Alþýðublaðið - 23.01.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.01.1949, Blaðsíða 6
8 ALÞYÐUBLAÐiÐ Suimudagur 23. janúar 1949 AÐSENT BRÉF. Filipus Bessason: Heiil og sæll ritstjóri. Þá er maður þó lauslega á það mirlntur, að enn búum vér á landi Hrafna-Flóka sáluga, og verður sú áminning samt að telj ast einkar hógvær og hljóðlega- fram borinn að þessu sinni, enda þótt svo kurini að fara að á henni verði hert, því að enn er þorri ekki allur. Satt að segja hef ég beðið þeirrar á- minningar méð nokkurri eftir- væntingu, þar eð ég vissi hana prófraun á allar þær tæknislegu framfarir, sem mest hefur ver ið af látið, og skulu ólastaðar af mér, því að allar miða þær í réttá átt að einhverju leyti. Hins vegar hef ég alltaf verið því mótfallinn, er framkvæmd armennirnir auglýstu að með þessum framförum hefði tekizt að sigrast fullkomlega á hinum og þessum örðugleikum, sem jafnan hafa verið byggð á þessu- iandi samfara, og mun aldur og lífsreynsla ráða þessu viðhorfi mínu, — vera má og að með fædd gætni eoa jafnvel tor- tryggni, ráði þar nokkru um. Snjóýtur eru til dæmis að taka okkur mjög þörf verk- færi, og mál telja til tæknilegra framfara, að þær skuli nú marg ar vera komnar í okkar eign. Undanfarin ár hafa margir full yrt við mig, einkum yngri menn, að með tækjum þessum væri hægt að halda öllum þjóð vegum, — að minnsta kosti þeim, er um byggðir liggja, — opnum vetrarlangt, hvernig sem viðraði. Hef ég þá jafnan var- azt að hreyfa mótbárum og helzt eytt talinu, þar eð ég vildi bíða reynslunnar, seiri jafnan er ó- lygnust, en hið sanna er, að síð an við eignuðumst þessi tæki, hafa engin snjóalög komið á vetrum, svo að teljandi sé. Þessa dagana hefur snjóað dá lítið, en ekki samt neitt að ráði, saman borið við það, sem eldri menn muna snjóavetur. Hafði ekki ýkjamikinn snjó fest á vegum, er nágranni minn, ungur framfarabóndi, kom gang andi heim til mín, en hafði skil ið jeppa sinn eftir fastan í fönn skammt undan. Snjóaði síðan nokkuð þann dag allan, um nótt ina kornu tveir vörubílstjórar heim til mín, og sátu fararskjót- ar þeirra fastir ekki langt frá jeppanum. Þetta kváðu þeir raunar allt í lagi, því að von væri á snjóýtu undir morgun- inn og hún „yrði ekki lengi að sópa veginn“ eins og þeir sögðu .Sváfum við síðan allir af nóttina. Næsta dagurinn leið að há- degi og ekkert sást til ýtunnar. En stundu eftir hádegi sást til ferða gangandi manna, er stefndu heim. Reyndust það vera ýtustjórarnir, pn sjálf sat ýtan föst í snjó niðri á vegi. Þannig er þessu nú farið. Það er víst að mikil bót er að þess- um tæknilegu framförum, — en enn búum við á landi Hrafna- Flólta sáluga og væri oss holt að minnast þess oftar en við gerum. Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. jMinningarspjöld | S Jóns Baldvinsonar forseta ^ j.fást á eftirtöldum stöðum:.^ $ Skrifstofu Alþýðuflo'kksins. ^ ^Skrlfstofu Sjómannafélags \ ^Eteykjavíkur. S'krifstofu V. s ^ K.F. Framsókn. Alþýðu- s mrauðgerðinni Laugav. 61. S ?