Alþýðublaðið - 23.01.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.01.1949, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐSÐ Sunnudagur 23. janúar 1949 Útgefandi: Alþýðuflokknrlnn. . Bitstjóri: Stefán Pjetursson. jFréttastjóri: Beneðikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Bitstjórnarsímar: 4901, 4902, Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Þegar benrerndar- samnlngurinn var gerður ÞJÓÐVILJINN i gær flyt- ur fyrirferSarmi'kla forsíðu- frétt, þar sem því er ihaldið fram, að Stefán Jóh. Stefáns- son núverandi forsætisráð- herrg hafi beðið um vernd Bandarikjarma hálfu ári áður en herverndarsamningurinn mihi Bandaríkjanna og Islands var gerðxn- árið 1941. Eru upplýsingar þessar um að- draganda herverndars amn i ngs ins tbyggðar á frásögn Cordell Hull, þáverandi utanríkismála ráðherra Bandaríkjanna, en hann gerir atburði þessara tíma ýtarlega að umræðuefnii í nýlega útkomnu!m endurminn ingum sínum. Sannarlega væri ekkert við þvi að segja, þó að Þjóðviljinn rifjaði upp aðdraganda her- verndarsamningsins fyrir 8— 9 árum, ef allt væri satt og rétt á þeirri frásögn. En þar eð kommúnistablaðið birtir fregn ’þessa augsýniiega aðeins i því skyni að koma á fram- færi við þjóðina auvirðilegum dýlgjmn um, að eitthvert Iaumuspil1 hafi átt sér stað tnilli stjómarvalda Bandaríkj- anna og íslands i sambandi við þetta mál og reynir að igera það að árásarefni á nú- verandi forsætisráðhei’ra, sem þá fór með embætti utanríkis- málaráðh erra, verður ekki hjá því komizt að taka það til nánari aihugunar. * Það er rétt, að orðsendingar fóru á milli' ríkisstjórna Is- lands og Bandaríkjanna’ áður en herverndarsanmingurinn var 'gerður, og frásögn Cordell Hull af þeim er rétt, svo langt sem hún nær. En fyrirspumir þær, sem Bandaríkjastjórn voru sendar, áttu sér allt aðra sögu en þá, er Þjóðviljinn gef- ur í skyn. Þær urðu til vegna viðhorfanna í sáðari heims- Fyrsta íslenzka tal-, tón- og litkvikmyndin hef- ur tekizt betur en búizt var við. — Hvað getur Loftur lært? KVIKMYND SÚ, sem Loftur Guðmundsson hefur gjört og sýnir nú í Gamla bíó við hús- fylli tvisvar og þrisvar á degi hverjum er miklu hetri en ég bjóst við. Loftur tekur það skýrt fram í formála fyrir myndinni, að hér sé um hreina tilraun að ræða af hans hendi og biður því gesti að taka viljann fyrir verk- ið og dæma tilraun hans sam- kvæmt því. Þetta er í fyrsta sinn, sem gerð er tilraun til að búa hér til tal, tóna og listkvik mynd. Hér eru nær engar að- stæður til þess nema fögur og margbreytileg náttúra, engin reynsla, sáralítil tæki og sama og ekkert fjármagn. ÉG EFAST UM, að fyrstu til- raunir í þessu efni annars stað- ar liafi tekizt jafn vel — og það þó að um meira fjármagn hafi verið að ræða en hér var. Loft ur gat ekki eytt miklu fé í fyr irtækið, í fyrsta lagi er hann ekki fjársterkur maður og gat því ekki sóað fé í ,,sportið“ eitt og í öðru lagi varð hann að miða eyðslu sína við það, sem mögu Legt væri að fá inn aftur með sýningum hér hjá þessari fá. mennu þjóð. MYNDIB LOFTS eru fagrar og ég get ekki betur séð en að þær séu