Alþýðublaðið - 07.04.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.04.1949, Blaðsíða 6
6 ALPYÐUBLAÐiÐ Fimmtudaginn 7. anríl 1949. Filipus Bessason hreppstjóri: GREINABGERÐ FRÁ FILIPUSI BESSASYNI HREPPSTJÓRA Eins og marga mun reka minni iil, kom ég fyrir nokkru suður hingað þeirra erinda, að ræða við þing og stjórn horfur þess að ég tæki hér við emhætti nokkru ekki lítil sverðu. Hóf ég þegar umræður við nefnda að- ila, er ég hafði jafnað mig éffir ferðavolkið, hverjar samt ekki báru neinn j^kvæðan árangur, þar eð nefndir aðilar töldu sig ekki geta gengið að skilmálum þeim, er ég setti og áleit óhjá kvæmilegt að samþyltktir værn. ætti embættisferillinn ekki að verða embættisglapaferill, en ekki er ég þannig skapi farinn, að ég vilji viandi vits leika skjaldfífl í fyrirfram tapaðri orustu, og er ég nú kominn heim til mín, fróðari en ég fór. en ekki bjartsýnni á örlög þjóð'arinnar. Það stcð nefnilega til að setia á stofn embæíti ríkisráðs- manns ,,með víðtæku valai“, og' varð það álit betri manna á þingi að nokkurt gagn kynni að verða eð embættinu, ef ég fengist til að gegna því. Því var það að ég fór för þessa, og réði því samt mest, að þeir Her. mann, Páll Zóphóníasson, Jör- undur, Pétur Ottesen, Jón Pálmason, Jónas Jónsson og Barði Guðmundsson höfðu sent mér einkabréf og hvatt mig til starfsins en marga þessara manna þekki ég að g'óöu einu og hina að einhverju góðu, og heíur mörgu verið á menn þessa logið. Stóð sú setning i bréfi Páls, að alltaf mundi ég þó hafa gaman af að skoða nautgripasýningu, þar sem hann sjálfur væri í hópi stór. gripanna, og varð það orð gð sönnu enda er Páll einn af spá- mönnum þjóðarinnar. Ég orðiengi þetta ekki frek ar, mun ég seinna greina frá heimsókn minni í alþingi, — en hverf að íyrrnefndum skil- málum, og verður þó aðeins birtur útdráttur. Skílmála þessa hafði ég sumpart sarnið áður en ég fór að heiman en ; jók við þá, efir að ég hafði l kynnt mér náið allaí aðstæður þar syðra. Hvað þingmenn sjálfa og störf þeirra snerti, setti ég fram þau skilyrði fyrst og fremst, að þeir ynnu eins og menn unnu á meðan menn unnu og gæfu þjóðinni þar fagurt og nytsamt fordæmi. Skulu þingmenn hefja fundi á morgni hverjum klukkan átta hafa ekki lengri kaffi- eða matarhlé en aðrir menn og vinna til klukkan sex síodegis, en hver sú stund, er þeir hverfa frá svo nokkru nemi, dragist frá kaupi þeirra. en þóknun fái þeir samkvæmt settum kauptaxta fyrir þann tíma, er þeir vinna fram yfir dagtíma. Þá skal og þinginu sattur fastur starfstími, svo margar vikur sem góðir og gegnir menn álíta að þurfi til þess að leysa þingmálin viðun- anlega, eða með lík'um ágætum og' verið hefur en nægi ekki sá tími, skulu þingmenn vinna eina viku til viðbótar á hálfu kaupi en lcauplaust þann tíma, sem enn kann að verða fram yfir. Þá skal og sérleyfisbifreið- um skylt að flytja þingmenn milli heimilis þeirra og þing- staðar fyrir ekki neitt, til lækk unar á þingfararkaupi. Þá skal þingmönnum gefinn kostur á að vinna sér inn nokkurn auka P'ening, er sé ákveðinn hu.ndr. aðshluti af þeirri upphæð, sem tekjur verða umfram g'jöld á t'járlögum, og' verði þær tekjur skattfrjálsar. Kunna sumir að óttast, að þetta geti til þess leitt, að þingmenn hækki skatta úr hófi fram, til þess að meiri verði aukatekjur þeirra, en við því er það ráð' að þeir fái einn- ig nokku.rn hundraðshluta af skatta- og tollalækkun þeirri, sem.