Alþýðublaðið - 21.11.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.11.1948, Blaðsíða 4
 ALÞÝPUBLAÐlf) , Sunnuaagur 21. ,póv. 1948. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. t-ingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4301, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4800. Aðsetur; Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Lögreglan og almenningur. — Gagnrýni, getsak- ir og úlfúð. — Ekki þarf nema eimi gikk í hverja veiðistöð. 1 I TUTTUGASTA OG F Y R S T A þing Alþýðu- flokksins kom sarnan til funda í gær, og er það sótt af fulltrúum víðs vegar að af landinu- Mun þingið sitja á rökstólum fram í miðja þessa viku og ákvarða í meginþátt-, um stefnu og starf Alþýðu-1 flokksins næstu tvö ár. Á þessum tveimur árum munu fara fram tvennar kosn - ingar hér á landi, bæja- og sveitastjórnarkosningar og al þingiskosningar- Sókn Al- þýðufiokksins við báðar þær kosningar þarf vel að undir- búa, og flokksþingið, sem kom saman í gær, mun leggja fram veigamikinn þátt í því efni- Þar hittast leiðtogar og baráttumenn. flokksins á hin- um ýmsu stöðum af landinu, og þaðan fer hver heim til sín til starfs og baráttu við hlið þúsunda samherja fyrir vexti og viðgangi Alþýðufllokksins og jafnaðarstefnunnar á ís- landú * Það var bjart yfir síðasta: flokksþingi Alþýðuilokksir.s. Alþingiskosningamar sumar- ið .1946 leiddu í Ijós á óyggj- andi hátt, að ha,nn var gróinn sára sinna eftir klofninginn fyrir tíu árum. .Alþýðuflokk- urinn var eini stjórnmála- flokkur lar.dsins, sem vann á við þær kosningar, — og það stórkosftlega. Aðstaða hans hafði verið erfið í kosninga- baráttunni, en hann sigraði á góðum málefnum sínum- Raddimar, sem spáðu homuri feigð, hafa ekld heyrzt siðan. Alþýðufliokkurinn fer nú í. fyrsta sinn með forustu í stjórn landsins, og a'Uir vita, jafnt fylgismenn hans og ardstæðingar, að hann á sér mikla framtíð á íslandi- En það er ekki síður bjart yfi.r hinu nýbyxjaða þingi Al- þýðuflokksins. í fyrrinótt urðu þau straumhvörf í ís- lenzkum stjórnmálum og ver k alýðfi málu m, að har.d- bendi kommúnista í fráfar- andi stjórn Alþýðusambands- íns kolféllu á Alþýðusam- bandsþingi. Stjórn lýðræðis- sí-rna undir fomstu Alþýðu- flokksmanna hefur aftur tek- ið við völdum í hei'ldarsam- tökum íslenzkrar alþýðu, og hinir kommúnistísku ævin- týramenn munu aldrei ejga þ ar pað afturkvæmt. Albýð u- flokkurinn hugsar sér að visu ekki að blanda sér í innri mál Alþýðusambandsins, og sú stefna hars var greinilega mörkuð, þegar fl.okkurinn og sam'bandið vor.u aðskilín. En hann veit, að sigur lýðræðis- ins í verkalýðshreyfir gunni er þátíur í starfi hans og vannst vegna þess, að flokk- urinn er aftur haill og aftur í sókn- Alþýðuflokkurinn mun leggja áherzlu á að efla og BORGARí skrifar mér á þessa Ieið am lögreglnna: „Ég var að Ieggja frá mér eitt dag- blaðanna í dag (17. nóv.), þar sem, í Ieiðara blaösins, er rætt um lögregluna í bænam. Er þarna margt vel sagt og vin- gjarnlega. Bent á þá