Alþýðublaðið - 05.08.1948, Síða 5
^imiötaÆagiir 16$ agást Íft8.
R
ÆSKIN OG DJOBFELAGIÐ
Máfgagn S.U.J. Ritstjó rn: Sambandsstjórnin.
íi Þ. Gíslason:
RITSTJÓRI ÆSKULÝÐS-
SÍÐUNNAR hefur beðið mig
Eð skrifa nokkur orð í til-
efni af grein. sem birtist í
síðasta blaði Landnemans,
málgagns Æskulýðsfylking-
arinnar, en greinin, nefnist
„Svar óskast“ og er eftir Ás-
mund Sigurjónsson.
Tilefni greinarinnar virð-
Ist, að það hafi hneykslað höf
undinn, að ungir jafnaðar-
menn skuli á síðasta þingi
sínu hafa skreytt fundarstað
sinn með slórum myndum af
Karli Marx og Jóni Baldvins
syni. Greinin fjallar um það.
hvað skilji unga jafnaðar-
menn og unga kommúnista.
Niðurstaða A. S. virðist í
stuttu máli sú, að Alþýðu-
flokkurinn aðhyllist alls ekki
lengur málstað sósíalismans,
jafnaðarstefnunnar. og þess
vegna sé býsna smekklaust
af ungum jafnaðarmönnum
að hampa myndum af Karli
Marx. Þegar því sé haldið
fram, aðágreiningurinnséum
leiðir að sameiginlegu mark-
miði. þ. e. a. s. hvort vald-
foylting sé nauðsynleg til þess
að koma á þjóðskipulagi jafn
aðarstefnunnar eða hvort leið
laga og lýðræðis sé fær til
þess, sé það blekking,
því að Sósíalistaflokkurinn
ætli sér að „framkvæma
sósíalismann á íslandi á
grundvelli hins borgara-
lega lýðræðis“, þegar hann
Iiafi unnið meirihluta þióð-
arinnar til fylgis við sig. Það
eina. sem í raun og veru geti
skilið sósíalista og jafnaðar-
menn sé því hvort þeir vilji
framkvæmd sósíalismans eða
ekki.
Þessar skoðanir Á. S. eru
að ýmsu leyti athyglisverðar,
og þar eð búast má við. að
hann sé ekki einn um þær, er
vel þess vert að gera þeim
nokkur skil.
Ekkert þarf að fara á milli
mála um það, hvað upphaf-
lega hafi valdiðágreiningnum
milli Alþýðuflokksmanna og
kommúnista. Ástæðan var
ekki sú, að Alþýðuflokkurinn
foreytíi neitt um stefnu, held
ur voru kommúnisfarnir í
Alþýðuflokknum ónánægðir
ineð stefnuna, eins og hún var
og hafði verið og töldu fyrst
og fremst rangt að ætla að
treysta á lög og þingræði ein
vörðungu til þess að hrinda
jafnaðarstefnunni í frant-
kvæmd. Það voru kommún-
istarnir, sem ágreininginn
gerðu og klufu síðan Alþýðu
flokkinn. Þegar svo klofnings
ílokkurinn 7 árum síðar leit-
aði eftir sameiningu við Al-
þýðuflokkinn eins og raun-
ar kommúnistaflokkar allra
nágrannalanda höfðu þá ver-
Ið að gera við alþýðuflokk-
ana, kom í ljós, að ágreining-
tirinn var enn nákvæmlega
hinn sami og áður. og kom
þetta skýri fram í bréfaskipt-
um milli flokkar.na. í einu
bréfi 'samninganefndar
Kommúnistaflokksins segir
m. a.: 5,Við skulum báðir
hreinskiínislega viðurkenna,
að við aðhyliumst í þessu
ntáli tvær ólíkar skoðanir, við
kommúnistar þá byltingasinn
uðu túlkun á marxismanum,
og margir foringjar Alþýðu-
flokksins kenningar ,,Revisi-
onismans“ (endurskoðunar-
stefnunnar).“ Vegna þessa á-
greinings fyrst og fremst
tókst sameining fíokkanna
ekki, þótt nokkrir af leiðtog
um Alþýðuflokksins brygðust
flokki sínum og tækju upp
samstarf við kommúnista
þrátt fyrir þetta. en skoðanir
þeirra. sem ráðið höfðu komm
únistaflokknum og reypdust
líka ráða Sósíalistaflokknum,
breyttust vitanlega ekki neitt
við það, að fá nokkra fyrrver-
andi Alþýðuflokksmenn til
liðs við sig. Enginn, sem vill
vita það, þarf því að vera í
minnsta vafa um. hvað olli
klofningum í Alþýðuflokkn-
um upphaflega og hvað fyrst
og fremst hefur skilið jafnað-
armenn og kommúnista síð-
an. Ef einhverjir kommúnist-
ar hafa skipt um skoðun og
vilja nú fara að vinna að því
„að framkvæma sósíalismann
á íslandi á grundvelli hins
borgaralega lýðræðis". svo að
orð Á. S. séu nofuð. eiga þeir
að snúa þaki við Sósíalista-
flokknum og koma aftur í A1
þýðuflokkiun. Og þeir ungu
menn, sem vaxið hafa upp síð
an alþýðnhreyfingin á íslandi
klofnaði, og hafa í raun og
veru þær skoðanir á frain-
kvæmd sósíalismans, sem Á.
S. Iýsir. ejga alls ekki heima
í Sósíalistaflokknum, heldur
Alþýðuflokkmmi.
