Alþýðublaðið - 24.09.1948, Blaðsíða 4
AUÞÝÐI3BLAÐIÐ
Fösludagur 24. sept. 1948»
Útsefaadl: AlþýSoflokkuim
Eitstjérl: Stefáu Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal
Þingfréttír: Helgi Sæmnndsson
Kitstjórnarsímar: 4901, 4902.
Anillýsingar: Emilía Möller.
Anglýsingasiml: 4906.
AfgreiSslosimi: 4900.
Aðsetnr: AlþýÓnhúsiS.
Alþýð'nirentsmiSjan hX
rr
annars
rr
HÖFUNDUR fœnustugrein-
ar Þjóðviljans í gær er meira
en lítið seinheppinn í þjónk-
un sinni við valdhafana aust-
ur í Moskvu. Hann gerir Ber-
iínarmálin að umraeðuefni og
heldur því fram, að erfiðleik-
arnir í sambúð fjórveldamna
þar og raunar í Þýzkalandi
yfirleitt séu augljós sök Vest-
urveldanna- En Rússar eru
buðvitað engilhreinir í þessu
sambandi!
Grei narhöfu n du r heldur
því naest áfram og fjölyrðir
um ráðstafanir Vesturveld-
anna á hernámssvaeðum
þeirra í Þýzkalandi. Fram-
koma þeirra á að vera algert
brot á sáttmála þeim, er sig-
urvegararnir í styrjöldinni
gerðu um hernám Þýzka-
lands og meðferð þýzkra
niála. En það er ekki minnzt
á framkomu Rússa og ástand-
ið í Austur-Þýzkalandi. Ó-
hæfuverk Rússa í Þýzkalandi
eru að dómi Þjóðviljamanna
vafaiaust framm í anda sátt-
mála fjórveldanna um her-
nám landsins og meðferð
þýzkra mála!
*
Þessi ununæli Þjóðviljans
eru í meira lagi athyglisverð
fyiir alla þá, sem fylgzt hafa
með ^ Þýzkalandsmálunum
eftii ófi'iðarlokin. Þau sýna
a ovenjulega glöggan hátt,
hversu blygðunarlausir starfs
menn rússneska útibúsins hér
a landi geta orðið.
Þó kastar fyrst tólfunum,
þegar gneinarhöfundur Þjóð-
viljans eys úr skálum reiði
sinnar yfir brezbu jafnaðar-
mannastjórnina fyrir afstöðu
hennar í Þýzkaíandsmálun-
um og utanríkismálum yfír-
Ieitt. Þegar hann hefur rang-
fært stefnu hennar og störf á
venjulegan kommúnistískan
hátt, gerír hann sér lítið fyr-
ir og slær þvi fram, að „hmn-
ið í fylgi Verkamannaflokks-
ms, sem fram hafi komið í
siðustu kosmngum, sýni tví-
mælalaust vonbrigði nokkurs
hluta af þeim fjölda, er lyfti
Attleestjóminni til valda“.
Það væri víst ekki úr vegi
að inna Þjóðviljann eftir því,
a hvaða upplýsingum hann
byggi staðhæfingu sína um
betta stórfellda fylgishrun
þrezka Alþýðuflokksins.
oannleiburinn er sem sé cá
að brezki Alþýðufl<Xk7rinn
-.e-ur haldið svo glæsilega
velli í hihum mörgu aukakosn
mgum í valdatíð sinni, að það
er einsdæmi um stjórnar-
flokk þar í landi. En svo kem-
ur Þjóðviljinn og tilkynnir
lesenduin sínum, að brezki
Alþýðuflokkurinn hafi beðið
stórfellt fylgishrun!
*
Ennfremur verður naum-
ast hjá því komizt, að b-enda
Þjóðviljanum á það, að gagn-
Einkennileg framkoma ráðamanna útvarpsins. —
Leikur flutiur hér á erlendu máli. — Um barátt-
una gegn áfengisflóðinu. — Hvað ber að gera? —
Rödd að vestan.
