Alþýðublaðið - 11.02.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.02.1949, Blaðsíða 6
8 ALÞÝÐUBLAÐ8Ð Föstudagur 11. febrúar 1949. Leifor Leira: VEÐURFRÆÐILEG FANTASÍA I. Guð veðranna var orðinn gráskeggjaður og hrukkóttur öldungur þegar hann kynntist ungfrú veðurfræði, yndislegri og vel menntaðri stúlku, -— en dálítið óáreiðanlegri. Þessir gömlu, gráhærðu öldungar geta reynzt furðu sprækir, begar svo ber undir.------- II. Unga konan sat þögul og þungbúin; þannig hafði hún setið kvöld eftir kvöld.------- Gamli gráhærði öldungurinn gaut til hennar augunum, þetta kvenfólk, þetta kvenfólk. ■— ---- Og karlinn stundi og klóraði sér bak við eyrað. III. Og skyndilega tók skröggurinn rögg á sig! Villt geim mun hún þrá! Villt geim skal hún fá! Og hann mælti: „Ástin mín, nú tökum við til í húsinu; grýtum öllum gömlum birgðum af veðri og óveðri út um gluggana! Og unga konan reis á fætur. — •— Reis á fætur og brosti. Halló, darling! Villt geim upp fyrir þak! Jibby! TÍZKAN! TÍZKAN! Sá boðskapur hefur-gengið út frá goðunum í tízkuhofinu í Vicki Baum HOFUÐLAUS ENGILL. París, ó; konur! að þar megi vænta nýrra og örlagaríkra stefnubreytinga, sem marka muni straumhvörf í þeirri vold- ugu hreyfingu, er ræður útliti og fyrirkomulagi þess hjúps, sem hylur og um leið eykur yndisleik yðar augum karl. mannanna. Mun óhætt að segja, að þeir hinir pólitísku hofgoðar, Truman og Stalin, séu harla valdavana í öllum sínum voldugleik, samanborið við þá, sem fara með hlauttein og hring í hofi tízkunnar, og að hinar pólitísku ræður þeirra og boðskapur veki harla litla at. hygli, samanborið við tízkuboð-, skapinn. Og 1 ár er boðskapurinn úr tízkuhofum Parísarborgar at. hyglisverðari en nokkru sinni fyrr, „eins og áður er um get. ið“. Gleðiríkur boðskapur mun hann flestum, ekki þarf að efa það! Sjá, kjólar og kápur eiga að styttast til muna-------stytt- , ast — -----styttast! Þá hlotnast ungum stúlkum aftur sú ánægja að finna aðdá- unarþrungið augnaráð karl. mannanna hvíla á fagurlínuð- um fótleggjum þeirra. Og um leið hlotnast karlmönnunum aft ur sá unaður, er slík sýn veitir fegurðarþyrstum sálum þeirra. Já, — kjólarnir eiga að stytt. ast! Hugsið ykkur það, ó, kon. ur! Þrífið nú skærin og klippið og klippið neðan af síðkjólum ykkar og skottkápum! Klippið og klippið, — en geymið samt afklippurnar. Það er vissara. Því hver veit nema hofgoð- um tízkunnar snúist hugur, og að kjólarnir og kápurnar síkki aftur á næsta ári.----------- Því, — eins og hofgoðar tízk. unnar hermdu í boðskap sínum, ó, konur! (í þýðingu Ríkisút. varpsins): — Það skiptir minnstu máli hvort kjólarnir eru stuttir eða síðir, — aðalat- riðið verður hvort eð er alltaf það, sem hjúpað er! Ótízka. J Kaupum fusfcur Baldursgötu 30. TvTrrvTrrhYTíTrTvTrrrn Lesíð Álþyðublaðíð! arrar, og orðið að beita persónu legum töfrum sínum meir á ein um degi en frú Pompadour á heilu ári, eða svo sagði hann. , Lindita“, sagði hann við mig eftir enn eina árangurslausa, þreytandi ferð,- Lindita mia, viltu vera góð og hlýðin kona og vera fáeina daga hér á þessu hóteli meðan ég fer til Bonn til þess að freista gæfunnar þar? í Bonn á ég nokkra áhrifa mikla vini, D’Abrazin greifa og svo St. Clair liðsforingja. Ég er viss um að þeir munu reyna að hjálpa mér eitthvað. Það tekur mig ekki langan tíma“. Strax var eins og þyrmdi yf ir mig. Svo fljótt?'Hugsaði ég. „Svona fijótt viltu skilja mig eftir eina“3 sagði ég upphátt. „Og það er ekki lengra síðan en í vikunni sem leið, að þú sagðir mér að við mundum aldrei skilja framar, ekki einu sinni einn einasta dag“. „Ekki eina einustu nótt, ef ég mætti ráða. En það eru á- stæður —“ ,,Ég hirði ekki að heyra um ástæður þínar. Ef þú þarft að fara til Bonn, skal ég fara með þér. Ég bara blátt áfram vil ekki vera ein á þessu hóteli, þar sem ég get ekki stungið höfðinu út um dyrnar án þess að ég sé ekki ávörpuð af ein. hverjum frekum liðsforingja úr her Napoleons, uppblásnum af sigurgleði". „Ef það væri mögulegt fyrir mig að taka þig með mér, þá veiztu það, að ekkert skyldi aftra mér. En það er ómögu- legt“. .,En hvers vegna? Hver er ástæðan?