Alþýðublaðið - 10.06.1949, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. júní 1949
ALÞÝÐUBLAÐSÐ
5
erner:
Betíe Ðavis
VIÐAE ER KVARTAÐ yfir útvarpinu en á íslandi.
Hér birtist grein eftir Hans Werner, deildarstjóra í danska
ríkisúívarpinu, þar sem gerS er' að umtalsefni gagnrýni
sú, sem jbað verður að sæta. Margt af því, sem fram kem-
ur í þessari grein, minnir á jiær umræður, sem fram fara
um ríkisútvarpið hér. Því munu margir hafa gaman og
gagn af því að lesa grein Werners.
EF Jensen kennari telur sig
hafa eitthvað fram að færa,
skrifar hann það í fyrirlestra-
formi og sendir útvarpsráði.
og telji útvarpsráð fyrirlestur-
inn nægilega leiðinlegan, tek-
ur það hann óðar til flutnings.
Þannig hefst stutt skopgrein
í útvarpsblaði einu, og f jallar
greinin um eftirlit það, sem
útvarpsráðið í Libanon hefur
með útvarpsefni frá kennur-
um þar. Þessar línur eru því
ekki beinlínis árás á dönsk út-
varpsyfirvöld, en ekki er það
samt hending ein, að blað-
stjórnin hefur valið til flutn-
ings þetta greinarkorn úr ein-
hverju blaði Libanons. Þetta
er einmitt einkar Ijóst dæmi
um þá hneigð til menningar-
andúðar, sem einkennir mjög
gagnrýni danskra blaða á út-
varpsefni og flutningi þess.
Annað álíka ljóst dæmi um
þessa hneigð er skrítla sem
birtist í sama tölublaði. Segir
í skritlunni, að herra Velhlust-
andi sendi blaðinu ekki álits-
grein sína, varðandi útvarps-
dagskrána, sé orsökin sú, að
hann „komi því ekki við að
senda geispa sína í pósti“.
Hneigð blaðsins dylst eng-
um, enda þótt yfir hana sé
brugðið grímu gáskans. Rödd-
in þekkist. Það er rödd lág-
reista en umsvifamikla blaða-
tnannsins, sem lætur sér sæma
að notfæra sér til framdráttar
hina órökstuddu fullyrðingu,
— sem viss flokkur blaða-
manna virðist hafa mikið dá-
læti á, — að dagskrá útvarps-
ins sé leiðinleg. Þessi ábyrgðar
lausi greinarskrifari hefur ekki
talið ómaksins vert að gera sér
Ijóst, að hið eina, sem hann
vinnur með fullyrðingum sín-
um um leiðinlega útvarpsdag-
skrá, er að ánetja áróðri sín-
um þá, sem ekki nenna að
hugsa á þessu sviði eða dæma
útvarpsdagskrána út frá fölsk-
um forsendum og telja áróður-
inn síðan sanna réttmæti þeirr-
ar trúar, að útvarpsdagskráin
sé leiðinleg. Auðvelt er að gera
sér í hugarlund áhrifin, sem
langvarandi áróður í slíkum
dúr fær valdið. Með honum er
sáð fræjum tortryggninnar í
jarðveg þann, sem einmitt er
mest þurfandi fyrir hið „leiðin-
lega“; allan þann fjölda hlust-
enda, sem krefst léttasta létt-
metis sér til dægrastyttingar,
hvetur þessi áróður til lang-
geispa í hvert skipti, sem dag-
skrárefnið krefst sjálfstæðrar
hugsunar einstaklingsins og
rúms fyrir ný áhrif.
