Alþýðublaðið - 05.02.1949, Síða 6

Alþýðublaðið - 05.02.1949, Síða 6
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugartíagur 5. febrúar 1949. AÐSENT BRÉF Herra ritstjóri! Ég er einn þeirra, sem hlusta oft á útvarpið, —• veit raunar ekki sjálfur hvers vegna —, en geri það samt. Ég hlusta bæði á íslenzku stöðina og þó éinkum erlendar stöðvar; mér þykja er- lendu próigrömmin mikið skemmtilegri og með meiri menningarblæ. Að vísu skil ég ekki nein erlend tungumál svo neinu nemi, nema þá helzt dönskuna, og satt að segja finnst mér prógrammið þaðan lítið betra heldur en það íslenzka, — og nú vil ég leyfa mér að spyrja: Hvernig stendur á því, að ekki fást neinir almennilegir skemmtikraftar að íslenzka- út- varpinu? Stöndum við útlend- ingum virkilega svona langt að baki hvað alla menningu snert- ir? Ég segi það satt, að ég óska þess oft heitt og innilega, að ég kynni erlend tungumál, bara til þess að ég gæti notið útvarps- prógrammanna þaðan. í fyrrakvöld var ég að hlusta á þáttinn um íslenzkt mál. Ég er þeim manni að mörgu leyti þakklátur fyrir frjálslyndi hans, sem kom hvað bezt í ljós, þegar hann var að ræða um orðið , grjúpán“, sem hann sagði að mundi vera írskt að uppruna, en hefði verið noíað svo lengi, að það hlyti að teljast gott og gilt íslenzkt orð. Það er einmitt það. Ef við, samkvæmt þessu, notum eitthvert erlent orð, eða orðsafbökún nógu lengi verður það, eftir þessu, góð og gild ís- lenzka. Þetta hlýtur að spara bæði kennurum og öðrum, sem eru haldnir ofstækisfullu hatri til erlendra orða í málinu, mik- ið umstang og armæðu. Þá er bara spurningin, hversu lengi eitthvert orð þarf að hafa verið notað til þess að hafa unnið sér íslenzkan ríkisborgararétt. Um það atriði þarf nauðsynlega að setja einhver lög eða ákvæði, eftir að skipuð hefði verið nefnd til að athuga málið. Auð- vitað gæti svo alþingi samt sem áður veitt orði og orði fullan ríkisborgararétt í hvelli, ef þing menn álitu þau einstaklega sniðug. En nóg um það. Þessi sami maður var síðan að minn- ast á ensku danslagatextana, sem hann taldi okkur engan sóma að syngja. Þar held ég a£ hann hafi farið út af laginu. Fyrst og fremst er töluverð fyr- irhöfn að þýða textana eða yrkja kvæði við lögin, í öðru lagi er miklu örðugra að syngja íslenzku heldur en ensku, ef maður ier með munninn fullan ■af tyggigúmmíi, — og í þriðja lagi er ekkert hægara en að láta þetta vandamál leysast fyr- irhafnarlaust af sjálfu sér .... syngja bara ensku textana nógu oft og nógu lengi, þá verða þeir samkvæmt grjúpánsjögmálinu, íslenzkir með tímanum. Ég kunni til dæmis ákaflega vél við það, þegar stúlkurnar úr kennaraskólanum sungu enska texta í kennaraskólaþætti unga fólksins síðast liðinn þriðjudag, við lagið, sem áður hefur verið oftast notað við kvæðið: „Ég vitja þín, æska“. Mér fannst það undirstrika svo einkenni- lega vel hið tilgangslausa of- stæki eins ræðumannsins 1 garð orða eins og „helló“. sem hann taldi eitt af þeim óþjóðlegu leifum frá setuliðstímabilinu, sem okkur væri nauðsyn að losna við...... Ég held, að ég hafi þetta nú ekki lengra að sinni, en ef til vill hripa ég yður línu seinna, ef mér finnst ástæða til. Sólong. Hlustandi Lmtd. GENGIÐ UNDIR LEKA í ráði rhun nú vera að leigja Norðmönnum hið aldraða skip .,Hæring“. Er