siaðreynd, að einsíaíiir lögreglnþjónar séu ilía kynntir og illa íiðnir og það einkum meðal barna og ung- iinga, en þess afínr réttiiega getið, hversu mikið af hciðurs- mönnum og góðum drengjum sé ínnan lögreglunnar. NEFNÍR HÖFUNÐUR, dæmi frá veru sinni í New York, er sýnir, hve mjúkum höndum lög- regla þsss bæjar tekur á yfir- sjónum yngstu borgaranna. Datt mér þá í hug atvik, sem ég horfði á í Kaupmannahöfn, fyrir stríð. Snáði nokkur hafði brotið rúðu með bolta er hann var að leika sér að. Eigandinn að hús- inu, sem rúðan var í, hafði náð í hanölegg dxengsins og hélt hon- um rígföstum. Drehgurinn skalf og nötraði, bæði af hræðslu og gráti. Að vörmu spori bar þar að lögregluþjón, sem húseigandi hafði látið kalla á. Úr nokkurri fjarlægð skipaði lögregluþjónn- inn manninum að sleppa drengn um tafarlaust, hvað hann og gerði. NÚ SKYLDI MAÐUR hafa haldið, að strákur hefði notað íækifærið og tekið til fótanna og reynt að komast burtu. Ónei. hann hleypur beint í fang lög- regluþjónsins og stynur upp við hann: ,,Góði lögregluþjónn, hjálpið þér mér. Hann er búinn að meiða mig svo mikið í hand- leggnum.“ Lögregluþjnnninn klappar á kollinn á drengnum, talar róandi og sefandi við hann. Spyr hann að heiti og hvar hann eigi heima og svarar drengurinn því skilmerkilega. Kemur þá húseigandinn til sög- unnar. Krefst hann nokkurra króna fyrir rúðuna og að dreng- urinn fái hæfiiega refsingu. STEINPEGJANDI fer. lög- regluþjónninn niður í vasa sinn, fær manninum nokkrar krónur, tekur drenginn í fang sér og segir loks: ,Sjái á drengnum, þá fáið þér að greiða miklu meira en þetta í sektir. Svona, vinur minn, nú skulum við láta iækni líta á þig og svo komum við heirn til pabba og mömmu." NOKKUR ÁR LÍÐA. Ég er aftur hér heima í Reykjavík og á 6 ára gamlan strák. Einn góð an veðurdag sendi ég drenginn með borðlarnpa frá vinnustað mínum og heim til okkar. Á leið ínni hittir hann lögregluþjón, sem finnst það eitthvað ein- kennilegt að strákur skuli vera með slíkan hlut úti á götu. Spyr lögregluþjónninn með þjósti mikium, hvar hann hafi fengið lampann og svarar drengurinn sönnu tii um það. En þrátt fyrir það, að vinnustaður minn var aiveg í leiðinni niður á lögreglu stöð, þá dregur þessi laganna vörður drenginn hágrátandi og skjálfandi af hræðsiu, sem leið liggur á lögreglustöðina, en læt ur sér ekki detta í hug að líta imi til mín í leiðinni og spyrja, hvort drengurimi skýrði rétt frá eða ekki. ÉG KÆRÐI ÞETTA tiltæki lögregluþjónsins fyrir yforboð- urum hans, án þess þó að mér sé kunnugt um, hvort hann hafi látið sér segjast við þá áminn- ingu, sem hann hlýtur að hafa fengið hjá þeim fyrir tiltækið, en ennþá sltrýðist hann að minnsta kosti búningi lögreglu- þjóns, þegar hann má vera að því, að minnsta kosti, fyrir aukavinnu sinni sem leigubíl- stjóri. ENGINN SKILJI ORÐ MÍN svo, að g sé að áfellast lögregl- una sem slíka fyrir yfirsjón eins meðlima hennar, þvi ég þekki persónulega fjölda lög- regluþjóna, sem alltaf eru boðn ir og búnir til aðstoðar