Alþýðublaðið - 04.11.1948, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐJÐ
Fimmtudagur 4. nóv. 1948.
i........................
Filipus
Bessason
hreppstjóri:
AÐSENT BRÉF
Heiðraði ritstjóri.
í hendur mínar barst um dag
inn „fyrir þinn atbeína“ nýtt
Reykjavíkurblað, — Mánudags-
blaðið. Þykir mér blað þetta hið
merkilegasta í marga staði, og
bið ég þig að senda mér það
framvegis, ef slíkt er hægt, þér,
.— og þó einkum mér að kostn-
aðarlausu.
Þarna er t. d. margan mikils-
verðan fróðleik að finna, ssm
landslýður á ekki völ á annars
staðar mér vitanlega, og áreið-
anlega á eftir að sjást árangur
hans í aukinni menning þjóðar
vorrar og framför á mörgum
sviðum; þess skal og einnig get-
ið, að sá fróðleikur er fluttur á
gullaldarmáli íslendinga hinu
nýja, og er eitt út af fyrir sig
ávinningur mikill að fá það
prentfast, og þá sennilega einnig
síðar orðtekið í hina miklu, vís-
indalegu íslenzku orðabók. Á ég
með þessum orðum mínum við
kvikmyndadálkinn; segi ég það
mála sannast, að merkileg og
þjóðménningarlíkleg þótti mér
sú fregn, að kvikmyndadís
nokkur skyldi vera ólétt orðin,
og þótti mér sem nokkuð létti
þegar í stað af mér öllum bú-
skaparáhyggjum og kvíða, og
mun svo íleirum hafa farið. Skil
ég satt að segja alls ekki hvern-
ig þjóð vor hefur lifað án slíks
fróðleiks í meir en þúsund ár,
— enda hefur það ekkert líf
verið með köflum.
Þá eru og hugleiðingar ýmsar
og athuganir um menn og mál-
efni með enn hressilegri og
hreinskilnislegri blæ í blaði
þessu, og hef ég verið að í-
grunda hver orsökin muni vera.
Þótti mér í fyrstu líklegast, sem
þarna hefðu geðillir menn
fengið að ganga til „persónu-
legra skrifta" sér til andlegrar
afléttingar og heilbrigðisauka
og að ráði sálsjúkdómafræðinga,
— og hefði þá blaðið tvíþættan
tilgang. En seinna skaut upp í
hugsun minni þeirri ágizkun.
aó laugardagskvöldin, •— eða
öllu heldur afleiðingar laugar-
dagskvölda, kynnu að ráða
þarna nokkru um geð manna og
orðalag í þessu þeirra mánu-
dagsspjalli, og getur það raunar
samrýmzt prýðilega tilgátunni
um persónulegar skriftir og af-
léttingu, og bæri þá að skoða
blaðið sem eins konar „afvikinn
stað“ fyrir þá menn, sem verða
að losast við eitthvað eða
springa ella.
Læt ég svo útrætt um bláðið
í bili, en bið þig senda mér það
— með nefndum forsendum.
Úr sveit minni er ekkert að
frétta að ég man, og kveð ég þig
virðingarfyllst.
Filipus Bessason
hreppstjóri.
Læknaskifti
Þeir menn, er þess óska og réttinda njóta
í Sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar geta í yfir-
standandi nóvembermánuði skipt um heim
ilislækna frá næsta nýjári að telja. Ber
mönnum að snúa sér í þessu efni til skrif-
stofu samlagsins í Ráðhúsinu, Strandgötu
6. og sýna jafnframt samlagskírteini sín.
Þess skal getið til leiðbeiningar, að um
er að velja sömu lækna, sem starfað hafa
hér í bænum undanfarið og auk þeirra Ólaf
Ólafsson, fyrrverandi héraðslækni í Stykk
ishólmi. sem sest að hér í bænum um næstu
áramót, sem starfandi læknir.
.. Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar.
