Alþýðublaðið - 17.08.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.08.1948, Blaðsíða 5
1 ; Imðjúdagur Gylfi Þ, Gíslason; FYRIR SKÖMMU var birt í Danmörku fyrsta þjóð- hagsáæitlunin (N'ationalbud- 'get), sem samin hefur ver- ið þar í landi. og fjallar hún um þjóðarbúskap Dana á ár- inu 1948. í þjóðhagsáætlun er gerð tilraun til þess að áætla, hvernig búskapur þjóðar muni verða á einhverju ó- komnu tímabili, bæði í heild Qg í ejnstökum atriðum- hvað þjóðin muni fram- leiða, hvað hún muni fflytja út af vörum og þjónustu, hvað hun muni flytja inn, hvernig gjaldeyrisaðstaðan muni breytast gagnvart öðr um löndum, og hvað þjóðin muni hafa sjálf til ráðstöfun ar innanlands, hversu mikils og hvérs hún muni neyta þeg ar í stað af þessum verðmæt um og hversu mikið hún muni festa í varanlegum neyzluverðmætum og hversu mikið í framleiðslutækjum og hverjum, og hversu mikið þjóðareignin sukist þá eða minnki, hvernig þjóðartekj- urnar skiptisí milli atvinnu- stéfta, hversu miklu einstak- lingar ráðstafi af þjóðartekj umim og hversu miklu hið opinbera ráðstafi, hversu imikið sé sparáð og hversu miklu eytt o. s, frv. Mjög skammt er síðan tekið var. að gera tilraunir til að semja slíkar þjóðhagsáætlan ir. Með öllum menningarþjóð um hefur um langan aldur verið unnið að margs konar hagskýrslugerð, svo að hægt væri að fýlgjast með t. d. íramleiðslu helztu afurða, inn- og útflutningi, verðlagi, fólksfjölda, greiðslujöfnuði gagnvart öðrum löndum, o. s. frv., og eftir því sem hag- skýrslugerðin hefur náð til fleirj sviða, hafa skilyrðin foatr.að til þess að öðlast heild aryfirlit yfir þjóðarbúskap- jnn allan. og hefur með ýms um þjóðum verið unnið að því að semja slík yfirlit eft- jr á, að sjálfsögðu á grund- velli hinna almennu hag- Bkýrslna og e. t. v. sérstakra rannsókna. En eftir 1930 tóku ýmsir hagfræðingar að ritá um nauðsyn þess og skil yrði. að heildaráætlanir um þjóðarbúskapinn væru samd- ar árlega óg fyrir fram, þann iig að hægt væri að gera sér grein fyrir, hvernig líklegt væri, að þróun þjóðhagsmál- anna yrði, svo að auðveldara væri að gera sér þess skýra jgrein í tíma, hvaða ráðstaf- ana ætti að grípa til á því iskyni að ná þessu eða hinu markmiðinu. Einkafyrirtæki höfðu áður lagt allmikla stund á samningu rekstrará- ætllana og þær orðið stjórn- endum þeirra til mikils 'gagns/ Þegar sú breyting varð á hagkerfi þjóðanna, að hætt vár að treysta því. að hjól at- Vinnulífsins snerust af sjálf- um sér, og ríkisvaldið tók í sínar hendur stjórn þeirra að Verulegujeyti. vaknaði áhugi á því, að gera skilyrði til slíkrar heildárstjórnar sem foezt, og þá þóttust hagfræð- jngar sjá, að brýna nauðsyn foæri, til þess, að stjórnendurn jr gætu gert sér sem gleggsta grein fyrir, hvert stefndi í Þessi mynd var tekin þegar Vilhelm Buhl flutti fyrstu þjóð- hagsáætliun Dania. Buftil sést til vinstri á 'myndinni. raun og veru, hvað yrði- ef haldið væri áfram í óbreytta stefnu, svo að menn gætu gripið í tíma til nauðsynlegra ráðstafana. ef menn vildu forðast eitthvað, sem fyrir- sjáanlegt væri, eða flýta þró un, sem séð væri, að ella yrði of hægfara. Hjá þeim fyrjr- tækjum, þar sem áætlana- gerðin var fullkomnust- var hún fólgin í samningu áætl- ana um bæði reksturinn og breytingar á efnahagnum. Hagfræðingar leituðust við að semja fyrirmynd að slík- um allsher j arreikningsskil- um fyrir þjóðarbúskapinn allan, bæði rekstur hans og efnahagsbreytingar, en það er flókið mál og ótal viðfangs efni óleyst í því sambandi. En engu að síður hefur ekki verið látið sitja við fræðileg- ar umræður. í stríðinu tók ríkisvaldið víðast hvar stjórn atvinnulífs ins nær algjörlega í sínar hendur. og það hefur jafn- framt orðið að hafa forystu í viðreisnarstarfinu eftir stríð ið. í sambandi við þau efna- hagsvandamál. sem við hefur verið að etja, hefur mönnum orðið Ijóst, hvert geysigagn getur orðið að slíkum þjóð- hagsáætlunum, sem að fram- an er getið, jafnvel þótt ófull