Alþýðublaðið - 22.01.1949, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 22. janúar 1949
HVÍTA HLJÓMKVIÐAN
Tónar hennar
eru þöglir,
svífandi,
hreinir,
segulkaldir
stakkatstónar
Sem þéttast
smátt og smátt
í synkopisku
falli
unz þeir hjúpa
tónstríðan. haus
borgarinnar
í hlutlausan
hjúp
hinar hvítu hljómkviðu . . .
Og síðskálmaðar
þykksólaklossur
þramma framhjá
glugga mínum
með munnherpur
og málaðar varir. . .
Leifur Leirs.
ÚR GÖMLUM ANNÁL.
(Brot)
.... reiddust skipparar mjög
háðuglegheitaorðum hans og
spotti, en þó sér í lagi Reiðarar.
Sendi Reiðaralagið 'hraðboð á
hans fund, hver fór á segli einu,
miklu og bar á eitt kefli ritað
klásúlu eftirfarandi, en sá er á
reist keflið fékk þá nafnbót, að
eftir það kallaðist hann Kefl-
víkingur til aðgreinslu frá vík-
ingum öðrum svo og heiðvirðum
skippurum. Klásúlan er svo
rakin!
„Þar eð yðar velgöfgi hefur
ætíð gert sér far um að ábbast
upp á oss og tilreiða oss margs
kyns háðung, item svívirðu,
hvar í falið um oss upp að leggja
kjaftasögur, er hermi býlífi
vort, hvert í rauninni ekkert er,
hirðuleysi vort, hvert er enn
minna, svo og tilstyrk þess opin
bera, sem oss er sýndur, hvað
er miklu minnst, skipum Vér
yðar velgöfgi hér með að
mæta á leynifundi í vorri clícu,
hvar þér skuluð fyrst píndir til
þess að éta ofan í yðar viðbits-
laúst, eða þá í hæsta máta með
vondu smjörlíki, — allar yðar
áðurnefndar getsakir, og skal yð
ur þá ekki neitt til drykkjar bor
ið ef þér af ælið; þvínæst skul-
uð þér á linklæðum einum með
þeirri nírófuðu kisu einn dans
stíga og þarnæst skuluð þér
kjöldrátt þola, en þar eftir bæði
húðlát og höfuðlát, (hvar við
þér fríkka mundu), — en síðan
fyrir hlunn allrar vorrar út.
gerðir notaður, og verði eitt
hvað þá eftir af yður, skuluð
þér notaður í beitu fyrir há-
merar, skelliskötur og aðrar
djúpsins ókindur . . . svo að
þegar þér eruð allur, megi allir
vald vort vita, dýrð vora muna
og verðleika vel að lofsyngja,
en til annars enginn þori“.
Hitti hraðboðinn liann hvergi,
sögðu skipparar hann dyljast í
betlibúningi í gleðisölum, hvar
þeir sjálfir aldrei kvámu; gerðu
að þessu gis mikið og flimtan og
kváðu þar með allir sakir af sér
með jarteinum sannaðar; var
allt þetta lygi þeirra, en hitt
vissu þeir eigi, að þá sat hann
á fundi með seiðkörlum römm-
um að hvers kyns konstum og
yfirnáttúrlegum tilfæringum;
var tilnefndur sá þeirra evartast
ur á kunnáttunni Jón reykvík-
ingur, en viðumafn sitt fékk
hann af því eðli að hjúpa sína
réttu mynd reyk og svælu, svá
að hann var af engum kenndur,
sáu þar margir mót þriggja
manna í svælunni, en báru ei
kennsl á; annar var Kalli í Kola
sundi, ómerkari. Töldu þeir
client sinn á að hann kjaft
skyldi við skippara og reiðara
brúka, en fara hvergi en létu
hann auk þess eina klásúlu rita
á hrygglengjuskinnbleðil, skor.
inn af hörundi Rita Hayworth,
en hún var honum kunnug. Var
klásúla þessi meinlaus að orða.
lagi, en svá magnaði reykvíking
urinn Jón bleðilinn, að fylgdi
honum stór kraftur til hvers-
kyns ógagns viðtakandi; sortn-
aði þá Jón og tútnaði svá að
sumir hugðu.hann fjórfaldann.
