Alþýðublaðið - 20.03.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.03.1949, Blaðsíða 6
6 v ALÞÝÐUBLAÐIÐ Suimudagur 20. marz 1949. Leifur Leirs: KVEBJA frá sumttm til sumra. (Lauslega þýtt úr norðlenzku). Þú rannst í hlaðið í rauðUm Skóda; og rattið blikaði í höndum þér. H}á grænni heylön Við gin og sóda ég gleymdi hrífunni og sjálfri mér. Ég heyri álengdar hjólaskrallið og horfi timbruð eins langt og sést, Ó, ef þú kæmir á braggaballið; æ, bara ef vissi ég hvað þú hézt. Þótt líði dágar og líði nætúr sjást lengi í.tröðum hiólaför. Er kuldinn næðir um daladætur þær dreymir bílgesti og meira fjör. ALSO SPRACH ZARATiíCSTRA. ,,Mér finiist bví, að það væri mjög vei athugandi að fá hingað stór íankskip með kæiihúnaði fyrir Marshallfé og flytja út okkar ágæta vatn . . . Það yrði fundið fé fyrir okkur . . . Og Zarathustra leiddi læri- sveina sína inn í baðstofugöng in, bauð þeim setjast á palL skákina, en tyllti sér sjálfur á fletið undir ljóranum; en á það var breitt salunsofið brekán og gæruskinn af mógolsóttum for- ustusauði, marghyrndum og vaninhyrndum, þar yfir, og var þetta Hliðskjálf hins spaka Zarathustra, er hann þuldi læri sveinum fræði sín. Og Zarathustra tók hrosshárs lyppu og halanagaða snældu upp úr rúmshorni sínu, setti ‘upp stjórnarskrárnefndarhatt- inn úr Kron, tók að spinna af ákefð, velti snældunni skjótt og títt um lær sér, tók bakföll og teygði lyppuna og glápti við og 1 við Upp í Ijórann, til þess að gæta að hvort andinn kæmi I ekki þar niður, ríðandi glám- i skjóttum eða móálóttum . . Og allt í einu tók hann við bragð mikið, því nú kom and- inn; tók þá Zarathustra að rymja og stynja og gengu af honum hörð búkhljóð hvar vetna, unz hann að lokum hóf upp raust sína: „Sjá!“ mælti hann, — „sjá, ráð hef ég fundið, ó, þér mínir læralingar! Ráð við opinberum áhyggjum og barlómi gjaldeyr isskorti, kreppu, og hvers kyns fári! Ó, hlustið, þér mínir læra lingar!“ „Niður fjallshlíðar vorar falla vötn mikil og björt, hverra vatn er heilnæmara og bragð betra, heldur en nokkuð annað vatn í víðri veröld. Þetta er fyrsta forsenda bjargráðsins.“ „Úti' í löndum eru þjóðir, hverra meðlimir eru feitir, vambmiklir, þrútnir og rauð- ir um nef og' vanga, þeldökkir, illeygir og allir hinir álappaleg ustu. Þpssir menn eru tapaðir og dæmdir, sokknir í fen synda og lasta upp fyrir haus. vegna þess, -— ó, mínir læralingar, — að þeir þamba bjór; þamba á- fengan bjór. Þetta er önnur for sendsn „ . .“ „Og þessi bjór er gerður úr ýmsum efnum, meðal annars vatni. Og eftir því, sem vatnið er. bragðbetra og heilnæmara, verður bjórinn meira gómfreist andi og óheilnæmari. Þetta segir hann mér, andinn á þeim glámskjótta, því að sjálfur hef ég aldrei slíka ólyfjan bragðað. enda er ég fyrirfrám dæmdur til hjálpræðis . . .“ „Og nú, mínir læralingar, — nú flytjum við til þeirra ár vorar og vötn með bógbreiðum tankskipum; seljum þeim vatn í bjórinn fyi’ir þúsundir, — já, Eyrir milljónir og tugmilljónir, — ó, mínir læralingar!