Alþýðublaðið - 18.09.1948, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 18. sept. 1948.
Leifur
Leirs:
ORFIRISEY
Með árunum sækir að mæða og
mein.
er margskonar hrelling veldur,
því ekki er ég lengur ungmey
nein
— og ekki er ég kerling heldur.
Sjóndepra og' giktarköst þungt
mig þjá
og það er nú rétt eins og' gengur.
En verði ég af ástkæru eyjunni
að sjá,
ég afber ei harminn lengur.
Örfirisey. . . .
Margs er að minnast,
frá ástkærum stað, þar sem
æskurjóð mey
fékk unaði og sælu að kynnast.
Við eyjuna er bundið svo margt,
svo margt, —
en maður kann stundum að
þegja.
Og allt var þar saklaust, og oft-
ast var bjart,
•— svo ekki er frá neinu að
segja.
Að vísu var freistingin fjölmörg
sem nú.
Af Fyllu var margur glæstur . .
En þá var hver ungmey sinni
ættjörð trú,
og sá innlendi hjartanu næstur.
Örfirisey. . . .
Margs er að minnast,
frá ástkærum stað, þar sem
' æskurjóð mey
fékk áleitni danskra að kynnast.
Ég fortek ei raunar hvort finna
má þær,
sem foringjar auðsýndu blíðu.
Hver ræður við mann, sem er
óður og ær
og auk þess með korða við síðu.
En hafi einhver viðnám og varn
arþrótt misst,
sem vildi ekki lenda í stríðu,
þá hefur hún innienda unnust-
ari kysst
á eftir með, — tvöfaldri blíðu.
Örfirisey. ...
Margs er áð minnast,
frá ástkærum stað, þar sem
æskurjóð mey
fékk ástanna hervaldi að kynn-
ast.
En meyjarnar núna, — ó minn-
stu ekki á þær,
svo margfalda smán þær oss
greiddu.
Leonhard Frank:
Ör.kuðu út grandann, ein og
tvær
og auðvitað Kana leiddu.
Já, — sárt var að þurfa að sjá
upp á það,
með sjóndepru og giktarpínu.
Mér fannst þær óhreinka ást-
fólginn stað
með ólukkans flangsinu sínu.
Örfirisey. . . .
Margs er að minnast,
frá ástkærufn stað, þar sem
æskurjóð mey
fékk óefað fullmiklu að kynnast.
Því elskum vér konurnar
Örfirisey
og ei henni glata viljum.
Og peningalyktina, — sussum-
svei,
svoddan vér alls ekki skiljum.
Og ráð ykkar karlmanna reyn-
ist oft valt,
af reynslu við oft höfum fund-
ið,
Og víst er það eitt. — að þið
vitið seint allt,
sem við þennan stað er bundið.
Örfirisey. . . .
Margs er að minnast,
frá ástkærum stað, sem yngis
mey
til elli mun helgur finnast.
JÁ,
EINMITT.
í Morgunblaðinu var fyrir
skömmu auglýst eftir stúlku,
sem gædd væri hinum og þess-
um kvenlegum dyggðum, og
henni boðin atvinna síðari hluta
dags, en ekki var um getið í
hverju sú atvinna væri fólginn.
Þjóðviljinrt birtir daginn eftir
ljósmynd af auglýsingu þessari,
opinberlega óbeðinn, og varpar
um leið fram þeirri spurningu
hverslags starfi stúlkunni
muni fyrirhugaður.
Vér tökum undir þetta með
Þjóðviljanum. Og þar eð búast
má við, að Morgunblaðið þrjósk
ist við að svara þessu, — eða
jafnvel viti það ekki, en hins-
vegar ótækt að komast ekki að
neinni niðurstöðu * málinu, vilj
um vér fara lýðræðislegu leið-
ina og láta meirihluta atkvæða
skera úr um þetta. Skorum vér
á lesendur vora að senda oss
svör við spurningu þeirri, sem
Þjóðviljinn, mjög svo viturlega,
varpaði fram, og verða síðan
flest samhljóða svör talinn rétt
ráðning gátunnar.
„Hverslags starf er stúlkunni
eiginlega fyrirhugað?“
Hjarta hennar, sem ávallt
var á verði,- var jafnvel nú
ráðalaust. Hún sá fyrir sér
eldgamlan, myrkan skóg, og
inni í honum sá hún hvítan,
þéttvaxinn hest; hann stóð
þar cg vair svo góðlegur með
reistan makkann vegna þess,
að iítil vera, sem líktist héra
í myndabók, sat á baki hans.
Allt í einu lýsti hún geislandi
af gleði þessari sýn fyrir
Silaf.
„En hvað er þetta, barn,“
sagði hann undrandi; „hvað
ertu að tala um; þú hefur
ekki drukkið einn einasta
dropa enn þá.“
Þarna birtist þetta furðu-
verk aftur fyrir augum henn-
ar, með litla ævintýraskrípið
á bakinu þrammaði hann af
stað innst inn í skóginn. Hún
leit upp; — gegnt henni sat
maðurinn, sem hún hafði
gefið sjálfa sig á vald, það
sem eftir var ævinnar. Bros-
andi rétti hann vel snyrta
höndina yfir borðið, og hún
fól litia hönd sína í henni.