Að sjálfsögðu má sitthvað
fina að dagskrárefni útvarpsins,
bæði í heild og einstaka liðum,
efnisvali og flutningi, en hið
eina, sem engum er fært að
segja í því sambandi, er það, að
dagskráin sé leiðinleg, eins og
hún gerist og gengur. Við skul-
um taka eitthvert vikublaðið til
samanburðar. Er hægt að benda
á nokkurt slíkt blað, er flytur
áskriíendnm sínum jafn fjöl-
breytt efni, jafn mikið af sér-
fræðilegri þekkingu, jafn
glæsilegt úrval viðurkenndra
Listaverka á sviði bókmennta og
hljómlistar? Er nokkurs staðar
að finna jafn glæsilegt starfslið
góðra listamanna, rithöfunda,
frábærra vísindamanna, sér-
fræðinga í raunhæfum við-
fangsefnum og fultrúa hvers-
dagslífsins eins og einmitt þann
lióp, sem starfar við hljóðnem-
ann?
Það er ekki mitt að svara
þeirri gagnrýni, sem útvarps-
dagskráin sætir. Sem hluttak-
anda í ábyrgðinni ber mér að
hlusta, þegar gagnrýni, byggð á
sérfræðilegri þekkingu, er fram
borin og með henni vakin at-
hygli á göllum og brestum, á
misheppnuðum tiLraunum og
misskilinni ráðstöfun tíma,
orku og fjármuna, og taka til-
lit til síkrar gagnrýni, svo að
unnt sé að forðast víxlsporin
og villurnar íramvegis.
En ég tel það skyldu mína
að andmæla, þegar heimskan
og bjálfaleg einsýni eða hé-
gómleg löngun ritlubba til auð-
unninna sigra fvrir rófudill við
heimskuna, birtist í neikvæðri
gagnrýni.
Enginn, sem talizt getur á-
byrgur um starfsháttu út-
varpsins, er í minnsta vafa um,
að starfsemi þess sé í þjónustu
menningarinnar. Útvarpslög-
gjöfin undirstrikar þetta, þar
sem hún býður að dagskrárlið-
irnir skuli vera alhliða menn-
ingaraukandi og fræðandi, eða
með öðrum orðum, útvarpið er
ekki ætlað fyrst og fremst til
dægrastyttingar, heldur öllu
fremur til uppeldis og leiðbein
inga á hinum ýmsu sviðum
menningarlífsins, að svo miklu
leyti, sem tæknilegar aðstæður
leyfa, og álitið verður að hæfi-
tegur hópur hlustenda geti
skilið dagskrárefnið og notið
þess. Það leiðir af sjálfu sér, að
ekki er hægt að velja það efni
til flutnings, sem aðeins sér-
fróðir hlustendur geta notið.
Enginn getur krafizt þess að
útvarpið flytji erindi um inn-
byrðis samkenni arabiskra
mállýzkna, tilsögn í æðri
stærðfræði, trúfræði Gamla
testamentisins eða umbúnaði
glóaldina. Mætti þó gera ráð
íyrir að sérfræðingum í þess-
um greinum þætti þá útvarps-
dagskráin skernmtilegri en
þegar eýtt er dýrmætum tíma
til flutnings á eldri danshljóm-
list, ríkisdagsumræðum og
morgunleikfimi eins og nú á
sér stað.
Örðugleikarnir við samn-
ingu dagskrár eru fyrst og
fremst fólgnir í því að ákvarða
iakmarkalínur fyrir efnisvaLi.
Ráðamennirnir eiga þess lítinn
kost að afla sér nokkurnveginn
óyggjandi upplýsinga um hvað
samræmist skilningsgetu hlust-
enda. Já, ekki eru einu sinni
fyrir hendi nokkurn veginn ó-
yggjandi upplýsingar um dag-
lega háttu hlustaada, matmáls-
tíma, stárfstíma, háttatíma og
svo frv.