vel teknar. Þár stendur Loftur áreiðanlega bezt að vígi gagnvart gagnrýnendum. Það hefur hann líka frjálsastar hend ur. Leikarar eru allir algerlega óvanir leik í kvikmyndum. Undrast maður því hve vel þeim tekst Alfred, Lárusi, Brynj ólfi, Jóni Leós, Bryndísi Pét- ursdóttur og raunar flestum leikurunum, Inga Þórðardóttir kunni eitthvað ekki vel við sig furðulegt, þar sem vitað er, að hún er góð leikkona í leikhús- inu. Þarna er hún einhvern veg in ófrjáls. Þó að alltaf sé hún sama gullið í augum okkar karl mannanna. SVIÐÚTBÚNAÐI er oft á- bótavant, en þar og í tónupptök urini átti kvikmyndasmiðurinn við mesta erfiðleika að stríða. Tónupptakan er oft mjög slæm — og þó sérstaklega tal aðallpik andans, Gunnars Eyjólfssonar, annars batnaði þetta þegar á leið’,myndina. Ég er sannfærður um, að Lofti tekst betur með næstu mymd. Hann hefur með þessari aflað sér dýrmætrar reynslu — og nú fær hann betri tíma til undirbúnings. Ef til vill tekst honum og að snúa út úr gjaldeyrisnefndinni eitthvað af því efni ; og eitthvað af þeim tækjum -sem hann vanhagar mest um. EFNI MYNDABINNAB er létt og þó tekið úr íslenzku þjóð lífi. Þrátt fyrir það þó að ekki sé mikill mergur í því og bók menntalega séð sé það léttmeti, er ég handviss um, að almenn. ingi þykir gaman að því, og að myndin muni því ganga hér — og annars staðar á landinu að minnsta kosti eins lengi og þær revýur, sem lengst hafa gengið. Ég vil óska Lofti til hamingju með þessa fyrstu kvikmynd hans. Það nær ekki nokkurri átt að dæma þessa tilraun til kvikmyndatöku með saman. burði við aðrar kvikmyndir, sem hér eru sýndar. Hér er um tilraun að ræða og þessi til- raun hefur tekizt betur en hægt var að búast við. Á UNDAN MYNDINNI eru sýndir smáþættir úr næstu kvik mynd Lofts. Virðist sem þar sé um að ræða einhvers konar rev ýumynd,’ með, þáttum úr skemmt analífi Reykjavíkur. Þar syngja ungar stúlkur, Georg og Konni tala saman, piltur leikur á harmoniku o. s. frv. Ég hygg, að hyggilegra hefði verið fyrir Loft að byrja starf sitt á svona mynd. Hún krefst ekki mikils sviðsbúnaðar, ekki mikilla leik arahæfileika og ekki mikils fjár magns. Hins vegar gat hún gef ið góða rsynslu um marga hluti. í SAMBANDI VIÐ þessa myndarþætti vil ég segja það, að mér féll hálfilla að ungu og fallegu stúlkurnar skyldu syngja amerískan slagara. Vel hefðu þær mátt syngja íslenzk dægurljóð. Ég vissi ekki lengi vel, hvort hér var um að ræða íslenzkar eða amerískar blóma. j rósir, svo vel sungu þær á ame-1 rísku. En þetta er ef til vill bótfyndni hjá mér. Kannske syngja stúlkurnar fleiri lög •— og þá íslenzk. Við fengum held ur ekki að sjá nema þrjá smá- þætti úr þessari næstu kvik- mynd Lofts Guðmundssonar. * Ungbarnavernd Liknar, Templ arasnndi 3, er opin á þriðjudög : urrt, fimmtudögum og föstudög um kl. 3.15—4 síðd. óskast til að selja merki Heilsuhælissjóðs N.L.F.I. og afmælisrit félagsins á morgun. Góð sölulaun. Afgreiðsla í Matstofunni, Skálholtsstíg 7. S.G.T. (Skemmlifélag géðfemplara). Gömlu dansarnir að Röðli klukkan 9 síðdegis. Aðgöngumiðar á sama stað frá kl. 8. Sími 5327. Húsinu lokað