Alþýðublaðið - 23.01.1949, Qupperneq 1
Veðurhorfurj
Suðvestan átt og síðau aust-
an átt með allhvössum éljum.
téttix* til á milli.
r *
Forustugrein
5 Þegui* Kervemdarsamaingur-
inn var gerður.
*
3
XXX. árgangur.
Sunnudagur 23. janúar 1949
17. tbl.
Þegar páfinn ■flutli já
sinn
•Páfinn situr í hásæti, en báðuin megin við það standa kardicálamir. Athöfnin fór fram
í vatíkaninu.
margir seriræosngar suja runamn
I USIO,
Frá fréttaritara Aiþýðublaðs'ns. KHÖFN 1 gær.
ÁRDEGIS Á LAUGARDAG hófst í Kaupmannahöfn
fundur forsætisráðherra og utanríkismálaráðherra Danmerk-
urí Noregs og Svíþjóðar, en auk þeirra sitja fundinn átta
þ'ngmenn úr utanríkismálanefnd hverrar þjóðar og hernaðar-
iegir sérfræðingar. Er fylgzt meö fundi þessmn af mikilli at-
hygli um öll Norðuriönd, enda þótt hann taki engar endan.
iegar ákvarðanir, og þar farj aðeins fram óbundnar tunræður.
Funduráin fer fram fyrir luktúm dyrum og er umræðunum
STJÓRNIN í KANADA hef-
íii* ákvcðið, að komið verði upp
raclarkerfi til varnar iðnaðai*-
borgum landsins fyrir loftárás-
um flugflota, sem legði Ieiðir
sínar yfir Noi-ður-íshafið og
heimsskautið í Iiugsanlegri I'ram
tíðarstyijöld.
Verður hinu fyrsta þessara
radarkerfa komið upp við hoi-g
ina Ontario, en síðan verður
verkinu haldið áfram í áföng-
um. Er búizt við, að þetta verði
ærið kostnaðarsamt, en hernað-
arsérfræðingar telja radarkerfi
þetta auka stórlega öryggi lands
ins.
BALP BTJNCHE, sáttnsemjaii
bandalags hiima sameinuðu
þjóða í Palestíxm, heldm* áfram
tilraunum sínum á Hhodos til
að Iioma á sáttum með ísraels-
mönnum og Egyptum.
Sagði Bunche í gær, að hann
væri vongóður um -giftusamieg
an árangur af þessum tilraun-
um og bjóst við, að herlið
beggja aðila yrði kvatt búrt úr
Suður-Palestínu innan skamms.
haláið siranglega leyndum.
Fundurinn hófst kl. 10,30 á
laugardag, og heldur hann á-
fram á sunnudag, en þá snæða
fundarmenn hádegisverð í boði
dönsku konungshjónanna.
Tage Erlander, forsætisráð-
herra Svía, segist vera bjart-
sýnn á störf fundarins, og Hans
Hedtoft, forsætisráðherra Dana,
ssgir, að allt verði gert til að
ná samkömulagi. Blöð ó Nor§.
urlöndum hafa rætt landvarna
málin ýtax-iega síðustu viku, en
meginviðhorfin virðast vera hin
sömu og áður. Svíar vilja, að
landvarnasamningur Norður-
landaþjóðanna verði gerður á
grundvelli hlutleysisins, en Norð
rnenn vilja taka afstöðu með
Vesturveldunum; Danir leitast
við að miðla málum.
Sendiherrar Norðurlandaþjóð
anna í London, Washi-ngton,
París og Moslcvu koma haira í
næstu viku, en líklegt þykir, að
undirtektir . Vesturveldanna
skipti milclu um það, hver verði
endanleg niðurstaða Norður-
landaþjóðanna. Afstaða Vestur.
(Frh. á 7. síðu.)
Peipsng, Siiii forna höföðborg Kína, gafst
ia?>p;fyrir unisáturshernum f gær.
