Alþýðublaðið - 30.07.1948, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 30.07.1948, Qupperneq 7
ALÞÝPUBLAÐIÐ Fösíudagur 30. júlí 1948. Skemmtilegusiu bækurnar. til að hafa með sér í sumar- leyfið eru: Drábbari Freistingin Gullhellir Inkanna Himnastiginn Hirðingjarnir í Háska- dal í hýlli konungs Leiksoppur örlaganna Líf' og leikur Maður frá Suður-Am- eríku Sco.tland Yard St. Joseps Bar Sægammurinn Tvífarinn _ Úrvals ástarsögur X Úrvals njósnarasögur Úrvals leynilögreglu- sögur Úrvals leynilögreglu- sögur Víkingurinn Þrenningin Ævintýraprinsinn 22,00 14,00 20,00 20,00 12,50 25,00 25,00 25,00 28,00 25,00 20,00 25,00 20,00 10,00 17,00 10,00 12,50 14,00 10,00 10,00 15,00 25,00 20,00 18,00 Fást hjá öllum bóksölum. íslenzku keppend- urnir. Framh. af 5. siðu. þeirri grein í Berlín 1936, er hann stökk 14,00 metra. Torfi Bryngeirsson hefur sett mörg met í stangarstökki í ár, og keppir hann í þeii'ri grein í London. Hann er 22 ára, og hefur stokkið hæst 3,95 cg ætti innan skarnms að stökkva 4.00 m. Hann er einnig góður spretthlaupari og stökkvari. Trausti Eyjólfsson er einn af beztu spretthlaupurum okkar, og verður hann í sveitinni, sem keppir í 4x100 m. boðhlaupi Hann er 20 ára og' hefur hlaupið 100 m. á 11,0 (10,9 í meðvind) og 200 m. á 22,4. Vilhjálmur Vihmmdarson er arinar keppandi okkar í kúluvarpi, aðeins 19 ára gam all. Hann hefúr náð næst bezta árangri okkar í kúlu- varpi. 14..85, og virðist enn vera 1 framför. Örn Clausen keppir í erf- iðustu grein ólympíuleikj- anna, tugþraut.. Hann er mjög fjölhæfur íþróttámað- ur og ér illmögulegt að spá um, hvað hann kann að gera. Hann er ágætur spreitthlaup- ari og jafnigóður í öllum tíu greinum keppninnar. Þeir Clausenbræður eru 19 ára. KRFÍ vill að ísland gangi í UNESCO. 7. LANDSFUNDUR Kver.i- réttindafélagis íslands, sem haldi.nn var dagana 19. — 20. júní í sumar samþykkti til- lögu þess efnis, að skor.a á rík isstjórnina að beita sér fyrir því, að ísland gerist sem fyrst þátttakandi í uppeldis og fræðslumálastofnum samein- uðu þjóðanna, UNESCO. Síðustu spádómarnir Framhald af 3. síðu. og Finninn Valíe Rautio koma líka til greina og vel það. KÖSTIN Bandaríkjamenn verða sennilega- sigurvegarar í þrem ur köstunum. Steve Sey- mour vinnur spjótkastið og Fortune Gordien. tryggir þjóð sinni tvímælalaust sig- urinn í kúluvarpinu, þrátt fyrir fjarveru Charles Fon- ville. Raunar er Seymour ekki eins öruggur um sigur í spjótkastinu ög margir hugðu lengi Vel, og þess ber að gæta, að spjótkastið er norræn íþrótt og mjög í heiðri höfð hjá Finnum og Svíum, og margar raddir heyrast nú um það, að Banda ríkjamenn ættu ekki að vera of sigurvissir hvorki í spjót- kastinu né kringlukastinu, því að Finnar hafi oft kom- ið á óvart í spiótkastinu á ólympíuleikjunum, og Adolfa Consonlipi hinn ítalski verð ur áreiðanlega keppinautum sínum í kringlukastinu þung r í skauti. Nemeth frá Ung- verjalandi þykir öruggur sig urvegari í slegojukastinu að flestra dómi annarra