. 1913 unnu 1,1 milljón tmanna í námunum. en 1945 hafði þeim fækkað niður í 709 þúsund. 1913 voru flutt út 73 millj. smál. af kolum, en 1945 voru flutt- ár út aðeins 3 millj. smál. og var mikill skortur á kolum innanlands. Á þessum árurn dróst brezkur kolaiðnaður hörmulega aftur úr iðnaði ýmissa annara kolafram- leiðsluþjóða, hvað afköst. tækni og aðbúnað námu- ímanna sner.ti: •Frá 1913 til 1938 jukust kneðalafköst í námuro Breta lum aðeins 13%, þótt miklar itækniframfarir yrðu í heim- |num á þessum árum, cn á sama tíma jukust þau um 59 % í Póllandi, 64% í Ruhrhér aðinu á Þýzkalandi og 101% í hinum þjóðnýttu námum Hollendinga. Framleiðsla hvers kolanámumanns var 160 msir: í Bandarikju.num en í Bretlandi. og á Þýzka- landi 40% meiri. Jafniramt höfðu svo harðar vinnudeilur hvað eftir annað lamað iðnao inn, og tortryggni verka- manna í garð vinnuveitenda muh í engri brezkri atvir.nu grein hafa verið meiri eða rót grónari. Haustið 1944 skipaði brezka stjórnin nefnd sér- fræðinga til þess að rannsaka ástand kolaiðnaðarins, og var Sir Charles Reid formaður her.nar. Nið.urstöður nefnd- arinnar voru þær, að ástand iðnaðarins væri hörmulegt og að geysi átak þyrfti til að lyfta honum úr niðurlæging- unni og gera hann aftur að traustum hornsteini undir stóriðnaði Breta. Ef það er nú sök þjóðnýting arinnar, að ekki hefur tekizt á 18 mánuðum að gera brezka kolaiðnaðinn að af- kastamiklum fyrirmyndar- iðnaði, hverju var þá um að kenna. að þessum iðnaði hrak aði svo ægilega á síðustu 30 árunum, er einkaframtakið var driffjöður hans, að hann var að hruni kominn. þegar hann var þjóðnýttur? Og svari nú þau blöð Sjálfstæð- isflokksins, sem hafa verið að fordæma þjóðnýtinguna og kenna henni um, að allt er nú ekki eins og það ætti að vera, Ef dæma á um gildi þjóð- nýtingarinnar fyrir afköstin í iðnaðinum, á auðvitað að bera saman afköstin síð- ustu árin, meðan námurnar voru í einkaeign, og afköstin nú. Þetta gera íhaldsblöðin i Bretlandi samt ekki, heldur bera saman afköstin nú og afköstin 1938 og 1939, en þá voru þau tiltölulega mikil eða 1.14 smál. a, meðaltali á vöku. 1947 voru afköstin 1.07 smál. á vöku, og það er 1 sam bandi við þessar tölur. sem hróp brezku íhaldsblaðanna hefur orðið hvað hæst, svo hátt, að ómur þess hefur bor- izt hingað til lands. Um það er þagað, að 1931 voru af- köstin 1.08 smál. og 1919 að eins 0.75 smál., og ekki voru þó námurnar þjóðnýttar þá. Um það er líka þagað, að frá 1939 og til stríðsloka fóru af köstin ávalt minnkandi. Það var framlag einkarekstursins í kolaiðnaðinum til styrjald- arátaks Breta. 1944 og 1945 vor.u- afköstin komin niður í 1.0 smál. á vöku, en 1946 jukust þau upp í 1.03 mál. Það eru þessi afköst, sem bera á afköst hinna þjóðnýttu náma saman við. 1947 jukust afköstin upp í 1-07 smál. og fyrstu 21 vikunni á þessu ári urðu þau 1.10 smál. á vöku. Það hefur því tekizt að auka afköstin verulega í hinum þjóðnýttu námum1, ng þau eru orðin miklu meiri en þau voru í stríðinu. þótt þau séu að vísu ekki enn orð in eins mikil og rétt fyrir stríðið, Þá hefur verið gert mikið veður út af því, að bókfærð- ur