Alþýðublaðið - 22.01.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.01.1949, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 22. janúar 1949 Útgefandi: Alþýðuflokknriim. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. FÍréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. ' Auglýsingar: Emilía Möiler. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. i Aðsetur: Alþýðubúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Útvarpið 00 áróður kommúnista ÖLLUM er enn í fersku minni, hvernig rí'kisútvarpið var misnotað fyrir rúmlega tveimur árum, er verið var að ræða Keflavíkursamninginn og Bi-ynjóifur Bjarnason var útvarpsmáiaráðherra. Hvaðan- æ-va bárust þá ti2 útvarpsins „samlþykkrtir14, sem kommún- istar létu gera, sumpart á fimdurn, en sumpart ekki nema af tveimur eða þremur mönnum í einhverri félags- stjóm; og voru slíkar sam- þykktir kaliaðar „mótmæli þjÓðarinmar“ gegn Keflavík- ursamningnum. Allar voru þessar „samþykktir" birtar af hiýðnum undirmönnum hins kommúnistíska útvarpsmála- ráðherra; enda barst að minnsta kosti einu1 sinni hreint og beint valdboð hans um að misnota útvarpið, eins og kommúnistar viklu', fyrir þann áróður, þegar boðað var í út\mrpinu tii ólöglegs aiis- h erj ar verkfails gegn alþingi og rfkisstjóm vegna Keflavík ursamningsins. 'SIikum sælutímum hafa kommúnistar hér á landi að vonum ekki getað gleymt. Þeim þykir það hart að geta ekki misnotað útvai-pið nú á sama hátt og þeir gerðu þá. Og 'það er þetta, sem veldur því æðiskasti, sem Þjóðviljinn fékk í fyrradag út af því, að núverandi útvarpsráð neitaði að láta misnota útvarpið til svipaðrar herferðar af hálfu kommúndsta. * Það hefur heyrzt, að Is- landi muni verða boðin þátt- taka í fyrirhuguðu varnar- bandaia,gi lýðræðisrikjanna við Norður-Atlantshaf. Það boð er þó iekki komið enn, og enginn veit, 'hvaða skyldur og hvaða öryggi það kynni að hafa fyrir Island. En komm- únistar þurfa ekki að bíða upplýsinga né kynna sér málavexti. Rússiand er á móti öllum vamarsamtökum ]ýð- ræðisþjóðanna; osr 'bví ibafa þejr fyrir löngu hafið herferð, með hjálp nokkurra „nyt- samra sakleysingja“, gegn þeirri hugsun, að. ísland reyni að tryggja öryggi sitt með samvinnu við hinar vestrænu þjóðir. I þessari herferð hins rúss- neska útibús hér á landi er en'gi’a bragða svifizt. En alveg sérstaklega er lögð áherzla á það að koma hinum kommún- istíska og rússneska áróðri í þessu máli inn í útvarpið, þar sem hann nær til tugþúsunda matma og kvenna í landinu. Skipting rafmagnsins milli bæjarhluta mælist vel fyrir. — Orðsending til rafveitunnar. — Á að hækka hitaveitugjaldið? — Útsvör sjómanna og útvegsmenn. ÉG VERÐ að Iáta ánægju mína í ljós með þá aðferð raf- magnsveitunnar að skipta raf- magninu milli bæjarhverfanna þegar bilanir verða svo, að full ur skammtur næst ekki. Þetta hefur gefizt vel undanfarna daga — og hefur ástandið verið ólíkt betra en það var á hinu illræmda „ísnálatímabili“ hérna um árið. Þá var víða rafmagn, sem ekkert rafmagn var. AÐEINS VIL ÉG beina því til rafveitunnar, hvort ekki er hægt að vara fólk nokkuð áður en rafmagnið er tekið af hverf um þess. Ég veit ekki hvort þetta er hægt af tæknilegum á- stæðum, en ef