hins vegar sá ljóður á, að skipið_ hefur ekki fengið haffærisskírteini, ein- hverra orsaka vegna, sennilega af því, að enn'hefur ekki kom- izt til tals að selja það til Fær eyja, og er því ekki um annan kost að velja en að fara land- veg með skipið. Þetta hefur orð- ið til þess, að háværar deilur hafa risið á milli stjórnmála- flokka á þingi um það. hverja leið beri að fara með skipið. Krýsuvíkurleiðin mun hafa ver- ið nefnd í því sambandi, en ó- víst samt, hvort hún kemur til greina. Kaupum fuskur Baldursgötu 30. Lesið Alþýðublaðið i Vicki Baum HOFUÐLÁUS ENGILL. J leiðin til undankomu. Og þann- ig. vildi það til, að ég komst beint í þá aðstöðu, sem síðar leiddi til hins skoplega misskiln ings, að veslings Albert lagði mig í gröfina. einmitt þegar ég var að byrja að skilja, hvað lífið hafði að bjóða. Ég stóð á þröskuldi herbergis, sem virtist hafa verið æílað sem búningsherbergi fyrir gýðjurn. ar og go'ðin í skrúðgöngunni; þar voru speglar, búningar, blúndur og hýjalín, gylltar súl- ur og allt skraut og gl.ingur fyrir kjötkveðjuhátíðina. Þar var einnig legubekkur. Á legubekknum hafði ungfrú Guermontagne breitt úr sér .í yndislegum stellingum, og fyrir framan hana kraup veslings Al. bert og skeytti ekkert um rykið, sem settist á bera leggi hans og hné. Höfuð hans hvíldi í kjöltu Guermontagne og hún laut ein. mitt ofan að honum, rétt að því komin að kyssa á hið þunna rauðleita hár hans með lárviðar sveignum úr pappír. Þegar hún rétti úr sér, kom hún auga á mig, þar sem ég stóð við dyrn. ar. Hún rak upp hálfkæft óp, og við það hvarí eiginmaður minn úr þessari stellingu sinni sem „snillingurinn kysstur af menntagyðjunni", og snéri sér í áttina til mín, fölur og horfði á mig vantrúaður og sakbitinn á svip. Þetta var allt mjög skoplegt og yfir sig viðkvæmt, og sf mér hefði verið öðruvísi innan- brjósts, liefði ég hlegið að því. En nú stamaði ég út úr mér vandræðalegri afsökun og flýtti mér burt. Veslings Albert náði mér í miklu óðagoti frammi á gang- inum. „Ég fullvissa þig, Clarinda; það er ekki eins og þú held- ur; ég sver það við drengskap minn. Ég fullvissa þig' um. að Annabella er saklaus —“ stam- aði hann út úr sér. „Það gerir ekkert til, góði,“ svaraði ég. „Mig langaði bara til þess að segja þér, að ég er að fara heim af dansleiknum. Vertu svo góður að bera fram afsökun mína, en mér er svo hræðilega illt 1 höfðinu. Góða nótt.“ Ég hristi hann af -mér og hljóp burt úí löng, illa lýst göngin. Dyrnar að stiganum stóðu í hálfa gátt. Ég klöngrað- ist upp þrepin; það var dimmt' þarna og hlýtt; og allt í einu fann ég, að ég var í fangi Fe- lipes. „Jæja —“ sagði ég og gat varla náð andanum. „Jæja?“ sagði hann og beið. „Ertu enn þá hérna?“ spurði ég kjánalega. i ,Já, ég er enn þá hérna. Þú verður aldrei laus við mig', aldrei,“ svaraði hann. Þrem dögum eftir þetta kvöld sat ég við hrörlegt borð undir kvistglugganum á einasta gestaherberginu á y,Rauða gelt- inum“ í Otternfurt og var að reyna að skrifa kveðjubréf til veslings Alberts. Otternfurt var þorpið, sem ég hafði farið til einu sinni, á þennan ógleymanlega uppskeru dansleik, og ..,Rauði gölturinn“ var eini staðurinn, sem mér hafði dottið í hug, að ég gæti mætt Felipe í laumi. Hann var farinn frá mér niður, til þess að spyrja, hvort póstvagn