Alþýðublaðið - 30.07.1948, Page 5

Alþýðublaðið - 30.07.1948, Page 5
Eó'síudagur ,980. erekki að sigra, íslenzku keppendurnir í Lond- on og þjálfarar þeirra. KEPPNI á leikjunum í London hefst árdegis í dag á hástökki, en eftir hádegið fara fdam riðíar í 100 m. hlaupi, þar sem þeir keppa Haukur Clausen og Finnbjdm Þorvaldsson. Eftir hádegi og næstu daga verður svo hver keppnin á fætur annari í hálf an mánuð. Um 6000 keppend ur frá 59 þjóðum eru skraðir til leiks, svo að varla fer nema hrot keppenda og fáar þjóð ir fá sigra. en allur þorrinn mun hverfa heim með á- nægjulega minhingu um drengilega keppni og stórkost lega íþróttahátíð. Munu menn minnast þess, sem Pierre de Coubertin, franski aðalsmað urinn, sem mestan þátt átti í endurreisn leikanna sagði, að það væri ekki aðalatriðið að sigra, heldur að taka þátt í keppni og leika drengilega, íslenzku keppendurnir taka þátt í sundi og frjálsum í- þróttum. Þeir eru flestir, en jþó ekki allir, frá Reykjavík og ei'u á aldrinum 14 til 26 ára. Hér fer á eftir lausleg skýring með myndunum, sem birtast á. síðunni. Eru fyrst taldar stúlkurnar þrjár, en síðan piltarnir í stafrófs- röð. Anna Oafsdóftir er 15 ára gömul og bezta bringusunds kona landsins. Hún hefur sett sex íslandsmet í ár, eg á nú metin í 50, 200 og 400 m. biTingusundi. Hún keppir í 200 metra bringusundi í London, en met hennar þar er 3:08,2. Kolbrún Ólafsdóttir er einnig 15 ára og mun vera snjallasta sundkona okkar í baksundi og skriðsundi, og hefur hún sett níu íslands- met í ár. Setji hún það tí- unda, verður hún fyrsta kon- an, sem fær gullmerki ÍSÍ. Hún keppir í 100 metra bak- sundi, en met hennar þar er 1:22,0. Þórdís Árnadóítir er yngsti keppandinn, aðeins 14 ára. Hún er ásamt Önnu bezta bringusundkona landsins, á met í 100 metra sundinu (1:29,4) og hefuir synt 200 m. á 3:08,7. Hún keppir í 200 m. bringusundi. ___ Ari Guðmundsson er þeg- ar orðinn arftaki Jónasar t Halldórssonar og hefur sett 12 íslandsmet í ár og fær því gullmerki ÍSÍ. Hann á fjölda meta í skriðsundi og_ bak- sundi, og varð fyrstur íslend inga til að synda 100 metra á minna en einni mínútu (59,5). Hann keppir í 100 og 400 m. sundum, frjálsri að- ferð, í London. Er hann að- eins tvítugur að aldri. 11 Islendingar keppa á ólympíu leikunum í London næsfu Ásmundur Bjarnason er einn af beztu spretthlaupur- um okkar, aðeins 19 ára gam all. Hann kom fyrst fram í fyrra og hljóp 100 m. á 11,2 en 200 m. á 22,7. Síðan hef- ur honum farið stöðugt fram, og hljóp hann 100 m. á 10,8 á ólympíumótinu .(i meðvindi) og hefur hlaupið 200 á 22,5. Hann verður í sveitinni, sem tekur þátt í 4x100 m. boðhlaupi. Atli Steinarsson er 19 ára bringusundsmaður, sem náð hefur ágætum tímum, og varð hann þriðji íslendingur inn, sem syníi 200 m. undir þrem mínútum. Hefur hann synt þá vegalengd á 2:53,2, og keppir hann í því sundi í London. Finnbjörn Þorvaldsson hef ur sannað það á mótum er- lendis, að hann er sprett- hlaupari og langstökkvari á alþjóða mælikvairða. Hann meiddist í fæti við æfingu í vetur, en virtist hafa náð sér á ólympíumótnu, er hann stökk 7,35 og hljóp 100 m. á 10,6 í dálítlum meðvindi. Vonandi verða meiðslin hon- um ekki til frekari ama í sum ar. Hann keppir í 100 metra hlaupi, langstökki og er í boðhlaupssveitnni í London. Finnbjörn__er 24 ára._____ Guðmundur Ingólfsson er aðeins 19 ára, en hefur samt verið beziti baksundsmaður okkar í ein fjögur ár. Hann á met í 100 og 200 metra baksundi (1:15,7 og 2:52,7) og