Alþýðublaðið - 21.07.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.07.1948, Blaðsíða 4
Miðvikudagur -21. júlí 1348. Glæsilegur hópur íslenzkra æskumanna til al- þjóðaleika. — Vaxandi máttur íþróttanna hér á landi. — Aldrei eins mörg afrek og í sumar. — Kjósandi skrifar inn afbrot gegn Reykjavík og Reykvíkingum. David Low er tvímiæ'lalaust frægasti heimsmála skopteiknari, sem uppi er. Hann dregur flóknustu vandamél fram í einfaldar teikningar og iætur í Ijós skoðanir sínar með undraverðri kýmni. Alþýðublaðið birtir myndir hans öðru hverju á fimmtu síðunni. Aðeins í Alþýðublaðinu, Gerizt áskrifendur. - Símar: 4900 & 4906. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík fer skemmtiferð föstudaginn 23. þ. m. að Gullfossi og Geysi með viðkomu að Þingvöllum. Allar upplýsingar eru gefnar í Verziun Gunn- þórunnar Hálldórsdóttur og í símum 4374 og 2182. STJÓRNIN. « Fimm orlofsferðjr frá ferðaskrif- sfofunni í vikunni og um helgina »------- Tvær ferðir norður oé austur um land, Fjaílabaksferð, Snæfellsnesför og ferð um Dali og Barðaströnd. —... ♦---------- FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS efnir tiTfimm lengri og skemmri orlofsferða í þessari viku og um næstu helgi. Fyrst eru tvær ferðir með bifreiðum og skipi til Norður- og Austurlandsins. Þá er Fjallabaksferð, ferð á Snæfellsnes og loks ferð um Dali og Barðaströnd. Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. Ritstjórl: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt GröndaL Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. t Afgreiðslusimi: 4900. r Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýð»nrentsmiðjan hJI. Sæfabrauð og svipa. ÞAÐ má vel vera. að vald- hafarnir í Kreml álíti það mik ið og sigurvænlegt herbragð í átökunum við Vesturveldin: um Berlín. að koma á þessu augnabliki. þegar skorturlnn er farinn að sverfa að íbúun um í borgarhlutum Vestur- veldanna, með tilboð um að sjá allri borginni fyrir mat- vælum, ef borgarbúar vilji snúa baki við Bretum og Bandaríkjamönnum, sem und anfarið hafa haldið í þeim líf inu með loftflutningum sín- um. En ætli þeir verði ekki nokkuð margir úti um heim, einnig í Berlín, sem hugsa, að herrunum í Kreml hefði verið sæmra að þegja, en að básúna þannig út bíygðunar- leysi sitt og mannfyrirlitn- ingu? * Vikum saman hafa her- námssvæði Vesturveldanna í Berlín verið eins og umsetin borg, sem óvinaherinn ætlar sér að svelita til uppgjafar. All ir matvælaflutningar til borg arhluta Vesturveldanna á járnbrautum,. bílvegum eða fljótum hafa verið hindraðir af Rússum. Lokað hefur ver- ið fyrir rafmagnssitraum þang að, og með köldu blóði hafa þessir „hugsjónamenn“ kommúnismans meira að segja bannað, að flutt væri mjólk og lyf úr hinum rúss- neska borgarhluta yfir í hina umsetnu, handa böfnum og sjúklingum. Fyrir löngu væru þær tvær milljónir manna, eem búa í borgarhlutum Vest urveldanna fallnar úr hungri og vosbúð, ef Bretar og Bandaríkjamenn: hefðu ekki bjargað þeim með hinum frækilegu birgðaflutningum sínum í lofti ,til borgarinnar. Víst er hér um pólitík að ræða af hálfu Rússa; þeir ætla sér með slíkum fanta- brögðum að bola Vesturveld unum með öllu burt úr Ber- lín til að geta sjálfir orðið þar einráðir. En engu að síð ur bitna þau fyrst og fremst á varnarlitlum og langþjáð- um íbúurn borgarinnar; og svo blygðunarlaust láta valdamennirnir í Kreml til- ganginn helga mieðalið, að þeir hika ekki við að ofur- selja