Alþýðublaðið - 09.02.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. febr. 1949*
ALÞYÐUBLAÐIÖ
7
Álhuga&emd.
f 225. tölublað Tímans skrifar
landbúnaðarráðherra Bjarni Ás
geirsson endurminningar um
Jón Björnsson bónda á Ölvalds.
stöðum í Borgarhreppi. Vildi ég
skjóta inn nokkrum orðum, 'pví
að ég þykist dálítið kunnugur
þessari írásögn.
Árið 1889 flutti faðir minn,
Jón Runólfsson frá. Hvanneyri,
keypti af Snæbirni Ólafssyni,
sem þá fór til Ameríku, fjórða |
part af Ölvaldsstöðum, sem
nefndur var Norðurbær, og átti
ég þar heima samfleytt sextán
ár, til 1905, oftast þénandi hjá
foreldrum mínum, nema allra
síðast, er ég tók við búskap af
þeim.
Telur Bjarni þar hafa oftast
verið þríbýli, en öll þau sextán
ár, er ég var á Ölvaldsstöðum,
var þar fimmbýli, og hlýtur
Bjarni Ásgeirsson að hafa verið
mjög ókunnugur þessum stað,
enda sá ég aldrei Bjarna Ás.
geirssyni bregða fyrir þar í þau
sextán ár, er ég var á Ölvalds.
stöðum.
Ég ætla að nefna búendur Ö1
valdsstaða, þegar ég kom þang-
að: Norðurbæ Snæbjörn Ólafs-
son, Efribæ Jón Sigurðsson,
Vesturbæ Guðmundur Ingimars
son, Suðurbæ Jónas Guðmunds.
son, Suðurbæ 2 Jóhann Jóns.
son. Þarna eru komnir fimm
bændur; og eftir sextán ára
dvöl míná þarna voru fimm
bændur: Norðurbæ Vilhjálmur,
Efribæ Bergþór, Vesturbæ Jón
Bergsson, Suðurbæ Guðsteinn,
Suðurbæ 2 Jón Guðmundsson.
Mér dettur ekki í hug að bera
á móti því, að Jón Björnsson
hafi verið duglegur og fram-
takssamur bóndi; en hitt get ég
ekki fellt mig við, að öll hús
hafi verið vita. ónothæf og sömu
leiðis að túnið hafi allt verið í
kargaþýfi. Fyrsta verk föður
míns var að slétta og byggja
upp hús á Ölvaldsstöðum og
voru fimm hús í röð með stand..
þili niður úr í röð begar hann
hætti störfum. En með járni
voru þau ekki, En ólíklegt er að
græn þök felli þau úr gildi og
sízt hjá landbúnaöarráðherra. —
50 kinda fjárhús byggði faðir
minn frá grunni, 12 hesta, tví.
stætt hesthús, og stóran kálgarð
þar í kring; þetta var kallað á
bólinu. Vatnsveitu og varnar-
skurð gerði hann að vestan.
verðu við túnið, nátthaga fyrir
stórgripi gerði hami á svo.
nefndu Torfunesi. Kali var
nefndur á hægri hönd, þegar
riðið var heim traðirnar; hann
sléttaði hann allan. Gunnutún
var á vinstri hönd og það slétt-
aði hann að mestu leyti. Sýru.
hóll var austan bæjarins; þar
gróf hann ágætan brunn. Suður.
tún er kallað austur af fjósinu.
Þar gerði hann beðaslétíur. Þá
voru nú ekki önnur jarðvinnslu
tæki en spaði, skófla og gaffall.
Af framanskráðu sést vel
hvað margar frístundir faðir
minn hefur veitt sér. Enda
hefðu honum ekki verið veitt
verðlaun úr sjóði Kristjáns kon.
imgs fyrir framúrskarandi dugn
að við jarðabætur á Vatnshömr-
um í Andakíl, hefði hann verið
letingi og ónytjungur.
Þingból, 15. október 1948.
Vilhjálmur Jónsson.
Skýrsla áfengisvarnanefndar.
