Alþýðublaðið - 13.08.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.08.1948, Blaðsíða 5
pífetudagijr 15.1 ágú&t 1S48 # Eftir ólympíuleikana: ÞRIÐJI DAGUR ólympíu leikjanna var sannariega dag jur mikilla viðburða og að- dáunarverðra afreka, enda fóru áhorfendur ekkr dult sneð brifningu sína. Ítálski kringlukastarinn Adolfo Con solini sigraði í sinni íþrótta-. grein með miklum yfirburð |um og setti nýtt ólympíumet, >og þó að keppnin í kringlu- ikastinu gæti naumast talizt hörð, unnu þrír keppend tenna betri afrek en hið fyrra ólympíumet Bandaríkja- mannsins Cairpenters frá 1936. í 800 metra hlaupinu vann ameríski blökkumaður ínn Whitfield eftir harða og tvísýna keppni og setti nýtt 'ólympíumet, en Jamaíkamað íurinn Wint, sem varð annar, hljóp einnig á skemmri tíma en fyrri ólympíumethafinn Bretinn Hampson í Los Ange les 1932, og sá, er varð þriðji í þessu sögufræga __ hlaupi franski blaðamaðurinn og stórhlauparinn Hansenne, rann skeiðið á sama tíma og fyrra ólympíumetið var. En þó var það hvorug þessara íþróttagreina, sem vákti mesta athygli á þriðja^ degi ólympíuleikjanna. Áhugi ananna .var langsamlega mest ur .fyrir úrslitunum í 5 kíló- metra hlaupinu, og spurn- ángin, sem var á allra vör- um, var sú, hvort Emil Zato pek myndi takast það, sem sjálfur Paavo Numri áleit ekki á sinu færi, að verða meistari í 5 kílómetra hlaupi <og 10 kílómeti'a hlaupi á einu og sömu ólympíuleikjunum. ZATOPEK ENN Á FERÐ- INNI Þegar 5 kílómetra hlaupið hófst, duldist ekki, að maður inn Zatopek, hafði unnið inn Zapotek, hafði unnnið hylli áhorfenda í ríkum mæli með hinum glæsilega sigri sínurn^ í 10 kílómetra hlaup- inu. Áhorfendur vildu aug- sýnilega, að hann ynni einn- ig 5 kílómetra híaupið, en það var ásiæða til þess að ætla, að hlaupagarpar á borð við Ahldén hinn sænska, Reiff hinn belgíska og Slijk- huis hinn hoílenzka væru annarrar skoðunar. En Zaito pek vantað heldur ekki keppinautana í 10 kílómetra hlaupinu, þegar það hófst, og þó fór sem fór. HETJULEGUR ENDA- SPRETTUR, EN ÓSIGUR ÞÓ Eftir fyrsta hringinn leiddi Finninn Perálá hlaupið, en þess varð ekki langt að bíða, að Zatopek tæki forustuna, og henni hélt hann átta hringi. Fyirst í stað var Ahldén næstur honum, þá Reiff og loks Slikjhuis, en svo breyttist röð keppinauta Zatopeks þannig, að Reiff varð annar, Ahldén þriðji og Slijkhuis fjórði, og komu iBelgíumaðurinn, Svíinn og Hollendingurinn fast í kjöl- far Tékkans. Eftir níu hringi gerist svo það, að Reiff tek- ur forustuna, en, fast á hæla honum kemur Zatopek, þá Ahldén og loks Slijkhuis. Eftir tíu hringi fer Slijkhuis fram úr Zatopek og Ahldén, og þannig helz-t röðin þar til síðasiti hringurinn hefst. Þá er Reiíf enn fyrstut, Zatopek er orðinn annar, Slijkhuis þriðji og Svíarnir Ahldén og Albertsson fjórði og fimmti- Þegar hér var komið sög- unni, viirti|3it Zatopek vera orðinn izrkula vonar um að sigra, því að hann hægði á sér, svo að Reiff komst allt að 25 metrum fram úr hon- um. En þegar 140 metrar voru eftir af hlaupinu, gerð- ist það, sem áhorfendur munu aldrei gleyma. Zato- pek tekur lokasprett, sem hver spcretithlaupari hefði mátt vera fullsæmdur af, og bilið milli hans og Reiff minnkar óðfluga. Flestir