til Erfurt færi þar fram hjá og hvenær, og tryggja okkur sæti í honum. Áður en hann kom til þessa móts hafði hann skilið , eftir allt sitt skraut; hann hafði, ekki komið í einkavagni sínuni, ] og hann hafði heldur ekki kom- j ið með neinn farangur með sér. | — Þetta var allt vel í pottinn , búið og með mestu leynd. Hann var alveg nýfarinn,. en eimurinn af honum, aðsópsmikl- j um og áköfum. virtist enn þá fylla herbergið. Loftið virtist enn þá titra eftir umrót og hita næturinnar, sem lá að baki okk- ur. Ég horfði á rúmið. og mér fannst það eins og horfa aftur á mig með hinum slæga svip þess samseka. Verin voru óhrein og upplituð, nýnan hnúskótt, og brakið í þessu gamla skrifli hefði getað truflað elskendur., sem ekki hefðu verið eins brennandi og ég og Felipe. í gluggakistunni stóð sprungið leir-þvottafat. ekki miklu stærra en undirskál, og á beru trégólfinu lítil vatnskrukka, margspengd saman með vír. Á borðinu fyrir framan mig stóð beyglaður látúnskertastjaki : hálfbrunnu tólgarkerti. Það voru tveir stólar; á öðrum þeirra lá hárburstinn mlnn og greiðan svo kyrfilega, ásamt sjalinu mínu og hattinum, eða öllu fremur sjali Babettu og hatti — því að ég hafði kornið til þessa stefnumóts klædd í þröngan upphlutinn og' bláa pilsið af herbergisþernu minni. Á hinum stólnum stóð litli bauk urinn með silfurduftinu, sem Felipe bar í hárið á sér. Upp við rúmið síóð sverðlð hans. og svarta hempan hengd,á það. Við öyrnar lágu ; ferðatöskurnar okkar. hlið við hlið, og það var eitthvað við útlit þeirra, sem benti á að ákvörðun hefði var- ið tekin. | Úti fyrir var þokuloft, og hreykin hæna var að gagga. Það var líkast því sem hún j hefði aldrei verpt 'eggi fyrr og 1 vildi láta allan heiminn vita um þetta dásemdarfyrirbæri, og lengra frá barst' þungur niður- inn í regnbólginni ánni, hin ' djúpa rödd vorsins, sem hafði fylgt okkur alla nóttina. Þegar á allt var litið, þá var sviðið aumlega skreytt, þar sem fram hafði farið hinn ævagamli leikur: fyrsía ástarnóttin, full- kominn, með forspjalli og eftir- mála skoplegum atriðum og al- varlegum, skýringum, grun- semdum, hléum, vaxandi ákafa og minnkandi, vandræðaskap og hetjuskap, æsandi ósamræmi, töfrandi sarnræmi og ekki svo fáum undraverðuni niðurstöð- um. Og þó, þrátt fyrir allan sinn örnurlega óþrifnað, haíði þetta herbergi stundum virzt vera fullt af ysmiklum hóp af goðum, skógarguðum o.g dísum, líkamar þeirra samanslungnir, eins og ég hafði séð á sumum af eirstungunum, sem Goethe hafði komið með frá ítalíu. Lágt loft- ið hafði lyfzt af og opnazt inn í endalausa akra og lundi fu.lla af fornum leyndardómum, og skáhallir veggirnir höfðu breytzt í hitabeltisskóga, hina silfurbláu frumskóga, se'ni Fe- lipe hafði hvíslað í eyra mér um, þar sem fuglar svifu um hljóðlaust á igríðarstórum rauð- um vængjum og slcrautfiðrildi í og kólibrífuglar settust á van- j trúaðar varir mínar. j Þetta hafði verið nótt mikilla ■ og lrraustlegra afreksverka og furðulegra uppgötvana fyrir mig, og konan sem lagzt hafði / ÚRN ELDING MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSSNS *c3. U.S. Paf. Ofí. AP Naw-sfeðíUfes. ORN: Hún svífur um sviðið eins og fiðrildi. KARI: Og teygir út ar.gana eins og kónguló — — Æ já!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.