Fundizt hafa fyrir nokkru
tveir smekkláslyklar á sér.
kennilegri keðju. Þeir fundust
á planinu norðan Uppsala við
Aðalstræti. Eigandi vitji lykl.
anna á ritstjórn Alþýðublaðs-
EINS OG getið hefur verið,
átti áfengisvarnarnefnd tal við
blaðamenn s. .1. mánudag og
skýrði þeim frá störfum nefnd
arinnar frá því hún var stofn-
uð. Fer hér á eftir skýrsla
nefndarinnar;
,,Nefndin tók til starfa 28.
apríl og sambykkti þá að halda
að minnsta kosti einn regluleg
an fund á mánuði. Alls hélt hún
8 fundi á árinu og fékk fundar
sal bæiarráðs til fundahald-
anna. Auk bess fól hún form.
Þorsteini J. Sigurðssyni, Gísla
Sigurbjörnssyni og Árna Óla
að annast nefndarstörf milli
funda.
Það kom þegar í ljós, að frá
farandi áfengisvarnarnefnd
hafði ekkert starfað og varð
nefnd þessi því að skipuleggja
starfið frá grunni. Var þar við
ýmsa erfiðleika að etja, en þó
aðallega fjárskort því að nefnd
inni var ekki fengið neitt starfs
fé.
Nefndinni var frá upphafi
ljóst, að hún varð að leita sam
vinnu við ýmsa aðila, grennsl
ast eftir hug ráðandi manna á
ýmsum sviðum, og viðhorfi
þeirra til áfengismálanna, til
þess að vita, hvar hún mætti j
styrks vænta í starfi sínu og á 1
hvern hátt mundi hentugast að
starfa. Hefur hún því átt fundi
með ýmsum, eins og nú skal tal
ið:
11. júní átti nefndin tal við
lögreglustjórann í Reykjavík
um samvinnu þá, sem gert er
ráð fyrir milli nefndarinnar og
lögreglunnar (sbr. reglugerð
um áfengisvarnanefndir).
11. september boðaði nefnd
in til fundar að Jaðri flesta for-
menn félagasamtaka. íþróttafé
félaga og skemmtifélaga í bæn
um, þangað voru og boðnir
prestar bæjarins, fræðslustjóri,
íþró ttaf ulltrúi, lögreglust j ór i,
sakadómari, þrír læknar og
borgarstjóri. Sóttu þennan
fund 50 menn og var þar margt
rætt um ástand það, sem skap
azt liefur í borginni út af áfeng
isnautn, og hver ráð væru til
að bæta úr bví.
24. september boðaði nefnd
in í samráði við fræðslustjóra
til umræðufundar í G. T. hús
inu. Á þann fund komu um 30
skólamenn og menntafrömuðir,
og var þar rætt um drykkju
skap í skólum og óhollar
skemmtanir æskulýðsins og
hver ráð væru þar til úrbóta.
2, október átti nefndin fund
með Erlingi Pálssyni yfirlög-
regluþjóni, til þess að ræða um
meðferð ölvaðra manna, og
hvað gera þyrfti fyrir þá, sem
sjúkir eru af drykkjuhneigð.
4. október átti nefndin sam
eiginlegan fund með áfengis-
varnanefnd kvenna í Iðnó. Var
þar rætt um samstarf þessara
nefnda.
9. október boðaði nefndin
íðnrekendur og kaupsýslumenn
til fundar í G. T. húsinu og var
þar rætt um það tjón, sem at-
vinnuvegirnir bíða vegna
drykkjuskapar starfsmanna
sinna.
11. október gekk nefndin á
fund háskólarektors og ræddi
við hann um það, hvern styrk
sú virðulega stofnun gæti lagt
viðleitninni um aukna reglu-
semi.
12. október kom nefndin,
eftir áskorun, á fyrsta fund
áfengisvarnanefndar Hafnar-
fjarðar, til þess «ð ræða um
samvinnu milli nefndanna.
Þá hefur nefndin og átt fund
með F. Á. Brekkan, ráðunauti
stjórnarinnar í áfengismálum.
Um starf nefndarinnar að
öðru leyti er þetta að segja:
1. Þegar á fyrsta fundi skor
aði hún á ríkisstjórn að gefa út
og birtá skv. 26. gr. áfengis-
laganna útdrátt úr þeim lögum.
