Alþýðublaðið - 16.01.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.01.1949, Blaðsíða 1
Peiping, næsta takmark kommúnista í Kína. Eftir fall Tientsin í gær, er Peiping eina stórbcrgin í Norður-Kína, sem her Nankingstjórn- arinnar hefur á vald'i sínu, en hún er þegar innilokuð af hersveitum kommúnista,. og er búizt við árás þeirra á borgina þá og þegar. Peiping, gamla keisaraborgin, eða Peking, eins. og hún 'hét þá, er skrautleg borg og eru fyrir henni mörg borgarhlið. Myndin er af einu. Tienfsin a valdi koirnnúnisfa Nankingsíjórnin og stjórn Kuom- intangs ræðir nú friðarskilmálana VARNARHERINN í TIENTSIN gafst upp fyrir liðssveitum kommúnista í dögum í gærmorgun, og höfðu kommúnistar lokið hernámi borgarinnar í gær og jafnframt byrjað sókn til hafnarborgar hennar, Tangku. Hafði umsátur kommúnista um Tientsin stað ið yfir í margar vikur og borgin orðið fyrir miklum skemmdum af látlausri stórskotahríð umsáturshers- ins. Nankingstjórnin og flokksstjórn Kuomintangs ræddi í gær friðarskihnála Mao Tsetung, leiðtoga kommúnista, en eitt meginatblði þeirra er, að Chiang Kai-Shek og ýmslr ráð herrar hans verði framseldir kommúnistum og refsað sem stríðsglæpamönnum. gefa tryggt frfö á Jövu ogSumöfru. HOLLENZKA STJÓRNIN mótmælti opinberlega í gær skýrslu sáttanefndar samein- uðu þjóðanna imi ástandið á Jövu, en þar er því haldið fram, að mnfangsmiklar ó- spektir og margvísleg hermd- arverk skæruliða eigi sér stað á Jövu og Sumötru og að Hol- lenámgar séu of liðfáir þar austur frá til að lialda uppi röð og reglu og tryggja full- kominn frið. Segir hollenzka stjómin, að nokkuð beri að vísu á óspekt- um skæruliða í vissum lands h'lutum á J.övu og Sumötru, en umsögn sáttanefndarkmar um þetta atriði sé mjög orð um aukin, enda hafi hún alls ekki kynnt sér af eigin raun ástandið á þessum stöðum. Þrír mienn úr sáttanefnd sameinuðu þjóðanna hafa haft tal af Múhammed Hatta, forsætisráðherra indónesíska lýðve'ldisins, >en hanni er fangi Hollendinga. Þeir hafa neitað að igefa nokkrar. upplýsingar um viðræðumar við Mú- hammed Hatta fyrr en örygg isráðið hafl fengið skýrslu um þær. Eftir fall Tientsin er Peip- ing eina stórborgin í Norður Kína, sem hersveitir Nanking stjórnarinnar hafa enn á valdi sínu. Tientsin er stærsta iðn aðar- og verzlunarborg Norð- ur-Kína, og eru íbúar hennar um tvær milljónir, en að imd anfömu hefur flóttafólk víðs vegar að úr Norður-Kína flykkzt þangað. Miklir eldar loguðu hvarvetna í borginni, þegar stjómarherinn gafst upp, og mjög hafði sorfið að borgai'búum, þar eð matar- birgðir vom nær til þurrðar gegnar og borgin vatnslaus og rafmagnsiaus. Fréttir í gærkvöldi greindu frá því, að sókn kommúnista til hafnarborgarinnar Tangku hefði hafizt strax eftir upp- gjöf Tientsin, en landssvæðið milli borganna var áður að miklu leyti á valdi hersveita kommúnista. FRIÐARSKILMÁLARNIR Nankingstjórnin og flokks- stjórn Kuomintangs ræddi á sameiginlegum fundi í gær friðarskilmála Mao Tsetung, leiðtoga kommúnista, en þeir voru birtir i útvarpi kínversku kommúnistanna í fyrradag'. Eru meginatriði friðarskil- málanna þau, að kommúnist- um verði framseldir sem stríðs glæpamenn ýmsir helztu leið togai' Nankingstjómarmnar, þar á meðal Chiang Kai-Shek, forseti hennar, núverandi Frh. á 8. síðu- Blóðug viðureign Svertingja og Indverja í Durban í Suður Afríku Stjórnartilkynning segir, að hundrað hafi faiiið en þúsu.nd særzt. -------«.