LEIKLISTARVINUR skrifar
mér á þessa leið: „Ég get ekki
orða bundizt yfir framkomu
ráðamanna útvarpsins við okk-
ur hlustenðurna. Á mánudags-
kvöld var flutt í útvarpið leik
rit á vegum sameinuðu þjóð-
anna og mun það, eftir því sem
stendur í Útvarpstíðindum hafa
verið flutt í útvarp allra þeirra
þjóða, sem eru í þessum alls-
herjar félagsskap. Hér var leikn
um endurvarpað frá Osló, en
Ieiklistarráðunautur útvarpsins
sagði frá því áður en leikurinn
hófst hér, að það hefði orðið
að samkomulagi að enduvvarpa
frá Osló leiknum þetta kvöld
um öll Norðurlönd.
ÞAÐ MUN VERA RÉTT, að
vel hafi Svíar og Danir getað
skilið og fylgzt með í leiknum
á norsku, enda er ólíku saman
að jafna. Stutt er á milli land-
anna og tungur þjóðanna
þriggja svo skyldar að létt er að
skilja. Við erum hins vegar í
órafjarlægð og mjög undir hæl
inn lagt hvernig endurvarp
tekst og auk þess er áreiðanlega
mikill meirihluti’ þjóðarinnar
ekki svo vel að sér í norsku eða
skandinavisku að hann geti
haft not af leik, sem fluttur er
á norsku.
ENDA VARÐ SÚ RAUNIN
HÉR. Endurvarpið tókst ekki
vel, því að leikurinn var mjög
hraður og svo fylgir honum
mikill hávaði, en auk þess er
maður ekki svo góður í norsku
að maður gæti notið hans við
þau erfiðu skilyrði, sem þarna
voru. Ég verð því að láta í ljós
megna óánægju mína með þessa
framkomu. Hvers vegna var
ieikurinn ekki þýddur á ís-
lenzku og hann fluttur hér af
íslenzkum leikurum?"
SIGURLAUG, sem er búsett
á ísafirði, skrifar mér á þessa
leið: „Mikið er nú rætt og ritað
um áfengið og spillinguna, sem
því fylgir. Einhver amerískur
andi í konulíki kom hér til að
hughreysta og mynda samtök
nokkurra ónafngreindra
drykkjuræfla — nei, fyrirgef-
ið — drykkjusjúklinga — það
mun vera tízkuheiti þessara
ræfla í dag.
LEIDTOGAR ýmissa félaga
með borgarstjórann í Reykjavík
í broddi fylkingar rísa nú upp
til að hefja björgunarstarf með
al æskulýðsins, sem að þeirra
sögu er að drukkna í áfengis-
flóði. Vil ég nú beina þeirri
fyrirspum til ykkar, sem að
Jaðarfundinum stóðuð, hvort
þið í raun og sannleika og af
heilum hug viljið stöðva áfeng
isflóðið eða ekki?
EF SVO ER, þá skulið þið
ekki ráðast á þá smæstu, held-
ur þá hæstu, sem ósómanum
valda. Byrjið á byrjuninni og
snúið ykkur að réttum aðila.
Hver er það, sem heldur stærstu
drykkjuveizlurnar, hver er það,
sem leyfir veitingahúsum ótak
markaða sölu áfengis — og hver
er það, sem hefur opnar vín-
búðir víðs vegar um landið?
ÞAÐ SKYLDI þó aldrei vera
ríkisstjórnin í okkar menning-
arlandi, sem veitir ósómanum á
hvers manns leið í landinu.
Hvers vegna gerir ríkisstjórnin
okkar þetta? Jú. hún þarf á
peningum að halda, til að halda
uppi menntun og menningu inn
an þjóðfélagsins, og peningarn-
ir eru fljótfengnastir með því
á líðandi stund, að æskan og
fólkið yfirleitt kaupi áfengi •—
og þar með vitið og velsæmið
burt, og sýni sig svo á skemmti
stöðunum og strætunum, sem
öskrandi ófreskjur, mitt í allri
menningurlni.
