Alþýðublaðið - 11.07.1948, Side 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Sunnudagur 11. júlí 1948.
iLAPALOMA
Skáldsaga eftir Toru Feuk
AÐSENT BRÉF:
Filipus Bessason:
Ritstjóri. góður.
Lengi sat ég orðlaus, er ég
hafði lesið greinarstúf þeirrar
dulheimsku í dálk þínum núna
í vikunni. Fyrr má nú rota en
dauðrota, varð mér hugsað. Er
þetta þá hámenning höfuðborg-
arinnar á þessari marglofuðu
öld vísinda og tækni? Er það
helzta einkenni þeirrar miklu
og marglofuðu andlegu þróun-
ar, að þeir menn, sem hátt ber
á í athafnalífi þjóðarinnar, sitji
um kvöld í kolníðarnyrkri hjá
kuklkerlingum og leiti véfrétta?
Er það öld þeirrar búhyggni og
fjármálavits, að þeir láti öng-
vitsþvaður, (ef það er þá öng-
vitsþvaður), slíkra drósa ráða í
hvað þeir leggja fjármuni sína? I
Og gjalda síðan þeim — eða
starfseminni ærnar prósentur
af- öllu brjálæðissukkinu, auk
þess sem þær taka einnig drjúg
an skilding af lánaútvegunum
annars staðar frá! Já, margur
gerizt nú atvinnuvegurinn í
henni Reykjavík, og sízt að
undra þótt éklci fáist kaupakon
ur í sveit fyrst slíkur „sláttur“
getur orðið svo arðvænlegur.
En, — ef völfur þessar eru
íslenzkri nútímamenningu svo
ómissandi og mikilsverðar, hvers
á þá landbúnaðurinn að gjalda?
Hvers vegna sitja ekki lögskip-
aðar og lögverndaðar kuklkerl
ingar í sveit hverri, er við,
sveitakarlarnir og búskussarnir
getum sótt í vísdóm allan?
Spurt þær hvenær hey skuli
breitt og saman tekið, kúm hald
ið og kindur á f jall reknar; hvar
eigi að grafa fyrir safnþrónni og
hvar votheysgryfjunni skuli
staður valinn, og síðast en ekki
sízt,— hvar við gætum fengið
kaupafólk eða önnur vinnuhjú,
svo að nokkur vinnist thni til
að híma í myrkrinu á kuklstof-
unni og hlýða á véfregnina.
Mætti setja það sem lágmark
starfshæfni þeirrar dulrænu, að
ekki reyndust spár hennar
brigðulli en veðurstofunnar.
Og svo síðustu nokkur orð í
alvöru og góðri meiningu: Er
ekki kominn tími til að gera
byltingu á Kleppi. Sleppa þeim
út, sem þar eru nú, í hóp sinna
mörgu fyrir utan, en loka siðan
inni þær fáu hræður með nokk-
urnvegin óbrenglaða skynsemi,
sem enn kunna að finnast á
landinu, svo að þær hlæi ekki
sér til dómsfellis að brjálæðis-
pörum fjöldans, sem ekki get-
ur að villu sinni gert? Mun ég
láta loka mig þar inni mót-
spyrnulaust, þegar þar að kem
ur, því vonbrigði yrðu mér það,
ef ekki sæjust nokkrir hrepp-
stjórar fleiri í þeim fámenna
hópi.
Virðingarfyllst.
Filipus Bessason
herppstjóri.
Leifur Leirs:
RAHAPSOUIA LUKTAR-
STAURÍANA.
Gervallur ht muripn
kvað standa
á barmi glötunarinnar . . .
Ég
stend upp við luktarstaur
í Hafnarstræti.
Menning vor
hefur náð hátindi
þekkingar, vísindatækni;
og er nú
að fróðra manna sögn
að farast;
lirapa af sínum eigin tindum
niður í djúpin . . .
Ég
er þéttingsfullur
og mig sundlar ekki
hvað þá meira.
Og gervalt mannkyn
þíður í hljóðu ofvæni
einhverrar lausnar. . ,
Njálsdopar . . .
Ali Baba . . .
Ég
stend upp við luktarstaur
og bíð mannsins,
sem ég sendi eftir flösku.
um. Minthe sá þetta allt án
þess að skynja það. Hann
barðist við ákafa girnd, sem
hann aðeins hafði taumhald
á, Jpegar hann hamaðist við
vinnu. Hann vissi ekki sjálf-
ur, hvað það var, sem hann
vildi, þegar hann sat í þönk-
um og sá fyrir sér ljómandi
augu Geirþrúðar og heyrði
lokkandi röad hennar raula
La Paloma. Hann óskaði
engra breytinga, en hann
vissi, að þessi óeirð, sem
rændi hann starfsþreki hans,
varð að hætta.
Ef Geirþrúður hefði ekki
verið unnusta bróður hans, þá
hefði hann gengið hreint til
verks. En nú var um annað
og erfiðara að ræða. Hann,
Minthe málafærslumaður,
sem var þekktur fyrir- ólast-
aniegt líferni og strangar sið-
ferðisskoðanir, sat þarna
eins og piparjómfrú og hafði
ekki vald á girndum sínum.