“ „Og ár vorar munu halda á- fram að streyma, þótt af þeim verði tekið, vötn vor halda á- fram að spegla „Fegurð himins ins“ þótt úr þeim verði ausið, — og þambarar þjóðanna munu þamba sig í hel af bjór þeim hinum gómfreistandi, sem bruggaður verður úr blátærum vötnum vorum . . . „Og, ó, — mínir læralingar! Mikil- er speki andans á þeim glámskjótta! Enginn mun geta álasað oss, ekki einu sinni góð templarar, þar eð vér flytjum aðeins út vatn, — vatn — blá- tært vatn, hið bragðbezta og heilnæmasta í heimi. •— Og er Zarathustra hafði þetta mæltt, ók hann sér og tók að naga snælduhalann. En Vicki Baum ' HOFUÐLAUS ENGILL að það heyrðist. „Fyrirgefðu mér og reyndu að skilja mig. Barn er það eina, sem ég get ekki veitt þér.“ Ég hafði þráð að eignast barn meira en nokkuð annað allt ■raitt líf. Barn með Felipe, fal- legt, stórlátt, sterk og veikt eins og Felipe, óskilgetið eins og Felipe. Hver taug og æð líkama míns hafði þráð þetta barn, þá síðustu fullnægingu. Ég hafði oft talað um það við Mariu- myndina í svefnherbergi mínu. sem líka átti barn, og hún var eina konan, sem ég þekkti í þessu ókuna landi. Nú átti ég aftur tal við hana. Gleymdu því, sem ég bað þig, sagði ég; ó, gerðu það! gleymdu því! Ég meinti það ekki alvarlega. Það var hræðilegur misskilningur. Ég leit ekki á afleiðingarnar. Gleymdu því! Ég talaði Iíka við móður Consuelo, sem kunni dálítið fyrir sér. Ég drakk hið and- styggilega brugg, sem hún gaf mér, og fór með einhverjar skuggalegar særingar. Og tveim dögum síðar fylgdi ég litlu, fögru vonunum mínum til graf- ar í kyrrþey, og eftir var gap- andi tómleikinn. Ég elskaði Felipe; en enn þá þekkti ég hann ekki,, þennan eilífa útlending minn. Á þriðja ári mínu í Mexikó varð ég barnshafandi. Ég reið út í hæðirnar, alein, og settist niður í hellismunna nokkrum, í svölum skugga, vegna þess að ég þurfti að hugsa um þetta nýja, sem komið var, og hugsa það alveg til enda og taka á- kvörðun. Ég dvaldi þarna í marga tíma og fór ekki til borg- arinnar fyrr en sólin gekk til viðar í sínum skæra gula lit, eins og títt var þar um slóðir. Öll óeirð var horfin úr mér; ég kreppti hnefana, beit á jaxlinn og herti mig upp og brynjaði mig fyrir bardagann, sem í vændum var. Þetta var mitt barn, tíugsaði ég, og ég vil eignr ast það, og það skal lifa. Það er mitt barn, þó svo að ég þurfi að flýja vegna þess og fela það og biðjast beininga vegna þess, þá vil ég eiga það. Jafnvel þótt ég verði að sleppa Felipe til að halda barni mínu. — Þetta var erfiðasta ákvörðun upp um Ijórann hvarf andinn á þeim glámskjótta og teymdi þann móálótt.i . . . lífs míns, miklu erfiðari en það hafði verið að fara frá Helgen- hausen og fara burt með útlend- ingf. Já; en þó að ég verði að velja milli Felipes og þessa barns, þá vil ég eignast barnið, sagði ég við sjálfa mig. Felipe hafði oft komið mér á óvart, en aldrei meir, en þegar ég sagði honum tíðindin. Hann varð alveg óður af gleði. Hann æpti, hann hló, hann grét höf- ugum tárum; hann hvíslaði og hann baðst fyrir. Hann lyfti mér upp og dansaði með mig um herbergið, og á næstu stundu setti hann mig frá sér eins og barmafullt, brothætt glas og hringsnerist á tánum í kring um mig. Hann kyssti á mér hendurnar og augun; hann kraup niður fyrir framan mig og lagði eyrað að maganum á mér, eins og til að hlusta eftir hinu þögla, örlitla lífi þar inni. Hann jafnvel talaði við son sinn gegnum líkama minn; það þarf ekki að taka það fram, að barnið var auðvitað drengur; — hann ávarpaði hann sem „Vu- estra Merced", sem „ýðar náð“ og „yðar hátign“. Hann lofaði honum vöggu úr g'ulli og ráð- lagði honum að angra ekki móð- ur 