Alþýðublaðið - 24.02.1949, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 24.02.1949, Qupperneq 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ 6 Fimmtxidagur 24. febrúar 1949. v Frú Dáríffur Dulheims: A ANDLEGUM VETTVANGI. Ég er stundum dálítið hugs. andi út af heimsmálunum. Én þær áhyggjur valda mér sjald- an leiðindum til lengdar. Þau eru bara hégómi og slúður, þeg. ar allt kemur til alls. Það getur vel verið, að þessir forkólfar þarna úti í löndum finni upp á einhverju sem valdið getur okk ur dálitlum óþægindum um skeið, — og samt er það í raun- inni óþarfi að láta þeim takast það. Ykkur kann nú að finnast þetta heldur djúpt í tekið aus- unni, — en ég hef meira til míns máls en margan mun gruna í fljótu bragði. Gamalt máltæki segir, að það illa, sem manninum er óvitandi, skaði hann ekki. Með öðrmn orðum, •— ef maður veit ekki af því illa, gerir það manni ekki mein! Þetta er nú allur galdurinn! Og nú hafa erlendir vísindamenn sannað, að þetta sé rétt, eins og svo margt annað, sem þjóðtrúin hélt fram. Þó telja þeir að eit- ur, sem maður drekkur, hafi ef til vill sömu verkanir, enda þótt maður viti ekki annað en það, að maður sé að cirekka vítamínblöndu, en hins vegar sé reglan örugg, hvað snertir allt sálrænt og svoleiðis. Og yfirleicí verða þessi erlendu mál öll að teljast sálræn, að minnsta kosti á meðan þau eru aðeins í munni og blöðum. Það er þess vegna ráð mitt, að xúð látum sem við heyrum ekki hvað þeir þarna úti í löndum eru að ráðgera og bralla. Birt. um engar erlendar fregnir, — nema af stórslysum, og eins ef einhver blessuð prinsessan á barn í vændum, — steinþegjum um þessa útlendu fauska, — nefnum þá ekki á nafn fremur en þeir séu ekki og hafi aldrei verið til. Ef við þurfum endilega að rífast um eitthvað, þá held ég að við getum dundað við að ríf- ast um Krýsuvíkurveginn. Og svo er enn eitt, og það er ef til vill það nauðsynlegasfa. Það eru straumarnir. Þessir hlýju, vermandi straumar, sem myndast í sálinni og hita upp j umhverfið. Ef maður t. d. hugs. ar hlýtt til einhvers manns, get- ur það haft aldeilis stórkostleg: áhrif. Þeir geta tendrað í sál hans göfugar tilfinningar ög breytt öllu hugarþeli hans. Það er margsannað. Þess vegna er okkur nú hin mesta nauðsyn, að koma á stað hreyfingu, er gang. ist fyrir því að við hugsum hlýtt til þeirra erlendra manna, sem mest eru ráðandi. Það ætti meira að segja að boða til funda, — bezt væri að hafa fjöldafundi í öllum kaupstöðum landsins og sveitum sama dag- inn og á sömu stundu; engin ræðuhöld, heldur bara að syngja eitthvað fallegt fyrst, og svo sætu allir og hugsuðu hlýtt til þessara manna. Slík hugsana. samtök myndu vekja aldeilis agalega sterka ylstrauma, ♦ sem borið gætu, — já, hlytu að bera gífurlegan árangur. Líka mætti spila örveikt á eitthvert fallegt blásturshljóðfæri á meðan, til þess að samræma hugsanaork. una----------- Vel væri hugsanlegt að helga hverjum einum erlendum vald- hafa sinn specialdag. Sumum jafnvel tvo. Einhverjir kunna að enda á, að þetta minni of mikið á, þegar frumstæðar þjóðir séu að færa myrkravöldunum fórn. ir, svo að þau skaði þær ekki. En þetta er alt annars eðlis, því að þetta eru sálrænir straumar, — nú, og þó svo væri, að þetta sé eitthvað svipað í framkvæmd inni, sé ég ekki neitt ljótt við það. í andlegum friði. Dáríður Dulheims. Vicki Baum 55 HOFUÐLAUS ENGILL Svefnherbergis- húsgögn NotuS svefnherbergishús- gögn til sölu. Tækifærisverð'. Upplýs- ingar hjá Jóh. Karlsson Þingholtssíræti 23, fyrir spurnum ekki svarað í síma. .JX Lesið I .