Alþýðublaðið - 11.05.1949, Síða 6

Alþýðublaðið - 11.05.1949, Síða 6
6 ALÞVÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. maí 1949. Frú Dáríður Dulkeims: „ANDLEGA HREYFINGIN“ Ávarp til Jjjóðarinnar. Elskulegir landar mínir! Enn einu sinni sný ég mér til ykkar, og enn einu sinni í djúpri, sálrænni alvöru. Og það get ég sagt ykkur, án þess ég vilji nokkurn hræða eða nokkrurn hóta, að nú ríður á því, að þið takið málaleitun minni af skilnirsgi. Mergurinn málsins er nefnilega sá, að við, sem tilheyrum þessari þjóð, er- um stödd á ákaflega viðsjár- verðum krossgötum, og það sem merkilegast er við þær krossgötur er það, að allar göt- urnar fiórar liggja beint til glötunar. Fyrir taragðið er eng- in þeirra gangandi fyrir sálrænt fólk, og þess vegna ekki um annað að gera fyrir okkur, sem þeiín gæfusama ílokki tillieyr- um, en brjóta okkur nýja leið, sem Iiggur í gagnstæða átt við allar hínar. Að undanförnu höfum við nefnilega alltaf verið að fjar- lægjast meir og meir allt and- legt og sálrænt. Þjóð vor hef- ur hugsað allt of mikið um það, sem hsegt er að þukla og þreifa á, og þó alveg sér í lagi hefur hún hugsað um peninga, sem að vísu eru mjög þarfir og góðír, þegar um samskot til sálrænna fyrirtækja er að ræða, og á ég þar t. d. við andlegu höllina, — en annars ákaflega varhuga- verðir og ósálrænir í eðli sínu. Og svo höfum víð líka hugsað allt of mikið um íínar íbúðir og fín húsgögn og annað þesshátt- ar, sem allt er ósálrænt, að mað- ur ekki tali um ýmisskcnar ó- þarfa, óreglu, óhóf og lúxus, sem allt saman er stórhættulegt fyrir sálrænan þroska manna. Og ef við höldum áfram á þess- ari braut, eða öllu heldur þess- um brautum, er okkur bara voð- jnn vís, því þegar einbáran rís, er önnur vís“ eins og segir í vísunni. Neið — við svo búið má ekki standa. Njáll og Bergþóra voru sálrænt fólk, en heilsalarnir okkar og þeir, sem aka í Ixus- bilum, og ungt fólk, sem setur á kaffihúsum og öansar jitter- Vicki Bau HOFUÐLAUS ENGILL búkk, er allt ákaflega ósálrænt fólk. Hér verður, eins og ég hef alltaf sagt, eitthvað að gerast. En það er bara ekki sama.hvað gerist. Hér verður að skapast voldug hreyfing, — sálræn hreyfing: „Andlega hreyfingin"! Elskulegu landar! Tökum nú höndum, vorum andlegu hönd- um saman og ryðjum nýja leið. Ég mundi kalla það „fimmtu leiðina", ef það minnti ekki alltof mikið á fimmtu herdeild- ina. Sköpun volduga hreyfingu, sem hefur það að takmarki að við yfirgefum smátt og smátt allt það, sem tefur okkur á vorri sálrænu braut; ég á samt ekki við, að við eigum að hætta að búa í góðum íbúðum, á með- an við getum leyft okkur það, eða liætta að nota þvottavélar Og ryksugur, en við eigúm að búa. „andlega11 í finum íbúðum, — ég veit ekki hvort þið skilj- ið mig, — ég meina, að við eig- um ekki að láta íbúðirnar eða þægindin hafa nein áhrif á okkur; við eigum að láta, sem við sjáum þetta ekki og vitum ekki a£ því. Við eigum að vera andlega óbundin af þessu öllu saman, það er nefnilega það. Þegar við ökum í luxusbíl, eig- um við ekki að vita fremur af því, heldur en við ækjum í hjólbörum. Það er heila málið. Og nú er það hreyfingin. Hún verður að vera voldug og sterk eins og skáldið segir í kvæðinu. Við verðum að hefja óróður. Við verðum að fá að koma fram í útvarpinu, og ef oklcur verður ekki Ieyft að koma þar fram á vegum hreyf- ingarinnar, verðum við bara að smygla