Alþýðublaðið - 23.01.1949, Síða 5

Alþýðublaðið - 23.01.1949, Síða 5
Siranudagiu- 23. janúar 1949 A'LÞYÐUBLAÐIÐ 5 Goðmundur Gsslason Hagalín: I HITTIÐFYRRA birtist hér í blaðinus, grein um fund, sem. fulltrúarraiorrænna rithöfunda! áttu með sér í Osló. Eitt af því, sem þar var rætt, var fram. koma ritstjóra málgagns nor- nænna rithöfunda, Nortlisk forfattertidende, gagnvart finnskum rithöfundum, sem ekki eru kommúnistar, eða „nyt samir sakleysingjar“. Ritstjór. inn, sænskur sovét.prammi, Henry Peter Matthís, tók í bláð ið árásargreinar á sannfinnska rithöfunda, vitandi það, að þeir áttu þess ekki kost að leysa frá skjóðunni, þar eð þannig vár þá ástatt í Finnlandi, að stjórn sat þar að völdum, sem hafði að ýmsu leyti ekki í fullu tré við Kusínenfjölskylduna alræmdu. Þá kom það og fram hjá Matthís þessum, að hann þóttist ekki þurfa að fá neinar nýjar upp- lýsingar um íslenzka rithöf- unda, því að hann hefði sam-' foand við jafnmæta sannleiks. postula og Snorra Hjartarson, Halldór Stefánsson (innan sviga) og Halldór Kiljan Lax. ness. Eins og áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu, voru kommúnistar í fyrra sviptir stjórnartaumunum í rithöfunda! felagi Svíþjóðar, og í því ( danska og norska eru þeir valda lausir. í finnska félaginu höfðu þeir og næsta lítið lið, en þeir jnutu eindregins stuðnings vold ugra ærið afskiptasamra komm unistaráðherra. Nú er hins veg ar ný stjórn við völd í Finn- landi, og una kommúnistar hið versta sínum hag, þar eð stjórn in kippir sér ekki upp við það, þó að þeir segi þetta eða hitt. Þessi stjórn lætur og rithöfunda félögin finnsku ráða gerðum sínum og samþykktum. Og nú hefur Hinrik Pétur Matthíasson Verið rekinn frá ristjórn nordisk forfattertidende •— og verður blaðið gefið út í Helsinkí ó þessu ári. Þeir eru farnir að átta sig, rithöfundarnir á Norð- Urlönclum. Frelsið í Tékkóslóvakíu. i Um það hefur verið getið í ís lenzkum blöðum, að hinn mæti foókmennta- og fræðimaður, Emil Walter, sem mörgum er kunnur hér á íslandi fyrir þýð. ingar íslenzkra merkisrita á tékknesku, hafi sagt af sér em bætti sem sendiherra Tékka í Osló — eftir að kommúnistar forutust til valda í Tékkóslóvak lu. Nú. hef ég séð, að hann hef- ur og afsalað sér borgararétti í heimalandi sínu og að hann hef- ur verið rekinn úr hinu ríkis- viðurkennda rithöfundarfélagi Tékka. Frá því félagi hefur foirzt skýrsla í Forfatteren, blaði danskra rithöfunda, og er hún foirt að ósk tékkneska sendiráðs Ins í Kaupmannahöfn. í skýrsl unni er þess getið að eftir þær hreinsanir, sem fram hafa farið í félaginu, eru aðeins eftir í því 24 rithöfundar — en alls eru í Tékkóslóvakíu, samkv. sömu skýrslu, 1750 höfundar, sem eru í einhverju slíku félagi. Þá er skrá yfir 33 rithöfunda, sem fé lagið hefur rekið, og fylgir greinargerð fyrir því, hvers vegna þeim hefur verið vikið úr félaginu. Er dr. Emil Walter einn af þeim og ennfremur menningarlegur fqlltrúi við sendisveit Tékka í New York, en hann fór eins að ráði sínu ©g dr. Walter. Annars er fróð- legt að athuga ástæðurnar fyrir brottrekstri höfundanna, og er hætt við, að ekki yrðu margir kommúnistar í stjórn Rithöf- undafélags íslands, ef þar skyldi fylgt hliðstæðum reglum og far ið er eftir í hinu ríkisViður- kennda rithöfundafélagi Tékkó slóvakíu. Fyrrverandi dómsmála ráðherra var rekinn úr félaginu af því, ,,að hann var einn af tólf ráðherrum, sem sögðu af sér í þeim tilgangi að gera mögu legar breytingar á núverandi stjórnar- og stjórnmálaástandi“. O, sei, sei. Hvílík goðgá hjá j stjórnmálamanni! Þá var það annar virkur stjórmnálamaður. Brottrekstrarsök hans var sú, að hann vann gegn þjóðnýtingar ( áformum stjórnarvaldanna“, þó að allir flokkar hefðu þjóðnýt. ingu á stefnuskrá sinni, og eft ir að þjóðnýtingin var komin á, „reyndi hann með röngum full yrðingum að telja almenningi trú um, að þjóðnýtingin hafi mistekizt og haft skaðleg áhrif á vinnusiðferði verkalýðsins.