§ B S 10! heitu smjöri. Saltþefurinn frá sjónum, karlmannlegur þefur af tjörguðum viði, svita og striga, sætur ilmur af gljábornu bláu hári og ilmvötnum, þefur hrörnunar og lífs. dauða og frjósémi kominn saman í eitt. Og gegnum alla þessa lykt skárst hinn megni daunn af sýkinni, og þegar fátækt, fá- víst, -hjátrúarfullt fólkið var að reyna að svæla hana út. því að ef þetta var ekki farsótt, heldur aðeins venjulegur far- aldur af gulu, þá var eitthvað mjög óheillavænlegt, sem lá undir sakleysislegu yfirborði gatnanna. Tvisvar sinnum höfð um við næstum rekizt á flutn- ingsvagna, sem komu skrölt- andi á tveim gríðarstórum hjól um eftir strætunum, og nómu staðar hér og þar til þess að taka upp einhvern stirðan, kald an líkama, hjúpaðan í hvít-t lak eða vafinn í brúna ábreiðu. Og maðurinn, sem staulaðist fram með kirkjuveggnum, og æpti svo skyndilega upp yfir sig, baðaði höndunum ámátlega út í loftið, og hné svo niður og lá eins og hrúga af gömlum föt. um, sem enginn var í — þessi maður var ekki drukkinn eins og ég hélt fyrst, heldur var hann að deyja fyrir augunum á mér. Svolítill dökkbrúnn blett ur sást á jörðinni undir honum, hann hafði kastað upp um leið og hann tók síðustu andköfin, og þarna lá hann, yfirgefinn, samanhnipraður, og allir flýttu sér framhjá honum og muldr- uðu bænir eða gerðu krossmark og skildu hann mönnunum með hetturnar eftir og líkvagninum. Og þannig byrjuðu hinir ein kennilegu hrakningar fyrsta daginn minn í Mexikó. Posada de San Rosario, sem við fórurn fyrst til, var illa hirt hús að ytra útliti, og Domingo varð að stikla yfir heilan haug af áburði, sem fleygt hafði ver ið á götuna, áður en hann komst að lokuðum dýrunum og gat barið á þær. Að stundu liðinni voru þær opnaðar og drauga- legur mað'ur með daufleg aUgu kom í ljós. Þrátt fyrir hitann var hann dúðaður í langsjal alveg upp að hálsi, og það' sem hann lagði til málanna, var að. allega að hrista höfuðið eða yppta öxlum. Bak við hann í dyragættinni húktu börn af öll um stærðum á gólfinu, öll dúð uð, og öll með þessi daufu augu malaríusóttarinnar. Felipe bölv aði með sjálfum sér og sté út úr vagninum til þess að ráðgast við Domingo. Þá var dyrum hússins lokað aftur. Domingo settist í ökumannssætið, og Felipe settist aftur við hlið mér. „Það lítur út fyrir, að þau taki ekki á móti neinum gest- um. Ronan er veik og maður- inn nennir ekki að sinna okk. .ur“, sagði hann reiðilega. „Jæja, það gerir ekkert til“. , Börnin litu út fyrir að vera líka veik. Hver hjúkrar þeim?“ spurðj ég. Felipe leit undrandi á mig. „Hver kærir sig um það?“ sagði hann hirðuleysis- lega. „Hver kærir sig urn það. Chiquita?“. Ja, ég geri það, hugsaði ég. Felipe hafði herpt saman varirnar og var í djúp- um hugleiðingum. „Við förum bara heim til vinar míns, Don Alfonso Peratta og verðum þar í nótt. Öll viðskipti mín hér í hafnarborginni eru í hans höndum og hann mun búast við mér. Ég er hissa, áð hann skyldi ekki taka á móti okkur á bryggj unni, en hann er mjög störfum hlaðinn. Það var heimskulegt af mér að fara ekki með þig beint til Casa Peratta. Fyrir. gefðu mér, Hijita, viltu gera það?