Það hefur ekki verið gert enn.
Nefndin hafði í sumar sam-
vinnu við frú Guðrúnu Kempf,
og með aðstoð hennar var hér
stofnuð deild úr ,,A. A.“, félags
skap ónafngreindra drykkju
manna.
3. Nefndin sendi áskorun til
ríkisstjórnar og bæjarstjórnar
um að ganga á undan öðrum
með góðu fordæmi og veita
ekki áfengi í veizlum.
4. Nefndin mótmælti því, að
áfengisveitingar væru leyfðar
um borð í Esju, undir því yfir
skyni, að hún væri skeimnti-
ferðaskip.
5. Nefndin hefur igert marg
ítrekaðar tilraunir til að reyna
að koma hér á fót hjúkrunar-
stöðvum fyrir áfengisjúklinga,
bæði karla qg konur, en það
hefur jafnan strandað á húsnæð
isleysi, þótt víða hafi verið leit
að.
6. Nefndin hefur sent áskor
un til ríkisstjórnar og bæjar-
stjórnar um það, að lögreglan í
Reykjavík fái nú þegar viðun
andi húsnæði fyrir þá menn,
sem lögreglan verður að taka
fasta vegna ölvunar.
7. Nefndin hefur haft sam-
vinnu við læknana Alfreð
Gíslason og Kristján Þorvarðs
son um væntanlegar tillögur
um meðferð drykkjusjúkra
manna í framtíðinni.
8. Að tilhlutun nefndarinnar
kom hingað í haust fyrsta send
ingin af ,.Antebus“-töflum og
hóf þá Alfreð Gíslason læknir
tilraunir um lækningamátt
þeirra gegn drykkjuskapar-
fýsn. Hefur þeim tilraunum síð
an verið haldið áfram, og í
mörgum tilfellum með mjög
góðum árangri.
Um fyrirætlanir og störf
nefndarinnar á þessu ári verð
ur ekkert sagt, að svo komnu.
Það fer eftir því, hve mikið fé
nefndin fær hjá hinu opinbera.
Hún hefur hvað eftir annað
farið fram, á að fá starfsfé, en
það hefur ekki fengizt enn,
þrátt fyrir skýlaus fyrirmæli í
reglugerð um áfengisvarna-
nefndir.“
í áfengisvarnanefndinni eiga
Maðurinn minn
. Berithard Frledrieh Schmidt,
Njálsgötu 30.
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
10. febrúar kl. l3/2 e. h. Blóm afþökkuð.
Fyrir hönd barna og tengdabarna
Anna Schmidt
sæti: Þorsteinn J. Sigurðsson
formaður, Árni Óla ritari, Gísli
Sigurbjörnsson gjaldkeri, Har-
aldur Norðdahl, Hersteinn Páls
son, Margrét Jónsdóttir, Sig-
þrúður Pétursdóttir, Karl
Karlsson og Sigurður Guð-
mundsson.
Nítján þáíttakendur í vélstjóra-
namskeiði í Olaísvík.
-— .......
Fimm bátar róa nú úr þorpinu.
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins í ÓLAFSVÍIv.
FYRIR NOKKRU LAUK í Ólafsvík vélstióranámskeiði
Fiskifélags íslands hinu minna, og hafði það staðið í .12 vik-
ur. Forstöðumaður og vélfræðikennari var Helgi Ki’istjáns-
son, Siglufirði. Aðrir kennarar á námskeiðinu voru Jónas
Þorvarðsson, skólastjóri, Þorgiis SteÆánsson, Magnúls Guð-
mundsson og Arngidmur Björnsson, héraðslæknir. Prófdómar-
ar voru, auk kennara, Jóhann Pétursson vélstjóri og Bjarni
Sigurðöson.
Nítján menn tóku þátt í nám-
skeiði þessu, þar af 10 úr Ól-
afsvík, 2 af Hellissandi og hinir
annars staðar að. Fjórir luku
prófi með ágætiseinkunn. Elín-
bergur Sveinsson, Ólafsvík,
varð hæstur, 47 tó .stig, Pálmi
Sveinsson hlaut 46%, Kjartan
Þorsteinsson 43 og Hilmar
Ágústsson 42.
