Alþýðublaðið - 22.07.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.07.1948, Blaðsíða 3
Fimmtudagur. 22. júlí 1948. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Fré mo FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ. Dáinn Gísli biskup Þorláksson 1684. Fædclur Rlendel 1822. Al- þýðublaðið birtir eftirfarandi grein fyrir réttu 21 ári: „Það er mjög vel farið, að fólki er nú leyft að hafast við á Arnar- hólstúni, en fólkið, sem nýtur þess, ætti að sýna, að það kunni að meta það, og dreifa ekki um túnið bréfarusli og því líkum ó- þverra, sem bæði, er til skemmda og lýta. Síðustu dag- ana hefur túnið að kvöldinu lit ið út eins og á það hefði verið horið kamarmykja, en bréfin ekki verið rökuð af síðan. Eig- andi túnsins, sem mun vera rík ið, ætti að láta raka bréfunum burtu og setja síðan ruslakörf- ur á það á afviknum stað og leggja fyrir fólk að láta bréf og því líkt í þær. Ef túneigand- inn teldi sig ekki hafa ráð á þessu af eigin ramleik, gæti hann látið leita samskota til framkvæmdarinnar". Sólarupprás var kl. 4.08, sól- arlag kl. 23.04. Árdegisháflæð- ur var kl. 7.10, síðdegisháflæður kl. 19.28. Sól er hæst á lofti kl. 13.34. Næturvarzla: Reykjavíkur- apótek, sími 1760.. Næturakstur: Litla bílstöðin, sími 1380. Veðrið í gær Klukkan 15 í gær var norðan og norðaustan átt um allt land Hvassast var á Reykjanesi og í Reykjavík. Á norðurlandi var skýjað og víða lítilsháttar rign- ing, en léttskýjað víðast hvar annars staðar á landinu. Á Norð urlandi var 3—8 stiga hiti en 11—15 stig sunnanlands. Heit- ast var á Kirkjubæjarklaustri, 15 stig en kaldast í Möðrudal, 3 stig. í Reykjavík var 13 stiga hiti. Fíugferðir FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Gull- faxi fór til Ósló kl. 8. LOFTLEIÐIR: Geysir fór til London kl. 8. AOA: í Keflavík kl. 21—22 frá Stokkhólmi og Ósló til Gand- er og New York. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 7.30, frá Akranesi kl. 9, frá Reykjavík kl. 14, frá Borgar fiS kyölds Púsflhtgasandur Fínn. og grófur skelja- sandux. — Möl. Guðmundur Magnússon. Kirkjuvegi 16, Hafnarfirði. — Sími 9199. Kaupunt tuskur Haganahkona að heræfingum. OPIÐ BREF TIL ÁLÞYÐUFLOKKSFOLKS: GÓÐIR JAFNAÐARMENN . um að hera áætlanir um verk OG KONUR um land allt. Fyr | ið. Þessar áællanir eru enn Baldurgötu 30. nesi kl. 18, frá Akranesi kl. 20. Foldin er í Reykjavík. Vatna jökull er á Vestfjörðum, lestar frosinn fisk. Lingestroom fer í dag til útlanda. Nestor er á leið til Reykjavíkur. Brúarfoss er í Leith. Fjall- foss fór frá Siglufirði í fyrra- dag til Hamborgar. Goðafoss fór frá Reykjavík 19. þ. m. til New York. Lagarfoss er í Kaup mannahöfn. Reykjafoss er í Reykjavík. Selfoss kom til Amst erdam í fyrradag frá Siglufirði. Tröllafoss fór frá Halifax 17. þ. m. til Reykjavíkur. Horsa er á Siglufirði. Madonna er í Reýkja vík. Southernland fór frá Ant- werpen í fyrradag til Rotter- dam. Marinier fór frá Reykja- vík í gær til Leith. Þessir togarar eru hér í höfn um þessar mundir: Askur, Fylk ir, Geir, Helgafell, Kaldbakur (í slipp), Karlsefni. Búðanes fór á veiðar í gær og Neptúnus fór með fullfermi af fiski áleið- is til Englands. Blöð og tímarit Félagsrit Kron hefur borizt blaðinu nýlega. Efni þess er með al annars: Hvers