Alþýðublaðið - 24.12.1948, Síða 3
Föstudagur 24. des> 1948-
ALÞVöUBLAÐIÐ
9-
KÆRA ISLAND!
Um borð í „Esju“ á leið
frá Reykjavík til Glasgow,
Skotlandi, 9. sept. 1948.
Kæra ísland!
Var það af hryggð yfir að yf
irgefa hina einlægu gestrisni
þína, — var það af virðingu
fyrir þér og þjóð þinni eða að-
dáun á hinni óvenjulegu nátt-
úrufegurð sem ég reif mig upp
úr rúminu á „Esju“ til þess að
njóta síðustu landsýninnar til
Vestmannaeyja og kveðja ís-
land á þann hátt? Ég vissi það
varla, en ef til vill skýrist það
fyrir mér og þér, er ég skrifa
þetta bréf, hvernig viðhorf min
g'agnvart þessu norðlæga landi
hafa breytzt frá því ég lagði af
stað í ferð mína frá Glasgow 1.
séptember.
Hvers vegna langaði mig til
að koma til íslands? Á fyrstu
skólaárum mínum las ég af kost
gæfni um , land miðnætursól-
arinnar", og í ímyndun minni
varð það að ákvörðunarstað
ævintýralegrar ferðar, sem litl-
ar líkur voru á að ég mundi
nokkru sinni fara. Þá var það
að lítil auglýsing — auglýsing,
sem var alltof lítil — bauð mér
að eyða sumarleyfi mínu í
landi andstæðnanna, og í aug-
lýsingunni var orðið ,.lúxus“. í
Bretlandi hafa skortur og höft
valdið því. að þetta orð er á
sorglegan hátt að gleymast, og
er nú aðallega notað um ágæti
liðinna tíma, eða verzlunarvöru,
sem aðeins fæst í öðrum lönd-
um. Orðið ,,lúxus“ getur því
orðið til þess, að margir freist-
ast til að leggja upp í ferðalög
sem þeir hefðu aldrei hugsað
um að .öðrum kosti. Ég ákvað
því að fara síðustu ferð sum-
arsins með ,,Esju“, þótt mér
þætti hún dýr, njóta ,,lúxus“
skipsins og héilsa upp á landið.
sem mig hafði í æsku díeymt
um að heimsækja.
Það var marglit hjörð, sem
sat í klefa útlendingaeftirlits-
ins á bryggjunni í Glasgow.
Jafnóðum og fólkinu fjölgaði í
herberginu, sem einna helzt
minnti á biðstofu í fangelsi,
óskaði ég mér þess, að ég hefði
heldur ferðazt flugleiðis, þar
sem umhverfið er skemmti-
legra. Ég geri ráð fyrir að þess-
ar hugsanir mínar hafi speglazt
í svip mínum, og ég hafi því
ekki verið glaðlegri í augum
samferðamanna minna en þeir
voru í mínum augum.
Þegar við stigum um borð í
,,Esju“. reyndist hún vera snot-
urt skip, þótt lítið væri, og við
skoðuðum af miklum áhuga
þetta fley, sem átti að vera
heimili okkar í tíu daga. Við
drógum ekki dul á það, að við
uröum fyrir vo.nbrigðum með
það. hversu litlir klefarnir á
skipinu voru. Það fannst okkur
þó bót í máli, er. okkur var
sagt, að við yrðum aðeins tvö í
hverjum, þótt þeir væru ætlað-
ir fjórum. Reyndist þetta hin
viturlegasta ráðstöfun, þegar
fram liðu stundir, því að oft
vildi fara svo, þegar tvær per-
sónur (sem ekki þurftu að vera
þrekvaxnar) reyndu að klæða
sig í flýti til að missa eþki af
máltíð, að þær lentu hvor í
fanginu á annarri. Ekki bætti
það úr skák að lítið var um
skápa í klefunum. Og hvar
voru handkiæðin, sem okkur
fannst við geta vænzt, þar sem
,,lúxus“ var auglýstur? Aðsins
lítil handþurrka, og hvar var
svo baðið? Þessir ,,erfiðleikar“
bættust við drungann á bryggj-
unni, og við reyndum að kæfa
fyrstu vonbrigðin.
Þegar við höfðum veifað í
kveðjuskyni til nokkurra emb-
ættismanna, sem stóðu á bryggj
unni, byrjuðum við fyrir al-
vöru að líta í kringum okkur. ,
Ég tók í hendina á kaþólskum
presti fró Toronto í Kanada,
rabbaði við mann frá Suður-
Afríku og konu frá Ástralíu,'
auk allra Englendinganna og
Skotanna. Við vorurn ókunnug
í fyrstu en kynntumst fljótt og
mynduðum samstilltan hóp,
minnsta hópinn, sem ,,Esja“
flutti þetta sumar.
