Alþýðublaðið - 21.07.1948, Qupperneq 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 21. júlí 1Í948.
LA PALOMA
Skáldsaga eftir Toru Feuk
Hrólfur var ruglaður á svip-
Lauga landkynning.
LANDKYNNINGARÞÁTTUR,
sem fram að þessu hefur engin
rækt verið sýnd.
Við erum alltaf að fjargviðr-
ast út af því, að land okkar sé
of lítið þekkt erlendis; að út-
lendingar haldi að við séum
einhverjir svakaskrælingjar, og
að þeir viti yfirleitt alls ekki
hver við erum.
Ég sé ekki annað, en að við
verðum að trúa þessu, því þetta
stendur hvað eftir annað í okk-
ar blöðum. Og ef þetta er svona,
verðum við að reyna að ráða bót
á því, því það er annað en gam
an að liggja undir orði, sem
maður á ekki skilið. Ég ætti
að þekkja það frá hernáms-
árunum. Þá sögðu öfundsjúkar
kerlingar, að ég væri við hvern
hermann, en sönnunin var sú,
að ég talaði einu sinni aldrei við
óbreytta; — ekki nema þá
,,helló!“ og svoleiðis.
Það er ekki nóg að bjóða upp
hingað eða toga hingað aflóga
útlendinga, sem eru orðnir svo
sjóndaprir, að þeir sjá ekki hvort
þeir mæta karlmanni eða kven-
manni hér á götu; hrjóta undir
áróðursmyndum Ferðaskrifstof-
unnar, og eru síðan, þegar heim
kemur, svo önnum kafnir við
að búa sig undir annað líf og
ganga frá erfðaskránni, að þeim
vinnst enginn tími til að segja
barna-barna-börnum sínum frá
því litla, sem þeir sáu og
lieyrðu hér á landi. Nei, við
verðum að grípa til rótttækari
ráðstafana, ef duga skal! You
seel
Og nú hefur mér komið ráð
í hug; sennilega of sniðugt til
þess, að hinir hæstvirtu geti far
ið eftir því, fyrst þeir fundu það
ekki upp sjálfir. En ég læt það
fara samt. Ég get þá seinna, ef
það verður tekið upp, bent á,
að ég hafi fyrst komið með það
á prenti, en það er í fáum orðum
þetta:
Fyrsti þáttur þessa ráðs er sá,
að haldin verði hér fegurðarsam
keppni (útsláttarkeppi) kvenna
á aldrinum, segjum frá 16—26
ára. Fimm eða tíu fallegustu
verði síðan hafðar til sýnis, mátu
lega klæddar, — eða óklæddar
í stað fraeðslukvíkmyndanna?
eða að minnsta kosti milli þátta.
Og þá mega þeir útlenzku vera
orðnir f jári gamlir, ef þeir vakna
ekki við, — ég þekki þá! Auð-
vitað mundu konur þeirra líka
glaðvakna um leið. Afbrýðisem
in endist lengi, — ég þekki þær
líka.
Og nú kemur það, sem er
sneddíast! Vitið þið hvað, — á
sundbolina, sem þær væru í,
ætti að prenta feitletrað allar
þær upplýsingar, um okkur, sem
við viljum helzt að útlending-
ar viti,-t. d. að við séum menn-
ingarþjóð og annað þessháttar,
og að Hekla sé mesta eldfjall
jarðarinnar. Ef þeir læsu ekki
það, sem þar stæði, læsu þeir
það hvergi.
Og svo er enn eitt. Úr hópi
þessara fimm eða tíu ætti svo
auðvitað að kjósa eina eða tvær
fegurðardottningar og senda þær
eða hana síðan með íslenzkri
flugvél út um víða veröld, en
þó einkum til markaðslandanna,
ásamt öðrum sýnishornum af
íslenzkri framleiðslu, og láta
hana eð aþær vera áprentaðar
með upplýsingum á öllum tungu
málum og yrðu sundskýlurnar,
sem þær hefðu meðferðis, að
vera jafnmargar og tungumálin.
Við skyldum sjá hvort borgar-
stjórar og aðrir valdamenn
legðu þeim ekki til veizlu og
þessháttar, þær væru þá klaufar
og skömm að fegurðinni, ef svo
færi ekki!