Dag nokkurn, er hann
hafði ekki getað haldið áfram
vörn sinni, en hafði orðið að
gefa upp mál, sem hafði haft
mikla þýðingu fyrir hann að
vinna, gekk hann dapur heim
og settist inn í gestaherberg-
ið. Það var enn þá fjóluilm-
ur af púðunum í sóffanum.
Hann settist hugsandi með
vindil, sem dautt var í. En
fjóluilmurinn steig honum rtil
höfuðs og rninnti hann alltaf á
Geirþrúði. Iiann var fastur í
gildru, sem hann að vísu ekki
sá, en lokaðist æ fastar um
hann. Hann lét hugann reika.
Og þegar hann mundi eftir
kossi Geirþrúðar og líkama
Ef
gervallt mannkynið
gæfi sér aðeins tíma til
að standa upp við luktarstaur
þegar sólin skín. . .
Þar sé ég
hylla undir manninn
með flöskuna.
Leifur Leirs.
hennar í fangi sínu, þá sleppti
hann síðustu skynsemisglór-
unni og lét viljalaust undan
ákafa tilfinninga sinna.
Þegar kona hans kom inn í
stofuna, sat hann og kuðlaði
enum púðanum milli hand-
anna. Hún sá hann ekki í
irökkrinu, en gekk út að
glugganum og renndi upp
gluggatjaldinu, sem hafði
verið dregið niður vegna sól-
arinnar.
Vöxtur Lísbetar sást svo
greinilega, þegar hún stóð
þarna í daufri dagsbirtunni
frá glugganum.
Allt í einu sá hann, að iík-
ami hennar var ekki ungur
lengur. Hún var orðin mið-
aldra kona. Kjóllinn þrengdi
að holdugum brjóstum henn-
ar, og lífstykkið var reimað
fast að mittinu. Hún var líka
búin að fá undirhöku. Hann
hafði séð þetta daglega í
mörg ár án þess að hugsa
nokkuð út i það. En nú sá
hann það, og- það kom illa
við hann. Hann hafði aldrei
hugsað um það, að Lísbet
gæti orðið gömul. í augum
hans hafði hún allt af litið
út eins oig í fyrsta skipti, sem
hann sá hana. Og svo datt
honum skyndilega í hug,
hvort hann hefði sjálfur
breytzt svona mikið. Það
hafði hann heldur aldrei
hugsað um. En nú sá hann,
að árin hefðu kannski ekki
liðið án þess að hann bæri
þess einhver merki. Kannski
hafði hann breytzt alveg eins
mikið í augum Lísbetar eins
og hún í augum hans. Hon-
um varð æ þyngra í huga.
Og hann horfði næstum illi-
lega á hana af’tur.
Hár hennar Iá í regluleg-
um bylgjum alveg eins og
hann hafði krafizt, að það
skyldi vera. Nú fékk hann
allt í einu ógeð á því.
Fyrir hugskotssjónum sin-
um sá hann brúnan hárþyril
yfir unglegu enni og óstýri-
látan lokk, sem allt af lafði
ofan í augu.
Hann hélt áfram að gagn-
trýna konu sína með sjálfum
sér, en igleymdi því, að ef
hið fagra hár Lísbetar hefði
nokkurn tíma verið svo ó-
stýrilátt, þá hefði hann verið
sá fyrsti til að setja út á það.
Hann hefði sagt, að það væri
ósnyrtilegt og ætti ekki við
fyrir konu Minthers mála-
færslumanns.
Lísbet klóraði sér hugsun-
arlaust í höfðinu. Henni var
heitt og hún hélt ekki, að
neinn sæi sig. Hann heyrði
neglurnar skrjáfa við hár-
svörðinn, og honum fannst
hljóðið óþægilegt. Án þess að
hún yrði hans vör gekk hún
út úr herberginu.
Hann sat lengi kyrr og á-
kafar tilfinningar ásóttu
hann, og hugsanir. hans vóru
á ringúlreið.
í fyrsa skipti sá hann, að
hann hafði ekk ihaft það af
lífinu, sem hann ætlaði sér.
Til þess að komast til sem
mestra metorða hafði hann
valið vnnuna en hafnað sæt-
leik .lífsins. Fyrst núna sá
hann, að allt, sem hann hafði
barizt fyrir að ná, hafði aö
eins litla þýðingu á móti
þeim verðmætum, sem hann
hafði sleppt.
í fyrsta skipti sá hann, að
það var nokkuð til, sem var
sterkara en vilji manns. Eitt
hvað, sem hann gat ekki ráð-
ið yfir, eitthvað, sem var í
ætt við sjálf forlögin.
Vnnuþrek hans var skert,
og siðferðisskoðanir hans
féllu hver um aðra þvera, og
hanns innri maður, sem hafði
verið kaldur og stirðnaður,
þiðnaði allt í einu fyrir hlýj-
um, brúnum konuaugum.
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
stökk. Hún rennur hægt við staðar í einni holunni.
hjólbarminn, unz hún. nemur ÁHORFENDURNIR: Húrra! Nel-
son tapar! — — — Greifinn
græðir 50 000 dollara!
OG HJÓLIÐ SNÝST, en kúlan
tekur að þessu sinni engin kynja