Alþýðublaðið - 17.08.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.08.1948, Blaðsíða 4
4 , í’é-H ^ilðjúdagúr '17;íSgpsfc 1948. Úígefandl: Alþýðuflokknrlmt Ritstjórl: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Beneðikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Rifstjómarsúnar: 4901, 4902. Augiýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðxprentsmiðjan h.f. Jafnaðarsfefnan og kommúnismlnn ÞAÐ er ekki við því að búast, að það láti vel í eyrum kommúnista. að jafnaðar- menn hafi eftir stríðið verið kallaðir tifl. þess með frjálsum kosningum að'mynda stjórn í flestum löndum Vestur-Ev- rópu, þar á meðal á öllum Norðurlöndum, eins og Al- þýðubiaðið benti nýlega á í ritstjórnargrein; því að. sem kunnugt er, hafa kommúnist ar hvergi verið kallaðir til þess af þjóðunum sjálfum, að taka við völdum. í Austur- Evrópu, þar sem þeir hafa komizt til vaida eftir stríðið, hefur það gerzt í iskjóli rúss neskra byssustingja, en á móti þjóðarvilja, enda hafa kommúnistar allls staðar látið það vera sitt fyrsta verk. eft- ir valdatökuna, að afnema frjálsar kosnjngar og banna andstöðuflokka sína. En þannig er munurinn á lýðræði og einræði, frelsi og kúgun. Og af því að jafnaðar menn eru einlægir lýðræðis- sinnar og frelsisvinir, fara vinsældir þeirra allstaðar vaxandi; og þar, sem frelsi og lýðræði er ríkjandi, fara áhrif þeirra eftir stríðið stöð- ugt í vöxt. En áhrif komm- únista hafa minnkað þar að sama skapi, er mönnum varð einræðishyggja þeirra og svikráð við frelsið og lýðræð ið Ijós. Það er aðeins í krafti ofþeldis og kúgunar, að þeir kom,ast nokkursstaðar til valda. Það er von, að kommúnist um svíði. að á þetta skuli vera þemt; enda var Þjóðvilj inn fyrir helgina ofsareiður, er hann gerði ritstjórnar- grein Alþýðublaðsins um þetta að umtalsefni. En reið- án er engin rök; enda varð lítið úr þeim höggum, sem hann reiddi þar til. Það er út af fyrir isig mjög einkennandi fyrir kommún- ista, að Þjóðviljinn "biðst í grein sinni strax í upphafi alveg undan því, að ræða muninn á frelsinu og lýðræð inu í Vestur-Evrópu og kúg- uninni og einræðinu í Austur Evrópu. Hann er bersýnilega búinn að gleyma Karli Marx, sem sagði, að frelsið væri verkamanninum enn þá nauðsynlegra en brauðbit- inn! En hvað um það: Vörn Þjóðviljans er sú, að jafnaðar mannastjórnirnar í Vestur- og Norður-Evrópu hafi, eða svo fullyrðir hann. ekki bætt kjör alþýðunnar eða jafnað lífskjörin; og á lesandinn þá sennilega að álykta, þótt Þjóðviljinn hafi .að vísu vit á að fara gætilega í að full- yrða nokkuð um það, að þar gildi nú eitthvað öðru máli Afmælisdagm* Reykjavíkur. — Hefjumst handa um umbætur í Reykjavík. — Gagnrýni er nauð- synieg. — Tillögumar um nafn á félagið. — Borg in í hátíðaskrúða. — Skemmtanir í samkomuhús- um. — Fyrstu verkefnin. — Fánar að húnum. AFMÆLISÐAGUR REYKJA VÍKUR er á morgim og mér finnst, að það fari vel á því, aS félagið, sem hefur það markmíð að gera höfuðstaðinn fegurri, hreinni og hlýlegri, tileinki sér þennan dag og borgararnir sam einist þá um það og verkefni þess. Nóg verk er að vinna í þessum bæ til fegurðarauka og meiri menningar. Að vísu hafa átt sér stað mjög miklar fram- farir síðasta áratug á þessu sviði, en það er þó rétt eins og verkið sé að hefjast, svo skammt erum við á veg komin, og svo mikinn brag her höfuð- staðurinn af frumbýlingshætti borgar sem enn er að skapast. ÉG HEF ORÐIÐ var við þó nokkra gagnrýni á þessum nýja félagsskap. Mér þykir það bara góðs viti. Verst væri ef þöfn ríkti um hann, því að þögnin mundi bera vott um tómlæti. Menn deila um félagið og verk- efni þess og það sýnir, að fólk ann Reykjavík og hefur einmitt