Það verður og alltaf þraut
að ákveða, — og um leið tilefni
baráttu andstæðra sveita, —
hversu miklum tíma beri að
verja til flutnings á verkum
vngri tónskálda, danskra, eða
verkum Shakespeares. Báðar
eiga þessar listgreinar sína að-
dáendur. En eru þær sveitir
svo fjölmennar meðal hlust-
snda, að þáð réttlæti að mikl-
um tíma sé varið til flutnings
á þeim? Veldur maður þá ekki
of mörgum leiðindum í því
skyni að skemmta of fáum?
í útvarpsstofnun, sem starf-
ar á menningarlegum grund-
velli, horfir þetta öðruvísi við.
Ákvörðuninni verður að miðast
við gildi efnisins og það, hvort
hægt sé að haga flutningi þess
á þann hátt, að einnig þeir,
sem ekki hafa mikinn áhuga á
slíku efni, geti notið þess ef
þeir kynnu að telja ómaksins
vert að hlusta. Þarna getur
orðið mjótt mundangshófið, að
ekki verði fundin átylla þeim
áróðri að útvarpsdagskráin sé
Leiðinleg. Áróðursmennirnir
j halda því nefnilega fram, að
útvarpið eigi að vera þræll
hlustendanna. Aladdin á ekki
að þurfa annars við en strjúka
lampa sinn til þess að andinn
beri honum gullskálar, kúf-
fylltar perlum og eðalsteinum.
Útvarpsdagskráin eigi að vera
eins og hlustendurnir vilji
hafa hana. En „hlustendur"
kalla þessir menn þann múg,
sem leitar dægrastyttingar og
skemmtunar að dagsverki
loknu. í stað þess að vekja at-
hygli á göfugri dægrastytting
heldur en útvarpi á
kaffihúsahlj ómlist og auðvirði-
iegum skemmtiþáttum, er
skriðið fyrir þesum sinnuleys-
ingjum og hafinn áróður gegn
forráðamönnum útvarpsins
fyrir' þá viðleitni að velja til
flutnings það efni, sem eitt-
hvert gildi hefur.
Ekki ber samt að neita því,
að útvarpsefni, sem eingöngu
er miðað við að verða mönnum
til dægrastyttingar, hefur
einnig rétt á sér, en þó því að-
eins, að um valin skemmtiat-
riði sé að ræða, góða hljómlist,
góðan kveðskap, andríka
fyndni, góðlátlega kímni og
hæðni í bundnu eða óbundnu
máli; efni, sem ekki krefst
mikillar ígrundunar og smekk-
Lega er flutt, eða lög og ljóð,
sem við þekkjum frá fornu
fari og okkur þykir vænt um.
öðru hverju höfum við öll
þörf fyrir hvíld; hvíld frá öll-
um ráðgátum, hvíld frá að til-
einka sér örðug og torskilin
fræði. En ætti útvarpsdagskrá-
Þetta er nýjasta myndin af hinni frægu leikkonu.
in að vera almenningi eins
konar hvíldargjafi, er hætt við
að hún glataði skjótt þeim vin-
sældum, sem hún þegar hefur
náð, þrátt fyrir allar ásakanir.
Flestum, sem ekki geta bein-
línis . talizt andlegir amlóðar
eða dægurflugur, er þannig
farið, að þeir vilja nota tóm-
atundir sínar til einhvers ann-
ars en láta stjana við sig og
mata sig. Það getur verið gam-
an einstaka sinnum að horfa á
æsandi kvikmynd, hlusta á
danslög, sem vekja gamlar
minningar, horfa á knatt-
spyrnu, lesa reyfara eða hlusta
á glymskratta, en flestum mun
samt þykja tómstundastarf
enn betri og verulegri skemmt-
un, jafnvel þótt ekki sé annað
en raða frímerkjum, sauma
krosssporsmynztur, dunda við
blómarækt, teikningar eða
eitthvert föndur.