það er hægt þá væri það mikil bót. Ég á við það að ,,blikkað“ sé með ljósin ' 5 mínútum áður en rafmagnið er tekið alveg af. Með því gæf 1 izt fólki t. d. tækifæri til að kveiKja ljós við birtu. — Ef raf. | magnið bilar oftar í vetur, vona ég að þetta verði gert. ÞAÐ ER VERIÐ að tala um að hækka hitaveitugjaldið — og láta það fylgja kolaverði. Þetta er fráleitt. Á síðasta ári varð reksturshagnaður hitaveitunn- j ar 1.5 milljónir. Það sýnir að hitaveitugjaldið er alveg nógu hátt. Það nær ekk^nokkurri átt j að láta eina kynslóð borga stofn, kostnað hitaveitunnar. Það hef ( ur aldrei verið ætlunín. KJÓSANDI SKRIFAR: „Ég hef hitt sjómenn, sem hafa sagt mér, að lögtaksmenn bæjarins hafi komið heim til þeirra, til að taka lögtaki hjá þeim fyrir ógreiddum útsvörum. Sjómenn þessir hafa haft í höndunum kvittanir, þar sem útvegsmenn hafa haldið eftir af kaupi þeirra upp í skatta, en þeir fínu herr- ar, útvegsmennirnir, hafa bara látið undir höfuð leggjast, að koma þessum greiðslum á rétt- an stað, sennilega af því að starfsgrundvöllurinn hefur ekki verið nógu góður. SEGÐU MÉR NÚ, Hannes minn. Er þetta ósaknæmt? Ég ! meina, varðar þetta ekki við lög? Ekki eiga útvegsmennirn, ir eða atvinnurekendurnir þessa peninga, og þó þeir séu í fjárþröng skilst mér, að það sé engin afsökun fyrir þá. Ég býst við, að hvorki þú eða ég gætum sloppið með, að taka svona annarra manna peninga, og ætla þá okkur til framfær- is, enda þótt við bærum fram, að við hefðum þurft á pening- unum að halda, eða gætum ekki greitt þá, værum búnir að eyða þeim! ANNARS FINNST MÖRG- UM þetta framferði útvegs- manna margra hverra, einkum þeirra, sem hæst gala, vera næsta kynlegt. Þeir fengu óá- reittir að raka saman fé á stríðs árunum, en strax þegar fór að harðna í ári heimta þeir upp- gjöf á skuldum og ábyrgð á öll um rekstri af ríkinu. Ekkert eft irlit er haft með því, hvað verð ur af tekjunum hjá þeim, þeir geta keypt lúxusvillur og allt sem nöfnum tjáir að nefna lúx usbíla á svörtum markaði fyrir marga tugi þúsunda króna, spóka sig í þeim hér um göt. urnar, meðan þeir bíða eftir Hvalfjarðarsíldinni. Allt í lagi! Ríkið borgar! EN HVER Á í RAUN OG VERU mikið af þessum nýju bátum og skipum? Er það ekki bankarnir með bak ábyrgðum ríkis og bæja, hinir svokölluðu eigendur hafa í sumum tilfell- um ekkert lagt til þeirra annað en naínið tómt. Hinir svoköll- uðu eigendur hafa því engu að tapa, en allt að vinna, almenn. ingur má borga hallann, en ef um gróða er að ræða þá hirða ,,eigendurnir“ hann. ÉG ER f RAUN OG VERU á móti hreinum ríkisreksti, en hann er þó betri en svona hálf. gildings ríkisrekstur, hann er ó þolandi. Ef hinir raunverulegu eigendur bátanna, þar meina ég þá, sem hafa lagt út féð fyrir þeim eða bera ábyrgð á rekstri þeirra, eiga að halda áfram að greiða töpin, þó finnst mér sjálfsagt, að þeir tækju bátana og geri þá út með fullri spar. pemi og hagsýni ekki með 1—2 framkvæmdastjóra á hvern bát kopp eins og nú er, það sýnir reynsla undanfarinna ára, að ekki getur þrifizt, alltaf er tap FLUGVALLARHÓTELBE). Dansleikur í kvöld kl. 9. Ölvun stranglega bönnuf Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. Bílar frá Ferða- skrifstofunni kl. 9—10 