Alþýðublaðið - 23.07.1948, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 23. júlí 1948.
LA PALOMA-
Skáldsaga eftir Toru Feuk
KAPPREIÐAR.
Ein hin vinsælasta íþrótt, sem
iðkuð er á landi voru, er kapp
reið. Einkum er sú íþrótt þó
vinsæl til sveita. Hún er í því
fólgin, að tveir menn, sem hitt-
ast á förnum vegi, báðir ríðandi,
heilsast og taka að spyrja hvor
annan almennra tíðinda. Áður
fyrr meir tóku þeir einnig í
nefið hvor úr annars pontu og
fengu sér landa, en nú má slíkt
svo að segja kallast úr tízku
horfið, vegna langvarandi og
ötullar starfsemi góðtemplara-
reglunnar á íslandi, og bjóða
menn nú hvorir öðrum vindlinga
og dauðasnafs í staðinn. Að því
búnu hefjast samræður, og fer
efni þeirra fyrst í stað nokkuð
eftir aldri mannanna; þeir eldri
bölva veðurstofunni og öllum
þeim fjárans ekki sen vísind-
um, sem fundið hafa upp mæði
veikina og hvers kyns tegundir
af búfjársjúkdómum; þeir yngri
tala yfirleitt ekki um neitt á
hestbaki, þar eða þeir aka um
allt í jeppum. Þegar vísindin
hafa fengið sinn skammt, berst
talið að fólksstraumnum úr
sveitinni, kaupakonuleysinu og
kaffískammtinum, og er venju
lega ekki talað vel um neitt af
þessu. Smám saman dragast um
ræðurnar nær því sviði, sem við
stjórnmálin eru kennd, — og þá
fyrst tekur sveitabóndinn upp í
sig. Segja báðir, að hið eina
rétta, sem hægt sé að gera á
því sviði, væri að senda alla
þessa bölvaða iðjuleysingja og
afturfótakálfa upp í sveit, og
láta þá atast þar í mógröfum og
votheyi. ...
Allt fram að því atriði hafa
umræðurnar farið fram í bezta
bróðerni; þeir hafa verið fylli-
lega sammála um allt ,reykt
hvors annars vindlinga, drukk
ið hvors annars dauða og gefið
öllu sameiginlegan reisupassa
norður og niður fyrir Húsavík-
ur-Jón. En svo hendir það, að
öðrum hvorum þeirra verður að
orði . . . svona í mesta granda-
leysi:
,,Því verður ekki á móti mælt,
að Jónas greyið hefur að skömm
inni til verið skástur af þessum
gemlingum“.
Hinn heldur nú ekki, og segir
Ijótt, því hvar, sem tveir menn
hittast, er að minnsta kosti ann-
ar þeirra á móti minningu Jón-
asar, báðir, ef um tvo Fram-
sóknarmenn er að ræða.
Þá er samlyndinu lokið.
Þetta eykst orð af orði eins og
gengur, og áður en langt um
líður, eru þeir farnir að bera
hvor öðrum á brýn ýmislegt,
sem hvorugur getur beinlínis
talið sér til tekna, og að síð-
ustu, þegar þeir hafa ekki meira
út á hvorn annan að setja, fara
þeir að hallmæla hvors annars
reiðskjóta, — og þá fyrst reið-
ast þeir, einkum ef þeir eru
Skagfirðingar. Að lokum kemur
þeim saman um, að bezt sé að
fá úr því skorið hvor ríði betri
fáki og hverfa til athafna, í
stað þess að þræta, rífast og full
yrða út í bláinn eins og alþing-
ismenn. Er svo skeiðspölur val-
inn og hestunum hleypt. .
Og sá, sem fyrr kemur að
marki, reisir sig í söðlinum og
hrópar: „Þarna geturðu séð,
hvort ég hafði ekki á réttu að
standa með hann Jónas“.
Við slíkum jarteiknum getur
sá sigraði auðvitað ekkert sagt.
Sá sigraði getur yfirleitt aldrei
neitt sagt, — og svo er dauða-
flaskan tekin upp á ný, sem
mundi vera hálfull af heimilisiðn
aði, ef engin gútemplararegla
fyrirfinndist í landinu.
Vöðvan
Ó. Sigurs
YFIRLÝSING.
Vöðvan Ó. Sigurs.