Én hvað um þær getsakir
að Alþýðuflokkurinn sé í
raun og veru alls ekki fylgj-
andi málstað sósíalismans
lengur? Um þær er það að
segja, að þær eru svo ger-
samlega órökstuddar. að þær
Verða að teljast ósvífnar. Mér
er ekki kunnugt um. að nokk
urn tíma hafi birzt nokkurt orð
í nokkru málgagni Alþýðu-
flokksins, er draga megi af
þá ályktun. að hollusta Al-
þýðuflokksins við hugsjónir
jafnaðarslefnunnar um þjóð-
nýtingu. áætlunarbúskap og
jöfnuð í félagsmálum, sé ekki
hin sama og hún hefur á-
valt verið. Alþýðuflokkurinn
hefur ekki haft fylgi til þess
hér á landi, að hrinda þessari
stefnu sinni í framkvæmd
nema að nokkru leyti, en fyr-
ir hans tilstilli hafa þó mörg
framfaraspor verið stigin, en
harla fá fyrir tilverknað
Kommúnistaflokksins og Sósí
alistaflokksins. Á. S. getur
þess að jaínaðarmenn hafi
haft meiri hluta í Svíþjóð, og
samt bóli þar lííið á sósíal-
isma. En hann getur þess
ekki, hve naumur þessi meiri
hluti hefur verið. og hann get
ur þess hsldur ekki. að hann
hsfur fvrst og frernst unnizt
sem fylgi við dægurmála-
stefnskrá. þar sem félagsleg-
ar umbæiur og aukinn jöfn-
uður hefur verjð aðalatriðið,
en ekki þjóðnýting. Þessa
dægurmálasíefnuskrá sína
hafa sænskir jafnaðarmenn
fengið aðstöðu til þess að
framkvæma og gert það með
svo glæsilegum hætti, að land
þeirra hefur á því sviði verið
öllum umheimi íil fyrirmynd
ar. Ef stjórn sænskra jafnaðar
manna hefði tekið að leggja
höfuðáherzlu á þjóðnýtingu,
þegar hún var komin til valda
. Hópferðir fyrir skáta og gesti þeirra austur
á Þingvöil um helgina verða sem hér segir:
Laugardag 7. ágúst: Frá Reykjavík kl. 13,
15, 18 og 20. Frá Þingvöllum kl. 14, 16,30,
19 og 22,30.
Sunnudag 8. ágúst: Frá Reykjavík kl 9, 13,
15 og 19,30. Frá Þingvöllum kl. 10,30, 14,
18 og 22,30.
Farmiðar verða seldir í skátaheimilinu á
fimmtudag og föstudag kk 19—21 og laug-
ardag eftir kl. 13,
Farið verður frá skáíah eimilinu.
Mótsstjómin.
með dægurmálastefnuskrá,
þar sem lögð er megin áherzla
á félagslegt réttlæti er hætt
við að hún hefði fljótlega
misst meiri hlutann. Ög ekki
má Á. S. halda það, að bar-
átta fyrir auknum jöfnuði,
auknu öryggi og réttlæti í
félagsmálum, sé alveg óskyld
baráttu fyrir sósíalisma.
Hann má vera viss um, að það
hefði ekkert skaðað rússneska
alþýðu, þótt valdhafarnir í
Moskvu hefðu á undanförn-
um 30 árum lagt svolítið
meiri áherzlu á jöfnuð og
réttlæti í félagsmálum, jafn-
vel þótt einhver töf hefði orð
ið á framkvæmd einhverra
þjóðnýtingaráforma í bili, og
það hefði vissuiega ekki orð-
ið lakari sósíalismi í Rúss-
landi fyrir bragðið. Og Á. S.
getur líka verið alveg viss
um, að hess verður ekki langt
að bíða, að.^ænskir jafnaðar-
menn taki víðtæka þjóðnýt-
ingu á dægurmálastefnuskrá
sína og framkvæmi hana. ef
þeir fá aðstöðu til, eins og
þeir hafa framkvæmt félags-
málastefnuskrá sína. Brezkir
jafnaðarmenn höfðu víðtæka
þjóðnýtingu á kosninga
stefnuskrá sinni 1945, og eru
Framix. á 7. siðu.
Bókin.sem veknr meiri alhygii og deilur en aliar aðrar
0G ÞEKKI
Eflir Niels Dungai prófessor.
Síðan það fréttist, að von væri á bók frá hendi Niels Dungai prófessors um
viðskipti kirkjunnar og vísindanna nú og fyrr á öidum, hefur fólk rætt <um
hana og deiit um hana. Hafa menn fyrirfram skipzt í floicka urn efni henn-
ar, enda er hér um að ræða innlegg í mikið deilumái, trú og vísindi, blekk-
ingu. og þekkingu.
En það er sama hvaða skoðanir menn hafa á þessu efni og hvernig þeir
■skiptast í fiokka um það, bókinni og efni bennar verða menn að kynnast af
eigin raun, en ekki sögusögnum annarra. Menn
geta deilt um starf og stefnu kirkju og kenni-
manna annars vegar og rannsóknir og niðurstöð-
ur vísinda og vísindamanna hins vegar, mienn
verða að veija milli blekkingar og þekkingar,
kynna sér efni þessa einstæða og merka stríðs-
rits — og taka síðan afstöðu. — Þessi bók hins
vinsæla læknis og vísindamanns hefur sérstöðu
í íslenzkum bókmenntum. Aldrei fyrr hefur ver-
ið gerð grein fyrir skoðunum og niðurstöðum
„trúléysingjans“, eins og menn kaila þann, sem
gagnrýnir kirkjuna, af svo rnikiili hreinskiini og
1 hugdirfð og gert er í þessu riti.
. m • • ■
Blekking og þekking fæst h]á öíhim bóksöíum.
HELGAFELL