“ En þegar við komum að hinu glæsilega en skuggalega húsi Peratta þá sáum við, að allir gluggahlerar voru fyrir, og það var jafn eyðilegt og önnur hús, þar sem gulan hafði herjað. Jafnvel litli loginn í rauða gler kúplinum undir Maríulíknesk- inu yfir dyrunum var brunninn út, og það, að þennan hollustu vott skyldi vanta, sýndi betur en nokkuð annað þá sorgar. sögu, sem átt hafði sér stað. Það var þegar orðið kvöldsett, þegar Domingo barði að þessum þöglu dyrum. Við biðum enn á báðum áttum, þegar líkvagn- inn fór fram hjá. Einn af hettu ldæddu mönnunum kallaði á bak við grímu sína, að Don Alfonso og tengdadóttir hans hefðu látizt samkvæmt vilja guðs fyrir tveim vikum, en að sonurínn, Don Enrique Peratta, sé enn á lífi og hafi farið’ til sveitaseturs síns við Xalapa. Nú var ég orðin ógurlega þreytt og hafði ákafan höfuð. verk og sárverkjaði í augun, ég hafði séð of mikið, dagurinn hafði verið eins og, rnörg ár. og aldrei hafði neirin skrautleg ur kjóll orðið eins þvældur. Eg fór að verða nöldursöm. „Hvers vegna förum við bara ekki á hótel?“ „Það er ekkert hótel í Vera Cruz, kjáninn minn. Þetta eru ekki Feneyjar eða París“. ,,Engin krá, ekkert gistihús, enginn staður, þar sem hægt er að hvíla sig?“ „Mesanes, jú, en þú mund- ir ekki kæra þig um að sofa á gólfinu með múlrekunum og' múldýrunum þeirra“. ,,En um borð í skipinu þá?“ „Ómögulegt. Skipið er kom ið til Isla de los Sacrificio í sóttkví“. , En hvar sofa ferðamenn á nóttunni í þessu gestrisna Mexikó þínu?“ spurði ég . og varð reið og mér féllst hugur. ,,Ef ég væri einn mundu margir af ógiftum vinum mínum bjóða mér heim til sín. Vand- ræðin eru, að þú ert hefðarfrú. Það eru fáar hefðarfrúr, sem ferðast um, skilurðu“. ,,Það var þessi Mendoza kona; hvar dvelur hún í nótt?“ , Það er allt annað. Dona Filo mena er undir persónulegri vernd Virreys, og hún er mjög trúrækin kona. Hún er gestur abbadísarinnar við klaustrið: Hið heilaga hjai’ta Jesú. Það er pijög skiljanlegt, að nunnurn ar taki fegins hendi á móti henni“. ,,Og nunniurnar mundu ekki Ieyfa mér að vera eina nótt?“ Felipe hikaði við að svara, og það kom dálítil þögn á mill um okkar. „N.ei, Caralinda. þig mundu þær ekki hýsa“, sagði hann rólega. Það var orðið dimmt nú, en heitara en áður, enn þá sást ekki himininn, engar stjörnur, ekkert andrúmsloft. Ég dró að mér hönd mína. , Hvað er þetta, elskan mín?“ spurði hann. „Ekkert. Ég er þreytt; ég vildi að ég væri dauð“. Kannske verð ég bráðum dauð, brá fyrir í þreyttum huga mínupi. Kannske dey ég úr péstinni og verð saumuð jnn í striga og fleygt fyrir borð; eða é;g dey úr gulunni og verð tínd upp ásamt tutíugu öðrum líkum og grafin með þeim,. Þá fór ég að hlægja, vegna þess, að þétta skipti svo litlu máli. Ég hafði verið g'rafin fýrir löngu síðan í minni eigin snotru gröf í Helgenhausen. SOLDÁNINN: Handsamið þá! DANSMÆRIN: Útlendingur! Éf þú sveiflar sverði jafn vel os bú kyss. ÖRN (að bardaganum loknum): Sam- ir —:------ særismennirnir, herra soldán!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.