“ „Þessi“, sagði hann. „Þessi — og geturðu sagt mér nokkra, sem er betri“, sagði hann og glotti við„ og sneri vösum sín. um við, hverjum á eftir öðrum, og að lokum tók hann upp budduna sína, og hristi hana og fáeinir smáskildingar ultu ofan á gólfið og hann fleygði tómri buddunni á borðið. „Við erum ,,borasco“, hjartað mitt. Það segjum við námumennirnir, þeg ar náman er algerlega uppur- in“. Ég býst við, að þessar óvæntu fréttir hefðu átt að hafa meiri áhrif á mig en þær gerðu, en hugur minn var bundinn við aðskilnað okkar en ekki fjár málin. „En ef þú hefur litla peninga, þá kostar það sannarlega miiina að taka mig með, heldur en að láta mig búa hér á dýru hóteli“, andmælti ég, ekki að ástæðu- lausu. „Fjandinn hafi það, kvgnmað ur, skilurðu ekki? Ég blátt á- fram verð að skilja þig eftir hérna og sverðið mitt og farang ur líka, sem — sem tryggíngu, skilurðu ekki?“ ,,Þú átt við, að ég er veðsett hér?“ hrópaði ég, og svo fór ég að hlæja. Mér fannst þetta ó- skaplega hlægilegt; og Felipe, sem hafði horft ,á mig með hrukkótt ennið, andvarpaði feg insamlega. „Þú getur kallað það það, ef þér finnst það gam an“, sagði hann, og var nú líka farinn að hlæja. „En hafðu engar áhyggjur í litla kollinum þínum. Þegar ég kem aftur frá Bonn skal ég ekki aðeins hafa vegabréfin okkar í lagi, heldur skal ég líka koma með sekki fulla af skildingum með mér, sjáðu til“. „Væri það ekki einfaldara að veðsetja ferðaáhöldin þín í staðinn fyrir ástrney þína?“ „Hvað?“ , Gull-ferðaáhöldin þín með skjaldarmerki þínu og kórón- unni; þvottafatið og könnuna og bikarinn", sagði ég; það var satt, ég hafði aldrei séð þessa dýrgripi, en einhvern veginn hafði mér aldrei dottið í hug að efast um, að þeir væru til. , Eða var þetta bara tilbúning- ur til þess að styrkja lánstraust þitt?“ bætti ég við og var eins og leiftur færi um huga minn“. „O það“, sagði hann utan við sig, og strauk með tveim fingr- um þýðlega meðfram vörum mínum. Þetta voru mjúk og einkennilega innileg atlot, og þegar mig dreymir um Felipe í ; dag/fjörutíu árum seinna, gerir j hann þetta stundum enn þá, og svo vakna ég og veit ekki hvers : vegna ég er svo glöð og finn . svo lítið til þess, hve ég er orð in gömul og þung á mér það sem eftir er dagsins. ■ „Ó, þeir“. sagði hann. , Þeir voru gjöf, sem faðir minn sendi mér, þegar ég komst á legg. Til allrar óhamingju varð ég að skilja þá eftir um það leyti, sem ég var að reyna að gleyma þér. Þú veizt. að það eru aðeins þrjár aðferðir fyrir mann til að gleyma konu? Og allar jafn dýr ar. Ég drakk, ég spilaði fjár. hættuspil og ég reyndi að skemmta mér með stúlkum. Dapurlegri skemmtun vil ég ekki óska versta óvini mínum. Ekki einu sinni Manuel Godoy. En vertu alveg róleg, Cara- linda. Undir eins og Roberto sendir mér eitthvað —“ Tíu dögum seinna kom hann aftur frá Bonn, vegabréfalaus,: en með pyngjuna fulla af pen. ingum, og Domingo kom hlað inn af kössum, sem í voru dá- samlegur fatnaður eftir nýjustu; Parísartízku handa mér. Ég varð undrandi og mjög glöð. Með þessum djarflegu og áber andi fötum úr franska keisara veldinu, virtist breytingin á mér úr feiminni þýzkri sveita greifafrú í djarfmannlega heimskonu vera fullkomin. Felipe athugaði með velvild áhrifin, sem gjöf hans hafði. „Þetta er það eina góða, sem komið hefur frá þessum Napo- leon Bonaparte", sagði íhann og kímdi. „Ég geri ráð fyrir, að við ættum að vera honum þakklátir fyrir að taka ykkur konurnar úr þessum fangelsum ykkar úr hvalskíðum og pilsa fargani og .kenna ykkur það. að það eru aðeins þær Ijótu, sem þurfa að fela sköpulag sitt. f Mexikó verðurðu kölluð „curintaca" mín og á mig verð ur skorað í einvígi í hvert sinn er þú gengur yfir götu“. Ég gekk fram og aftur fyrir framan spegilinn, óvenjulega ánægð með sjálfa mig eins og ég var, há í mittið, grönn og hörundsbjört. „En hvar fékkstu penirigana fyrir öllu þessu, Felipe? Það eru engar gullnámur í Bonn eftir því, sem ég veit bezt“. „Betra en það, Caralinda. Það eru spilaborð og billjard borð. Það, sem ég vann ekki af D’Abrazin fékk ég lánað“. Hinar skyndilegu breytingar á fjárhag Felipe ollu mér hvorki mikillar undrunar né áhyggja. Ég áleit það alveg eðlilegt, að aðalsmenn væru skuldugir; mismunurinn var að eins sá, að í Helgenþausen varð MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING NÚ TEKUR dansmærin aftur að stíga rtingsdansinn, æstan og tryllt- an. Soldáninn horfir hrifinn á. — — en óvinahersveitirnar nálg- ast vörzlulaus borgarhliðin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.