halli á rekstri námanna nam á síðasíliðr.u ári 25 null jónum punda. Enginn hefur að vísu haldið því fram, að loka ætti námunum, fyrst þær gætu ekki borið sig. frek ar en því hefur verið haldið fram hér á lar.di, að við æ'tt um að hætta að.stunda útgerð og landbúnað sökum þess að greiða hefur orðið uppbætur úr ríkissjóði á ýmsar afurðir þessara atvinnugreina til þess að atvinnurekendur teldu borga sig að framleiða þær. En brezk íhaldsblöð virðast telja hallann á rekstri kola- námarna sök þjóðnýtingar- innar, og blöð Sjáífstæðis- flokksins hér hafa þetta eít- ir. Er það þá ekki sök einka rekstursins í íslenskum út- vegi og Iandbúnaði, að ríkis sjóður þarf nú að greiða stór fé með ýmsum heíztu afurð um þessara undirstöðuat- vinnuvega hér á landi? Auðvitað er hvorugt rétt. Halli brezku kolanámanna og uppbótagreiðslurnar á ís- landi standa ekki í sambandi við rtekstursform atvinnu- veganna. heldur liggja til þeirra sérstakar orsakir, að vísu ekki þær sömu — og þær eru ekki einu sinni hlið stæðar •— en þær eiga það sameiginlegt, að þær eru sér ■staks eðlis og óskyldar rekst- urskerfi atvinnugreinanna. Stjórn hinna þjóðnýttu náma tók við þeim í mikilli niður níðslu og skipulagsleysi. Hún þurfti þegar í stað að verja geysifé til endurskipulagn- ingar og margs konar endur- bóta. sem þó urðu ekki tald- ar eignaauifcning í búkum fyr- irtækisins, en koma að miklu gagni framvegis. Kjör námu- manna voru slæm og aðbún aður þeirra hraksmánarleg- ur, enda reyndist æ erfiðara að fá menn til vinnu í námun um. Á árinu 1947, fyrsta ár- inu, sem námurnar voru í opinberri eign, fengu námu- mennirnir kjarabæhur. sem taldar eru hafa numið 60 milljónum punda, bæði í formi launahækkana og bætts aðbúnaðar. — kjara- bætur, sem það þjóðfélag, ■sem í tvær aldir hefur átt mikið af velmegun sinni að þakka striti námumannsins, vissulega skuldaði þessari stétt enda hefur stjórn nám- anna inú tekizt að hef ja nárnu mannsstarfið aftur til vegs og virðingar, svo sem sjá má af því, að nú fjölgar aftur í námunum. Tala námumanna er nú 724 þús., en var 692 þús. í árslok 1946. Með tilliti til þess, hversu geysilegt á- tak hefur þurft til þess að stöðva hrunið og snúa þróun inni við, og með tilliti til þeirra miklu kjarabóta, sem verða verzlanirnar lokaðar frá og með 12. júli til 26. júlíi. jorn mmmmn námumer.nirnir hafa feng- ið ''g eru .iTævra en helmingi meiri en hall- inn. hlýtur 25 milljón punda tap að teljast smá- vægilegt, einkum þegar þess er gætt, að verið er að leggja grundvöll að nýrri tækni og ■stórbættum vinnuskilyrðum. Hér er raunverulega um að ræða fjárfestingu. sem á eftir að bera ávöxt síðar. Enginn skyldi halda, að þetta væri í fyrsta skipti, sem brezki kolaiðnaðurinn er rek inn með halla. Fyrir fáum ár um fengu brezkir námueig- endur 20 millj. punda fram- lag úr ríkissjóði. Það fram- lag var ekki notað til hags bóta fyrir námumenn, og það gaf engan arð af sér. Stjórn kolanámanna fær halla síðast liðins árs ekki greiddan úr ríkissjóði. Henni er ætlað að jafna hann síðar. Og hún á- lítur, að sér muni takast það. Þá hefur verið kvartað yf ir