Það er einmitt þetta starfs-
glaða fólk, mennirnir, sem eiga
mörg og fjölbreytt hugðarefni,
sem útvarpsdagskráin á fvrst
og fremst erindi við. Ekki á
þann hátt að veita þeim tilsögn
í frímerkjasöfnun eða blóma-
rækt, heldur með því að veita
þeim þráða leiðsögn út fyrir
hinn þrögna hring hversdags-
starfa og hversdagsvana. Og
allt þvaður um það að útvarps-
dagskráin sé leiðinleg, er bein-
línis gremjuleg móðgun við bá;
allt nöldur um reksturskostn-
að, hvort útvarpið eigi að verja
iengri eða skemmri tíma til
jazzflutnings eða fornrar dans-
hljómlistar, hvort afmá beri
úr dagskránni symfóníuflutn-
inginn, Shakespeare eða fyrir-
Lestra fræðslu, trúarlegs eða
stjórnmálalegs eðlis.
Fjöldi hlustendanna og all-
margar en að vísu lauslegar at-
huganir á óskurh þeirra sýna,
að flestir kjósa að dagskránni
SólgSuggafjöld,
S í m i
Hverfisgötu 116.
væri breytt að verulegu leyti.
Ekki verður þessum óskurn
samt fundinn neinn sameigin
tegur nefnari, og það, sem er
■ athyglisverðast, — ekki verður
heldur fundinn neinn liður
hins fjölbreytta dagskrárefnis,
sem ekki á það mikil ítök í
j hlustendahópnum, að alger-
. Lega rangt og villandi er að
kalía þá þætti skilyrðislaust
j Leiðinlega, þ. e. a. s. að sá hóp-
I ur hlustenda, sem hefur þeirra
i full not, sé svo fámennur, að
| telja megi efr,ið_ sérfræðingum
; einum boðlegt.
j Og að tala um „leiðinlega út~
! varpsdagskrá“ er rakalaust
þvaður, og þeir ábyrgðarlausu
gagnrýnendur, sem nota slíkt
þvaður til árása á forráðamenn
útvarpsins, drýgja synd gegn
hinu lögboðna menningarhlut-
verki stofnunarinnar. Það
væri óskandi að samtök hlust-
endanna breyttu um • starfsað-
ferð; hættu að krefjast þess
dagskrárefnis, sem meiri hlúti
meðlima þeirra telur skemmti
legt, — léttrar hljómlist.ar,
gamanleikja, en minna af æðri
tónverkum og flutningi sí-
gildrar leiklistar, — en tækju
sér hins vegar fyrir hendur að
athuga hvert sé það dagskrár-
efni, sem meðlimir þeirra og
öll þjóðin hefur mesta þörf
fyrir til leiðsagnar á svið æðri
menningar og þroska. Þá teld-
ist aðeins léttmetið á sviði lista
og bókmennta svo leiðinlegt
dagskrárefni, að menn vildu
ekki á það hlusta.
Þá mundu níðhöggar þessir
í blaðamannastétt ef til vill
allt í einu uppgötva þau sann-
indi, að barátta hlustendasam-
takanna fyrir _því að gera út-
varpsdagskrána alþýðlegri
miðar um leið að því að gera
hana rislægri í andlegum
skilningi, eins og þegar hefur
komið fram, og að orsökin er
sú að múgurinn veit sjaldnast
sjálfur hvað honum er menn-
ingarlega fýrií beztu. Þá hlytu
þessir sömu menn að viður-
kenna, að fulltrúum hlustenda-
samtakanna í dagskrárráðum
og nefndum bæri að kenna eða
þakka að vissu leyti, að út-
varpsstarfsemi, -— enda þótt
hún sé ekki skemmtilegri en
raun ber vitni, — er þó ríkari
og veitulli heldur en þeir hafa
sjálfir nokkurn tíma gert sér í
nugarlund, þar eð þeir hafa
aldrei reynt að gera sér ljóst
hver tilætlunin sé með flutn-
ingi dagskrárliðanna og hvaða
þýðingu þeir geti haft. —»
ÍFrh. 4 7. síðúú