áhuga fyrir því, að stefnt sé í sömu átt og félagið vill gera. Það skiptir því óendanlega litlu máli þó að menn séu að ein- hverju leyti óánægðir um þá til lögu, sem fram hefur komið um nafn á félaginu, eða þó að menn telji, að heppilegra sé að æðsti maður borgarinnar, borgarstjór inn, sé ekki formaður í þessum félagsskap, sem ekki á aðeins að ýta undir borgarana um fegrun og snyrtilega umgengni heldur og fcndir bæjaryfirvöld- in að þau geri skildu sína. ÉG ER SANNFÆRÐUR um að þessár deilur þagna fljótt. Þær þagna um leið og félagið hefst handa um framkvæmdir, enda eru þær þegar hafnar í Nauthólsvík, og allur ágóðinn, sem verður af starfsemi morg- undagsins, rennur til fyrirhug- aðs skemmtigarðs á Öskjuhlíð. Menn geta valið um nöfn í fé laginu. Tillaga hefur komið fram í blaði um að það skuli heita Bæjarprýði, og ég hef orð ið var við, að þetta nafn á all mikinn hljómgrunn meðal borg aranna. Þetta er gamalt og fag- urt orð íslenzkt, sem ætíð hef- ur staðið ljómi af. Hvers vegna ekki að láta deilurnar þagna og sameinast um það? En um þetta og annað, sem kann að valda deilum;, verður rætt á stofníundi félagsins annað kvöld. FÉLAGIÐ EFNIR TIL skemmtana í öllum samkomu- húsum bæjarins, sem tiltækile eru, en nokkur eru nú í við- gerð, og því ekki hægt að fá þau. Hafa forgöngumenn hátíða haldanna vandað vel til skemmtiatriðanna, svo að telja má víst, að almenningur fjöl- menni á þau. Kvikmyndasýning ar verða í fjórum bíóum, en aðalskemmtanirnar fara fram í Tívoli um kvöldið. Var Tívólí og eitt fyrstá fyrirtækið, sem gekk í félagið, en fyrirtækin, sem það hafa gert, eru nú orð- in allmörg. FÉLAGAR HAFA NÚ síðustu dagana streymt í félagið. Má þó ætla, að í dag og á morgun muni mörg hundruð skrá sig sem meðlimi og. væri vel, ef við slægjum öll met hvað það snertir þessa daga. Hér er um merkt framtíðar- og framfara- mál að ræða, sem borgararnir eiga að sameinast um sem einn maður, og þeir mega ekki láta það henda sig, að ómerkileg ó- nægja með smámuni haldi þeim frá virkri þátttöku í þessum fé lagsskap, sem hefði átt að vera búið að stofna fyrir mörgum ár um. ÞAÐ ER SJÁLFSAGT að Reykjavíkurbær sé á morgun í hátíðaskrúða. Verður því að vænta þess, að borgararnir dragi fána að stöngum um all- an bæ, að þeir taki þátt í há- tíðahöldum dagsins og að þeir taki virkan þátt í starísemi fé- lagsins þegar frá upphafi með því að gerast félagar og sækja aðalfundinn sem hefst klukkan 7 annað kvöld. Ég er sannfærð- ur um, að allir sæmilegir menn sjá eftir því, er stundir líða, ef þeir hafa ekki tekið þátt í félagsskapnum strax í upphafi. Axel Strand, forseti sænska Aiþýðusambandsins. Myndin var tekin á útifundi Alþýðuflokksins á Arnarhóli sum- arið 1939, er Strand var í heimsókn hér ásamt nokkrum öðrum norrænum jafnaðarmönnum. Mikil hátíðahöld á 50 ára afmæli sænska alþýðusambandsin -■ —. ♦ Þau voru sótt af 30 fulStrúum verka- Sýðssambanda 12 erlendra þjóða. ■— --—--------- ALÞÝÐUSAMBAND SVÍÞJÓÐAR minntist 50 ára af- mælis síns með margþættum og tilkomumiklum hátíðahöldum dagana 7. og 8. ágúsí, og sóttu þau 30 fulltrúar verkalýðssam- banda 12 þjóða, þar á meðal forseti og gjaldkeri Alþýðusam- bands íslands. Alþýðusamband Svíþjóðar telur innan vébanda sinna 43 sérgreinasambönd og nær 1 milljón og 200 000 með* limi, en það er um 20% af íbúum Svíþjóðar. F. U. J. Um næstu helgi fer Félag ungra jafnaðarmanna í ferða- lag að Laugarvatni með við- komu í Þrastarskógi og verður ekið um Þingvöll í bakaleið. — Þeir, sem hafa hug á að fara í Hátíðaihöldin 7. ágúst hófœt um mongu'niinn í Sartongisti- húsinu í Stofckihólmi með þvi, að eriendu fulttrúamir gengu fyriir formann, varaiformamn