í V-erzlun Valdimars Long, S ^Haínarf. og hjá Sveinbirm S i^Oddssyni, Akranesi. • Bamasþítalasjóðs Hringsins S ^ eru afgreidd í * SVerzl. Augustu Svendsen. ^ ^ Aðalstræti 12 og í S S Bókabúð Æusturbæjar. ( AlliýSublaðið! í svartan jakka, svartar gljá. silkibuxur og útsaumað vesti, og í hálsinn og framan á erm- unum voru felldar líningar úr hvítu lérefti, og hann bar einnig sverð, eins og þetta væri opin, bert samkvæmi við hirðina.. En gagnstætt heldri mönnum okk- ar bar hann enga stjörnu né skraut af nokkru tæi. Vinstri hönd hans, Iöng og grönn, hvíldi mjúklega á sverðshjöltunum. Hann stóð þarna svo hár og lið. legur í herðunum, að ég' hafði aldrei séð nokkurn af fyrir. mönnum okkar bera sig svo vel, og hann kinkaði kurteislega kolli til samþykkis vinsamleg- um athugasemdum Goethes. En augu hans hvíldu stöðugt á mér, og í þeirn var annarlegur svipur, sem ég gat ekki ráðið. Ekki vottaði fyrir brosinu, sem hafði háft slík áhrif á Babettu, ekki forvitni, ekki ,allra minnsta við. leitni til að koma sér í mjúkinn. Ef það var nokkuð, þá var það ósvífni, sem fólst í þessu augna. tilliti, og hroki, sem stafaði af meðaumkun. Það, sem mig furðaði mest á, var litur þessara augna, því að auðvitað hefði mér fundizt það eðlilegt að spænsk. ur fyrirmaður hefði svört augu og kolsvart hár. En þessi augu höfðu djúpan bláan lit og voru aflöng og sýndust örlítið skásett vegna þess, ' hve kinnbeinin voru há. Fyrir neðan kinnbein. in komu svo magrar kinriar, að skugga sló á þær, og sýndist við það bregða yfir þetta andlit soltnum óánægju. svip. Hár hans óx í hvössum oddi fram á ennið, en var burst að aftur í sveipi beggja vegna og bar á einhvern óskiljanlegan hátt þennan sama bláa lit og augu hans. Ég vissi ekki, hvað ég átti að halda, því að það virt. ist ekki vera hárkolla, og þó var svona hár alls 'ekki til. Það er merkilegt, hve mörgu smálegu ung kona getur tekið eftir í fyrsta skipti, sem hún lítur mann. „Lokaðu munnin. um og gaptu ekki svona, gæsin þín“, sagði einhver við mig! það var mágkona mín, se'm struns- aði framhjá mér, og ég flýtti mér að reyna að ná valdi yfir svip mínum. Fólkið fór nú að smáhópast frá Albert til Coethe og nýja gestsins. Undarleg kvenper. sóna, krýnd gríðarstórum ljós. rauðum vefjarhetti, kom svíf- andi til mín og tók mig undir arminn. Ég veit ekki, hver það var, sem uppnefndi konu systurson- ar mannsins míns, Montgolfier, en það var mjög smellið og tolldi við hana. Cornelia Braun fels barónsfrú var alltaf klædd í létt og svífandi föt og eins og apparatið hans herra Montgolf- iers var hún full af heitu lofti, svo að hún virtist all jaf vera að því komin aö takast á loft. Hún bar alltaf höfuöið hátt og allur líkami hennar virtist leita upp á við, knúinn af einhverju nýju, sem hún hreifst af. Og nú sá ég glampann af nýjum inn- blæstri á blóðrjóðu andliti henn ar. „Komdu Cara, við skulum hitta þennan riýja gest, það er skemmtileg viðbót við hópinn. Spánskur aðalsmaður, sem hef- ur ferðazt um allan beim. En hve Weimar er orðin mikií heimsborg, það er leyndarráð- inu okkar að þakka“. bunaði hún út úr sér, og ætlaði að draga mig með sér. En það fór allt í einu um mig hrollur og gæsabúð kom um allan kropp- inn á mér. Ég losað'i mig úr höndum hennar og dró mig lengra in ní hornið mitt. „Hvað er