tvær milljónir manna, sem búa í borgarhlutum Vest urveldanna, hungri og hvers konar neyð til þess að hafa sína kaldrifjuðu pólitík fram. * En, sem sagt: Eftir að hafa vikum saman beitt svipunni, koma þeir nú með sætabrauð og segja: Við erum reiðúbún ir lil þess að sjá allri Berlín fyrir matvælum, einnig borg arhlutum Vesturveldanna, ef íbúar þeirra vilja hjálpa okk iur til að reka þau með setu- lið sitt úr Berlín; við höfum HÓPURINN, sem gekk inn á íþróttavöllinn í fyrrakvöld var myndarlegur og fagur á að líta. Þetta unga fólk fer á morgun á Ieiðis til Olympíuleikanna í London og mun leggja þar fram allt það bezta, sem það á til, svo að það verði þjóð sinni til sóma. Það er óþarfi fyrir okk- ur að gera ráð fyrir stórfréttum um íslendinga á þessu heims- móti, en það er heldur ekki að alatriðið. Hitt er mest um vert að við sýnum vaxandi þjóð, sem er á hraðri framfaraleið, með því að senda þennan glæsilega hóp til Ieikanna. ÞAÐ HLÝTUR að vekja at- hygli manna hve mjög framfar- ir okkar í íþróttaafrekum eru miklar um þessar mundir. Síð- ustu árin hafa frjálsíþrótta- menn okkar sýnt svo frábæra elju við íþróttaiðkanirnar að undrum sætir, þegar tekið er til lit til þess að það eru ekki mörg ár síðan þetta áhugafólk átti við mjög erfið skilyrði að búa, og má jafnvel segja, að enn skorti mikið á að við búum áð íþrótta fólki okkap eins og bezt verði á kosið. Á HVERJU MÓTI, sem haldið hefur verð í sumar, hafa verið sett ný met — og í fyrrakvöld voru sett ný íslandsmet í lang- flestum íþróttagreinum, sem keppt var í. Þetta sýnir vax- andi þrótt unga fólksins í land- inu, en einnig um leið kapp, á- stundun og reglusemi þeirra ungu manna og kvenna, sem bezt stunda frjálsu íþróttirnar. EINN AF forustumönnum í þessum málum sagði mér í fyrra dag að nær undantekningar- laust væru þeir ungir menn sem nú stunda þessar íþróttir, reglu menn á vín og tóbak. „Ég held, til dsemis", sagði hann, ,,að að- eins einn þeirra neyti tóbaks eitt hvað svolítið.“ Reglusemin er skilyrði fyrir afrekum. Það hafa þessir ungu menn enn einu sinni sannað. KJÓSANDI SKRIFAR: „Hvar í veröldinni mun vera að finna slíka forráðamenn höfuðborgar sem hér, að ætla að taka annan eins hjartastað eins og Örfirisey er og setja þar niður síldarverk smiðju?“ nóg korn fyrirliggjandi til þess! Þarna er hinum rússneska kommúnisma rétit lýst. Þetta er frielsið og öryggið, sem haKin hefur að bjóða: almenn- ingi! TÍI skiptis huiigursvip an og sætabrauðið! Það er ekki að furða, þótt kommún- istar úti um allan heim flytji mönnuim fréttirnar af slíku frelsi og öryggi sem fagnað- arboðskap framtíðarinnar! * Víst eru þær tvær milljónir Berlínarbúa, sem lifa á her- námssvæðum Vesturveldanna í borginni, aðþrengdar af hungurumsátri hinna komm ,.ÉG HEF ALLTAF verið að búast við því, að blöðin tækju í taumana og kæmu af stað harg vítugum árásum á bæjarstjórn ina fyrir að fremja annað eins, mér liggur við að segja, ódæði og þetta. En nú þegar Kveldúlf ur er farinn að auglýsa eftir til boðum í að rífa bragga í Kefla- vík og setja hann upp í Örfiris- ey og ekkert blað hreyfir mót- mælum, þá verð ég að segja, að ég fer að verða vonlítill um, að þessu verði afstýrt.