Þar eð hin vísa ólympíunefnd
sá sér ekki fært að bjóða hinum
kunna íþróttafrö.muði og sport
rithöfundi dálka vorra til ólym
píuleikjanna í Lundúnum, og
setti hann þar á bekk með rit-
nefndum íþróttablaða, eins og
„Sport“ — sem er í sjálfu sér
nokkur viðurkenning, — mun-
um vér hér að engu geta sama
semsigra íslenzkra íþróttagarpa
á nefndum leikjum, hvort sem
þeir verða unnir í meðvindi eða
mótvindi, ei heldur persónu-
meta, ættarmeta eða dagsmeta,
sem nefndir garpar kunna að
setja.
Þá munum vér og, sem hefnd
arráðstöfun, rita ólympíuleik-
ina með litlum staf framvegis,
— einnig ólympíunefnd og önn
ur orð, sem af þeim eru dreg-
in.
og hann leit á andlit hennar.
Það var orðið fölt og varir
hennar voru rakar og lítið
eitt opnar. Jón dró andann
þunglega. Hann mundi eftir
því. að þau höfðu kysstst i
rökkrinu heima hjá honum.
Þá varð honum litið á
hendi hennar það var hvíl
rönd á fingrinum eftir hrfng-
inn. Hann réftti úr sér og ýttí
Geirþrúði blíðlega frá sér. og
sagði:
„Hvað er þetta Geirþrúð-
ur? Ég veit ekki til að þetta
sé nokkur sérstakur staður
— ég held, að ég hafi ekki
komið hingað fyrr.“
Hún opnaði hægt augun
og andvarpaði. Jón sá, að
hún var aðeins lítil hrygg
stúlka, sem hefur misst eitt-
hvað, sem henni þykir vænt
um. Hann fann til með henni
og leiddi hana varlega gegn-
um skóginn. Hann varð róleg
ur út af henni og hann þoröi
ekki að láta hana vera eina.
hann vissi, að hún átti enga
félaga á sama aldri og hún,
síðan Carín fór að heiman.
Hún hafði aðeins foreldra
sína. yngri systkini og Mínu.
Og þau ætluðust öll til, að
hún hjálpaði þeim. Hún hafði
áreiðanlega engan, sem hún
gat leitað til, ef 'hún þurfti
þess með. Og hann fann, að
hún þarfnaðist, ,núna um þess
ar mundir, umhyggju og
verndar. Hann vorkenndi
henni, en ha,nn þorði ekki að
sýna henni það. því að hann
treysti ekki sjálfum sér, ef
hún yrði of freistandi. Minn
ingin um kossa hennar var
enn, mjög Ijós fyrir honum,
og hann hajfði ákveð'ð að
láta ekki þessa vonlausu þrá
eftir henni hafa áhrif á sig
oftar. Hann skildi nú, hve
hættulegar ástríður hennar
voru, þó að henni væri það
ekki ljóst sjálfri.
Þegar þau komu inn i
garðinn og fram hjá hænsna
húsinu sá hann, að augu Geir
þrúðar urðu skyndilega skær
og vakandi aftur, og kinnarn
ar fengu aftur sinn eðlilega
lit. Hún leit snögglega inn
fyrir hænsnagrindinguna og
sagði með sinni venjulegu
rödd.
„Viltu kaupa nokkra
hana —Nú þorði Jón að yf
irgefa hana. Hún var aftur
orðin full af umhyggju fyrir
dýrunum sínum og í djúpum
þönkum "gekk hann aflur til
bæjarins.
Hahn skildi Geirþrúði ekki
orðið. Gat það verið söknuð-
urinný út af unnustanum,
s,em gerði hana svona undar-
lega? En hún leit ekki út fyr
ir að sýrgja Hrólf Minthe. En
það er ekki hægf að lesa í
huga annarra. Og í dag hafði
Geirþrúður verið mjög
leyridardómsfuil, í dag skildi
hann hana ekki.