við borg arana og oft á tíðum leggja sig alla fram við að aðstoða og hjálpa þegar illa stendur á og sem eru stétt sinni til sóma og mikils virðingarauka. En hitt er svo annað mál, að mislukkuðum mannkertum eins og því, sem ég gat um hér að framan, ber auð- vitað að gefa lausn í náð frá störfum innan lögreglunnar, svo að þeim takist ekki að spilla á- liti lögreglunnar hjá borgurun- um og torveldi þá samvinnu. sem nauðsynleg er, á milli 1 þeirra og varða laganna. Því að við skulum muna það, að börn í dag eru borgarar á morgun og því ekki sama hvort börnin ala óslökkvandi hatur í garð lög- reglunnar í brjósti sér, eða hvort tekizt hefur samvinna eða jafnvel vinátta milli þeirra og hennar. I I ÞAÐ ER RÉTT, sem segir í jFrh. á 7. síðuú styrkja Alþýðusambandið og verða nú sem áður sverð og skjöldur alþýðusamtakanna í margþættri barátíu þeirra. 4: Alþýðuflokkurinn hugsar barátíufús og sigurviss tfl framtíðarinr ar. Nú eru þeir erfiðlejkar, sem háðu honum off síðasta áratuginn, ekki lengur fjötur um fót. Aiþýðu- flokkurinn mun því ókvíðinn leggja málefni sín undir dóm þjóðarjnnar, er til kosninga kemur, og heiita á hana að veita honum aukið brautar- gengi til að framkvæma stefnumál sín og hugsjóndr- Hann veit, að mádstaður hans er góður málstaður, og því fyrr, sem hann sigrar, því beira fyrir fólkið í landinm er með atkvæði sínu getar á einum degi tryggt fullnað- arsigur jafnaðarstefnunnar á íslandi. Alþýðublaðið býður full- trúa flokksfélaganna vel- komna á tuttugasta og fyrsta þing Alþýðuflokksins og ósk- ar þess, að störf þeirra megi verða sem gifturíkust fyrir flokkinn og íslenzku þjóðina í heild. LEBKFELAG REYKJAVÍKUR Girilna hiíSiS eftir Davíð Stefánsson í dag !ld. 3. Gaidra Ldftiir eftir Jóhann Sigurjónsson í kvöid kl. 8. Uppselt á báðar sýnámgarnar beldur fuird þriðjudaginn 23. nóv. 1948, í Breiðfirðinga búð, HdL 8,30. Fundarefni: 1. Skýxt frá stai’fi stjómarinnar. 2. Sigvaldi Thordarson, arkitekt, flytur erindi um (húsnæðismál. 3. Aknennar umræður. Stjómin. alsafrtððarfundur Dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður haldinn i Dómkirkjunni í dag, (sunnud. 21. nóv.) klukkan 17. SÖKNARNEFNDIN. Félags ísfenzkra myndlistarmanna opin daglega frá klukkan 11—22. Aðgangur 5 krónur. Ingólfscafé. í Alþýðuhúsinu í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5 í dag. — Gengið inn frá Hverfisgötu. — Sími 2826. 6 manna hljómsveit spilar. ÖLVUN BÖNNDÐ. Gegn gjaldeyris- og innflutningsleyfum útvegum vér eftirtaldar vörur frá Ítailíu: 1. Krossviður. 2. Húsgagnaspónn. 3. Húsgagnaplötiu'. 4. Veggplötur- 5- Parket-gólf. 6. Saumur. 7. Rafmagnsrör. 8. Fittings -galv. og svartur). 9. Blördunartæki, kranar, vatnslásar, botnventlar. 10- Hreiniætistæki, veggflísar. 11. Baðkör. 12. Marmari. 13. Þakskífa. 14. Tröppuhellur- 15- Olíubrennarar. 16. Pípur. Upplýsingar á sferifsttofu vorri, Hringbraut 121. JÓN LOFTSSON H/F. Símar 1291, 7536. Auglýsii í Alþýðublaðiuu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.