Brá þá skjótt við, er skipparar
höfðu bleðilinn meðtekið að á
þá virkaði ógagnskraftur Jóns
og þeir glúpnuðu.
Víkiverji komst að þeiri nið-
urstöðu, að það væri einkamál
hvers og eins hve mikið eða lít
ið hann klæddi sig úti við . . .
Skyldi kollega aldrei hafa
litið í lögreglusamþykktina?
Lesíð Alþýðuhlaðið!
Vicki Baum
HOFUÐLAUS ENGILL.
skerf. Ég verð þó að viðurkenna
að hún leit nógu vel út, fölleit
og tignarleg eins og grísk gyðja
í nýjum frönskum stíl og' með
þennan sérstaka svip „je •— ne
sais — quoi“, sem Weimar gat
aldrei öðlazt. I
Hvað mér viðveik, þá hélt ég
mig í skugga og reyndi að ,
geispa ekki.
Goethe hafði fylgt upplestri
Alberts með kurteislegum á.
huga, þó að hann væri ekki sér.
lega áheyrilegur, eins stíflaður
og hann var í nefniu, og Sex.
fættu bragliðirnir hans virtust
stundum skríða áfram á ekki
færri fótum en margfætla.
Nokkrum sinnum breytti Goe.
the um stillingu, og loksins leit
hann undan ljósinu af lampa,
sem var vá hlið við hann og
hvíldi höfuðið í höndum sér og
virtist alveg niður sokkinn í
söguljóð Alberts. En þegar ég
var búin að kæfa geispann, þá
sá ég, og varð örlítið hverft við, j
að bak við hönd sína var hann '
að glotta til mín strákslega,
eins og þetta væri eintómt grín,
sem bara við tvö skildum. Stóru
dökku augun hans litu beint á
mig, og svo dró hann allt í einu
hægra augað í pung og gaf mér
ófyrirleitið augnatillit.
Stundum lítur Loro svona á
mig, og það fær mig alltaf til
að furða mig á því, hvort það
geti verið nokkur möguleiki á
því, að gamli páfagaukurinn
minn skilji það, sem hann er
að segja við mig og þýðingu
hinna ófyrirleitnu ástarorða,
sem hann lærði í svefnherberg.
inu mínu í Guánaxnato.
Loksins var upplestrinum
lokið og konurnar þyrptust í
kring um Albert í hvítum flögr-
andi kjólum, til að slá honum
smjaðurslega gullhamra, eins
og siður var í þessum félags.
skap, sem byggður var á gagn.
kvæmri dýrkun og orðmörgum
hrósyrðum og skrúðmælgi á
báða bóga, og ekkert smjaður
var svo öfgafullt, að því væri
ekki trúað.
Ég segi þetta núna eins og
það kemur mér fyrir sjónir,
þegar ég lít til baka yfir hina
ómælanlegu fjarlægð sem er á
milli þá og nú. En þetta kvöld
var ég enn þá að reyna af öll-
um mætti mínum að finna alla
þessa dýrð ug ljóma, sem hinir
Eundu. og fann sárt til þess, hve
ég var lítilmótleg. Ég var í brúð.
arkjólnum mínum eins og
venjulega, og Babetta hafði
breytt honum eins og svo oft
áður við ýmis tækifæri. Ég
held ekki, að þessi saklausu
brögð okkar hafi blekkt neinn,
— einn mánuðinn var það
kannski fjólublá, flauelslegg-
ing niður eftir honum að fram-
an, næsta mánuð var það ljós.
grænt belti. En tekjurnar á
Helgenhausen voru svo rýrar,
að þær leyfðu mér ekki að eyða
peningum í tízkufatnað. Annars
voru allir félitlir í Weimar, og
þar með talinn konungurinn
okkar. En það var ekki útlitið
eða yfirborðið, sem nokkurs var
metið hér, heldur aðeins hinar
djúpu og fögru tilfinningar,
sem allir vissu hvernig átti að
setja fram í stöðugu ljóðaflóði,
vatnslitamyndum eða viðkvæm
um lögum.