þeir geta ráðið, og sé það hærri hundraðshluti en hinn fyrri, en við öllu þessu skal sleginn sá varnagli, að sjálfir verði þeir að greiða úr eigin vasa það fé, sem fjárlagahalli kann að nema, og geri ég ráð fyrir, að þá myndi aukast nokk- uð gætni í meðferð ríkisfjár. hags. (Prh.) Filipus Bessason. GFNGI3 UNDIR LEKA . . Svo vildi ég Iáta setja göngubretti fyrir sundfugl- ana á einhverja brúnina, sem minnst bæri á. . ..“ Fegrujoarfélagsfélagi ræðir um fegrun Tjarnarinnar í Vísi í gær. MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: Vicki Baum HOFUÐLÁUS ENGILL Ég sá Tio Lalo meðal mann anna, sem voru að búa sig und ir að takast á hendur þetta hræðilega hættuiega verk. Hann var dálítið drukkinn og mjög nreykinn, og hann reyndi að ganga beinn og eins og hann væri ungur. Á öxlinni bar hann Lítinn kagga með svörtu púðri til að sprengja með, og þegar hann þaut fram hjá mér brosíi hann gleitt og sagði: ,,Með yðar Ieyfi, yðar náð. Það virðist þurfa mann með minni reynslu til að ná Manolo og Manolito út úr gildrunni". „Hasta luego, Tio Lalo“, sagði ég. „Bráðum. Guð fylgi þér“. í opinu á jarðgöngunum stóð feiti litli presturinn og' blessaði mennina um leið og þeir gengu fram hjá og þetta var í síðasta skipti, sem ég sá Tio Lalo. Þannig urðu endalok La Ramita námunnar, og. djúpu námuganganna hans Felipe og gæfu hans og hins fljótfengna gróða. Eitt hundrað tuttugu og þrír menn fórust í slysinu. Þrjátíu og átta þeirra fundust aldrei, það varð að .skilja þá eftir niðri í nítján hundruð feta dýpt. Það gekk spaugsyrði á milli námumananna um það, að þessir menn væru ekki dauðir, heldur héldu áfram að grafa dálítið dýpra og dýpra og mundu þannig komast út úr göngunum og hinum enda heims, einhvers staðar í Kína. Því að námumennirnir eru harð ir menn og það á betur við þá að gera að gamni sínu dálítið hranalega, heldur en vera of viðkvæmir út af áhættunni og erfiðleikum vinnunnar. Lík hinna voru grafin í rústum Santa .Clara kirkjunnar, og á allra sálna messu mundu kon ur þeirra koma og troða slóð í gegnurn þyrnirunnana og kjarr ið, sem óx svo fljótt, með blóm og kenti á illa hirtar grafirnar. Það varð að hætta við La Ram ita, verkið yfirgefið og hlaðið upp í hið stóra hlið á þessum glæsilegu byggingum. Niðri í djúpinu rotnuðu bitarnir og kaðlarnir, gangarnir hrundu saman, brotnuðu niður, eyði Og svo viljum vér hafa þarna litla bjarghringi, þar sém minnst bæri á, sem kasta mætti til sundfuglanna, ef þeir féllu af göngubrettinu niður í vatn- ið. — — — lögðust og svart vatnið huldi silfuræðina. Það var fallegt af Bert Quaile að hann skyldi ekki segja: Ég varaði þig við. Það eina, sem hann sagði: ,,Ég er að setja á stofn málmblöndun armylnu, sem ég á siálfur, og ef .þú vilt vinna þar, Don Feli pe, þá veru velkominn. Hvenær sem er, Don Felipe. Líka, ef þú þarft á láni að halda til að opna aðra námu — ég er ekki ríkur maður, en ég gæti hjálpað þér“. En Felipie, sem var náfölur og eins stífur og hann hefði gleypt sverðið sitt, svaraði: „Þakka þér fyrir þetta veglega boð og þinn góða tilgang, Don Roberto. En ég vil halda sjálf stæði niínu; en þó, þegar ég opna aðra La Ramita verð ég feginn að láta þig blanda dálít ið málmgrýtinu fyrir mig, Don Reberto“. ÞRIÐJI HLUTI. ✓ Neðar, neðar, neðar. Hvernig er það, þegar stærilátur, þver lyndur maður fer niður á við, lenga og lengra niður í djúpið