----- BLÓÐUGAR ÓEIRÐIR hafa orðið milli Svertingja og Indv'erja í borginni Durban í Suður-Afríku, og taldi stjórn landsins í t lkynningu í gær, að hundrað manns hefði fallið og þúsund særzt í þeirri viðureign. Samkvæmt öðrnm frétt- um er þó talið, að mannfaH.ð í viðureign þessari liafi verið mun meira og að tala þeirra, sem létu Iífið, nemi allt að finun hundruðum. Óeirðirnar í Durban héldu áfram í gær eftir að tilkynn- ing stjórnar landsins um at- burðina þar hafði verið birt. Var liðsauki hers og lögreglu sendur þangað’ á vettvang, og varð herinn og lögreglan að beita byssustingjum í viður- eign sinni við óeirðaseggina. Upphaf atburða þessara í Durban var það, að sá orðróm ur barst um borgina, að Ind verji hefði orðið Svertingja- dreng að bana, en fregn þessi hafði þau áhrif, að allt fór í bál og brani milli Svertingja og Indverja í borginni. Síðar kom þó í ljós, að orðrómur þ>essi hafði ekki við rök að styðjast, þar eð Svertingja- drengurinn, sem fullyrt var, að látið hefði lífið, hafði að- eins hlotið smávægilegan á- verka. Mikið hatur ríkir milli Svertingj a og Indverja í Durban, og er talið að 40% borgarbúa standi á mjög lágu menningarstigi, enda eigi þeir við1 mjög illt viðurværi að búa, gangi hálfnaktir og hafi naum ast þak yfir höfuðið. Stjórn Suður-Afríku hefur tilkynnt, að hún muni einskis láta ó- freistað til að koma á röð og reglu í Durban og fyrirbyggja slíka atburði þar í framtíð- inni. ♦-------------------------■ Þrír fundir í dag um Norður-áilants- hafsbandalagið. ÞRÍR FUNDIR verða haldnir 1 Reykjavík, og verður á þeim. öllum rætt um afstöðu íslands til Atlantshafsbandalagsins. — Þjóðvarnarfélagið boðar tii tveggja fundanna, í Mjólkur- stöðinni o.g Listamannaskálan- um; en briðji fundurinn, sem verður haldinn í Austurbæjar- bíói, er á vegum séra í’éturs Magnússonar í Vallarnesi, og mun hann ræða málið frá öðru sjónarmiði en ræðumenn á fundum Þjóðvarnarfélagsins. Réttarhöldin yfir Mindszenly ekki fyrir opnum f jöldum Fréttaritari BBC fær ekki að fyigjast með þeim. Gríska stjómin baðsl iausnar í gær. THEMISTOVLES SOPHOULIS foi-sætisráðherra Grikkja, baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt, en Páll konungur fól stjórninni -að fara áfram með völd, þar til ný stjórn yrði mynduð. Áður hafði George Papan- dreou, leiðtogi jafnaðarmanna, lýst yfir því, að tilraunir til myndunar nýrrar fjögurra flokka stjórnar hefðu farið út um þúfur, en að undanförnu höfðu staðið yfir samningatil- raunir um myndun slíkrar stjórnar milli Sophoulis,leiðtoga frjálslynda flokksins, Tsaldaris, leiðtoga konungssinna, og Pa. pandreou. STJORNIN 1 BÚDAPEST hefur neitað fréttaritara brezka útvarpsins í Ungverja landi, Patrick Smith, um leyfi til að vera viðstaddan réttar höldin yfir Mindszenty kardí nála, sem hefjast í næsta mánuði. Engin skýring var gefin á því, hversvegna ungverska stjórnin neitaði hinum brezka fréttaritara um leyfi til að fylgjast með réttarhöldunum yfir þessum æðsta manni ung versku 'kirkjunnar, sem komm únistar hafa ofsótt lengi en nú varpað í fangelsi og borið h’inum furðulegustu sökum. Brezka útvarpið sagði í gærkvöldi, að það talaði sínu máli, að íungverska stjórnin vildi ekki láta réttai-höldin yf ir Mindszenty kardínála fara fram fyrir opnum tjöldum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.