“ Þriðja er fundið það til foráttu, að hann hafi í tímaritsgrein" gert hlægilegar endurreisnar- tilraunir stjórnarinnar á þann hátt, - sem ekki geti talizt sæm. andi tékkneskum rithöfundi." Fjórði var rekinn fyrir að skrifa greinar, sem hann hvatti til gagngerðrar breytingar í í- haldsátt“. . . . O, jæja, •— hvað mundi gert við þá rithöfunda hér, sem lofa á hvert reipi rúss neskt frelsi og lýðræði, ef stjórn ir ríkisviðurkenndra félaga og ríkisstjórnin hefðu sams konar hugmyndir um rétt og frelsi ein staklingsins og farið er eftir í Prag? Og hvert mundi verða hlutskipti þess manns heima fyr ir, er væri í stjórn Rithöfunda- félags Tékkóslóvakíu og kæmi til Vínarborgar og bæði Austur ríkismenn blessaða að forðast að sleppa við Tékka þjóðardýr gripum, skjölum og handritum, því stjórnin í Prag væri klíka föðurlandssvikara, sem mundi láta það verða sitt fyrsta verk að selja dýrgripina úr landi? Þá skal þess loks getið, að sum ir hinna 33 tékknesku rithöf- unda voru reknir af því, að þeim hafði verið varpað í fang elsi, og einn \Tar flúinn úr landi og annar týndur! En frá einum er sagt, sem hefur reynzt öllum hinum ósvífnari — og hef ur orðið kommúnistastjórninni til svo mikilla leiðinda, að það er varla von, að hann gæti leng ur talizt hæfur félagi í hinu ríkisviðurkennda rithöfunda- félagi. Bretar fundu upp á því, að bjóða heim þrem tékknesk- um rithöfundum, og voru ekki til teknir néinir sérstakir. Ríkis stjórnin valdi svo mennina. Einn þeirra heitir Ivan Blanté. Þegar til Englands kom, afsalaði hann sér tékkneskum borgararétti og tók að „ata Tékkóslóvakíu aur og saur“ í útvarpi frá Bretlandi. Það kynni nú að vera, að eitt hvað yrði ;talað við þennan mann af háflu stjórnarvaldanna, ef hann fyndi upp á að vitja átthaganna! „Má ég svara fyrir barnið?" . Julius Bomholt, rithöfundur og þingforseti, var fulltrúi rík isútvarpsins danska á alþjóð- legu þingi í Genf í fyrra, þar sem f jallað var um frelsi manna til að láta gæta skoðana sinna í ræðu eða riti. Hann segir frá því, að gefnu tilefni, í blaði danskra rithöfunda, að komið hafi í Ijós á þinginu gagnger munur á skoðunum Rússa og leppríkja þeirra annars vegar — og allra annarra þjóða hins vegar, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fjölmargra fulltrúa hafi reynzt með öllu ómögulegt að ná við þá austrænu nokkru samkomulagi. Þá segir hann, að greinilegast og átakanlegast hafi skoðanamunurinn lýst sér í sambandi við frelsi Tékka nokkurs, dr. Sychrava. Þessi dr. Sychrava hafði verið öll styrj. aldarárin í fangabúðum í Buchenwald í Þýzkalandi. Harín var svo af hálfu Samein. uðu þjóðanna skipaður í nefnd þá, er skyldi undirbúa einmitt þing þetta í Genf og boða til þess. Var hann kosinn varafor- maður nefndarinnar. Honum bar svo auðvitað sæti á þinginu, þó að hann væri ekki kosinn fulltrúi þjóðar sinnar. En hann kom ekki og lét ekkert til sín heyra. Hins vegar hafði' liann sent nefndinni, áður en kommún ístar brutust til valda í Tékkó slóvakíu, tillögu til ályktunar, og skyldi hún koma fram á þing inu. í (ályktuninni segir meðal annars, ,,að sá, er vill vinna að friði og gagnkvæmum skilningi meðal þjóða heimsins, verði allt af, óttalaust, af fyllstu einurð, án alls tillits til persónulegra þæginda, — og þó að það geti kostað hann ekki aðeins frelsi sitt, heldur og