vegna færðu ekki vörurnar í þinni eigin búð? Aðalfundur. Sjálfsölubúð ir. Raddir félagsmanna; Inn- flutningur og yfirburðir og fleira. Heimilisblaðið Vikan er ný- komin út með forsíðumynd frá Svíþjóð. Brúðkaup Sigrún Einarsdóttir, (Erlends sonar, húsameistara), Skóla- stræti 5 B og Jón E. Halldórs- son, rannsóknarlögregluþjónn. Heimili þeirra verður að Skóla stræti 5 B. Söfn og sýningar Náttúrugripasafni'ð: Opið kl. 13.30 — 15.00. Þjóðminjasafnið: Opið kl. 13.00—15.00. Skemmtanir KVIKMYND AHÚS: Nýja Bíó (sími 1544); „Rödd samvizkunnar“. Dana Andrew’s, Jane Wayatt, Lee J. Cabb. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíö (sími 1384): „Gaman og alvara“. Poul Reu- mert, Anna Borg, Poul Reish- hart. Sýnd kl. 9. „Adolf í her- þjónustu“. Sýnd kl. 5 og 7. Tjarnarbíó: „Noregur ,í lit- um“. Sýnd kl. 9. Bæjarbíó, Hafnarfirði (simi 9184). „Góður gestur“ (amer- ísk). Paul Robeson. Sýnd kl. 7 og 9. SAMKOMUHÚS: Hótel Borg: Klassísk hljóm- list kl. 9—11. Sjálfstæðishúsið: Almennur dansleikur Varðar kl. 9. SKEMMTISTAÐIR: Hellisgerði Hafnarfirði: ið kl. 1—6 síðd. Tivoli: Opið kl. 8—11.30 Op- Útvarpið 19.30 Tónleikar: Operulög (plötur). 20.20 Tónleikar (plötur). 20.45 Frá útlöndum (Axel Thorsteinsson). 21.05 Tónleikar (plötur). 21.10 Dagskrá Kvenréttindafé- lags fslands. — Upplést- ur: „Dagsbrún", smásaga eftir Þórunni Magnúsdótt ur (Höfundur les). 21.35 Tónleikar (plötur). 21.40 Búnaðarþáttur: Ráð gegn jurtakvillum (Ingólfur Davíðsson magister). 22.05 Vinsæl lög (plötur). Úr ölíum áttum Séra Jón Auðuns dómkirkju- prestur og frú hans komu flug- leiðis heim frá útlöndum fyrrakvöld. Sfliurf brauð og snitfur Til í búðinni allan daginn. Komið og veljið eða símið. SÍLD & FISKUR Lesið Alþýðublaðið! ir hönd húsbyggingarneíndar F.U.J. í Raykjavík vil ég skýra ykkur frá áformum, sem það ætlar að framkvæma, sem varðar alla íslenzka jafn aðarmenn. Það æílar að reisa sér hús, sem auk þess að vera félags heimjli F.U.J. í Reykjavík rnyrdi gegna sama hlutverki fyrir samband ungra jafnað- armanna. enn fremur sem það væri æskilegt, að það gæti orðið aðsetursstaður fyrir þá jafnaðarmenn utan af landi, er heimsækja höfuðsiaðinn. Er við hugsum um þetta mál á raunhæfan hátt eins og alþýðufólki ber að gera er ekki nema eðlilegt, að við spyrjum sjálf okkur: Er það rétt og skynsamlegt að álíta að þessa sé þörf? Ég efasí ekki um, að þessari# spurningu svörum við yfirleitt játandi. Það er á stefnuskrá flestra fé laga, að eignast sitt eigið hús næði, og almennt viðurkennt. hversu geysi-þýðingarmikið undirstöðpatriði það er hverj um félagssamtökum. Og er það ei svo. að því betur, sem búið er að samtökum ung- hreyfingarinnar, því öflugar geti hún starfað. og því öflug ar og betur, isem henni tekst starfið, því betra rnegi vænta af þeim mönnum, sem vaxa upp úr henni til hinnar eldri og leiðandi kynslóðar? Og því fyrr sigri jafnaðarstefnan á íslandi? Um þetta hygg ég, að við munum heldur ekki deila, að það sé æskilegt, að til væri hús. sem gæti tekið á móti alþýðuflokksfólki utan af landi til síuttrar dvalar í bænum, se-m oft er í vand- ræðum með húsnæðþ auk þess sem þetta myndi auka mjög á kynningu manna á milli í hinum ýmsu byggðar- lögum, en slík kynning er ó- metanleg fyrir floksstarfið