Sem sagt, — ráðið er frjálst til
afnota, og nú kemur til annarra
kasta að hrinda því í fram-
kvæmd og allt það. Ég kýs eng
in laun fyrir það, — aðeins rétt
til að taka þátt í samkeppninni
þegar þar að kemur.
Bless you!
Lauga landkynning.
OG NÚ ER BARA ÞAÐ
hvort við fáum nægilegan
meðvind á Olympíuleikjunum,
— og hvort við getum notið
hans án þess að hinir njóti hans
líka.
Tannlækningastofa
mín er lokuð ti'l 9. ágúst.
HALLUR
L. HALLSSON.
ur tími áður en harrn sæi
hana aftur. Ef til vill aldrei
framar, og hann vildi setja á
sig útlit hennar. Hann sá
þetta yndislega andlit með
gegnsærri húðicnni. Hún
brosti til hans, dauflega og
hálf kuldalega.
Þegar hann itók frakkann
sinn í forstofunni kom jóm-
frúin hlaupandi. Hún sá, að
hann hafði grátið og hún kom
og rétti honum kyrlátlega
hendina.
„Vertu sæl jómfrú, nú kem
ég aldrei framar“, sagði hann
og það titruðu á honum var-
irnar. Hann gekk hratt út úr
dyrunum. Jómfrúin hljóp út
til Mínu í eldhúsið. og hún
varð óðamála, þegar hún fór
að segja fréttirnar. Hún hafði
séð að hringurinn var horf-
inn af hendi hans. Mina
hlaustaði róleg á hana síðan
sagði hún reiðilega: -,Hertu
þig upp maður, og talaðu, svo
að rnaður skilji það“. Síðan
gekk hún upp til Geirþrúðar.
„Hvað er það, sem jómfrú
in er að segja? Eruð þið Hrólf
ur orðin ósáitt?“ Svo tók hún
í hendina á Geirþrúði og l'eit
á hana. Þegar hún sá, að
hringurinn var horfinn, sagði
hún:
„Það er eins gott, að það
varð strax einis og seinna.
Það hefði komið fyrir hvort
eð er, það sagði ég strax og
þið settuð upp hringana. Það
verður a'ldrei neitt úr því,
þegar drukkin er skál áður
en þeir eru settir upp.“
Geirþrúður isvaraði ekki. Hún
brosti með sjálfri sér og var
að tala við Jón í huganum.
Mína leit á hana. Síðan gekk
hún til hennar og tók á slag
æð hennar. Síðan ýtiti hún
við henni.
„Hvað er að þér Geirþrúð-
ur, að hverju ertu að hlæja.
Vaknaðu barn, þetta er Mína.
Það hlær enginn, þegar illa
liggur á honum. Vaknaðu
Geirþrúður.“ Geirþrúður
leit rugluð á hana og andvarp
aði. Það gerði ekkert til þó
að Hrólfur færi. Hún hafði
Jón. Ergson enn þá.
Á stöðinni mætti Hrólfur
Vanheim kapteini. Hann kom
á móti honum og horfði með
athygli á tilvonandi tengda-
son sinn, þegar hann sá. hve
inn foí 'hann með honum inn
á skrífstofu sína og læsti hurð
inni. |pS
„Hvað er þetía Hrólfur?“
spurðf- hann föðurlega og
lagði hendina á öxl unga
manri|íhs. Hrólfur var alveg
frávitk og fór að gráta aftur.
„G^jrþrúður hefur s'litið
trúlolanni. •—
„En góði minn, hvað ertu
að segja“, sagði hann skelfd-
ur. Hrólfur lét nú alveg hug-
fallast og 'settist á legubekk-
inn og grét ákaft, en Vern-
heim skenkti honum stórt
gals af koniaki og neyddi
hann til að drekka það. Og
millum grátkviðanna sagði
hann frá, hvernig komið
væri fyrir Geirþrúði og um
sök Cunts.
