Alþýðublaðið - 18.05.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.05.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIO Miðvikudagur 18. maí 1949. / Útgefandi: Alþýðuflokkuriim. Ritstjóri: Stefán Pjefursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Ilelgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emiiía Möller. Auglýsingasími: 490S. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan hA ÞAÐ var ekki margt nýtt að heyra í málflutningi kommún- ista við eldhússumræðurnar á alþingi í fyrrakvöld. Þar var nákvæmlega sami 'sónninn og í ræðum þeirra á alþingi endra- nær og ritverkum Þjóðviljans alla daga: Ríkisstjórnina eiga að skipa landssölumenn og föðurlandssvikarar, sem keppa að því, að selja íslenzkar af- urðir svo lágu verði, sem unnt er, en ganga fram hjá beztu mörkuðunum; sem keppa að því að kaupa inn á sem allra óhagstæðustu verði, og að skerða svo sem unnt er kjör al- mennings í landinu og stefna beinlínis að því að koma hér á atvinnuleysi. Ríkisstjórnin er sögð meina mönnum að vinna, banna að byggja hús eða ráð- ast í nokkrar framkvæmdir og skammta lífsnauðsynjar svo knappt að naumt sé. Það eina, sem hún hafi yfirleitt áhuga á, sé að selja landið! Þannig lýsti Stefán Jóh. Stefánsson forsætisráðherra réttilega málflutningi komm- únista í hinni ágætu ræðu sinni við eldhússumræðurnar á al- þingi í fyrrakvöld. Það var mjög lærdómsríkt, að bera þennan málflutning stjórnarandstöðunnar saman við þær staðreyndir, sem for- sætisráðherrann rakti í ræðu sinni. Þrátt fyrir verðbólgu, gjaldeyrisskort og aflabrest hefur ríkisstjórnin greitt van- skilaskuldirnar, sem safnazt höfðu, er hún tók við völdum, og þar með rétt við traust landsins erlendis; með skipu- lagningu innflutningsins og skömmtun innan lands hefur hún tryggt það, að haldið væri áfram nægilegum innfluKn- ingi á kapítalvörum og rekst- ursvörum til áframhaldandi nýsköpunar og atvinnu fyrir alla; og þó hefur viðskipta- jöfnuðurinn við útlönd stór- batnað, — var óhagstæður um 157 millj. 1946, en heita iríá, að algerum jöfnuði sé náð nú. Hún hefur samið um smíði á tíu nýjum og fullkomnum togur- um í Bretlandi, tryggt hygg- ingu nýrrar og fullkominnar síldarverksmiðju í Örfirisey, Iátið stækka nokkrar eldri síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjur við Faxaflóa og keypt og út- búið fljótandi síldarverk- smiðju, skipið „Hæring“ til landsins. Hún hefur látið flytja inn óvenju mikið af nýtízku, fullkomnum landbúnaðarvél- urn. Og loks leyfði hún á árinu —1948 byggingu hvorki meira né minna en 1594 nýrra íbúð- arhúsa og ráðgerir að leyfa byggingu 1575 nýrra íbúðar- húsa á árinu 1949. Þetta er ríkisstjórnin, sem kommúnistar segja að banni mönnum að byggja hús eða ráðast í nokkrar framkvæmd- ir, banni mönnum að vinna Ræða Síefáns Jóh. Sfefénssonar forsætisréðherra á albinai í fvrrakvöld: 'ÞINGHEIMUR OG ÞJOÐ- IN hefur nú hlustað á stjórn- árandstöðuna, — íslenzka kommúnista. Fyrir okkur, sem í ríkisstjórn og á þingi sitjum, var þar enginn nýr boðskapur, heldur þvert á móti síendur- teknar gamlar fullyrðingar, sem við kunnum utan að og heyrum svo að segja daglega i þingsölunum og lesum, að svo miklu leyti sem við lesum blöð