ÞÉR LEIDTOGAR, sem hug-
heilir viljið ósómann burt,
snúið ykkur bara að réttum að-
ila, og krefjizt þess í náfni aiira
sannkristinna manna og kvenna
að: Engar drykkjuveizlur verði
haldnar, að vínveitingaleyfi
verði tafarlaust tekin af ölluin
veitingahúsum; sem það hafa,
að öllum vínbúðum, hvar á land
inu, sem þær eru, verði þegar
lokað, og að allar vínbirgðir
sem nú eru í landinu verði taf-
arlaust sendar aitur til sarna
rýni á utanríkisnaáiastefnu
Bevins innan brezka Alþýðiu-
flokksins hefur aldrei veriö
máttlausari og vesalli en ein-
mi'tt nú. Hinn fámenni hópur
meðal þingmanna hans, sem
um skeið írúði því, að hægt
væri að efna til farsællar
samvinnu við valdhafana í
Kreml, hefur orðið fyrir.eft-
irminnilegum vonbrigðum.
Atburðirnir í Þýzkalandi að
undanfÖmu, og þá ekki hvað
sízt í Berlín, hafa valdið því,
að gagnrýnendur Bevins eru
þaghaðir, Konni Zilliaeus
ekki undanskilinn, þó að
Þjóðviljinn í gær neyni að slá
hann til riddara gagnrýni og
andstöðu: við utanríkismála-
stefnu brezka Alþýðuflokks-
ins-
Þvættingur Þjóðviljans
um, að brezki Alþýðuflokkur-
inn gangi erinda íhaldsins í
utanríkismálum. er auðvitað
ekki sva-ra verður. Sá mál-
flutningur verður naumast
skilinn öðru vísi. en þaixnig,
að hlutverk brezku stj órnar-
innarsé að framkvæma stefnu
stjórn'arandstöðunnar! Ham-
ingja Þjóðviljans er heldur
ekki meiri en það, að sama
daginn og þessu er hp.ldið
fram. í forustugrein blaðsins,
birtist á forsíðu þ-ess frétt
um, að kastazt hafi í kekki
með Bevin og Butler, einum
af forustumönnurh bi'ezka í-
haldsflokksins, í umræðum
um utanríkismál í neðri mál-
stofu brezka þingsins, Þann-
ig er allur þessi söguburður
Þjóðviljans, sé -hann krufinn
til mergjar. Þar rekur siig eitt
á annars horn. Málflutning-
urinn veröur í reyndinni sam-
safn af heimskulegum og
augljósum blekkingum.
ifstofur vorar
voruafsreiðslur verða lokaðár frá hádegi í
dag, vegna jarðarfarar.
Skipaútgerð ríkisins.
Hlægilegar blekkingar Þjóðviljans
um Verkalýðsfélag Akraness.
.■» ....
Saka félsgsstjórnma um að afhenda
ekki kjörskrá áður en framboðsfrestur
var úírunninn!
ÞJÓÐVILJINN í gær birtir á fyrirferðarmikimi hátt þá
lygafrétt, að stjórn Verkalýðsfélags Akraness hafi neitað for-
tnanni kjörstjórnar félagsins irn kjörskrá þess og að hún sé
geymd heima hjá fonnanni félagsins til þess að hann geti
bætt inn á hana að vild. Þessar staðhæfingar kommúnistablaðs
ins eru staðlausir stafir og sannleikur málsins sá, að meiri-
íiluti kjörstjórnar leit þannig á, að formaður kjörstjómar hefði
ekkert með kjörskrá félagsins að gera fyrr en framboðsfrestur
væri útrunninn.
Hitt er sömuleiðis þvætt-
ingur. að kjörskráin sé geymd
hjá formanni félagsins til
þess að hann geti bætt inn á
hana að vild sinni eins og
lands, sem þær komu frá, og
gjaldeyrinum, sem fyrir þær
fór; verði tafarlaust skilað aft-
ur. Þar með stöðvast flóðíð.
ÞEGAR ÞÉR, leiðtogar æsk-
unnar sýnið raunverulegar að-
gerðir til úrbóta í vandamál-
unum þá telcur mikill meiri
hluti þjóðarinanr höndum sam-
an við ykkur. En, ef þið ætlið
áfram að káka eins og hingað
til, aðeins til að sýnast, tekur
enginn hugsandi maður mark á
ykkur.