og gjaldkera sænska Alþýðusam- banidsiins og færðu því ham- inigjuús'kir og gjafir í tilefni af- mæhisins. Mesta athygii af gjöf um þeissum vakti hugmynd að miinni'smerki um hinn glæsi- lega forustumann sænsku al- þýðuhreyfingarinnar og fyrr- verandi forsætisráSh'erra Svía, Hjalmar Brantiing, en húni var gjöf frá samhandi alþýðuhús- enna í S'víþjóð og alþýðuhús- inu í Stöbkhóimi. Síðar um daginin héldu 'há- tíðalhöMin áifram í Ko'ncierthús- inu í Stokkhóhni mieð scng, hlj óðfæralleik og kvæðaiestri. Þar flutíi cg foxmaðm* sænska aiþýðusambandsinis, Axel Strand, ræðu um störf og stefhumái sambanidsins á liðn- um 50 lárum. Þá voru- fjórir af þessa fei<5, tilkynni það til skrif stofu félagsins, sími 5020, fyrr en seinna. brauitryðjendum isænsku verka lýðshrejrfiniganinniar heióraðir og kvieðjur fluttar. Fyristur tal- aði Tage Erlianider, tforsætisráð herra - Svía og formiaður sænska Alþýð'ufiokfcsins, en meðal ainnarra ræömuanna voru Eiler Jensen, formaður danska lalþýðiusambandsin's, sstm er elzt aOlþýðusamband- anna á Norðurlöndum, en hann taiað’i' f inatfni alka norrænu alþýðusambanidan'nia, og Saiil- a nt, framfevæmdas'tjóri al- þjóðasambands 'vierkalýð'sins, en hann flut'ti kveðju þess. Að k'vöidi sama dags var afmælis- veizla sambanidisiinis iháidin, og flutti Gustav Möller félags- málaráðherra Svfa aðalræðun'a þar. Hátíðahöldin síðari daginn fóru . fram -á Skansimim. í Stokkhólmi. Voru þar íjöl- breytt og* tilkomumikil Skiemmtiatriiði, en varaforseti sambandslins, Einar Norrmian, flutti ræðu. Þátt'takiendu'r í há- (Frh. á 7. síðu.) í einræðisríkjum kommún- ista í Austur-Evrópu! Þjóðvjljanum er velkom- ið, að þreyta rök við jafnað- armenn á þessum grundvelli, ef hann ímyndar sér, að hon um gangi þar betur en á hin- um; en það er áreiðanlega misskilningur, ef hann held- ur það. Meira en þrjátíu ár eru nú liðin síðan kommúnistar gerðu byltingu sína á Rúss- landi og stofnuðu þar einræð isstjórn. Og hvernig eru kjör alþýðunnar þar í dag? Þau eru með þeim hætti, að komm únistar þora ekki armað en að halda landinu lokuðu bak við járntjald, svo að það vitnist ekki innan lands, hve miklu lélegri kjör al- menningur á við að búa í þessu sæluríki kommúnism- ans, en í nokkru lýðræðis- landi! Það, sem verkamenn þurfa vikur til að vinna fyr ir á Rússlandi, þurfa þeir ekki nema daga til í Norður- Evrópu, á Englandi og í Norð ur-Ameríku. Hvergi er launa munurinn með hinum ó- breytta verkamanni og yfir- manninum neitt nándar nærri eins mikill og á Rúss landi. Og verkfallsréttur er ekki til! Á sama tíma hafa jafnað- armannastjórnir í lýðræðis- ‘löndunum í Norður- og Vest- ur-Evrópu, þar sem engin bylting hefur verið gerð. hægt og hægt verið að bæta kjör alþýðunnar ár frá ári. Þár hafa laun farið stöðugt hækkandi, en kjörin þó verið jöfnuð meira en nokkurs stað ar annars istaðar í heiminuip. Þar er verkfallsréttur. Þar er kosningaréttur! Þar hefur alþýðan meiri áhrif á þing og stjórn en nokkurs staðar, betri bústaði og víðtækari al þýðutryggrngar. Þar eru löndin ekki lokuð; þar er öll um frjálst að sjá sig um og ferðast í löglegum tilgangi, jafnvel hinum krítisku út- .S'endurum kommúnistaisælu- ríkisins austur á Rússlandi. Þjóðviljinn má ha.lda þe.ss um samanburði áfram og gera við hann, isínar athuga- semd)ir. Jafnaöarmenn þurfa ekkert að óttast það. Sigurför jafnaðarstefnunnar í Norður- og Vestur-Evrópu byggist ekki síður á þeim stór kostlegu kjarabótum, sem hún hefur færit alþýðunni þar. umfram það, sem alþýð an hefur nokkurs staðar ann ars fengið, en á órjúfandi tryggð þeirra við frelsi og lýðræði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.