'sína. Hann þaut út á svalirn- ar og kallaði saman þjónana og fleygði til þeirra hrúgu af silf- urpeningum, án þess að segja þeim ástæðuna fyrir slíkri rausn. Hann fór út í hesthúsið og hvíslaði fréttunum í eyru hestsins. Hann var allt of æstur til þess að íiann kæmi niður munnbita, og víninu, sem hann drakk fýrir minni sonar síns kastaði hann upp undir eins, eins og móðursjúk stelpa. „En hvað þú ert elskulega mikill kjáni. Svona mikil læti út af einu óskilgetnu barni, og Kreóla í þokkabót,“ sagði ég hlæjandi, svo að ég færi ekki að gráta. „Taláðu ekki svona vitleysu. Ég vil ekki heyra það. Hlustaðu á, kvenmaður. Við verðum að gera áætlanir, miklar og vand- legar áætlanir. Hve langt held- urðu að þú sért gengin með? sex vikur, eða sjö ef til vill? Það gefur okkur ekki mikinn tíma; en ég hugsa, að ég geti flýtt fyrir okkur með peningum. Fyrst og fremst verð ég að fara með þig heim til Spánar og koma þér þar fyrir, svo að þú getir fætt barnið á Spáni. Ég ætla að komast að því á mórg- un, hvgnær næsta skip fer frá Vera Cruz og reyr.a að sjá um að fá þá þægileg'usíu ferð, sem hægt er. Svo verður páfinn að ógilda þetta kjánglega hjóna- band þitt, hjónaband, sem raun- verulega aldrei hefur verið til. Ég hef ætlað mér í nokkurn tíma að koma upp kirkju við La Ramita. Ég ætla að byrja á þeirn undirbúnipgi undir eins og slíkt verlc kann að þóknast þeim á páfastólnum. Að minhsta kosti skal ég finna ráð til að við getum gifzt áður en barnið fæð- ist. Og hvað spænsku hirðinni viðvíkur, þá hef ég það frá góð- um heimildum., að stjarna þorp- arans Godoy fari lækkandi. Ég ætla að gefa hans hátign svo stórkostlega gjöf, veita honum, tillag í styrjöld hans við Frakka, sem getur brotizt út þá og þeg- ar, svo að hann geti ekki annað en leyft mér að koma áftur með sæmd. Og urn nafnbótina — hvernig mundi þér g'eðjast það, að sonur þinn yrði annar markgreifinn de Ramitas y Gu- era?' (Þannig bar hann fram ættarnafn mitt, og La Guera, sú ljóshærða, var ég líka köluð í Mexikó.) „Ég er búinn að hugsa mikið um, hvernig skjaldarmerkið okkar á að vera„ þegar við erum gift. Á þínu var eikartré og ein- hyrnt dýr. — Ég á við á merki greifanna af Guera, ekki Ponti- gnac. En ég hafði hugsað mér mann með hamar neðst á því, og ofar þrjár öldóttar línur, sem eiga að tákna vatn, eins og á skjaldarmerki Fuentesættar- innar.“ Þetta voru beztu árin, sem komið höfðu á hinni stuttu ævi Guanaxuato enn-sem komið var og auðæfi borgarinnar voru geysileg. Fleiri og fleiri námu- göng voru- grafin og fleiri og, fleiri námur opnaoar; braskið með þær varð æ umfangsmeira; orðrómurinn um nýjar æðar, sem fundizt hefðu úti um land- . ið, varð háværari, og námueig- endurnir urðu auðugri rheð hverjum deginum. í júní heimsótti nýi land- stjórinn, Don José du Iturriga- ray, Guahaxuato, líklega til þess’að krækja sér í ögn af öll- um þessum auðæfum. Hann var eins laglegur og leikari, sem væri að leika hlutverk landsíjór ans. Hann lét þau boð út ganga, að hann skyldi sjá um að hert ÖRN ELDING SAMSÆRISM.; Við verðum að kom ast í teppageymsluna, drengir! SOLDÁNINN: Til vopna!-------Til vopna! Berjið stríðsbumbuna, allt MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: hvað af tekur! Breiðið gunnmerki vort á virkisveggina!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.