ER ÞAÐ KANNSKI nokkur
lausn ofdrykkjunnar eins og
fram kom á Jaðarfundinum, að
byggja og byggja drykkju-
mannahæli — og að síðustu
yrði öll þjóðin tælr á slík hæli.
Er ekki raunhæfara, að korna í
veg fyrir drykkjuna með út-
rýmingu áfengisins, svo ekki
þurfi að byggja slík hæli?
ER ÞAÐ nokkur úrlausn á
ofdrykkju æskunnar eins og
kom fram á Jaðarfundinum, að
byggja fleiri leikvelli eða því
um líkt? Væri ekki raunhæfara,
að þessi okkar villta æska stund
aði hollari, eðlilegri, og lengri
vinnu á degi hverjum, annað
hvort til sjós eða lands? Er ekki
iðjuleysið hættulegt? Að lok-
um: Mæður og feður, fylgist vel
með því, hvaða leiðtogar það
eru, sem raunhæft vilja aðgerð
ir í þessu máli, eða ekki.
FYLGIST MEÐ kennurum
barna ykkar — og þá ekki síð-
ur hinurn svokölluðu íþrótta-
mönnum, sem nú gala hæst um
líkamsrækt og andlega heil
brigðf meðal æskulýðsins, en
mér hefur stundum sýnzt þeir
hallast nokku.ð mikið Iíkam-
lega, þegar þeir hafa komið hér
út á landsbyggðina og verið að
sýna listir sínar“.
y
Lesið Alþýðublaðið! ■
Þjóðviljinn beldur fram.
Sannleikurinn er sá, að skrif-
stofa félagsins er heima hjá
formanni þess, og kjörskráin
hefur að sjálfsögðu legio þar
frammi. Hefur öllum félags-
mönmim verið leyfilegt að
athuga kjörskrá félagsins að
vild sinni og taka .afrit af
henni. Formiaður félagsins
hefur unnið að því að endur-
skoða kjörskrána, færa inn í
hana nöfn nýrra félagsmanna
og afrita hana. Hefur að
sjálfsögðu aldrei komið ann-
að til mála en að kjörstjórn
fengi kjörskrána til fullra af-
nota, en meirihiuti kjör-
stjórnar leit svo að bana
þyrfti ekki að afhe'nda fyrr
en framboðsfrestur væri út-
runninn og endurskoðun
kjörskrárinnar af hálfu fé-
lagsstjórnar væri lokið.
Þessir atburðir í Verkalýðs
félaigi Akraness eru mjög á
aðra lund en í þeim félögum,
sem kommúnistar ráða. Á
Akranesi er kjörskrá verka-
lýðsfélagsins opin öllum fé-
lagsmönnum verkalýðsfélags-
ins pg heimil þeim til afnota.
En í Þróttj á Si'glufirði beittu
kommúnistar þeim vinnu-
brögðum að bæta mönnum
inn á kjörskrá að vild sinni,
eftir að allsherjaratkvæða-
greiðsla var hafin, og í verka
lýðsfélögunum á Akureyri
neituðu þeir andstæðingum
sínum um afnot af kjörskíám
verkalýðsfélaganna. Þjóðvilj-
inn heldur því fram, að at-
hæfi samherjia hans á Siglu-
firði og Akureyri sé á engan
hátt ámælisvert, en hann ætl-
ar að spriinga af beift yfir því,
sem fram fer í Verkalýðsfé-
lagi Akraness!
Skriffinnum Þjóðviljans er
með öðrum orðum fyrirmun-
að að gera greinarrnun góðs
og ills. Þeir 'strei'tast við að
halda því fram, að svart sé
hvítt en hvítt sé sva.rt. Auð-
vitað er það skiljanliegt, að
þeir beri kvíðboga fyrir kosn-
ingunni í Verkalýðsf élagi
Akraness. En mæða þeirra
yrði áreiðainlega minni, ef þeii
reyndu að harka af sér harm-
inn.