en Svía, sem auðvifað vilja að Bosse Ericsson vinni. Tvísýnustu keppnisgrein- ar ólympíulöikjanna í frjáls- um íþróttum eru tugþraut- in og 110 metra grindahlaup ið. Rune Larsson hinn sænski virðist nokkurn veg- inn öruggur um að vinna 400 metra grindahlaupið, en í 110 metra grindahlaupinu vilja fáir verða til þess að spá um úrsLit að öðru leyti en því, að einhver þeirra Bill Porters, Craig Dixons, Há- kon Lidmans og Alberto Trulzi verði sigurvegari. Sig urvegarinn í tugþraut verð- ur annað hvort A1 Lawrence eða Irving Mondschein, en hvor það verður er spurning- in rnikla. Bandaríkjamenn vinna 4x100 metra boðhlaup ið, en úrslitin í 4x400 metra boðhlaupinu eru nokkru tví- sýnni, þó að Bandaríkja- menn hafi einnig þar mestar sigurhorfur. Það er í raun og veru skrítið hátterni að vera að spá um úrslit í einstökum greinum á íþróttamóti, sem er í þann veginn að hefjast. Úrálitin varSa orf|n kuinn heimsendanna á milli eftir fáa daga, og hvers vegna þá ekki að bíða og sjá, hvað verður? En fólk um heim allari', íþróttafólk og áhuga- fólk um íþróttir, er einmitt að spyrja og spá um ihiriá væntanlegu sigurvegara. — Það unir ekki biðinni, en brennur í skinninu. íslend- irigar eru naumast undan- tekning' í þessu efrii. Ég hef því mirinzt á þá menn, sem helzt þykja koma til greina sem tilvonandi sigurvegarar að dóird hinna fróðustu manna. Eftir nokkrar klukku stundir verða margar þess- ar spásagnir orðriar úreltar, en lesendur þessarar greinar ættu að hafa að því leyti gagn af þessum náfnalista, að allir munu þei-r íþrótta- garpar, sem hér liefur verið minnzt á, koma viið sögu ólympíuleikjanna. Þeir verða fáir. sem sigra, en beir verða margir, sem geta sér frægðar orð, því að allir munu gera sitt bezta. Helgi Sæmundsson. Fundur norrœnna bankastjóra. . i Þessi myna er frá fundi bankastjóranna inor rænu hér á dögunum. Þessir bankastjórar sátu fundinn: Frá Danmörku: C. V. Brams nees, Ove Jepsen og Sven Nielsen. Frá Finn- landi. S. Tuomiopa, K. Kvialho og C. G. Sundman. Frá Noregi Gunnar John, Arth. H. Mathiesen og Fr. Odberg. Frá Svíþjóð Invar Rooth, Lennart Hammarskjöld og Erik West erlind. Frá íslandi Jón Árnason, Jón G. Maríasson, Svanbjörn Frímannsson og Klem- ens Tryggvason. kallað: ómannúðlegur glæpu »----- Gagnorð samþykkt í bæjarstjórn Berlín- ar í gær - kommúnistar gengu út. BÆJARSTJÖRN BERLÍNAR samþykkti í gær, að sam göngubann Rússa á Berlín væri „ómannúðlegur glæpur“. Lögðu jafriaðarmenn fram tillögu þess efnis, og urðu miklar umræður. Þegar auðséð varð, að mikill meirihluti bæjar- stjórnairinnar var fylgjandi tillögunni, gengu allir fulltrú ar Sameiningarflokks alþýðu (kommúnista) af fundi, þar sem þeir vil-du ekki greiða atkvæði. Tillagan var samþykkt með 88 atkvæðum gegn einu. Tillaga jafnaðarmanna* skonar einnig á hernámsþjóð- irnar, og heimir.