þessa flokks. Aðalatriðin í boðskap stjórnarandstöðunnar, íslenzkra kommúnista, eru þau yfirleitt, að ríkisstjórnina skipi landssölumenn, föður- landssvikarar, sem keppi að því að selja íslenzkar afurðir svo lágu verði, sem unnt er, gangi fram hjá beztu mörkuð- unum og keppi að því að kaupa inn á sem allra óhag- kvæmustu verði, vinni að því að skerða svo sem unnt er kjör almennings í landinu og stefni beinlínis að því að koma hér á atvinnuleysi. Að þessi ríkis- stjórn méini mönnum að vinna, banni að byggja hús og ráðast í framkvæmdir, skammti lífsnauðsynjar svo knappt, að neyð sé. Stefnumál ríkisstjórnarinnar á fyrst og fremst að vera það að selja landið, og ef taka mætti þær yfirlýsingar kommúnista al- varlega, þá ættu flokkar þeir, sem að stjórninni standa, að vera búnir að selja landið nokkuð oft á undanförmrm 3— 4 árum. Það á einnig að vera stefna ríkisstjórnarinnar að koma á fullkomnu hruni og öngþveiti. Sjálf segir stjórnar- andstaðan — íslenzkir komm- únistar, — að þeir séu einu trúu og fölskvalausu föður- landsvinirnir, sem tií séu í landinu; þeir einir vilji berjast fyrir bættum kjörum almenn- íngs, en eigi í höggi við þá höf- uðfjendur, sem hafi þau stefnumál, er rakin hafa vefið. Til þess að varpa nokkru ljósi á fánýti þessara fuilyrð- inga, er greindar hafa verið, þykir mér rétt að víkja nokkr- um almennum orðum að að- stöðu ríkisstjórnarinnar, þegar hún tók við völdum og einnig að gerðum hennar. Ég mun þá einnig koma að því síðar í ræðu minni, hvað stjórnarandstað- an, íslenzkir kommúnistar, hefur til málanna lagt, og hvernig þeir hafa hegðað sér í stjórnmálum yfirleitt. En áður en ég sný mér að þessum venjulegu fullyrðing- um kommúnista, sé ég ástæðu til þess að segja það eitt um ræðu þá, sem hv. 8. landskj., Ásmundur Sigurðsson, var nú að ljúka, að þar kom enn á ný í Ijós löngun þessa hv. þm. til þess að snúa við myndum og láta þær vera öfugar. Hinn ill- ræmda dag, 30. marz s.l., er sagt að þessi sami hv. þm. hafi, eftir að félagar hans úti á göt- unni höfðu grýtt alþingishúsið og brotið alla glugga, laumazt inn í herbergi í þinghúsinu, þar sem stendur stytta af Jóni Sigurðssyni, snúið henni við og látið hana snúa öfuga upp að vegg. Síðan lét hann taka ijósmynd af þessu afreki sínu og birtist hún í Þjóðviljanum. Ræða þessa hv. þm. sýndi raunar það eitt, að hann hefur æfingu í því að snúa við myndum, og nú mun Þjóðvilj- inn aftur næstu daga birta þessa rangsnúnu mynd hans. Gerðir ríkissfjórnarinnar Engin ríkisstjórn er svo full- komin, að ekki megi finna á henni marga galla. Engin rík- isstjórn er svo örugg á vegi réttlætisins, að ekki megi benda á einhver frávik frá þeim vandþrædda vegi. Vissu- lega má margt betur fara hjá núverandi ríkisstjórn eins og öllum öðrum. En þess er þá einnig að gæta, að núverandi stjórn hefur átt við óvenju- mikla örðugleika að búa, — tók við þungum arfi, einkum vegna ■ ýmissa ráðstafana kommúnista í fyrrv. ríkis- stjórn og vegna ýmissa óheilla- áhrifa þeirra í stjórnmálum yfirleitt. Þess er og einnig rétt að geta í þessu sambandi, að ríkisstjórnin er sett saman af þremur flokkum með ólík sjónarmið. Það er því ekki nema eðlilegt, að í sumum framkvæmdum hennar hafi gætt