að Carissina? Viltu ekki láta kynna þig fyrir þessum töfrandi Spánverja?11, spurði Cornelia mig og, þar sem ég hristi höfuðið utan við mig af feimni, sem gerði mér það ó- mögulegt að koma fram fyrir ókunna manninn, blakaði hún örlítið við mér með blævængn- um einum, skildi mig eftir og sigldi svo eins og freygáta fyrir fullum seglum f áttiria til hóps- ins í hinum enda herbergisins. Nokkrum mínútum áður tóku þjónarnir burtu tómu bollana og glösin og lokuðu gluggunum, og Goethe gekk inn í mitt her. bergið til þess að tilkynna, að hin ástsæla og fagra ungfrú Riedel ætlaði að veita okkur þá ánægju að-syngja fyrir okkur nokkra nýja söngva eftir hinn aðdáunarverða vin sinn, Karl Friedrich Zelter, og ungfrúin yrði sennilega tilleiðanleg til að lofa okkur að heyra eina eða tvær aríur úr Cosa Rara. Það fór fagnaðarkliður um salinn og lófaklapp heyrðist er Goethe sjálfur ieiddi ungfrúna að hljóð íærinu, sem einhver horuð mannpersóna var farin að rjála við; og hljómleikarnir byrjuðu, svo að ekki varð undan kom- izt. Að Vera algerlega ósöngvin, er ekki nema einn af göllum mínum. Ég hef aldrei gétað lært nokkurt lag, né haft yndi af lagsmíðum Zelters. Hið síð- arnefnda var álitinn mikill Ijóð ur á ráði manns í Weimar í þá daga, og ég reyndi með vafa- samri heppni að breiðá yfir það. Venjulega gat ég neytt mig til' að si.tja kyrr og' látast njóta að hlusta á aríurnar í skikkanlega langan tíma. En þetta kvöld var ég alltof eirðarlaus. Ég gat alls ekki haldið fótum eða höndum kyrrum og því síður verið með hugann við þetta. Ég hafði misst sjónar á útlendingnum og án þess að líta við vissi ég, að hann stóð ekki á ibak við mig heldur. Af óskiljanlegum ákafa hugsaði ég um, hvert hann hefði farið. Ungfrú Riedel hafði alltof sterka rödd fyrir þennan sal, barmurinn hennar var éins og útblásinn smiðjubelgur, og hún var yfirleitt mjög fyrirferðar- mikil. Þegar hver arían tók við af annarri, gat ég ekki þolað við lengur. Til allrar hamingju var ég mjög nærri dyrunum og smám saman tókst mér að mjaka mér út úr salnum og fram lijá dálitlum hóp manna, sem virtust hafa líkar skoðanir á óperum og ungrfú Riedel eins og ég. Ég veit ekki, hvað það er, sem hjálpar karldýrum og kven dýr um til að hittast í dimmum skóg unum um fengitímann; en það hlýtur að vera sú sama frum. stæða hvöt, sem leiddi mig fram hjá herbelgjúnum, þar sem gest irnir sátu og niður í rólégri álmu liússins, þar sem litla vinnustofan hans Goethe var. Dýrnar stóðu í hálfa gátt og ég heyrði, að Goethe var í áköf- um viðræðum á frönsku við einhvern, svo að húsbóndinn hafði þá sjálfur hlaupizt á brott undan sönglist ungfrú Riedel. Ég hikaði við opnar dyrnar, því að ég' þoröi ekki að ganga fram hjá þeim og ég brosti með MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSlNSs ÖRN ELDING AP Newsfcotui 1. HERMAÐtTR: Um, hvað er þessi hálívitlausi prófessor að tala? 2. HERMAÐUR: Hann er áð skýra blábjánunum tveim frá kjarnorku. námum okkar. 1. HERMAÐUR: Og ætli þeir þurfi fræðslu við. Þeir vita um ílest hérna. Við skulum taka þá hönd- um og draga þá fyrir soldáninn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.