Að loknu námskeiðinu héldu
nemendur kennurum samsæti í
samkomuhúsi Ólafsvíkur. Stýrðí
Hilmar Ágústsson hófinu, og af-
henti hann fyrir hönd nemenda
forstöðumanni námskeiðsins
vegle'ga gjöf.
FIMM BÁTAR RÓA
ÚR ÓLAFSVÍK
Fimm bátar róa nú úr Ólafs-
vík, og fóru þeir í fyrsta róður
sinn 28. janúar. Fram að þeim
tíma hafði verið beituskortur.
Þá komu 100 tunnur síldar, og
síðan hafa komið 450 tunnur af
norskri s'íl-d. Afli hefur verið
4—7 smálestir á bát í róðri.
OTTÓ.
erindi m núlima-
Framh- ^l 5. síðu.
samtökum, sem Rússar eru með
í, að verkalýðssamtök lýðræðis.
landanna geti knúið fram meira
en í bezta lagi hálfvolgt og
hættulegt samkomulag, þar sem
kommúnistar 'hafa öll trompin á
hendinni eftir sem áður; því að
enginn • ákveðinn kommúnisti
gerir neitt samkomulag af heil-
um hug'. Heima fyrir myndu
engin frjáls verkalýðssamtök
vilja þola verkalýðssamtök, sem
stofnuð eru af atvinnurekendum
og stjórnað af þeim, í sínum
röðum; enda væri það sjálfs.
blelcking að ætla, að slík verka.
lýðssénfetök myndu hlíta lýðræð
islegiím meirihlutasamþykktum.
En það er þó ennþá meiri og
hættújegri sjálfbblekking, að
ætla, að verkalýðssamtök ein.
ræðislandanna, sem stjórnað cr
í einu ,og öllu af ríkisvaldi
þeirra, . séu í þeim efnum
nokkru bétri.
í W.F.T.U. hafa Rússar þar að
auki aðstöðu til að skapa sér yf
irgnæfandi meirihluta hvenær
sem þeir telja það nauðsynlegt.
Til þess þurfa þeir ekki annað
en að tilkynna stórkostlega
fjölgun í vcrkalýðssamtökum
Rússlands eða leppríkja þess;
því að sjálfsögðu myndu þeir
neita öllu eftirliti með með.
limafjölda þeirra á nákvæmlega
sama hátt og þeir hafa vísað á
bug hvers konar alþjóðaeftir-
liti hjá sér með framleiðslu
kjarnorkuvopna. Öfl frjálslynd
isins og lýðræðisins ættu því
fyrir löngu að vera búin að gera
sér grein fyrir því, að í ,,sam.
fylkingu“ við kommúnista eru
engar líkur til þess, að þau
geti leikið á þá, svo óheilir og
samvizkulausir sem þeir eru.
Það er líka með öllu ómögulegt
að sigra andstæðing þótt ekki
sé nema í venjulegri refskák á
þingi, ef hann virðir allar leik-
reglur þar að vettugi.
(Niðurlagsgrein næst.)
MARTIN LARSEN sendi-
kennari byrjar fyrirlestra sína
í dag, miðvikudaginn 9. febrú
ar kl. 6,15 í III. kennslustofu
háskólans.
Fyrh’lestrarnir fjalla um
danska nútímarithöfundinn
Martin A. Hansen.
Þeir, sem hafa hugsað sér
að sækja fyrirlestrana eru
beðnir að koma til viðtals við
sendikennarann skönrmu fyr
ir tiltekinn fyrirlestrartíma.
Fyrirlestrarnir verða senni-
lega ekki auglýstir í hvert
sinn hér eftir.
Tunnuverksmiðjan
á Akureyri.
Frá fréttaritara Alþýðubl.
AKUREYRI í gær.
TUNNUVERKSMIÐJA ríkis.
ins mun hefja smíði tunna nú
bráðlega. Munu 12 menn vinna
þar, þegar byrjað verður.
Akureyrarbær hefur að und-
anförnu haldið uppi atvinnu.
bótavinnu fyrir um það bil 40
Imanns.
HAFR,