Við og við flugu fram hjá
mér smáskeyti og brot úr sam.
ræðunum, allt of háfleyg til að
ég gæti gripið nokkuð af þeim
eða tekið þátt í leiknum. Það
var talað um frumsýningu á
Mahomet Voltaires í janúar á
leikhúsum okkar, um dáleiðslu,
um kraftaverkið hans Benja.
míns Franklíns, sem kallað var
rafmagn, leiðinleg tilvitnun úr
ritum Rousseaus var höfð yfir,
önnur ósvífnislega kaldhæðin
eftir Voltaire; það var þvaðrað
um hina guðdómlegu Coronu
Schroeter, um frú de Stáel; það
var rætt um síðustu útgáfuna
af ,Horen“, eða aðra útgáfu af
„Hermanni og Dorotheu“. Það
var rætt glaðlega um málefni,
sem voru algerlega ofvaxin
mínum skilningi, svo sem eins
og „Kritik der Reinen Ver.
nuft“ eftir Kant, um hin nýju
vísindi doktors Galls, um heila-
fræði og svo var það eihhver
Spinoza og eitthvað, sem Cagli.
ostro hafði sagt og svo Rousseau
aftur. Það var vissulega talað
af hinni háleitustu vizku og
þekkingu, o gég var gjörsam.
lega fyrir utan það allt saman;
en þegar ég hef litið til baka,
hefur mér oft orðið það á að
brosa að öllu því mikilvæga,
sem það í Weimar vissi ekkert
um, og þessi Nýja-Aþena hafði
engan áhuga á. Allt í kring um
okkur stóð heimurinn á reiði.
skjálfi í hinum hræðilegu átök.
um, sem voru ný liðin og þeim,
sem í vændum voru; en við í
Weimar sátum svo notalega í
hreiðrinu okkar og kærðum
okkur kollótt um hinn hluta
heimsins.
Fjarlægur atburður, eins og
til dæmis franska stjórnarbylt-
ingin, olli aðeins lítils háttar
ýfingum, en spurningin um
það, aftur á móti, hver skyldi
boðinn eða ekki boðinn í föstu.
dagskvöldboð Amalíu hertoga.
frúar, kom af stað stormi.
Þenngn laugardag var óvenju
lega stór hópur saman kominn
í aðalmóttökuherberginu, þar
sem hið geysistóra höfuð af
Juno Ludovisi stóð úti í horni
og horfði yfir samkomuna sjón-
lausum fyrirlitningar og leið.
indasvip. Þjónar komu við og
við og buðu hressingu, og ég sá
rétt í svip ungfrú Vulpius, hina
alþýðlegu lagskonu Goethes, en
henni var hin lýtalausa heim-
ilisstjórn að þakka, þó að hún
yrði alltaf að draga sig í hlé,
þegar hefðárfrúr voru viðstadd.
ar. Þjónarnir höfðu opnað
gluggana og kvöldloftið
streymdi svalt og rakt utan af
dimmu torginu. Þegar ég stóð
þarna, nærri falin bak við
gluggatjöldin, ógn einmanaleg,
og hálfskalf, kom dálítið ein.
kemiilegt fyrir. Eitthvað brenn-
heitt snart léttilega öxl mína.
Það var eins og að finna til
bruiia, eins og olía af lampa eða
vax af kerti hefði lekið niður á
mig.
Ég Ieit upp, én það var
hvorki lampi né kerti nólægt.
Ósjálfrátt þreifaði ég með
hendinni um blettinn, þar sem
ég fann enn til brunans. eins og
ég væri stungin með fínni,
heitri nál. Ég flýtti mér að
eveipa mig knipplingasjalinu
mínu alveg upp að hálsi. Jaí'n-
vel áður en ég leit við, vissi ég,
hvað það var, sem hafði snortið
mig.
Útlendingurinn hafði komið
inn. Hann stóð í hinum enda
salsins og horfði á mig yfir
þveran salinn, sem fullur var af
fólki; hann horfði á engan af
öllu þessu fólki nema mig. Við
hlið hans stóð Goethe og talaði
við hann, vingjarnlegri í bragði
en hann hafði verið allt kvöldið.
^ Útlendingurinn var klæddur
PROFESSORINN: Þeir láta svona við
okkur af því að hér í berginu eru
málmtegundir, sem notaðar eru til
kjarnorkuframleiðslu. Sjáðu þenn
an litla hreyfil á teppinu, sem
knýr það áfram, þar er kjarnorka
til friðsamlegra nota. Nú erum við
að nálgast námurnar.