Byggmgarsamvinnufél. Reykjavíkur
þurfa félagsmenn nú að sækja um sjálfir,
sakv. auglýsingu frá Fjárhagsráði. Þeir fé-
lagsmenn, sem ætla að sækja um að fá í-
búð byggða á vegum félagsins á næsta ári
þurfa að senda félaginu fjárfestingarbeiðn-
ir sínar í tvíriti til Byggingarsamvinnufél.
Reykjavíkur Garðastr. 6 fyrir 18. þ. m. og
sendir félagið síðan umsóknir fyrir tilskil-
inn tíma til Fjárhagsráðs.
Stjórnin.
fann, að þarna við vegginn
stóð kona, sem í eðli sínu var
ekkert annað en sakleysið og
hefði heldur viljað deyja en
að nokkuð hefði saurgað
kveneðli hennar- Það þurfti'
ekki annað ,en að horfa á
munn. hennar, línuna milli
varanna, sem segir alit um
skapgerð fólks, hugsaði hanrr
— og kökkurinn í brjósti
hans leystist upp.
Matthildur, sem var mjög
íilfinninganæm, hafðj fundið
undirejns þegar elskhugi
hennar losnaði við þessa
kvöl. Blíðlegt bros færðist
yfir andlit hennar og glampa
brá fy.rir í augum hennar
vegna þess að h-ún hafði sigr-
,að hið ósýnilega sundrungar-
iafl án þess að berjast. Þau
nálguðust hvort annað, og
svo fullkomlega sarntaka
fóru þau út í heiða nóttina. í
tunglsljósinu virtist skógur-
inn minnast liðins dags- Trjá
topparnir vörpuðu skuggum,
sem voru eins og brýr ýfir
silfurgljáandi lækinn.
Sjálfkrafa kom handlegg
ur hans utan um háls henn-
ar, og þau voru svo mátulega
stór, að þegar þau gengu, þá
var öxl hennar alveg undir
handarkrika hans. Þau gengu
hægt yfir rjóðrið undir þess-
ari glitrandi stjömuhvelf-
ingu samskrefa, eins og þau
væru eirm maður. Hún fann
andardrátt hans svalandi á
vanga sér, og það brakaði í
þurrum greinum undir fótum
hennar.
Inn á milli trjáima dró
hann hana að sér- Hún skalf.
í augum hennar, sem nú voru
svo nærri honum, las hann
að hún varð fyrst að sigrast á
brennandi blygðunarsemi.
Hann las aBt í augum henn-
ar; hjarta hans þekkti það
aUt.
,,Eigum við að snúa við og
gá að tjaldinu okkar?“ spurði
hann og brosti.
Hún hneigði höfuðið- En
sverhné hún í faðm hans og
féll í það algleymi, sem var
byrjun nýs lífs með honum.
Tunglsljósið smaug á milli
trjáhna og varpaði töfra-
blæjuisinni yfir dökka mosa-
breíðuna, sem þau lágu á.
Þunni kjóllinn heimar var
' hnepptur ofan í mitti. Meðan
hönd hans losaði hnapp eftir
-hnapp, litu augu hans stöðugt
á hana og spurðu. hvort hann
mætti. Og enn hvíldu augu
hans á henni, þegar hann
smeygði hendinni hægt inn
fyrir kjólinn og á heit brjóst
henriar. Kjóllinn var kræktur
saman í hálsinn með litlum
krók, sem isást ekki- Hann
gat ekki losað það. Hún færði
hönd hans að vörum sér og
gerði svo þrátt fyrir blygðun
sína fyrir hann það, sem
hann hafði ekki getáð. Hann
horfði ákaft á.