Við næsta borð sat álna-
vörukaupmaðurinn og var að
Ijúka við vínið sitt og smjatt-
aði á hverjum sopa- Hann
skellti niður glasinu sínu að
skilnaði, svo að small í og
stóð fremur þunglega upp og
fór inn í fundarsalinn. Annar
útveggur hans lá í boga, og
inni í þessari hvelfingu stóð
fundarborðið.
Salurinn var uppljómaður
og við borðið gnæfði Páuli,
sem var höfði hærri en hinir,
upp yfir þá alla. Hann sat
fyrir miðju og snéri baki að
veggnum.
Þessir tólf nefndarmenn
voru líkastir því, sem þeir
væm fyrirmynd að mynd
Leonardos af síðustu kvöld-
máltíðinni. Þessir tólf post-
ular voru þó allir í góðum
holdum og í vel saumuðum
fötum, og Jesús Kristur í
■■■■■■■■■■!•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
• t'"
miðjunni hafði bjartleitt,
drengjalegt andlit og ekki
minmsta skeggvöxt.
Ifegar borgarstjórinn —
seni hafði byrjað með því að
segja, að hann ætlaði að vega
öll íatriði málsins, bæði það,
senj með væri og móti, hlut-
laust — var næstum kominn
að því að ljúka ræðu sinni,
benti Páuli á grænt borðið og
sagði undrandi:
„Nýr borðdúkur? Við sam-
þykktum það aldrei.“
„Það verður samþykkt,
þegar tími er til, hvíslaði
álnavörukaupmaðurinn, sem
sat næstuir honum. „Ég átti
þennan bút þarna hjá mér.“
„Að minnsta kosti verður
að viðurkenna það, að herra
Páuli hefði fremur átt að bera
fram málið fyrir fund heldur
en af predikunarstólnum.“
Borgarstjórinn, sem átti
veitingahúsið Stjörnuna, en
eldhússtúlkan þar hafði leikið
Títaníu, hallaði sér aftur á
bak.
„Hann kallaði mig hund. í
fyrstunni voru það aðeins
hundar, sem lugu — það
hrópaði hann frá predikunar-
stólnum.“
„En kæri herra; þetta eru
ekki mín orð- Það var Gott-
fried Keller, sem sagði þau.“
Skólastjórinn, sem þekkti
hvert orð, sem þjóðskáldið
hafði ritað, hafði Ijóðið upp
fyrir sér og brosti eins og
hann sæi anda þessa mikla
manns sitja við borðið meðal
nef ndarmannanna.
Hótelstjórinn lýsti blátt
áfram yfir því, að ef borgar-
búar ættu að hafa leyfi til áð
spilla glæsibrag hótelsins
með því að vera að spígspora
þar á gangstéttinni fram og
aftur með háar körfur og alls
kyns flutningafarartæki, þá
segði hann upp stöðu sinni.
Tímarnir vseru erfiðir; sér-
staklega fyrir starfsemi hótel-
anna, isiem ekki gætu þrifizt,
ef auðugir útlendingar væru
neyddir til að yfirgefa hótelin
í fússi. Það væri ekki
skemmtilegt að standa í spor-
um hans — miklu óskemmti-
legra en að sitja í prestsemb-
ættinu, sem þessi virðulegi
herra væri í, sem hefði sví-
virt hann fyrir allri sókninni.
Fjárhagur bæjarfélagsins
og nefndairmannanna var að
mjög miklu leyti undir því
kominn, hvernig rekstur bað-
hótelsins var. Hótelstjórinn
var sérstaklega góður maður
í sinni stöðu, og þeir þörfnuð-
ust hans.
En hinir tólf uxðu hörku-
legir á isvipinn.
„Við munum ekki undir
neinum kringumstæðum láta
ógna okkur. Við getum þegar
séð, hvað úr þessu verður, af
máli þvottakonunnar, sem
þér sviptuð mat og vinnu.
Mjög mikilvægt mál er í
veði,“ sagði eigandi álnavöru
verzlunarinnar, og hinir
kinkuðu kolli.
Borgarstj óránn skýrðji ró-
lega frá, að eina vandamálið
væri að finna „modus vi-
vendi“, málalok, sem allir
gætu verði nokkurn veginn
ánægðir með. Þannig var hin
velreynda lýðræðislega regla
þeirra- Hann bað um tillögur.
Málið var erfitt viðfangs.
í drykklanga stund sátu post-
ularnir tólf svo hreyfingar-
lausir við vel lýst. borðið',
sem Páuli gnæfði yfir, að
þeir voru aftur líkastir mál-
verkinu „Síðustu kvöldmál-
tíðinni“.
Öllum uppástungum um
samkomulag var hreinlega
hafnað, ýmist af Páuli eða
hótelstjóranum, siem voru
orðnir mjog heitir. Klukku-
stund leið á þennan hátt.
Nefndarmennirnir voru næst-
um komnir að þeirri niður-
stöðu að láta þennan duglega
MYNDASAGA ALÞÝÐURLAÐSINSs ÖRN ELDING
STÚLKLAN: Þetta er rödd Arnar, KÁPJ: Ja, hver þremillinn! Þarna liggur annair dauðiur maður, ÖRN: Hjálp! —
og hann hrópar á hjálp."--------- maður!