Hann andvarpaði. þegar
hann, gekk inn í hús sitt. Það
virtiist enn tómlegra og eyði-
legra, en vant var. Hann gekk
inm í dagstofuna og flutti hús
gögnin svolítið til. Hann varð
ailt í einu þreyttur á að sjá
þau standa alveg éins og þau
höfðu sitaðið meðan foreldr-
ar hans lifðu. í vor ætlaði
hann að fara til Norrköbing og
kaupa ný húsgögn. Hann ætl
aði að biðja Geirþrúði að
hjálpa sér til þess. Hann lifn
aði svo við tilhugsunina, að
það lá við, að hann snéri við
til þess að tala um það við
hana. Þegar hann kom inn á
skrifstofu sína, leit hann á
gólfrenningana, sem lágu þar
hlið vdð hlið. Það var Geir-
þrúður, sem hafði ofið þá.
Honum fannst allt í einu það
vera svo bjart og hlýlegt í
herberginu og hann kveikti
sér í pípu og siettist þar um
miðjan dag og gleymdi sér
í hugsunum sínum.
„Einmana maður er mesf
einmana af öllum lifandi ver
um‘„ heyrði hann móðir
sína oft segja. Nú skildi hann
það. Koman hefur svo margt
að sýsla. Hún verður aldrei
eins einmana og maðurinn.
Aftur heyrð'i hann rödd móð
ur sinnar. „Það eru ekki
nema fáir, sem heyra þögn-
ina tala“. Hann andvarpaði,
þegar hann hugsaði um Geir
þrúði. Það yrði bráðum mjög
annríkt hjá honum og margir
ferðamenn. Þá hefði hann
nóg að hugsa og yrði að úti
loka hana alveg úr huga sín-
um. En hann fann, að það
var eilthvað mikilvægt í
vændum. Og honum fannst
hann finna til ótta, án þess
að vita hversvegna. Áður
hafði hann alltaf látið hverj-
um degi nægja sína þjánimg.
Góðverkin hafði hann alltaf
gert í kyrrþey. Hann kærði
sig lítið um. hvað aðrir sögðu.
Hann gekk ekki froðnar
brautir.
Þar um slóðir hafði enginn
þurft að ganga frá heimili
sínu á seinni árum. svo var
Jóni Erssyni fyrir að þakka.
Hann ávaxtaði ‘eignir þær,
sem hann fékk að erfum frá
foreldum símurn með því að
hjálpa öðrum. Og það var
eins og þær ávöxtuðust sjö-
falt. Allt sem hann tók sér
fyrir hendur blessaðist. En
eins krafðist Jón Ersson allt-
af: enginn mátti nefna, að það
væri hanai, sem kæmi til
hjálpar, þegar sorg eða slys
seðjaði að. Kæmist hann að
því, að einhver hefði samt
sem áður gert það, stoðaði
ekki fyrir þann að leita til
hans aftur. Og samt sem áð-
ur vissu allir, hver það var,
sem hjálpaði og Jón Erssori
hafði fengið frá sýslumannin
um heiðurskjal vegna mann
kosta sinna. En það talaði
hann aldréi um. Hann var
valinn í allar nefndir. þar
sem þurfti á hjartagóðum
manni að halda og manni- sem
hafði vit á peningum.
Geirþrúður litla hafði
aldréi þurft að fara heim aft
ur með dýru hænsnin sín og
kjúklingana, þó að Mína
segði að það væri svik að
taka svora mikið fyrir éina
hænu. En Jón Ersson borgaði
og brosti í laumi. Hann vissi,
að hún þurfti á peningunum
að halda. Hann færði allt
vandlega inn í bækur og hann
sá, að það voru ekki svo lítil
upphæð, sem hún hafði feng
íið öll þessi. Jóni hafði verið
fyrir löngu orðið það ljóst,
að það var einmitt um það
leyti, sem stóru víxlarnir
hans pabba hennar féllu, sem
hún kom til að reyna að selja
það. sem hún hafði að selja.
Það vissi Geirþrúður ekki,
og Jón bæði vissi og skildi
það. Einu sinni. þegar hann
hafði talað við hana um
þetta, sem hún var að selja,
hafði hann uppgötvað hve
hugrökk og isterk hún Var.
Hún átti þá eiginleika, sem
hann aldrei hafði fundið hjá
MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
SKRIFSTOFUMAÐUKINN: — út»arps»iðt8Dki? SKRIFSTOFUMAÐURINN: — atbeina þess. — Við höfam
Flafið þér aldrei heyrt falað um ÖRN: Jú. lítiisháttar. Jai'ja. við fáum fréttirnar fyrir geysisterkt viðtökutæki.