kl. 10.30. Öll neyzla og meðferð áfenigis stranglega bönnuð. Þeir garðrækfendur í Reykjavík er óska eftir að fá áburð og útsæði hjá Reykjavíkurbæ, þurfa að senda pantanir sínar fyrir 10. febrúar n.k. Ræktunarráðunautur Reykj avíkur. Hóforbáfur 25 til 30 tonna mótorbátur óskast tiL kaups strax. Upplýsingar gefur SIGURGEIR SIGURJÓNSSON, hrl. Aðalstræti 8. — Sími 1043. Uígerðarmenn, skipsfjórar. Ii.f. Kirkjusandur er kaupandi að nýjum fiski til frystingar. ■— Talið við eða símið undir- rituðum. BJÖRN ÓLAFS, sími 81480. VALDIMAR ÞÓRÐARSON, sími 4480. Kaupum tuskur. Álþýðupfentsmigjan hJ< Auglýsið í Alþýðublaðlnu styriöldinni á umrædd'um tíma eftir að Bretland átti í vök að verjast fyrir hinum sig- tursæiu herskörum þýzka naz- ismans. Öryggi íslands var í hættu. Þetta kom bezt í ljós nokkrum mánuðum eftir að orðsen'dingar þessar fóru milli stjómarvaldanna í Washing- jton og Reykjavik. Þá sneri sendiherra Breta í Washing- ton sér til Bandaríkjastjórnar og tilkynnti henni, að ísland Þjóð,viljinn' fer algerlega villur vegar, þegar hann held- ur því fram, að hér hafi verið um eitthvert laumuspil að ræða. Ákvörðunin um þetta rriál var að sjálfsögðu tekin af ríkisstjóminni í heild, og þingmönnum stjórnarflakk- j anna var vel kunnugt um þessar orðsendingar, svo að þær voru sendar með fullri vitund alþingis. En af skiljan. legum ástæðum voru þing- væri í yfirvofandi hættu fyr- ir þýzkri innrás, og upp úr því var herverndarsamningur- jnn við Bandaríkin gerður. menn kommúnista ekki 'hafðir með í ráðum um þessi mál. Is- lenzkir kommúnistar voru serii sé um þessar mundir dyggir málsvarar þýzku nazistanna, enda var griðasáttmáli Hitlers og Stalins þá enn í gildi og árás Þjóðverja á Rjússland enn efcki komin til sögu. * Arrnars er það tilgangslaust fyrir kommúnista að ætla nú að efna til æsinga út af her- vemdarsamningum við Banda ríkin. Þegar hann var á sín- um táma ræddur á alþingi, kvað Brynjólfur Bjarnason það ekki vera eftir teljandi fjn-jr okkur íslendinga, þótt landið yrði hertekið af Banda- ríkjunum, ekki einu sinn þótt hér yrði „skotið án mj^unrt, ar“, ef það aðeins yrflk til ’þess, að „Rússum yrði veitt virk afktoð í baráttu þeirra við Þjóðverja". Þá var sem sé érás Þjóðverja ó Rússland haf in- og griðasáttmáli Hitlei’s og Stalins orðin pólitísk skrítla. Hervemd Bandaríkjanna var með öðrum orðum þörf og góð að dómi kommúnista, ef hún gæti orðfð tfi ejnhvers gagns fyrir Rússa. Hitt kkipti þá engu máli, þótt hér yrði „sfcpt ið án miskunnar“. Það voru þannig fcommún- istar einir, sem höfðu hags- flokkar hugsuðu hins vegar muni erlends rfkis í huga í sambandi við hervemdarsamn inginn við Banidaríldn. Aðrir um öryggi Islands og afkomu þjóðariimar á válegustu tím- um, sem yfir heiminn hafa dimið. Fyrir Stefáni Jóh. Stef- ánsyni vakti ekki það, að hér yrði „skotið án miskunnar“ í þjónustuskyni við erlent ríki eins og Brynjólfur Bjarnason var fús til að sætta sig við, heldur að gerðar yrðu ráðstaf- anir til var.nar því, að skot- hríð og sprengjuvarp kæmi hér til sög;u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.