Við kvöldverðarborðið hne'igð
um við okkur fyrst hvert fyrir
öður ,og tókumst í hendur, og
þá kynntumst við fyrstu íslend-
ingunum. Við ferðalangarnir
höfð'um að sjálfsögðu margt
sameiginlegt, þótt sumir okkar
kæmu frá fjarlægum hlutum
heimsveldisins, en íslendingarn-
ir virtust kuldalegir og ekki
hátt úr hrifningu okkar yfir
því, sem við áttum síðar eftir að
sjá og heyra. Það er nefnilega
varla hægt að kalla það „lúx-
us“, þegar hringt er bjöllu. en
enginn svarar, eða herbergis-
þerna skilur ekki svo mikið í
ensku, að hún hafi hugmynd um
hvað gestirnir eru að biðja um,
og er svo súr á svip í þokkabót,
Þetta fannst okkur að mætti
lagfæra, þótt það skemmdi ekki
fyrir okkur ánægju ferðarinnar.
Á fimmtudag vorum við
komin út á opið haf, og sjóveik-
in kom til skjalanna og all-
margir lögðust í rúmið. Varð
borðsalurinn heldur fáskipaður.
En þeir, sem voru á fótum,
gátu notið himinblámans og sól
skinsins og horft á dimmblátt út
hafið, Ég nauf hins fullkomna
áhyggjuleysis, sem fæst aðeins
með því að segja algerlega skil-
ið við dagleg störf, skemmti mér
höfðinglega og innan skamms
varð „Esja“ ekki aðeins heimili
okkar. heldur fannst okkur hún
bara þægileg.
V (b
Ensk ferðakona, er kom með Esjn
til íslands í sumar, skrifar hér
ferðasögu sína í sendibréfsformL
kost og löst á
Hún segir ófeimin
landinu, eins
og
hin skemmtilega
frásögn hennar
synir
hezt.
mm
Esja flutti marga ferðamannahópa í sumar
sækjast eftir þeirri vináttu, sem
við bárum fyrirfram í brjósti
til þeirra og lands þeirra. Við
nánari kynni reyndist þetta þó
vera feimni og einlæg ósk um
að vera okkur ekki til ama. Við
höfðum ekki siglt lengi, er við
kynntumst þeim betur, og þeir
reyndust bæði vingjarnlegir og
kátir, háðfuglar sumir hverjir
og vel gefnir, eins og bezt kom
fram i því, hversu vel þeir töl-
uðu mál okkar. Þeir voru fúsir
að benda okkur á staði á kort-
um og sýna okkur margt, sem
við annars hefðum misst af.
Þeir reyndust góðir félagar, og
ég vona, að þeir hafi notið sömu
vináttu í Bretlandi og þeir
sýndu okkur.
Þegar við komumst að því, að
fimm máltíðir voru á stunda-
töflunni á degi hverjum, varð
forvitni okkar um íslenzkt mat-
aræði ekki lítil. Maturinn reynd
ist vera ágætur, en því miður
voru diskarnir kaldir, og áður
en við gátum neytt matarins.
var hann- einnig orðinn kaldur.
Þannig var þetta alla ferðina á
skipinu og við komumst að
þeirri niourstöðu, að íslending-
ar hlytu að vilja heldur kaldan
mat en heitan. Við urðum feg-
in því síðar, er til íslands kom,
að komast að raun um, að svo
er ekki. ■
Ef ég' er orðin of umkvörtun-
arsöm, þá verð ég að minna á,
að „lúxus“ var það orð auglýs-
ingarinnar, sem 'við dæmdum
mest eftir. Þótt þetta reyndist
varla svo, þá dró það á engan
Þeir farþeganna, sem enn
svöruðu kalli máltíðabjöllunnar,
urðu brátt hinir mestu mátar.
Sem betur fer voru enn á fótum
fulltrúar beggja þjóða, en ein-
mitt það gerði ferðina svo at-
hyglisverða frá byrjun. Það er
ótrúlegt, hversu fljótt tuttugu
og fjórar stundir líða í iðjuleys-
inu, þsgar félagar eru skemmti-
legir og umhverfið ánægjulegt.
Árla morguns á laugardag
höfðum við landsýn í Vest-
mannaeyjum. Ég var nógu
snemma á fótum til þess að sjá
morgunroðann og þessa óvénju-
legu sjón. Og mér. þótti enn
meira til þess koma. er íslend-
ingur einn sagði mér, að hann
hefði aldrei séð fyrstu landsýn
svo fagra, og -hafði hann þó
ferðazt þessa leið oft og mögrum
sinnum. Eftirvæntingin var mik
il allan laugardaginn,' en fleiri
og fleiri farþegar skriðu upp úr
sjúkrarúmum sínum, svo að við
fehgum æ fleiri kunnuga ís-
lendinga til að skýra fyrir okk-
ur allt, sem fyrir áugun bar. og
segja okkur frá landinu, ssm
jseir voru svo stoltir af, og það
ekki að ástæðulaúsu.
Við sáum Reykjavík ssinni
hluta dags, og kom það mér á
óvart að sjá fyrir mér svo lág-
reista bor'g, sém helzt minnti
mig á kvikmyndir frá sléttum
Ameríku. Það hefði ekki komið
mér á óvart, þótt kúreki hefði
þeyst á gæðingi niður á bryggj
una, mér hefði fundizt það
samræmi við fyrsta svipinn af
borginni. En þarna var einnig
Esjan, þetta virðulega fjall, sem
skipið okkar hafði verið skírt
eftir. Hún stóð á v-srði yfir ís-
lenzku höfuðborginni og' lofaði
fögrum myndum.