í heild. Að öllu þessu alhuguðu hygg ég að við séum sammála um það, að slíks húss sé þörf; og sé svo, er þá ekki rétt að athuga það. hvort við getum ekki hrundið þessu í fram- kvæmd, og hyggja að því, hvað þarf til þess að koma slíku húsi upp? Það þarf fyrst og fremst fjármagn; þeir. sem hafa nóg af því, geti byggt ei,ns og þeim sýn- ist. Þau félög. sem hafa eitt- hvað dálítið handa á milli, geta líka byggt, ef félagarnir vilja eitthvað á sig leggja meðan á því stendur. Það er því auðsætt, að til þess að hægt sé að hefja fram- kvæmdir, þarf að vera ejtt hvað til í húsbyggingarsjóði félagsins. Það var því það fyrsta, sem nefndin gerði, að hyggja að fjáröflunarleiðum um leið og hafizt var handa sem komið er ekki langt á veg komnar, en þær mur.u birtar. þegar þær eru tilbún- ar; h’ns vegar skal ég víkja að sumum þeim fjáröflunar leiðum, sem við höfum farið á stað með. Eitt af því, sem ég vil alveg sérsiaklega minnast á, er það að nokkrir félagar tóku að sér að vinna ákveðið verk í frístundum sínum, en það sem þe r fá fyrir það, gsfa þeir Kaupum hreinar léreftstuskur. Alþýðuprentsmiðjan h.f. húsbyggingarsjóð félagsins. Þessir félagar hafa þegar fænt sjóðnum um fimrn þúsund krónur, en þeir mvndu alls ekki leggja þetta á sig, ef þsir tryðu ekki á málstaðmn og væru staðráðnir í að koma þessu húsi upp; og auk þess sem þetta er til fyrirmyndar, er sá árangur, sem þeir hafa náð svo stórglæsilegur, að hann sýnir og sar.nar okkur það, að ef v ð aðeins samein umsit um þetta átak, þá mun- u.m við undrast hve léít það er. Annað, sem ég vildi minn- ast á, er það, að nú er á döf- inni happdrætti til ágóða fyr ir húsbyggingarsjóðinn. Það er bezt að vera hreinskilinn og viðurkenna það strax. að þsð er orðið svo mikið af happdrættum að nærri því er plága að þeiro; en sé hins gætt, að það getur- ef vel íekst, gefið það mikið af sér, að við getum strax hafið fre.m kvæmdir, þegar leyfi til slíkr ar byggingar fengist, er auð- sætt, að slíka fjáröflunarleið er ekki hægt að láta ónoíaða. Og það er einmitt þessi skilningur hjá alþýðuflokks fólki almennt, sem orsakar það. hve þessu happdrætti er yfirleitt vel tekið: og það hef ur alls ekki lítið að segja, að þeir félagar sem leggja það á sig á kvöldin að loknu dagsverki eða um helgar, að slíta sínum skömmíuðu skóm á því, að ganga um meðal flokksfólksins til að fá það með í baráttuna og dreifa ti‘l þess happdrættismiðum, að þeir mæli skilningi og vel- vild. Og að lokum þelía. Úr því að við erum sam mála um það, að slíks húss sé þörf, og við trúum því að hægt sé að koma þessu í framkvæmd, þá hljófum við að hefjast handa um að vinna að þessu, því hvernig væri annað afsakanlegt? Þess vegna viljum við beina þeirrti orðsendingu til alþýðu flokksfólks um allt land. að við væntum þess, að það leggi sitt til stuðnings þessu máli; en slíkur stuðningur getur þirzt á margan hátt. 1. cl. með því, að stuðla að því að happdrættið gangi sem bezt. Enn fremur væri mikil upp örfun í því, að flokksfólk hvaðanæfa af landinu gæfi sig fram við nefndina af sjálfs dáðum til að siarfa fyrir gott málefni. Það væri betri sönn un en nokkuð annað um lif andi flokksstarf. F. h. húsbyggingasnefndar* Benedikí Björnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.