Vernheim kapteinn var
sem þrumin lostinn og hann
mundi eftir fyrsta kveldinu,
isem Curt Palinfeldt kom til
Rudboda. Hann mundi eftir
því, hve hann hafði orðið ó-
rólegur. Hann sá enn fyrir
sér. hvernig Curt hafði horft
á þær,# allar og augnatillit
til dóttur hans. Hann horfði
hálfgramur á Hrólf, sem enn
var að gráta. Hann gat ekki
að sér gert að finnast- þetta
vera hálfgerður vesalingur,
sem sat þarna, Ef hann hefði
ekki verið það þá hefði hann
ekki látið annan taka frá sér
unnustuna, Það var honum
sjálfum að kenna. Það var
næstum komið, að Vernheim
að segja honum það.
Honum fannst hann heyra
fyrir sér lagið. sem Geirþrúð
ur lék á hljóðfærið kvöldið,
sem Curt Palmfeldt kom þar
í fyrsta sinni. Það fór hrollur
um hana, þegar hann mundi-
hve stingandi augu Curts
höfðu verið illileg, þegar
hann leit á Hrólf. Og hann
mundi eftir þessum óskiljan
lega kvíða, isem hafði gripið
hann.
Þegar liestin til Stokkhólms
var farin varp hann öndinni
léttara svo flýtti hann sér
upp til dóttur isinnar. Hann
hafði aldrei verið neitt sér
lega hrifinn af þessari trú-
lofun. Það var eins og hon-
um hefði alltaf verið ljóst,
að það yrði aldrei neitt úr
þessu. Hvers vegna hafði
hann ekki neytt Geirþrúði
til að vera kyrr í Málmey,
þegar henni hafði liðið svo
vel þar? Og isystir hans hafði
skrifað honum seinna, að hún
hefði haft beztu vonir um að
geta gift Geirþrúði miklu bet
ur, ef hún hefði verið kyrr
og hefði slitið trúlofuninni.
Það var kona hans, sem ekki
gat komizt af án Geirþrúðar.
Hann andvarpaði og skellti
hliðinu á eftir sér. Það var
lekkert hægt að gera við þessu
hann var í raum og veru feg
inn að þessi itrúlofun hafði
farið út um þúfur Svona aum
ingi eims og Hrólfur var ekk
ert mannsefni fyrir Geir-
þrúði. Og það yrði sjálfsagt
aldrei neitt úr honum. Það
var eitt víst. að það mátti
ekki segja frú Vernheim neitt
frá þessu. Hún var mjög las-
burða um þessar mundir, svo
að það gat orðið hættulegt fyr
ir hianai. Annars yrði hún
fyrst til að finna eitthvað til
að hugga þau öll saman eins
og hún var vön af hjarla-
gæzbu sinni.
Þegar hamn kom inn í
svefnherbergið sat Geirþrúð
ur hjá móður hinni. Hún hélt
í hendina á móður sinni og
talaði við hana ien leit kvíðiiri
á hvítt andlit hennar og blá-
ar varirnar.
Frú Vernheim var orðin
rellótt eins og barn upp á
síðkaslið eftir því sem hjarta
hemnar varð veikara. Allur ó-
róleiki, sem áður hafði fyllt
líf hennar var horfinn. Nú
lá hún bara hálf kjökrandi og
bað um, að Geirþrúður væri
alltaf hjá sér. Hún spurði
ekki lengur um. hvernig
gengi hún var orðin svo vön
því, að Geirþrúður sæi um
allt.
Vernheim læddist á tánum
inn í herbergið, og ósjálfrátt
leit hann á hendina á dóttur
simni. Greiþrúður sá það og
skildi, að hann myndi hafa
hitt Hrólf. Hún lyfti hend-
inni varlega, svo að móðir
hennar yrði ekki vör við það
og kinkaði kolli. Faðir henn
ar kinkaði kolli aftur á móti.
Geirþrúður brosti til hans í
fyrsta skipti núna í langan
tíma og brosið var geislaridi
og hlýtt. Faðir hennar var
næsturn eins traustur og Jón.
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSIINS:
ÖRN ELDING
husi, sem virðist vera eins kon ORN: Hver veif nema hér
ar veðmálaskrifstofa.
ÞEIR FÉLAGAR halda nú áfram
för sinni. Þegar þeir hafa farið
skamman spöl koma þeir að