Alþýðublaðið - 12.10.1948, Síða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Þriðjudagur 12- >okt. 1948,
fitrcfuii: A^ýfiflokfcirSBB.
Bitstjórl: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedlkt GröncUU
Þingfréttir: Helgi Sæmnndssoa.
Bitstjónuucsínutr: 4901, 4902.
Asglýsingar: Bmiíía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðsiusimi: 4900.
ASsetur: Alþýðuhúsi®.
Alþý&nurentsmiSJan UL
Delian í bæjarsíjórn
urn
DEILAN í bæjarstjórn
um Krýsuvíkurveginn er
sannarlega athyglisverð fyrir
almenning höfuðstaðarins
ýmissa orsaka vögna. For-
saga málsins er sú, að lagt
hefur verið til, að þrír aðil-
ar. mjólkursamsalan, Hafnar
fjarðarbær og Reykjavíkur-
bær, leggi fram það fé, sem
til þess þarf að ljúka lagn-
ingu vegarins, en það mundi
taka mjög skamman tíma.
Aðilar þessir fengju síðan
framlag sitt endurgreitt af
fjárveitingu alþingis til veg-
arins, en þess mun naumast
að vænta, að ríkið ljúki fram
kvæmd þessari fyrr en efíir
5—6 ár, ef fulltingi annarra
aðila kemur ekki til. Mjólk-
ursamsalan og Hafnarfjarðar
bær vilja leggja. fé þetta
fram fyrir sitt leytti, en nú
eru aliar horfur á því, að
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri reyni með ofríki að
knýja það fram, að Reykja
vikurbær skerist úr leik.
Síðasti bæjarstjórnarfund
ur skar úr um, hver er af-
sitaða borgarstjórans til þessa
máls. Hann er því andvígur,
að Reykjavíkurbær leggi
£ram sinn skerf til að ljúka
verkinu og ber því við, að
bæjarsjóður hafi ekki til
reiðu fé það, sem til þess
íþurfi. Þessu er haldið fram
á sama bæjarstjórnarfundi
og borgarstjóri fíytur langa
og innfjálga ræðu um hina
góðu afkomu Reykjavíkur-
bæjar, en hún er að dómi
hans og málgagns bæjar-
stjórnarflialdsins, Morgun-
blaðsins, einsdæmi um fjár-
málahyggindi og f ram-
k væmdast jórn!
*
Þessi afstaða borgarstjóra
til Krýsuvíkurvegarins er í
meíra lagi furðuleg. Bæjar-
ráð hafði fjallað um þetta
mál og samþykkt tillögu
setts borgarstjóra, Tómasar
Jónssonar borgarritara, um
að hún mælti með bví við
bæjarstjórn, að bráðabirgöa
2án þetta til Krýsuvíkurveg-
arins yrði veitt. Bæjarráð
samþykkti tillögu þessa sam
hjljóðai, þair"' á meðal ftvaÍDC
samheriar borgarstjóra, Guð
mundur Ásbjörnsson, forseti
bæjarstjórnar. og Auður Auð
uns, annar varaforseti bæjar
stjórnarinnar. Þegar málið
kom svo fyrir bæjarstjórn-
ai’fund. bað borgarstjóri um
frest á afgreiðslu þess. Síðan
er málinu ekki hreyft í bæj
arstjórn á næsta fundi, en á
síðasta fundi hennar ber það
ó góma vegna írtrekaðra til-
mæla um lánveitingu bæjar-
ins í þessu skýni. Þá leggur
borgarstjóri á rnóti málinu,
en þegar krafizt er af-
Þegar alþingi kemur saman. — Og kosningum fil
Alþýðusambandsins lýkur.
VELKOIVINIR TIL ÞINGS.
— Þrátt fyrir allar skammir,
sem alltaf dynja á alþingismönn
um er almenningur ekki svo
mjög óánægður með þá. Að vísu
verður þeim ýmislegt á eins og
öðrum mönnum, en þróunin hin
síðari ár sýnir að hér hefur ver
ið byggt upp, að hér hefur ver
ið farið betur með gjaldeyris-
tekjurnar en hjá fjölda mörg-
um öðrum þjóðum og að hér
hefur verið lagður grundvöllur
að glæsilegri framtíð, ef nátt-
úran verður jafn gjafmild og
hún hefur ætíð verið og við
nennum að nema úr skauti
■hennar ;gæðin sem hún vill
gefa okkur.
VIÐ HÖFUM EIGNAZT ný
tæki á öllum sviðum, á sjónum,
á jörðinni, ný heimili og ný
tæki í þau, rafmagn og vegi og
síma og svo ótalmargt annað.
Framtak okkar hin síðari ár sýn
ir ekki aðeins auð heldur og ráð
deild. og þó að almenningur
hafi hér haft forustuna, þá hef
ur alþingi og lagt línurnar og
eftir þeirn hefur verið farið.
Það er rangt að láta smáatriði,
jafnvel þó að þau kunni að virð
ast stór i basli dagsins í dag,
gleyja okkur svo sýn, að við
sjáum ekki aðalatriðin.
EN AÐALATRIÐIN eru fólg
in í hinni miklu endursköpun,
sem hér hefur farið fram. Aðal
atriði fyrir okkur nú er að
halda verðgildi peninganna, að
stemma stigu fyrir aukinni dýr
tíð, að styrkja alla möguleika
til stöðugrar velborgaðrar vinnu
fyrir alla — og að minnka
drykkjuskapinn meðal þjóðar-
innar. Þetta eru aðalatriðin
hvað sem hver segir og þegar
við vitum um hætturnar, ættum
við að vera menn til að forðast
þær.