Hún var í dálitlum efa, en
öðlaðist þó nógan kjark til
þess að spenr.a frá sér beltið,
fara úr kjólnum sínum og
undirkjólnum. • Hún fann
mosann 'undir sér. Hún hné
aftur á bak og hvíti mána-
geislinn skein af brjóstum
hennax niður eftir henni-
Hann sá það, sem tilheyrði
honum. Fyrir augnaráði hans
varð hún að lykja aftur aug-
unum; hún var ekki í neinu
nema sokkunum- Hönd hans
færðist nær. Höfuð hennar
seig niður á öxl hennar eins
og höfuð deyjandi manns á
dauðastundinni.
í sex ár hafði Matthildux
verið gift manni, sem ekki
hafði getað talað til tilfinn,-
jnga hennar á einfaldan hátt.
Og þar sem henni var þannig
varið, að ekki gat verið um
neinn tviskinnung að ræða í
fari hennar, hafði líka kven-
eðli hennar verið ósnortið í
örmum Silafs. Hún ititraði
eins og hún hefði gengið í
gegniöit sára þjáningu og
horfði á elskhuga smn. vand-
ræðaleg og spyrjandi.
Weston vissi strax, hvað
komið hafði fyrir. Hann tók
konu sína blíðlega í faðm sér.
Hnakki hans var rennvotur
af tárum hennar. Hún hreyfði
höfuð sitt svo iað það var .al-
veg undir höku hans og hún
var enn að hugsa um opin-
berun hans og færði sig enn
nær honum.
Han,n fann varir hennar
bærast við brjóst sgr- ,,Frá
þér, elskan mín, frá þér, elsk
an mín.“ Hún dró andann
djúpt og stuttu síðar var hún
í fasta svefni.
Weston, sem áleit ævistarf
sitt ekki miki'lvægara heldur
en hamingju konu sinnar, var
mjög ánægður yfir að hafa
getað losað Matthildi úr þeim
fjötrum, sem svo mörg við-
kvæm konan er bundin. Af
rólegum og reglulegum and-
ardrætti hennar réði hann,
að hún mundi vera sofandi
og vonaði, að hann væri í
draumi hlnnar.
Matthildur, Rósa og Fjóla
voru að kaupa límonaði fyrir
fjársjóð blómaklúbbsins. En
sykurkeðjah, sem Matthildur
hafði um hálsinn, var úr
skíru gulli. Þegar hún hvíldi
þarna undir sama eplatrénu,
sem hún og vinkonur hennar
höfðu legið og dreymt um
framtíðina, gat hún, gædd al-
mætti draumsins, horft yfir
hímingnæfandi fjöUin yfir í
fjarlægan dal, þar sem rauð-
ar draumsóleyjar skrýddu
engir. í hverju blómi, eins
og í kornbindi, sat ófætt barn,
sem vasrgaðist blítt í vindin-
um- Hið ófædda barn Rósu
sagði, með svo djúpri hryggð
að óskiljanlegt var hverjum
jarðbúa: „Móðir mín vildi
verða greifafrú og drekka te
í Shanghai. En hún dó þegar
hún var litil stúlka, hún
elsku mamma mín, og ég er
„Gangleri“,
tímarit Guðspekifélags fsiaands, IL hefti 22. árgangs er
nýkomið út.
Efni þessa heftis er:
1. Af sjónarhóli.
2. Páll Einarsson áttræður.
5. Karma.
4. Menn og dýr.
5. Frá sjónarmiði Meistarans.
6. Villigötur nútímans.
7. Græni geislinn.
8. Endúrholdgunarkenningin sækir fram.
9. Mesta dýrsmerkið.
10. Siðir og siðleysi.
Kaupið og lesið „Gangléra". Hann tekur til meðferðar mörg af mestu vanda
tnál'um mannkynsins, en er hvorki trúaráróðursrit né heldur á valdi „vís-
indalegrar“ efnishyggju. Hann er ofar hvoru tveggja, og er rit þeirra, sem
unna frjálsri hugsun og lífsskilningi. Afgreiðslumaður er frú Anna Guð-
mundsdóttir, Ásvallagötu 39 (sími 5569). Ritstjóri er Gretar Fells, Ingólfs-
stræti 22, Reykj'avik.