á- horfendanna munu hafa ætl að, að Zatopek tækist að vinna það kraftaverk að kom ast fram úr Belgiumannin um á síðustu metrunum, en svo varð ekki. Reiff vann með tveggja metra mun, Slijkhuis var þriðji, Svíarn ir Ahldén og Álbertsson fjórði og fimmti og Banda- ríkjamaðurinn Stone sjötti. Hlaup þetta var háð í helli rigningu, enda voru hlaupa garparnir útlits eins og þeir hefðu verið dregnir upp úr foraði heima á íslandi. En árangiurinn var eigi að síður frábær. Reiff hafði sett nýtt ólympíumet og Zatopek sömuleiðis runnið skeiðið á skemmiri tíma ,en Finnlend- ingurinn Hockert á ólympíu leikjunum í- Berlín 1936, en árangur hans í þessari íþrótta grein var hinn bezti á ólym- píuleikjum til þessa. Ólvm- píumet Hockerts var 14:22,2 mín, en tími Reiffs varð 14 17,6 mín. og tími Zaitopeks 14.17,8 mín. Heimsmet Hággs er hins vegar 13.58,2 mín., svo að beim Reiff og Zatopek er óhætt að auka enn hraðann að nokkrum mun, ef þeír ætla að gera betur- TVEIR SVARTIR OG EINN HVÍTUR Það var búizt við harðri keppni í 800 metra Iilaupinu, og keppnin varð líka sann- arlega hörð. Þeir, sem spáðu Niels Hclst-Sörensen sigri, urðu heldiur betur fyrir von brigðum, því að hann varð síðastur í úi"slitahl'aupinu. Margir bjuggust og við sigri Hansenne hins franska, og hann gerði betjulega tilraiun til að vinna, én varð að lúta í lægi'a haldi íyrlr tiökku- mönnunum tveimur, Whit- field og Jamaíkamanninum Wint, en tími fyi'sta manns varð 1.49,2 mín., annars 1.49 5 mín. og þriðja 1.49,8 mín, eða hinn sami og fyrra ól- ympíumet Hampsons frá 1932. Aftur á móti siendur h-eimsmet Þjóðverjans Ru- dolfs sáluga Harbigs enn ó- haggað, Lnda er það 1,46,6 mín. Hér 'sést AmisÁuma^brÓrHi Baxiíi&ös vinna miEiniðil í 800 m. hlaiupi á ólympíuleiikunum. Fyr- ir a-ftan hann er Hauæuine -og til vónst ri er dam'ki iilcuparinn Holat-Söreneen. * BLÁSTAKKARNIR SIGUR- SÆLU Corisolini kastaði kringl- unni 52,78 metra, 1-andi h-ans Tósi 51,78 meira og Banda- ríkjam'aðurinn Goi;dien 50,77 metra, svo að afrek þeirra allra eru betri en fyrra ól- ympíumet Bandaríkjamanns ins Carpenters frá 1936, en það var 50,48 meitrar. Marg- ir spáðu Gordien sigri, en Consolini tók þegar forust- una, og Tosi veitti honum riú sem fyrr góða keppni. Ram- stad varð fjórði í kringlu- kastinu og Nyqvist hinn sænski sjö-tti, svo að hlutu-r Evrópumannanna í keppn- inni við Bandaríkjamenn varð mikill í bessari íþrcitta grein- En sennilega hefði Consolini og keppinaiutar hans orðið að lúta í lægra haldi, ef heimsmeistarinn, Banda-rík.iamaðuirinn Fitch, -hefði ekki nú fyrir skömmu yfirgefið hóp áhugamanna og m-etið meira -tekjiumikla atvinnu :en fyrstu verðlaun á ólympíuleikjrum. I\i Banda ríkjamenn 1 meta það við Fifch, að h-ann steig þetta skref fremur fv-rir en eftir Ólympíul-eikina. þó að þeim byki auðviíað hart að hafa orðið af ólympíumeistara í þessari íþrcftagnain. STANGARSTÖKK í HELLI- RIGNINGU Keppnin í stangar• tökki nu var hö-rð. og það inunaði ekki miklu, að Eandaríkin yrðu af élympíumekstaramm jí þairri íþró'jtagren. Smith íbjargaði heiðri sínum og j þjóðar sinnair á síðustu ! stundu msð bví að sfökkva 13,30 m-etra, og bað var vissu 1-ega vel giert, þ’ví að veður- Blaukeds Koln skilyrðln