———■—*■—------——
LI TSUNG-JEN, sem íekio hefur við forsetaembætti í
Kína af Chlang. Kai-Shek, Iýsíi yfir því í gær, á8 stjóm'n i
Nankjng h»íði ákveð ð ao leiia friðarsaraninga viö konunúii.
ista á grurcdvclli þeirra skilyrða, sem lc'ðíogl þejrra, Mao
Tse-Timg, kunngerði í siðustu viku. Um sv'pað leyti og þessi
(iikynning Nankingstjórnarinnar var b’rt, barst sú fréít, að
stjóinarherinn í Pejp'ng, hinni fornu höfúðborg Kínaveldis,
hefði gefizt upp fyrir. umsátursher Icommún sta, eii þar meS
er fallvn síðasta stórbcrgvh í Norður.Kíná, sém hér Nank'ng-
síjómarinnar hafði á valdi sínu.
Aðalatriðin í skilrnálum kom
múnista, sem Nankingstjórnin
ný héfúr fallizt á sem grundvöll
væntanlegra friðarsamninga,
eru þau. að afturhaldsöfl verði
útilokuð frá þátttöku í stjórn
landsins, stjórnarskrá Kína
verði breytt, ' jarðeignunum
verði skipt milli bændanna og
sagt verði upp samningi Banda
ríkjanna og Kína. Hefur Nan.
kingstjórnin sent fimm manna
nefnd til viðræðna við komm-
úriista um hugsanlega friðar-
samninga á þessum grundvelli,
og er formaður hennar fyrrver-
andi sendiherra Kína í Moskvu,
en hann hefur að undanförnu
lagt mjög fast að Nankingstjórn
inni að hætta borgarastyrjöld-
inni og hefja friðai’samninga
við kommúnista.
Yfirhershöfðingi Nanking.
stjórnarinnar í Peiping lýsti
yfir því í gærmorgun, að her-
sveitirnar þar hefðu gefizt upp
fyrir umsáturshernum, þar eð
frekari vörn borgarinnar hefði
verið óhugsanleg. Áður en Peip
ing gafst upp hafði borgarstjórn
in verið flutt þaðan brott, svo
og dýrrnæt skjöl. Peiping telur
hálfa aðra milljón íbúa og er
stærsta borgin í Norður-Kína.
Litlar líkur til að unnt
verði að bjarga
nokkru úr Gunnvöru
MIKIÐ BRIM va? við Kögur
í gær, þar sem mótorskipið
Gunnvör strandaði í fyrrakvöld,
og gengu ólögin stöðugt yfir
skipið'. Litlar líkur eru taldar
til þess, að unnt verði að bjarga
nokkru úr skipinu, en í því eru
2 nýjar síldarnætur, ..að verð-
mssti 130 þúsund krónur, eins
og' sagt var írá í gær, og eru
þær óvátryggðar. Auk þess var
skipið með krossviðsfarm, og
er hann metinn á 10 þúsund
krónur, en hann er éinnig óvá-
iryggður.
Egill Skallagrímsson, sem
bjargaði mönnunum af Gunn-
vöru í fyrrakvöld, kom rneð
skipbrotsmennina til ísafjarðar
í gærmorgun.
UTANRÍKISRÁBHERRA
hefur fyrir nókkrum dögum
fengið boð um að taka þátt í
fundi utanríkisráðiherra Norð-
urlanda, æm haldinn verður í
Osló hinn 28. janúar, og hefur
hann nú í samráði við ríkis-
stjórnina tekið boðinu.
NÝ „HREINSUN“ er hafin á
andstæðingum kommúnista í
Tékkóslóvakíu, og var tilkynnt
í Prag í gær, að' 70 manns hafi
verið handíeknir og bornir
þeim sökum að reka njósnir í
þágu Bandaríkjanna.
Var sagt í tilkynningu tékk-
nesku stjórnarinnar um betta
mál, að fundizt hafi í fóruni
þessara manna leynilegar xit-
varpsstöðvar og myndir af hern
aðarlega mikilvægum mann.
virkjum í landinu. Voru 60
þessara manna handteknir í
Bratislava, en hú.n er miðstöð
flóttafólks, sem loitar inn yfir
landamæri Austurríkis.
Þykir líklegt, að hér sé að-
eins um að ræða upphaí á víð-
tækri ,,hreinsun“ á andstæðing
um kommúnista í Tékkóslóvak.
íu og að hún muni ekki hvað
sízt verða innan tékkneska hers
ins.
Hollendmga á Vestur.Jövu
tilkynnti í gær, að handteknir
hefðu verið-fjórlr kunnir leið-
togar hreyfingar þeirrar, sem
berst fyrir því á þessum slóð-
um, að Java losni úr tengsl-
um við Holiendinga.
.• ••>