þess, að samhæfa þurfti ólík viðhorf og að hver hinna þriggja flokka um sig „myndi, og stefni beinlínis að því að koma hér á atvinnuleysi! ■fi Það er svo annað mál, að þessar framkvæmdir allar og innflutningur á kapítalvörum til þeirra hefur gengið út yf- ir neyzluvöruinnflutninginn meira en góðnu hófi gegndi, og að því eru takmörk sett, hve miklu þjóðin getur varið til ný- sköpunar og nýbygginga, eins og forssptisráðherrann tók greinilega fram í ræðu sinni á alþingi í fyrrakvöld. Þjóðin verður í því efni, eins og öðr- um, að sníða sér stakk eftir vexti. Það þýðir ekki að heimta allt í einu. Forsætisráðherrann gaf í skyn, að stjórnin teldi inn- flutning á kapítalvörum hafa verið svo mikinn nú um skeið, og innflutning á neyzluvörum hins vegar svo takmarkaðan, að á hvoru tveggja yrði á næst- unni að verða nokkur breyt- ing. Sagði hann í því sam- bandi, að stjórnin hefði nú til athugunar að aínema skömmt- un á kornvöru, kaffi og ben- síni, auk þess, sem fyrirhugað væri, að auka svo verulega innflutning á öðrum vörum, sem haldið yrði áfram að skammta, að nokkrar birgðir söfnuðust fyrir af þeim í land- inu og ávallt yrði tryggt, að fólk gæti fengið þær keyptar út á skömmtunarmiða. Það er ekki að efa, að þessi boöskapur forsætisráðherrans mun vekja óskipta ánægju al- mennings í (undiflu. ef hann hefði einn ráðið, bafa hagað framkvæmdum á annan veg. Aðkomao fyrir rík- isstiórnloa. Mér þykir rétt að bregða upp lítilli svipmynd af því, hvernig umhorfs var, þegar þessi stjórn tók til starfa, hvernig hún hefur vikizt við vandanum og hversu hefur verið farið með þátt stjórnar- andstöðunnar. Loks mun ég órlítið drepa á, hvað fram undan kann að vera. I fáum setningúm sagt, eins og ég mun nánar rekja hér á eftir, var aðstaðan sú, er núverandi ríkisstjórn tók við völdum, að erlendur gjaldeyrir var genginn til þurrðar, lánsfjárþenslan orðin gífurleg, mjög óhag- stæður verzlunarjöfnuður, verðlag aðfluttra vara hækkandi, baggi bundinn með ábyrgðarverði útfluttra vara, verðbólga vaxandi — og ofan á allt þetta komu óvenjuleg síldarleysisár. Þegar stjórnin tók við, var vísitala framfærslukostnaðar 316 stig. Nokkru áður en Btjórnin var mynduð, setti al- bingi lög um ábyrgðarverð á hraðfyrstum fiski og saltfiski. f landinu höfðu hrúgazt sam- an miklar vörubirgðir, sem að nokkru leyti höfðu verið flutt1 ar inn leyfislaust, en að öðru leyti samkvæmt leyfum, en með báðum var það sameigin- legt, að erlendan gjaldeyri skorti til að leysa þær út og þær lágu í vöruskemmum á hafnarbakkanum, — „hafnar- bakkavörur“ svonefndar. Með ýmsum framkvæmdum og ráðstöfunum, þar á meðal niðurgreiðslu á verði nauð- synjavara með fé ríkissjóðs, og þrátt fyrir að verðlag á ýmsum aðfluttum vörum hækkaði verulega, einkum framan af, hefur þó tekizt að koma í veg fyrir það, að verð- lagsvísitalan hækkaði meira en um 11 stig, eða úr 316 stig- um í 327 stig, á þeim rúmum 2 árum, sem stjórnin hefur set- ið. Hefur því stjórnin vissu- tega gert sitt til, eftir því sem valdsvið hennar hefur leyft og fjárhagsaðstæður, að halda niðri dýrtíðinni. Hefur þar vissulega oft verið við ramm- an reip að draga, og mörg at- riði, sem örðug voru viðfangs. En það orkar ekki tvímælis, að