voru í fyllsta máta óhagstæð fyri-r stangarstökkv arana. þar eð hellirigning skall á, meðan á úrslitakeppn inni stóð. Kafaja hinin finnski varð annar, og kom það flest um á óvart, því að Evrópu- meistarinn E-rling Kaas hafði verið talinn hætfiulegastur k-eppinautur Bandaríkj amann anna þriggju, sem allir kom- ust í úrslit. Kaitaja stökk 4,20 metra, og Bandaríkjamaður- inn Richards stökk sömu hæð. Kaas varð fjórði, stökk 4,10 mefra, og Svíinn Lund- berg, sem varð fimmti, stökk einnig sömu hæð. Banda- ríkjamaðurinn Morcon stökk 3,95 metra og varð að sætta sig við að verða sjötti. KVENMAÐUR, SEM FLEST ER TIL LISTA LAGT Síðast en ekki sízt ber að minnast á þátt hollenzku konunnar Blankers-Koien, sem vann glæ-silega 100 m. hlaup kvenna. Önnur va-rð Manley hin brezka og þriðja S-trickland frá Ástralíu. Blankers-Koen er og talin öruggur sigurvegari í 80 m. grindahlaoipi kvenna, og flsira er henni svo sem til lista lagt á sviði íþróttanna, því að hún á heimsmet í hvorki meiru né fni-nnu en fjórum íþfcittag-reinum. —• Fanny Blankers-Koen er briá-tíu ára gömrul, gift kona cg tveggja barna móðir- En henni virþist hafa tekiz-t vel að sameina íþróttaiðkanirnar og hjúskaparlífið, þvi að bóndi herinar, fyrrverandi Hollandsmeistari í þrístökki, J. Blankers, er íþrciitaþjá-lf- ari hennar samtímis því, sem hann er faðir barna bennar, en Fanny kvað vera mjög hreykin af börnunum sínum og ágætasta eiginkona og móðir. Þeir, sem séð hafa Fanny Blankers-Koen spretta úr spori leikglaða .o-g sigur- viissa, refast naumast um, að beirri manneskiu sé flest vel .gefið. Hún virðist hafa mest- ar líkur allra keppendanna á þessum ólympíuleikjum til að verða siigurvegari í tveiraur íþróttagreinum eftir að Reiff hafði gullið af Zato ipek fyrir 5 kílómetra hlaup- I I Áhorfendur á Wembley- leikvanginum eru ákaflega hrifnir af Blankers-Koen og verður mun starsýnna á hana í sjónarakum sínum en keppinauta her.nar, þótt þeir séu ógefnar heimasætur og hreinar meyj-ax að því er bezt verður vitað. Þetta ex{ lika ofur skiljanlegt, því áíf auk spretthörkjunnar er hún kona fríð sýnum og hin spengilegasta á velli. Holl- enzkur hlaðamaður varð svo montinn af Blankers-Koen, að hann fullyrti, að hún gæti sett met í hverju, sem væri, líka í barneignum, þegar fram liðu stundir. Blaða- mennirnir glöddu hann inni- lega með því að fara fögrurn orðum um ágæti hennar í bjórstofu þessarar göfugu stéttar á Wembleyleikvangin um að Iokinni keppninni í 100 metra hlaupi kvenna. Og lófatak áhorfendaskarans -talaði glöggt sínu máli. Ég bað í huganum forsjónina að gefa bjóð minni í náinni framtíð konu, sem yrði 'spretthörð í líkingu við Blankers-Koen og eignaðist svo mörg börn með þjálfara sínum eða einhverjum öðr- um góðum manni. Helgi Sæmundsson. Minniagarspjöld Kvenfélags Neskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Mýrariiúsaskóla. Verzl. Halldór-s Eyþór-sson- ar, Víðimel. Pöntunai’fé- laginu, Fálkag-ötu, Reyr.i- völlum í Skerjafirði og Verzl. Ásgeirs Gimn- la-ugssonar, Austurstræti. Púsningasand iur Firm og -grófux skelja- sandur. — Möl. I — Guðmimdur Magnússon. Kirkjuvegi 16, Haxnarfixði. — 5Lni 9189. Lesið Élþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.