mun hann taka þátt í 200 metra baksundi í London. Haukur Clausen vann sér frægð um Norðurlönd og víð ar, er hann vann 200 metra hlaupið á Norðuirlandamó-t- inu í Stokkhólmi í fyrra. Síðan hefur honum farið mjög fram og hefur hann sett hvert metið á fætur öðru í 100 og 200 metra spretthiaupunum. Beztu itím ar: 10,6 (10,5 í miðvindi), 21,6, 34,7 og 50,4, en 15,3 í 110 m. grindahlaupi. Hann keppir í 100 og 200 m. og í 4x100 og 4x400 m. boðhlaup unum. Jóel Sigurðsson er 23 ára gamall methafi í spjótkasti, en hann varð fyrstur íslend- inga til að kasta yfir 60 m. Met hans er 61,56, en á móti í sumar kastaði hann 65 m. ógilt kast. Hann -keppir í spjóíkasitinu í London. Stúlkurnar okkar í London, Magnús Jónsson er aðeins tvítugur að aldri og er einn af mörgum efnilegum 400 m. hlaupurum, sem við eigum. Hann hefur hlaupið þessa vegalengd á 51,1 seL og kepp ir hann í sveit okkar í 4x400 m. boðhlaupinu. Magnús er söngmaðuir góður og skemmt ir oft á samkomum íþrótta- manna. Óskar Jónsson er bezti millivegalengdarhlaupari, er við eigum, og v-ann hann sér frægð, þegar hann sigraði Ameríkumanninn Hulse í Ósló í fyrra og set-ti íslands- met sitt á 1500 m., 3:53,4. Hann setti nýlega nýtt met í 800 m. hlaupi, 1:55,7, og á fleiri íslandsmet. Hann kepp ir í 800 og 1500 m. hlaupi. Óskar er 23 ára. Páll Halldórsson er einn af 400 metra hlaupurum okkar, sem ta-ka þátt í 4x400 metra boðhlaupinu. Hann hefur hlaupið 400 m. á 51,1, 200 m. á 23,6_og 800 m. á 2:03,3. Hann er 22 ára að aldri. Reynir Sigurðsson er enn einn 400 metra hlaupar- inn, og hefur hann hlaupið bezt á 50,6, og -þó sennilega betur í boðhlaupinu gegn Norðmönnum. Hann er að- eins 19 ára og mun t-aka þátt í 400 metra hlaupi og auk þess hlaupa í 4x400 m. boð- hlaupssveitinni. Reynir er tví'tugur að aldri. Sigfús Sigurðsson er frá Selfossi og keppir hann í kúluvarpi. Hann er elzti keppandi okkar, þó aðeins 26 ára gamall. Kúlunni hefur h-ann kastað 14,78 m., sem ar þriðji bez-ti árangur, sem ís- lendingur hefur náð. Sigurður Jónsson, KR, er annar bezti bringusundsmað ur okkar og einn af beztu bringusundsmönnum Ev- rópu, enda komst hann í úr- slit í 200 metra bringusundi í Monaco í fyrra. Hann á mörg met í bringusundi, og er aðeins 2,3 sek. á eftir nafna sínum Þingeying í 200 metra bringusundi, sem þeir báðir keppa í. Siguirður er 25 ára. Sigurður Jónsson Þingey- ingur er 23 ára og methafi á mörgum sundum, þar á með al 200 metra bringusundi, sem hann keppir í á ólympíu lei-kjunum. Hafa erlend blöð spáð því að hann komizt þar í úrshtakeppni og telja hann fjórða eða fimmta bezta bezta mann heimsins í þessu sundi. Sefán Sörenson kom mjög á óvart með hinum ágætu metum, sem hann setti í þrí stökki í sumar. Hafði hann stokkið lengs-t 14,11 metra í Ósló, síðan hvílt sig vegna smáme-iðsla, en stökk nú 14,71 og 14,79 í dálitlum meðvindi. Hann er 22 ára og keppir í þrístökki í London, en fyrirrennari hans í þeirri grein hér, Sigurður Sigurðs son, komst í millikeppni í Ari Guðmundsson Atli Steinarsson Ásm. Bjarnason á Finnbjörn Þorvaldss. Guðm. Ingólfss. Haukur Clausen Óskar Jónsson Magnús Jónsson Jóel Sigurðsson Páll Halldórsson Reynir Sigurðsson Sigfús Sigurðsson Sig. Jónsson KR Sig. Jónsson Þing. Stefán Sörensson Torfi Bryngeirsson Trausti Eyjólfsson Vilhj. Vilmundarson Örn Clausen Olle Ekberg Jón Pálsson j Anna Ólafsd. Kolbrun Ólafsd. Þórdís Árnad. I Framhald á 7. síðUo þjálfari þjálfari '

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.