Alþýðublaðið - 15.02.1949, Page 5
Þr’íðjudagtu 15. febrúar 1949
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
9 9
/ r
I marz-apríl koma út á vegum Islendingasagnaútgáfunnar 3 bindi Riddarasagna.
Á íslandi hefur varðveizt fjöldi handrita af ridSarasögum, en. aðeins örfá
þeirra hafa verið gefin út.
Þar sem stafsetning á þessum sögum prentuðum og' í handritum er svo marg
vísleg, hefur það ráð verið tekið að færa þær til nútímastafsetningar að mestu.
Bókmenntagrein þessi er frönsk að uppruna, en elztu riddarasögurnar voru þýdd-
ar í Noregi á fjrrri Hluta 13. aldar. En sne.mma tóku íslendingar sjálfir að semja
sögur í þessum sama stíl og héldu því áfram í margar aldir.
Frumtextarnir frönsku voru hvæði, sum þeirra eru nú glötuð, og' önnur hafa
tekið miklum breytingum. Hafa því þessar þýðingar, sem hér hafa varðveizt
verið frönskum bókmenntafræðingum ómetanlegar heimildir um sögu þessar,
ar bókmenntagreinar á Frakklantli.
Sögur þær, sem út verða gefnar núna eru þessar:
I. bindi
Saga af Tristram og ísönd (norsk)
Möttuls saga (norsk
Bevers saga (norsk)
II. bindi
ív-ents saga (norsk)
Partalópa saga (norsk)
Mágús saga jarls (íslenzk)
(Bragða-Mágús saga)
III. bindi
Mírmanns saga (íslenzk)
Sigurðar saga þögla (íslenzk)
Konráðs saga keisarasonar (íslenzk)
Samsonar saga fagra (íslenzk)
(Samson fríði og kvintalín kvenna
þjófur).
Sögur þessar fjalla um líf riddaranna, ævintýri þeirra, ástir og hetjudáðir.
/ _
Riddarasögurnar irunu tvímælalaust vera það skemmtileg asta og merkilegasta, sem íslenclingar hafa samið um erlent cfni.
Hvergi hefur notið sín betur fjörugt og auðugt ímyndunarafl íslendinga en í þessum sögum.
Þó að sögur þessar séu hinar merkilegustu og erlendar stórþjóðir myndu vera hreyknar af að hafa varðveitt þær og eiga
\\ slík rit á sinni tungu, verður ekki annað sagt, en að Islendinga r hafi á síðustu tímum sýnt þeim Iítinn sóma. í rauninni hefur
þessi fjáfsjóður verið algerlega lokaður fyrir öllum þorra land smanna, þar sem öll handrit eru löngu komin á söfn og útgáfur
fáar, flestar erlendar, hafa lítt borizt hingað og eru fremur ger ðar fyrir fræðimenn en bókelska Ieikmenn.
íslendingasagna. og Haukadalsútgáfan hyggjast að bæta úr þessu og mun u byrja með þessi þrjú bindi í sama broti og gerð og fyrri bækur útgáfunnar.
Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. mun sjá um þessa útgáfu og mun nafn hans eitt næg trygging þess, að verkið verði vel unnið. Halldór Pétursson
listmálari hefur teiknað saurblöð, titilsíður og upphafsstafi.
Verð þessara þriggja bóka verður kr. 100.00 óbundnar
ogkr. 130.00 ískinnbandi.
Ég undirrit. . . ■ gerist hérmeð áskrifandi að Riddarasögum Hauka-
dals_ og íslendingasagnaútgáfunnar, og óska eftir að fá bækurnar inn.
bundnar — óbundnar.
Litur á bandi óskast í
Svörtum lit
Brúnum lit
Rauðum lit
(Strikið yfir það,
sem ekki á við).
Nafn . .
Heimili .
Póststöð
íslendingasagnaútgáfan — Haukadalsútgáfan
Pósthólf 73.
Túngötu 7. — Sími 7508.
Reykjavík.
I
»—•*'
Gerisí sfrax áskrifendur að Ridd arasögunum.
r
biendingasagnaúfgáfan — Haukadaisúfgáfan
Pósthólf 73 -— Túngötu 7 — Sími 7508 — Reykjavík.