því, að kolaverðið hafi hækkað. Það hefur hækkað um 6 sh. og 6 d. smálestin síð an námúrnar voru þjóðnýtt- ar, en rúmlega 6 sh. af verð hækkuninni hafa verið notað ar til ýmisskonar kjarabóta fyrir námumennina. Með til- íiti til hækkaðs verðlags á rekstursvörum ýmsum þarf engum að koma slík hækkun á óvart, og allra sízt þegar þess er gætt, að á síðastliðn um 5 árum hefur kolaverðið hækkað um 19 sh. og 6 d. Þá hefur og verið kvartað yfir því, að kolin séu nú verri en þau voru fyrir stríð. Eng inn mun mæla á móti því, en fáir munu svo óskammfeiln- ir að halda því fram, að gæða rýrnunin hafi hafizt með þjóð nýtingunni. Gæði brezkra kola hafa nú um alllangt skeið farið versnandi, og á það að sögn sérfræðinga. fyrst og fremst rót sína að rekja til þess, að lengi hefur verið lögð á það einhliða áherzla að gjörnýta aðeins beztu nám- urnar, auk þess sem vinnslu Lokað vegna suntarleyfa frá 11.—25. þ. m. Bafcarf A. Bridde Hverfisgötu 39. tækninni hefur verið ábóta- vant. Enguit sanrigjörnuin mar.ni dettur í hug. að stjórn hj.nna þjóðnýttu náma geti ráðið bót á slíku í einu vet- fangi. Þá er komið að síðasta at- riðinu í sókninni gegn þjóð- nýtingu brezku námanna, en það er, að fjarvistir hafi á síðastliðnu ári verið meiri en fyrir stríð eða 12,43%, miðað við 6,82% 193B. og að 1,6 millj. smál. framleiðsla hafi tapazt á síðást liðnu ári vegna vinnudeilna. En hér er beitt sams konar rökfö'lsun og þegar rætt var um afköst- in. Það á ekki að dæma hið þjóðnýtta fyrirtæki eftir því, hvort fjarvistirnar eru nú meiri eða minni en þær vorvi rétt fyrir strið, heldur eftir hinu, hvor.t þær eru meiri eða minni en síðustu árin áður en námurnar voru þjóðnýtt- ar. Frá 1938 jukust fjarvist- irnar nefnilega stöðugt til 1945, úr 6,82% 1938 í 16,31% 1945. 1947 voru þær hins vegar 12,43%, svo sem áður getur, og í fyrstu vikunni á þessu ári 11,12%, svo að einnig á þessu sviði hefur stjórn hinna þjóðnýttu náma orði.ð mikið ágengt. Og þegar fjarvistirnar nú eru bornar saman við fjarvistirnar fyrir stríð, verður að geta þess, að þá var atvinnuleysi og námu- maðurinn þóttist góður, ef hann gat fengið að vinna 3 daga í viku, en var því alls óvanur að vinna 5 eða 6 daga í viku. Það er rétt, að á síðast liðnu ári urðu allmiklar vinnudeilur og að kolafram- leiðslan varð þeirra vegna allmiklu minni en ella. En það gleymist að segja frá því í þessu sambandi, að aðeins þrem árum áður, á úrslitaári stríðsins, begar bandamenn gerðu innrásina á meginland- ið, urðu svo miklar vinnu- deilur, að minnkun kolafram- leiðslunnar varð 'nelmingi meiri. Það er forðazt að minn- ast á allsherjarverkfallið 1926, þegar allar brezkar námur voru lokaðar mánuð- um saman og Bretar urðu meira að segja að flytja kol inn, milljónir smálesta. Og það er þagað um það, sern mestu máli skiptir þó og allir kunnugir vita og viðurkenna, að hefðu námurnar ekki ver- ið þjóðnýttar, hefðu orðið mikiu meiri vinnudeilur og þar af leiðandi miklu meiri framleiðsluminnkun af þeirn sökum en þó varð raun á. Að síðustu skal þess getið, Fcamh. á síðu. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.