“ „ALLUR ALMENNINGUR fordæmir þessar aðfarir og trúir því ekki, að þetta verði fram- kvæmt. Ég hitti gamlan skip- stjóra á götu um daginn. Síldar bræðslumálið bar á góma. Hann sagði við mig vertu bara rólegur þetta verður aldrei, því þegar fólkið sér, að eitthvað á að fara að gera í þessum málum, þá verður hóað saman borgara- fundi og forráðamönnum verður áldrei liðið að fara svona með eyjuna og veita öðrum eins ó- þverra yfir bæinn og höfnina". „EN, HANNES MINN, hvað segir nú fegrunarfélagið um þessi mál og blessaður formað- urinn í þeim félagsskap, sem tal aði svo hátíðlega og lofaði svo miklu 17. júní s. 1., um að standa á verði gegn öllu því er spillir bænum í útliti og holl- ustuháttum, hann hlýtur að fara að láta heyra til sín svo framar lega, sem hann hefur meint eitt hvað annað með þessum orðum sínum, en hafa þau til uppfyll- ingar í hátíðarræðú'. Síidarafli Norð- manna hér 3760 tunnur___________ NORSKA útvarpið skýrði frá því nýlega að síldveiðar Norðmanna við ísland hefðu gengið treglega fram til þessa. Þegar síðast fréttist höfðu norsku síldveiðibátarnir ver ið búnir að veiða 3700 tunn- ur síldar. Veiðar sænsku bát anna hafa hins vegar gengið nokkru belur, einkum þeirra úústísku frelsara úr austri; en ætli þær hugsi sig þó ekki tvjsvar sinnum um áður en þær beygja isig undir isvipuna fyrir eirn bita af sætabrauði? Berlínarbúar urðu í tólf ár að búa víð einræði og kúg un naz’'smans; og þeir eru •ekki búnir að gleyma því fargí Gestaporíkisins, sem á þeim hvíldi eins og martröð allan þann tíma. Ótilneyddir munu þeir því áreiðanlega aldrei ganga undir ok hins nýja, rauða nazisma; þeir hafa af langri reynslu lært að þótt brauðið sé mikils virði, er frelsið þó enn þá dýrmætara. Fyrri Norðurlandsferðin hefst á morgun og tekur 13 daga. Ekið verður um Þing- velli* Kaldadal, Borgarfjörð, Húnavatnssýslu, Skagafjörð til Siglufjarðar, og þaðan til Akureyrar og um Þingeyjar sýslur. Þessari ferð lýkur með skipsferð frá Reyðarfirði til Reykjavíkur og verður komið hingað 2. ágúst. — Seinni orlofsferðin til Norð- ur- og Austurlandsins hefst á sunnudaginni og verður farið með nýja skipinu , Heklu“ til Reyðarfjarðar rneð við- komu í Vestmannaeyjum. Frá Reyðarfirði verður farið með bifreiðum til Reykjavík ur og verður farin sama leið og komið á isömu staði og í norðurleiðinni í fyrri ferð- inni. Þessi ferð tekur jafn langain tíma og sú fyrri. Á laugardaginn verður lagt af slað í 5 daga ferð um La,ndmannaafrétt og Fjalla- baksveg til Kirkjubæjar- klausturs, og enn fremur verður farið í ferð til Snæ- fellsness á laugardagsmorg- uninn. Farið verður með Lax fossi upp á Akranes, en það- að með bifreiðum vestur að Búðum. Á sunUudaginn verð ur ekið um Breiðuvíkina að Stapa og skoðaðir ýmsir merkir staðir, en um nótitina gist í Ólafsvík. Á mánudag- inn verður aftur haldið til Reykjavíkur. Loks verður lagt af stað á laugardaginn í fjögurra daga ferð um Dali og Barðaströnd. Ekið verður vestur í Búðardal, en þaðan að Staðarfelli og gist þar. Á sunnudaginn verður farið í Bakskóg, til baka um Sæl- ingsdal, þaðan yfir Svína- skarð í Saurbæinn og því rsæst um Gilsfjörð til Bjark- arlundar við Berufjarðarvatn og þar verður gist. Á mánu- daginn verður farið að Reyk hólum; komið verður að Skógum í Þorskafirði, en síð an gist aftur í Bjarkarlundi. Á þriðjudaginn verður hald- ið lil Reykjavíkur með við- komu í Búðardal. Hreðavatni og Ferstiklu. Mimimgarspjöld Kvenfélags Neskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Mýrarhúsaskóla. Verzl. Halldórs Eyþórsson- ar, Víðimel. Pöntunarfé- lagmu, Fálfcagötu, Reyni- völlum f Sfcerjafirði og Verzl. Ásgeirs Gunn- laugsisonar, Austurstræti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.