áróðrinum inn í daginn og veginn, ltvæðaupplesturinn, búnaðarmálaþáttinn og jafnvel dansmúsikkina, ef ekki vill betur. En auðvitað verðum við að fara mjög fínt í þetta og forð- ast til dæmis ljótt orðbragð, að ég nú ekki tali um allar óeirð- ir. Og þegar Iireyfngin er orð- in nógu sterk, gætum við ef til vill breytt henni í félagasam- tök, sem stæðu að sálrænu fram- boði, með það fyrir augum að komast í odddafstöðu einhvers- staðar, og verða „litli flokkur- inn“, sem ræður öllum úr slit- um. Þeir, sem hafa áhuga fyrir þessu, geta sent mér nöfn sín í lokuðu umslagi. Þagmælsku er heitið. í andlegum friði. Dáríður Dulheims. Við fórum ekki af baki, en lét- um hestana stanza þétt saman, og þeir teygðu fram snoppum- ar og fóru að þefa af grasinu og bíta syf julega í dimmumni. „Þeir hafa loksins ákveðið að láta til skarar skríða," sagði Quaile. „Þeir ætla að lýsa yfir sjálfstæðinu í janúar, við hina miklu árlegu markaðshátíð í San Juan de Lagos. Það er mjög hentugt vegna þess, að þarna eru Mexikanar og Indí- ánar vanir að safnast saman í hópa, og við höfum nægan tíma til að allt verði vel undir- búið og skipulagt. Það er líka nógu langt frá höfuðborginni, og áður en það bærist yfirvöld- unum til eyrna, yrði allt klapp- að og klárt á friðsamlegan hátt. Fimm mánuðir eru þar til við getum tekið saman pjönkur okkar og farið heim. Ég get varla beðið eftir því, að heyra þig tala þýzku við ömmu mína.“ Ég fann frið og rósemi þess- arar stundar á hörundi mínu, streyma um líkama minn og fram í fingurna, sem snertu blómin, og inn í hjarta mitt. „Eigi mun hann heldur vera reiður eilíflega," bergmálaði í huga mér. „Svo langt hefur hann fjarlægt syndir vorar frá oss.“ Ég strauk hár mitt frá andlitinu á mér og brosti til Quaile. , „En hve garðurinn þinn er orðinn fallegur, glókollur!11 sagði hann. „Það veit trúa mín, að Neville hafði aldrei svona fallegan garð. — Holá •— gestir?“ gi'eip hann fram í fyrir sjálfum sér, þegar hófa- tak heyrðist á trébrúnni, eins og hestur Væri á liarða stökki. Hann stökk á fætur til að cpna hliðið fyrir gestinum. En maðurinn, sem Ieit út fyrir að vera þjónn einhvers, kom ekki inn fyrir. Hann fór aðeins af baki og átti stutt samtal við Quaile við hliðið, og svo sveiflaði hann sér á bak aftur og hleypti af stað, hulinn reykskýi. Hesturinn hafði verið löðrandi af svita og maðurinn fölur í andliti og dölckflekkótt skyrtan af svita, þar sem hún tolldi við bakið á honum. Quaile stóð kyrr við opið hliðið í þungum þönkum, með hökuna niðri á bringu. Að endingu lokaði hann þungri hurðinni og setti járnslá fyrir. „Hvað var þetta? Slæmar fréttir?“ spurði ég. Hann horfði á mig, en virt- ist ekki sjá mig. Hann settist niður og tók upp Biblíuna aftur, annars hugar, án þess að Iesa hana. Hann lagði hana frá sér aftur, tók kalda pípuna út úr sér og beit fast í munn- stykkið. „Bert,“ sagði ég. „Hvað hef- ur komið fyrir?“ „Veiztu hvernig það er, þegar sprengja springur í námu, áður en mennirnir hafa komizt örugglega undan?“ sagði hann loksins, þegar hann rauf þessa eftirvæntingarfullu þögn. „Þegar hún springur af einhverri vangá eða, einhverj- um galla í kveiknum eða púðr- inu? Það er andstyggilegt og hættulegt, þegar það kemur fyrir. Og það er einmitt það, sem hefur komið fyrir núna. Mér líkar það ekki; mér líkar það alls ekki.“ „Slys? í Esperanza?