lífið, að rísa önd verður gegn þeim, er með hótun um um ofbeldi reyni að neyða hann til að afneita skoðunum sínum og sannfæringu, bregðast skyldu sinni eða afsala sér frelsi sínu“. Þá er plaggið frá dr. Sychrava kom fyrir nefnd, varð fulltrúi Tékka afar vandræða- legur. Hann stóð upp og gekk til rússneska fulltrúans og skraf aði við hann. . .. Sagt er, að eitt sinn hafi prestur nokkur verið að spyrja börn á kirkjugólfi á Ingjaldshóli. Hann spurði eitt þeirra, hver innleitt hefði synd- ina í heiminn. Þá var spurt í krónum: „Má ég svara fyrir barnið?" Prestur kvað já við. Síðan mælti sá, er spurt hafði: „Heilagur andi gerði það“. Prestur spurði, hver svarað hefði, og þegar hann hafði feng ið vitneskju um að spyrjandinn hét Þorvaldur Grímsson, mælti hann: „Þeirra orða var þaðan von:“ . . . Og nú erum við aftur komnir á þingið í Genf. Tékkinn gekk til sætis síns, en Rússinn bað um orðið og „svaraði fyrir barnið“. Ekki mun svarið hafa líkað miklu betur en svar Þor heldur opinberan fund sunnudaginn 23. jan- úar klukkan 2 e. h. í Goodtemplarahúsinu í Hafnarfirði. Ræoumenn veroa: Einar Ól. Sveinsson, prófessor, Hallgrímur Jónasson kennari og Dr. Matthías Jónasson. Aðgöngumiðar á 5 kr. verða seldir við inn- ganginn frá kl. 1. Þjóðvarnarfélagið. HjáipræSisáform Guls og fram- PASTOR JÓHANNES JENSEN talar um þetta efni í Aðventkirkjunni í dag klukkan 5. Allir velkomnir. Tilkynning, Að gefnu tilefni tjlkynnist hér með, að ég undirrit- aður, sem hefi rekið viðgerðarstofuna Skrifstofuvélax h-f., Mjóstræti 10, sem annar aðalaðilj, gerðist einka- eigandi að því fyrirtæki í desember s.l. Viðgerðastofa sú, sem rekin er nú í Mjóstræti 10 er mér óviðkomandi. Vegna ríáras erlendis í viðgerðum á sérstökum bók- haldsvéium, get ég -ekki starfrækt viðgerðir um hftkk- urt skeið, en muit þegar heim kemur star-frækja verk- stæði og þá auglýsa það með nafninu Skrifstofuvélar, viðgerðarstofan Ottó A. Michelsen. Virðingarfyllst. OTTÓ A. MICHELSEN, skrifstofuvélavirki, pósthólf 812, Rvík. valds Grímssonar forðum, því að miklar og harðar deilur urðu út af málinu. Á þingfundi var síðan samþykkt þakklæti til dr. Sychrava og látið í ljós, að þing ið harmaði það mjög, að honum skyldi • hafa verið varnað að mæta. Með sampyLkt þessari Aðalf undur í FulffrúarálH álþýffuflokksins, Reykjavíkr verður haldirin á morgun, 24. janúar, í Alþýðuhúsinu við H'verfisgötu klukkan 8,30 e. h. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðaJfundaristörf. 2. Næstu verkefni. . (Tillaga frá stjórn Full- trúariáðsins). 3. Önnur mál. Skírteini afhendist við innganginn. — Kaffi á staðn- uffl, — Skorað á íulltrúa að fjölmehna og mæta rétt- stundis. Stjórn 'Fulltrúaráðsins. greiddu atkvæði fulltrúar 19 þjóða, en fulltrúi Rússa og fimm leppríkja þeirra voru andstæð ír henni! Þarna þarf engu við að bæta. Þorvaldur Grímsson sakaði heil agan anda um að hafa innleitt syndini í heiminn, og Rússar og þrælar þeirra og flugumenn segja einræðið hið fullkomnasta lýðræði, hinn argasta þrældóm kalla þeir frelsi, réttleysið ör- yggi, ranglætið réttlæti, grimmd og miskunnarleysi hið eina sanna siðferði — og hernaðar- og heimsveldisstefnu nefna þeir friðarboðun og alþjóðahyggju o. s. frv. Svo halda ýmsir íslenzkir föðurlandsvinir og drottinsþjón ar halelújasamkomur með flugti mönrium Rússa hér á' landi og gerast þeirra „nytsömu sakleys ingjar“, eins og Tító hinn júgó slafneski ltallaði slíka gripi, meðan hann hafði ekki komizt að niðurstöðu um það, að ílest væri öfugmæli, sem fram gengi af munni hinna gerzku einræðis manna og legáta þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.