ÞAÐ ER LÍKA mikið gleði-
efni, að nú er hægt að vænta
þess, að verkalýðshreyfingin
starfi með öðrum öflum þjóð-
félagsins að vaxandi velmegun
allra, að því að styrkja atvinnu
skilyrðin, að auka og endur-
báeta félagsmálalöggjöfina, að
byggja upp ný heimili, vinna
að því að gera þetta litla þjóð-
félag okkar að fyrirmyndar-
þjóðfélagi, þannig að enginn
hafi möguleika til að kúga ann
an eða arðræna, en allir hafi
sama aðgang að sólargeislum og
sköpun sinnar eigin framtíðar.
MEÐ KOSNINGUNUM til
allsherjarþings alþýðunnar hef
ur hún sýnt, að hún vill ekki
beita alþýðusamtökunum á
þann hátt, sem verið hefur und
anfarin ár, að þau séu notuð
sem rýtingur, sem dreginn er
úr erminni til lags hvenær sem
óprúttnum spekúlöntum og
mönnum með annarleg sjónar-
mið býður svo við að horfa. A1
þýðusamtökin munu starfa á
hreinum stéttarlegum grund-
velli fyrst og fremst með hags
muni stritandi alþýðu fyrir aug
um, en án þess þó að missa
nokkurn tíma sjónar á heill
þjóðarinnar allrar. Og það verða
allir að gera sér ljóst, að verka
menn eru ekki einráðir um bar
dagaaðferðir sínar. Atvinnurek
endur ráða miklu um vopnaburð
inn.
ÞANNIG HEFUR ÞAÐ Æ-
TÍÐ VERIÐ alls staðar — og
þannig verður það hér. En
framvegis verður það aðeins ís
lenzk málefnaþróun sem ræður
stefnu alþýðusamtakanna, ekk-
ert annað. Starfsemi íslenzkra
alþýðusamtaka mun ekki mið-
ast við bollaleggingar erlendis
um heimsbyltingu eða verða
gerð að lið í hráskinnaleik stór
velda.
Hannes á hornimi.
Námskeið í sænsku fyrir al-
menning verður haldið í há-
skólanum með sama hætti sem
síðastliðinn vetur. Kennslan er
ókeypis. Nemendur eru beðnir
að koma til viðtals fimmtudag-
inn 14. okt. kl. 6.15 í IV.
kennslustofu háskólans.
greiðslu þess, fer íhaldsmeiri-
hlurtinn á klíkufund, og síðan
biður einn bæjarfulltrúi hans
enn um frest!
Fljótt á litið virðist það
naumast koma til mála, að
bæjarsrtjórn viki frá því sam-
komulagi, sem gert var um
afgreiðslu þessa máls í bæj-
arráði á sínum rtíma. Verði af-
jgreiðsla þess á aðra lund,
stafar það af því einu, að borg
'arstjóri beiti rtvo samherja
'sína því ofríkí að fá þá til að
falla frá fyrri afstöðu sinni.
Þess verður skammt að bíða
að úr því verði skorið, hvort
■hinni einkennilegu fjöl-
skyldudeilu bæjarstjórnar-
.íhaldsins lyktar rneð sigri
^borgarstjóra eða hvort Guð-
Imundur Ásbjörnsson og Auð-
jur Auðuns standa við fyrri
afstöðu sína og vísá ofríki
borgarstjórans á bug-
*
Engum, sem hlýddi á mál-
flutning borgarstjóra um
Ki’ýsuvíkurveginn á síðasta
bæjarstjórnarfundi, getur
dulizt, að hann leggur á móti
lánveitingunni af persónru-
legrí andúð. Hann veit eins
vel og allir aðrir. að Krýsu-
víkurvegurinn verður full-
gerður í náinni framtíð. Aðal-
atriði málsins er það, að bær-
inn á þess kost í félagi við
aðra aðila að hraða fram-
kvæmd verksins um nokkur
ár. Það getur hann gert, án
bess að eiga nokkuð á hærttu.
En í staðinn kann að koma
txygging fyrir því, að hægt
yrði að halda uppi samgöng-
um við sveirtirnar austan fjalls
á snjóavetrum. þegar leið-
irnar um Hellisheiði og Mos-
fellsheiði væru ófærar með
öllu og því ógerlegt að ann-
ast mjólburflurtninga til höf-
uðstaðarins, ef Krýsuvíkur-
vegurinn væri ekki kominn
til sögu.
Borgarstjóra væri skylt að
athuga þetta aðalatriði máls-
ins vel áður en það óhappa-
verk er unnið að stöðva lán-
veitingu Reykjavílmrbæj ar
til Krýsuvíkurvegarins.
Orðsending
frá Mjólkursamsölumti
í dag hefst skömmtun á mjólk í
Heykjavík og Hafnarfirði.
Skammtaður verður Vz líter á mann.
Verður afgreitt út á mjólkurskömmt-
unarreit nr. 1 í dag og númerin þann-
ig dag frá degi meðan skammtað
verður,
Fólk er minnt á að koma með af-
klippta reitina í mjólkurbúðirnar.
Sýning
áverkum
'Guðmundar-
(Muggs)
í sýningarsal Ásmundar Sveinssonar, Freyju-
götu 41 opin daglega klukkan 2—10 síðdegis.
Mínar hjartans beztu þakkir færi ég börn-
um mínum, tengdabörnum og öðrum vin-
um fyrir Ijóð, gjafir, blóma- og skeyta-
sendingar, er mér bárust sextugri 28. f. m.
Guð blessi ykkur öll.
ÞORGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hafnarfirði.
vantar nú þegar ungling til blaðburðar í
Skjólin.
Talið við afgreiðsluna.
Alþýðublaðið. Sími
reioi