og.ll. Bílar á staðnum eftir dansleikinn. Flugvallarhótelið. I opnum nýlízku Ijósmyndasiofu í AðalsfræH 2 (Ingólfs Apóteki uppi). Sími 3890. ERNA THEODÓRSDÓTTIR EIRÍKUR HAGAN Vegna fjölda áskorana endurtekur Séra Pétur Magnússon frá Vallanesi erindi sitt um í Austurbæjarbíó á morgun klukkan IV2 e. h. Aðgöngumiðar seldir í Bókabúð Lárusar Blöndal, Eymundsson og við innganginn (suðvesturdyr). Kaupum tuskur. ÁSþýðuprenismiðjan h.f. á útgerðinn hvað sem þessi bát- ar fiska mikið“. ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI að mikil brögð séu að því, að útvegsmenn taki þannig traustataki fé sjó- manna, þó að dæmi kunni a3 vera til um það. Enda bera at- vinnurekendur ábyrgð á útsvör um starfsfólks síns. Hannes á horninu. Þannig var Sigurbjörn Ein- ansson dósent, sem 'kommún- istar telja eitt af beztu hald- reipum sínum í þessu máli, látinn nota sér það, að útvarp- ið sýndl stúdentum þann sóma að útvarpa hátíð þeirra fyrsta desember, til þess að ráðast í langri ræðu fyrirfram á þá hugsun, að til mála gæti komið, að ísland reyndi að tryggja öryggi sitt með sam- vinnu við hinar vestrænui lýð- ræðis- og nágrannaþjóðir. Hér skal ;ekki -fai-ið neinum frekari orðum imi’ þá ótrúlegu vöntun á háttvísi, sem Sigur- björn Einarsson dósent sýndi, mörgum mjög á óvart, með því að hefja deiiur í ríkisút- varpinu um þetta mái við þetta tækifæri. En staðreynd er, að 'kommúnistar hafa síð- an reynt með öilum ráðum að troða hinum rússneska á-. róðri gegn Norður-Atlantshafs bandalagi lýðræðisþjóðanna inn í ríkisútvarpið, á svipaðan hátt og áróðri sínum gegn Keflavíkursamni ngnum fyrir rúmum tveimur árum. Hafa þeir í þessu1 skyni sett sam- þykktavél sína 1 gang, með hjálp hins svokaliaða Þjóð- vamafélags, sem er nýjasta tegundin af styrktarfélö.gum eða „fálmurum“ kommúnista- flo'kksms, og heimta, í skjóli þess, full afnot af ríkisútvarp- inu fyrir áróður sinn. * Það er augljóst mál af opin- mælgi Þjóðviljans í fyrradag, að kommúnistar eiga vissa stuðningsmenn í þessari her- ferð við útvarpið. En útvarps- ráðið er þeim bersýmlega ekki eins leiðitamt og þeir óska. Það hefur nú, að því er upp- lýst er, tekið í taumana og neitað því, að útvarpíð yerði misnotað til þess að rugla þjóðina fyrirfram u-m mál, sem enginn veit enn, hvernig vaxið er, eins og það var mis- notað af hálfu fcommúnista fyrir rúmum tveimur árum. Það er yfirleitt ósiður, sem ber að vara við, sterklega, að vera með áróður og illdeilur í útvai-pi um utanríkismál þjóð- arinnar, og þess munui engin dæmi, að slíkt og þvílíkt sé látið viðgangast í útvarpi hjá gagnmenntuðum nágranna- þjóðum okkar. En það er ekki ótrúlegt, að alþingi muni, á. sínum tíma, ræða afstöðu ís- lands til Atlantshafsbanda- lagsins fyrir opnum dyrum og með aðstoð útvarpsins, svo að öU þjóðin megi heyra rök og gagnrök. Þá igeta kommúnist- ar og fylgdarsveinar þeirra komið að sínum áróðri. En það er ekkert hlutleysí af hálfu útvai-ps'ins í þvi, að láta þeian haldast uppi að nota. það til birtingar einhliða áróðurs sins', s'em, eins og þegar hefur verið sagt, styðst þar að auki ekki við neina virkilega vit- neskju um það mál, sem unr er að ræða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.