-n allan, að veita Berlínarbúum aðstoð sína. Sýnir þessi atkvæða- greiðsla bæði skoðanir meiri hlu-ta Berlínarbúa og hug- rekki þeirra að samþykkja svo gagnorða tillögu í návist rússneska hersins. Tveir lögreglustjórar er-u nú í Berlín og skora þsir báð á lögregluliðið að fylgja ir isér. Arnar þeirra er Markraf. sem er á bandi Rússa og hef ur komið sér fyrir við Alex- anderpLatz, en hinn er fylgj- andi Vesturveldunum og heit ir Stumm. Flutningum Vesturveld- anna flugleiðis til Berlínar er haldið áfram af meira krafti eri nokkru sinni. Lýsti Bevin því yfir í ræðu sinni, sem skýrt er frá á fyrstu síðu blaðsins að flutningUnum yrði haldið áfram og þeir auknir. Rússa.r skýrðu frá því í Berlín í gær að fyrsta skipið væri komið tii þýzkrar hafn- ar. með kornfarm til Berlín- -ar. Segir í tilkynrdngunni, að um helgina m-uni Rússar geta fætt alla Berlínarbúa, ef þeir vilja sækja vistir sínar inn á rússneska hernámssvæðið. Fáir hafá þó enn þá skráð sig í hinum rýju verzlunum Rússa. Kvikmyndaleyfi í skálum við Skúla- götu fil 29. marz en þá verða þeir rifnir. BÆJARSTJÓRN sam- þykkti í fyrradag með 8 at- kvæðum gegn 7. að veita fé- lagi nokkru, sem verið er að stofna hér í bænum, leyfi til kvikmy.ndareksturs í setuliðs skálunum við Skúlagötu. og gildir leyfið aðeins til 29. marz næstkomandi, -en þá á að rífa þessa br.agg.a, samkvæmt fy-rri ákvörðun bæjarstjórn- ar. Fulltrúar Alþýðuflokksjns og kommúnista lögðu móti því, að leyfi þetta vrði veitt- þar eð ákveðið hefði verjð, að rífa skálana, og væri það því bjarnargraiði að veita Leyfið fyrir þessa fáu mánuði. sem skálarnir -mættu standa snn þá. Bæj arst j órnarmeirihlutinri, sjálfstæðismenn álitu hins vegar, að ekki bæri að am- ast við því þótt húsnæðið væri notað til þessarar starf- semi þar til skálarnir yrðu rifnir í lok marzmánaðar. Margir bílar hafa þeg ar farið milli Pafreks- fjarðar og Bíldu- dals. Fréttabréf frá BÍLDUDAL. Á TÓLF SÓLARHRING- UM ruddi jarðýta fyrir vegi yfir Hálfdán, en svo n-efndist fjallvegurinn milli Tálkna- fjarðar ög Bíldudals. Var verk ið framkvæmt undir verk- stjórn Hildimundar Björns- sonar, og er það talið vel og fljótt af hendi -leyst. Mikill áhugi er hjá Bíldæl ingum á því að vegur þessi verði fullgerður sem fyrst. Allmargir brlar hafa þegar farið á milli Bíldudals og Patreksfjarðar, enda er nú þurrkatíð. Unnið er nú að vegagerð frá Bíldudal út í Kelduda-li. Gur.mar. Bæklingur á ensku um ólympíukeppendur ISLENZKA ÓLYMPÍU- NEFNDIN lét nýlega prenta bækling á en-.sku um íslenzku þátttak-endurDa í London, sem þeir geta svo gefið kunn ingjum, sem þeir eignast og gæti kynnt íslenzkar íþróttir og íþróttamenn. Jóhann Bern hard rit-stjóri íþróttablaðsins, tók bæklinginn saman. En í honum er stutt grein um ís- lenzkar íþróttir og síðan myndir af öllum keppendum okkar og stutt klausa um hvern. Þá eru myndir af ólympíunefnd og fleiri íþrótta frömuðum. Slíkur pési var einnig gef- ir-in ú-t á -ensk-u fyrir Evrópu- meistaramótið, og varð hann geysi vinsæll meðal erlendra íþróttamanna og hin bezta kynning fyrir keppendur okk ar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.