Við vorum flutt úr Esju í
veitingahús í borginni, þar sem
við fengum kvöldverð og Ijúf-
fengar, íslenzkar pönnukökur
með rjóma og ávaxtamauki, te
með sítrónu og kaffi með ný-
mjólk. Nýmjólkin var hreinasta
góðgæti eftir niðursoðnu mjólk-
ina, sem nota verður á skipinu,
og við létum fara vel um okkur
•sftir kræsingaraar, meðan við
fengum fyrstu kynni okkar af
íslandi á kvikmyndatjaldi. Kvik
myndirnar af landslagi og þjóð-
f lífi á íslandi voru stórkostlega
fagrar, — fegurri en nokkuð
það, sem við höfðum látið okk-
ur dreyma um — en, vel á
minnzt, myndirnar stóðu samt
raunveruleikanum að baki, þeg-
ar við byrjuðum sjálf að ferðast
um landið. Á leiðinni til skips-
ins sáum við uppljómaðar verzl
anir og kom vatn í munninn á
okkur, er við hugsuðum til dag
anna, sem við áttum framundan.
Við skoðuðum sundhöllina,
söfnin og alþingi, og sáum
hvarvetna athyglisverða hluti,
áður en við lögðum af stað til
Þingvalla í bifreiðum næsta dag.
Þingvellir voru stórbrotinn stað
ur, þar sem við hlustuðum á
fylgdarmenn okkar lýsa elzta
þingi í heiminum og stjórn-
. skjrpulagi því, sem á alþingi
hyggðist á löngu liðinni öld,
þegar lítið var um lög og reglu
í heiminum. Við sáum fyrir okk
ur fylkingar glæsilegra manna,
sem höfðu alið þessa íslenzku
þjóð, er sýndi framtak og ást á
frjálsri hugsun. Og við gátum
■ekki annað en harmað það, að
land þeirra skyldi ekki hafa
verið nær hinurn róstusama
heimi okkar, þar sem jafnvægi
þeirra hefði getað leitt svo
margt gott af sér.
Hér sáum víð einnig kristal-
tært, djúpt vatnið í hraungján
um og köstuðum peningum í
þær með óskum, sem við geym-
um í innstu hugarfylgsnum okk
ar. Ég var svo hrifin af þessum
stað, að ég mátti til með að
segja félögum mínum, hversu
mig langaði til að koma aftur
til íslands, svo að ég gætí síað-
næmzt dálítið lengur við hverxx
stað.
Mánudagurinn var hinn stórí
dagur á ferðaáætlun okkar. Við
lögðum af stað snemma morg-
uns í vögnum, sem hossuðust á
hraungrýtisvegum. Þegar ví8T
sáum í fyrsta sinn gróður á
mörg þúsund ára gömlum
hraunum, var einni af ráðgát-
um okkar svarað. Og svo kom-
Um við áð Gullfossi. þar sem
vatnið fossar á svo tignarlegan
og hrikalegan hátt, að því fa?r
enginn ferðapistill lýst. V-ð
stóðum þarna eins og örlítil peð-
á risavöxnu skákborði, yfirhrif-
in af stórfengleik, og ég kenndi
í brjósti um önnur lönd, þe.r
sem slík undur eru aðeins til i
ævintýrum.
Iládegisverðurinn liafði ver.'ð
fluttur með okkur, en fáir höfðu
nógu mikinn áhuga á mat til
þess að sleppa nokkurri mínútu
við þetta undrafljót. En það var
ekki hægt að stöðva klukkuna,
og við héldum áfram til Geysis,
og meðan við g'æddum okkur á
myndarlegri máltið, fékk hver-
inn sinn skammt af sápu. En
lrann var hinn rólegasti og lét
bíða eftir sér tvo tínia. Okkur
varð biðin samt ekki leið, því
að nóg var að gera við að skoða
litlu hverina, sem áttu skibð
sinn hlut af forundrun okkar.
Við áttum engin orð til að lýsa
litskrúði þeirra.
Loks dundi í Geysi eins og
matháki eftir mikla máltíð, cg
vatnið tók að spýtast upp úr
skálinni, en við hlupum sem
óðast frá og út af hættusvæo-
inu. Það getur verið að íslend-
ingunum hafi þótt miðúr, f ð
hann ekki gaus eins hátt og
stundum endranær, en fyrir
okkur var þessi nýstárlega sjc-n
hápunktur furðuverkanna. Við
fengumst ekki til að fara, fyrr
en guðinn sjálfur hafði sann-
fært okkur um það, að hamv
hefði skriðið inn í hverholuna
til þess að hvíla sig og safna
kröftum fyrir næsta gos.
Það getur svo farið, að eg
ferðist víða um heim og sjai
mörg náttúruundur, en ég á
ekki von á því, að ég mum
Framhald á 6. síðu.
Ferðafólk
Þingvöllum.