heldur. en nokkur námugöng, sem hann dreymdi um í sínum djörfustu draumum? Slíkur maður mun reyna að halda sér enn beinni og göngulag hans verða hrokafullt og allt útlit hans stefna að því marki, að láta hann sýnast hærri heldur en áður, en um leið mun hann klæða sig með heldur of mikl um íburði við hvert tækifæri, sem gefst, og hann miun verða ákaflega nákvæmur í öllu, sem viðkemur útliti og framkomu. Hann verður argur út af hlægi legum smámunum, haqn slær þjón sinn Domingo fyrir að týna hnappi eða fægja illa hnakk. Og hann slær reiðilega til konu sinnar, ef hann grunar að hún sýni honum ekiri tilhlýði lega virðingu eða hún sé að brosa að honum eða taki of fúslega móti gullhörmum vinar hans, Andreas Ruiz. Hann mun gera sér far um að sjást við allar opiriberar samkomur eða hvar sem liið glæsilega unga fólk kom saman. Hann sýnir sig á hesti sínum undir svölun um hjá öðrum æringjum, til að lofa þeim að dást að. Betlur. unum gefur hann stærri ölmus urheldur en jafnvel sjálfur de Valensiana greifi, og hvenær, sem safnað er g'jöfum íyfir kirkjuna, fyrir háskólann, fyrir hinn óseðjandi landsstjóra, eða enn eina ajöfina á að senda hinum gagnslausa konungi Spánar, þá gefur hann gjafir, sem ekki eru aðeins alltof stór ar fyrir fjórhag hans, heldur eru þær líka alltof áberandi. Hann veðjar stórum upphæðuni við hanaslagina og spilar hátt í fjárhættuspili, og hann gerir bað með hinni vesælu heppni þeirra, sam hafa tapað alveg írúnni á sjálfa sig. Hann mun leggja meira og rneira upp úr því að vera í áliti, og greiða bað of dýru verði fyrir sinn innri miann. Hann verður alltof kátur og dálítið of hávær og segir mikið af skrítnum og tví ræðum sögum; o.g í svefni styn ur hann, og einu sinni eða tvisv ar sér kona hans, þegar hún er að athuga andlit hans um dög un, að hin löngu barnslegu augnhár hans eru vot, eins og hann hafi grátið í draumi. Hann fór ekki dult með það, að honum hrysi hugur við þeirri eyðileggingu, sem flóðið nafði gert á Contreras höliinni, og seldi hana uppskafning af verstu tegund. Peningana, sem. hann fékk fyrir hana, notaði hann til að greiða það, sem hann -skuldaði enn þá í henni, keypti hlut í nýrri námu (sem þó algerlega mishepnpaðist), gaf eina af sín um stórkostlegu gjöfum til ein hverrar líknarstarfsemi og' leigði sér annað hús. Við bjuggum enn þá í betri hluta borgarinnar, þótt við vær um alveg út á mörkum: þetta hús hafði líka einhverja mynd af svölum, og ljóskerið fyrir of an dyrnar hjá okkur var af mjög ódýrri gerð. Hurðin var falle'ga útskorin, en ekki lögð neiriu flúri, og dyrnar voru allt of litlar til að hestur eða ríð andi maður kæmist í gegn. Þetta var líka eins gott, því að húsinu fylgdu engin hesthús, og það varð að fó hest Felipe hýstan í Mason El Refugio víð hlið ruddálegra múldýra og asna. Hvað mér viðvék, þá hafði ég alveg hætt við útreiðar eins og hvert annað óhóf. Ég átti engan hest, engan vagn, engan burðarstól, né skrautlega klædda burðarþjóna, enga duenu til að gæta mín og öL. unda mig, enga þjónustustúlku til að greiða mér og slíta beztu náttkjólunum mínum. En ég áttí enn þá rúmið mitt með hin 0RN ELDING ÖRN raknar úr rotinu, þegar flug_ vélin er komin á flug. Og i sömu svipan kveða við ægilegar drunur frá sprenginu fyrir aftan vélina. Svo mikill er loftþrýstingurinn, að hún kippist til.------- A\W\W

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.