reynt hefur verið af stjórnar- innar hálfu að spyrna af afli gegn vaxandi verðbólgu. Eins og ég sagði áðan, hafði alþingi rétt áður en stjórnin tók við völdum samþykkt lög um fiskábyrgð ríkissjóðs, en ekkert fé var ætlað á fjárlög- um til þess að standa undir greiðslunum, enda var gert ráð fyrir, að þessi lög myndu ekki í framkvæmdinni reynast rík- issjóði þung í skauti. Alþingi taldi, að. svokallaður „síldar- kúfur“ yrði nægilegur til þess að rnæta skakkaföllum vegna ábyrgðar ríkisins á sölu saltfisks og hraðfrysts fisks til útlanda. En síðan reyndist það svo, að síldarvertíðin 1947 brást að verulegu leyti. „Síld- arkúfurinn" varð enginn. En fiskábvrgðarlögin sköpuðu ríkissjóði á árinu 1947 21 miílj. króna útgjjöld. I fjárlögum var olcki gert ráð fyrir neinum slíkum greiðslum, og má því ráða af líkum, hversu mjög slík útgjöld hafa orkað á fjár- hag ríkissjóðs. Þe.tta leiddi til aukinna lausaskulda hjá ríkis- sjóði. En það var ekki einung- is sumarið 1947, sem síldveið- in brást, þótt Faxaflóasíldin bætti þar nokkuð upp að haustinu. Sumarið 1948 var einnig aflabrestur á síldveið- um, miklu meiri en hið fyrra sumar. Af þessu hlaut óhjá- kvæmilega að leiða það, að minni möguleikar voru til öfl- unar erlends gjaldeyris, og þar með til vörukaupa erlendis. Skömmtyn og skipulagning inn- flutningsins. Eitt af fyrstu verkum nú- verandi stjórnar var að koma skipulagi á gjaldeyris-, inn- flutnings-, verðlags- og fjár- festingarmál. í samræmi við það var sett löggjöf um fjár- hagsráð og hefur ráðið nú starfað síðan sumarið 1947. Má segja að það hafi miklu til vegar komið, þótt að mörgu hafi verið fundið í fram- kvæmdum þess. Þegar síldin brást sumarið 1947, þótti ríkisstjórninni ein- sætt, að grípa yrði til mikillar skömmtunar á aðfluttum nauðsynjavörum, bæði til þess að draga úr innflutningi og þá ekki síður til þess að skipta réttlátlega milli manna því, sem fengist. Það var einnig hugsunin með skömmtun, að halda á- fram sem mestum innflutn- ingi framleiðsluvara, þ. e. „kapítalvörum“ og nauð- synjavörum, til þess að framleiðslunni yrði haldið áfram af fullu kappi. Það tókst að greiða upp van- skilaskuldirnar út á við og leysa út hinar svonefndu „hafnarbakkavörur11. Með því var að verulegu leyti endur- heimt það traust á viðskiptum við ísland, sem var áður skert vegna vanskila á greiðslum fyrir innfluttar vörur. En einnig tókst að auka þó nokk- uð innflutning „kapital“-vara og vara, sem þurfti til fram- leiðslu starfseminnar, svo- kallaðra rekstursvara. Sést þetta bezt af stuttu yfirliti um innflutninginn árin 1946— 1949, incl., og er síðasta árið miðað við innflutningsáætlun, sem gerð hefur verið. Arið 1946 voru fluttar inn neyzluvörur fyrir 145 millj. kr., eða 32,8% af öllum inn- flutningi til landsins. Sama ár voru fluttar inn rekstrarvörur fyrir 90 millj. kr., eða 20,3% af öllum innflutningi til lands- ins, og einnig voru fluttar inn ,,kapital“-vörur fyrir 207 millj. kr., eða 46,9% af öllum inn- flutningi til landsins. Árið 1947 var innflutningur neyzluvara 125 millj., eða 20 millj. minni en árið áður, og ekki nema 22,6% af öllum inn- flutningi til landsins, þ. e. 10%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.