“ „Enn þá verra. Aílt hefur sprungið, löngu áður en tími var til. í Querétaro, í San Mi- guel; ef til vill í Guanaxuato líka. Ég verð að ríða til borgar- innar og komast að því.“ „En í hamingjunnar bænum — eða máttu ekki segja mér það?“ „Ég vil ekki að þú flækist í það meira en nauðsyn krafur, úr því að atburðirnir hafa tek- ið svo skyndilega rás; þar að auki var þessi náungi svo æst- úr, að hann ruglaði þéssu öllu. En það virðist sem yfirvöldin hafi íengiö vitneskiu um sam- særið, að skipanír um að taka alla foringjana fasta hafi verið gefnar, og að Hidalgo hafi lát- pð., undan ögruninni og sé kominn af stað með nokkur hundruð af Indíánunum sín- um. Ekki samt á flótta, ekki íéil að fela sig, heldur tilbúinn til að byrja bardagann.“ -.ý ' „En hvernig — hvað — hver njósnaði um okkur? Hver hef- úr komið þessu upp?“ Ég reyndi að herða mig upp og taka í mig kjark. „Mér myndi þykja mjög gaman að fara til landsins þíns með þér, en —“ „En hvað er til fyrirstöðu?“ .,Þú hefur ekki beðið mín svo lengi, Quaile. Og —“ „Jæja. Ég bið þín núna,“ sagði hann, og í þokun i gat ég séð hann taka ofan. „viltu giftast mér? Og lifa með mér alla tíð?“ „Já, — en það er dálítið; — þú hefur aldrei spurt mig um fortíð mína. —“ „Hvað er það, sem nokkru varðar? Þú varst ung og sak- laus herbergisþerna og Con- treras tældi þig. Hann gengur svo í augun á kvenfólkinu, að hann gæti jafnvel tælt hana móðursystur sína.“ „Það er nú ekki svo einfalt. Það er löng saga, sem ég þarf að segja þér. —“ „Ekki núna, glókollur. Þú hefur heila fimm mánuði til að segja mér sögu þína. En ekki núna.“ Hann tók í taumana á Peggy og dró hana svolítið nær og ég fann, að hryssan hans nuddaði sér upp við fótinn á sér. Iiann hvíldi hönd sína á hálsinum á henni, og hann var enn með hattinn sinn í hinni, og svo beygði hann sig niður og kyssti mig, siðsamlega og Idaufalega. Andlit hans ,var s\mlt og rakt, og ég varð að venja mig við lyktina af píp- unni hans. Það er ekki svo slæmt; ég venst því, hugsaði ég. Ég vil eignast börn. —• Hanarnir gólu og sólin var ris- in, þegar við komum til Mingo Creek. Þetta var fagur, svalur morgun seint í ágúst 1810. Sextánda september bar upp á sunnudag, kyrrlátan. og heið- an. Á dökkbláum himnihum voru þrjú eða fjögur gáskafuíl hvít ský. Yfir húsagarðinum hvíldi' kyrrð hvíldardagsins. Ég var að binda upp blómin mín og Bert Quaile sat á svöl- unum, hafði vínglas við hlið- ina á sér og var að lesa orð guðs fyrir Loro, sem elskaði að heyra biblíuna lesna. Hann sofnaði oft undir hinum sef- andi lestri heilagrar ritningar, eins og gamall bóndi í kirkju, en hrökk upp undir eins og Quaile hætti að lesa og sagði „Amen!“ Það var eina órðið, sem hann lærði af Quaile. ,,— Drottinn er réttlátur við alla þá, sem undirokaðir voru — Drottinn er mískunnsamur og veglyndur, seinþreyttur til reiði og auðugur af miskunn- semi,“ las Quaile. „Hann mun ekki alltaf deila við oss, og ekki mun hann heldur vera reiður eilíflega. Hann hefur ekki alltaf breytt við oss í samræmi við syndir vorar og (VIYNDASAGA ALÞVÐUBLADSINS ÖKN ELDING ÖRN; Nú verðum við að raða upp flutningskössunum, sem við urð- um að varpa útbyrðis, þannig, að þeir sjáist vel úr loíti. FORINGINN: Hvað er í þessum kössum? ÖRN: Mjög mikilsverð sýnishorn af leir og grjóti. FORINGINN: Þá ætti þetta að vera hættulaust. Arabarnir stela ekki grjóti.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.