komnar væru. Þess vegna hefur nú í hverju landinu á fætur öðru verið tekið að vinna að skipulegri samningu þjóðhagsáætlana. Engilsax- nesku þjóðirnir hafa haft for ysfu bæði að því er það snertir að leggja fræðilegan grundvöill að slíkri áæílana- gerð og að hrirda henni í framkvæmd, en Hollending- ar hafa og lagt drjúgan skerf til þessara mála, bæðj í orði og á borði. Af Norðurlanda þjóðunum urðu Norðmenn fyrstir til þess að semja þjóð hagsáæflun. og nú í sumar birtu Danir fyrstu þjóðhags- áætQun sína, svo sem vikið var að í upphafi þessarar greinar. Þegar jafnaðarmanna- stjórnin. sem nú sjtur í Dan- mörku, tók við völdum, á- kvað hún að koma þegar í dtað ,á fót sérstakri r.efnd innan sjálfrar ríkisstjórnar- innar, eins konar fjárhags- ráði, til þess að fjalla um efnahags- og birgðamál, og áttu sjö ráðherranna sæti í nefndinni undir forsæti Buhl, en hann gegnir ekki öðru ráðherraembætti en að vera Bavid Low, David Low er tvímælalaust frægasti heimsmála skopteiknari, sem uppi er. Hann dregur flóiknustu vandamál fram í einfaldar teikningar og lætur í Ijós skoðanir sínar með undraverðri kýmni. Alþýðublaðið birtir myndir háns öðru hverju á fimmtu síðunni. • i Aðeins í Á l p ý ð ub l a ð inu. Gerizt áskrifendur. ----- Símar: 4900 & 4906. formaður í þessari ráðherra- nefr.d. Hún kom þegar á fót sérstakrj skrifstofu fyrir ^ efnahagsmál og skipaði em- bættismannanefnd ti;l þess að semja þjóðhagsáætlun fyr ir árið 1948 með aðstoð skrif stofunnar. í þessari embætt- ismannanefnd áttu sæti full- trúar helztu stofnana Dana á sviði þjóðhagsmála, og lauk hún við samningu þjóðhags- áætliunarinnar 15. maí síðast liðinn, þóít ekki hafi hún verið birt fyrr en nokkru síðar. Þjóðhagsáætluninni er skipt í fimm aðalreikninga, sem færðir eru eftir meg- inreglum tvöfaldrar bók- færslu, þannig að á hverj- um rej,kningi er tekna- og gjaldahlið og það, sem fært er einum reikningi til gjalda, er fært öðrum •til tekna. Reikningarnir eru þessir: 1) Atvinnustarf- semi einstaklinga og hins op inbera; 2) Búskapur hirs op- inbera, að atvinnureksfri frá töldum; 3) Búskapur einstak linga, að atvinnurekstri frá- töldum; 4) Viðskipti Dana við umheiminn; 5) Sparnað- ur og fjárfesting. Á reiknjng um þessum sézí, bæði í ejn- stökum atriðum og í heild, hvernig þjóðartekjurnar myndast og hvernig þeim er ráðstafað og hvernig sam bandið er milli einstakra þátta , þjóðarbúskaparins. Allar vörur og öll þjónusta, sem seld er tiil neyzlu. sézt t. d. í teknahlið reikningsins fyrir atvinnusíarfsemi ein- staklinga og hins opinbera, en í gjaldahlið reikningsins fyrir búskap einstaklinga. Sala á vörum og þjónustu til fjárfestingar eins’taklinga sézt í teknahlið reikningsins fyrir atvinnustarfsemi ein- staklinga og hins opinbera, en í gjaldahlið reikningsins fyrir sparnað og fjárfestingu. Hversu mikið einstaklingar fá í laun, vexti og hagnað, sézt í gjaldahlið reikningsins fyrir atvinnustarfsemi ein- sís.klinga og hins opinbera og í teknahlið reiknir.gsins fyrjr húskap einstaklinga, vextir af erlendum skuldum eru færðir í teknahlið reikn ingsins fyrir viðskipti Dana við umheiminn, en gjalda- hlið reikningsins fyrir bú- skap hins opinbera. styrktar fé, sem einstaklingar fá frá hinu opinbera er fært reikm ingnum fyrir búskap hins op inbera ti.l gjalda og reikningn um fyrir búskap einstaklinga til tekna, og þannig mætti lengi telja. Áuk þessarar heildaráætlunar um þjóðar- búskapjnn allan eru svo skýrslur um sundurliðun á einstökum tölum heildará- ætlunarinnar, og ætti ekki að þurfa að fjölyrða um, hversu mikla þýðingu það hefur að geta gert sér greim fyrir því fyrir fram, hversu líklegt sé, að þessum eða hin um þætti þjóðarbúskaparins muni verða háttað. Niðurlag á morgun. Davíd Loiv: Hvar er vatnið? Hér teiknar Low sameinuðu stínudeilunnar. þjóðirnar sem brunamann, er ætlar að slökkva bál PaleA Þegar á reynir, er ekkert vatn í slöngu hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.