Alþýðublaðið - 06.07.1949, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.07.1949, Síða 1
A þingi ILA). í Genf. Þessi mynd var tekin í þjóðabandalagshöllinni í Genf meðan Stefán Jóh. Stefánsson dvaldi þar og sýnir fulltrúa íslendinga á I. L. O. þinginu: Jónas Guðmundsson (lengst til vinstri), Magnús Ástmarsson, Stefán Jóh. Steíánsson, Sigurð Jónsson og Jón Ólafsson. van Zeeland gefsf upp við sfjórnarmyndun van ZEELAND hefur nú gefizt upp við að mynda stjórn í Belgíu, þar sem frjálslyndir neituðu að taka þátt í stjórn- armyndun á grundvelli þess, að Leopold konungur taki aft- ur við völdum. Þrír stærstu flokkarnir sátu í gær ráð- stefnu í Brússel. TVEIM umferðum er lokið í flokkakeppni í skák, sem nú stendur yfir og Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir. Sveitirnar, sem þátt taka í keppninni, eru 5 og 4 menn í hverri. í fyrstu umferð sigraði sveit Gilfers sveit Guðm. Pálmason- ar með 3:1, en sveitir Bjarna Magnússonar og Baldurs Möl.l- ers urðu jafnar, 2:2. Sveit Guðm. S. Guðmundssonar átti þá frí. í fyrrakvöld sigraði sveit Bjarna Magnússonar sveit Eggerts Gilfers með 2Vi vinn- ingi gegn IV2. Sveit Guðmund- ar S. Guðmundssonar sigraði sveit Guðmundar Pálmasonar. Sveit Baldurs Möllers átti frí. Næsta umferð verður tefld í kvöld. Viðíaí við Síefán forsæfisráðherra, íEl&b b c s b&&a aja s ws Dit s --------*-------- ALÞJÓÐA VINNUMÁLASAMBANDIÐ, ILO, hefur unnið merkilegt starf í |ságu félagslegra framfara og félagsícgs ör- yggis í 50 löndum. íslendingar hafa verið meðlimir sambands- ins í tæplega fimm ár og hafa fengið frá því margs konar upp- lýsingar um skipan félagsmála í öðrum löndum. Hefur þetta verið góð aðstoð við undirbúning félagsmálalöggjafar hér, bæði áður en ísiand gekk í sambanöið og eftir. ILO hélt ný’ega þing sitt í Genf, og sóttu það fjórir íslenzkir fulltrúar auk Stefáns Jóh. Stefánssonar forsætisráðlierra, sem var þar nokkra daga. Auk hans sóttu þingið félagsmálaráðherrar frá 18 löndum. Alþýðublaðið hefur hitt Stefán Jóh. Stefánsson, for- sætisráðherra, að máli eftir að hann kom frá Genf. — Það væri fróðlegt að heyra eitthvað frá för þinni. Þú hefur e. t. v. veitt því at- hygli, að Þjóðviljinn sendi þér kveðju rétt eftir að þú fórst að beiman? ,,Já, hvort sem ég er heima eða fer út fyrir landsteinana fæ ég kveðju úr þeirri átt og alltaf með sama hætti. Ég yrði uggandi um réttmæti pólitískra gerða minna, ef ég fengi ekki sömu kveðjur og venjulega úr þeirri átt. Það er og mjög at- hyglisvert að orðbragð það, sem þetta þlað íslenzkra komm- únista notar venjulega, skuli vera tákn þeirrar nýju menn- ingar, er kommúnistar vilja innleiða á íslandi, ef þeir megna. Orðbragðið og úthlut- un klámmyndanna fer mjög vel saman og er táknrænt fyr- ir þá nýju siði, er kommúnist- (ar vilja koma á í landinu.“ S. L. O. — Það væri rétt að fá í nokkrum orðum yfirlit um starfsemi vinnumálasambands- ins og sögu þess. „Slíkt yrði alltof langt mál, ef farið væri út í að skýra það rækilega, þótt á því væri í rauninni full þörf, svo mjög sem vart verður vanþekkingar Framh. á 7. síðu. Hollendingarnir sigruðu KR með 2:0 i gærkvöldi Margir áhorfendyr þrátt fyrir mikla rigningy; bæði mörkin s fyrri háifleik. HOLLENZKA KNATTSPYRNULIÐIÐ AJAX sigraði KR með 2 mörkum geyn 0 í fvrsta Ieik sínum hér í gærkveldi. Veð- ur var mjög óhagstætt, mikil rigning og varð völlurinn fljótt mjög blautur og bungur. Þrátt fyrir betta var fiölmenni á vell- inum. Hollenzka liðið sýndi prýðilega knattspyrnu, snöggan og hraðan leik og góðar staðsetningar, ágætar skiptingar og hnitmiðaðan samleik. Rigningin og bleytan settu4 að sjálfsögðu sinn svip á leik- inn frá upphafi. Hollendingar sýndu þegar mikla leikni og gátu oft með hreyfingum sín- um villt KR-ingum sjónir um fyrirætlanir sínar. Leikurinn var jafn framan af, þótt Hol- lendingar væru öllu *íneira í sókn og væru ófeimnir við að skjóta á mark. Þegar fimmtán mínútur voru af leik, skoraði vinstri útherji, Bruins, fyrsta markið. Var það snoturlega gert eftir snöggt áhlaup. Síðara markið setti vinstri innherji, Dráger, og má segja, að það hafi orðið vegna mistaka í vörn KR. í síðari hálfleik var s\'o ekkert skorað. KR-ingar fengu allmörg góð tækifæri, en markvörður Hol- lendinganna, Leentvar, vai ði mjög vel og bjargaði oft snilld- arlega. KR-ingar héldu mjög vel út, þótt leikurinn væri frá byrjun hraður, en vantaði leikni og öruggan samleik til að standast þeim hollenzku snúning. Markvörðurinn Berg- ur Bergsson stóð sig vel. Danl- el Sigurðsson og Óli B. Jónsson sömuleiðis í vörninni, Hörður Óskarsson lék vel og af dugn- aði I sóknarlínunni, en Hol- lendingar gerðu hann oft rangstæðan. KR-ingar fengu í seinni hálfleik vítisspyrnu, og tók Ríkharður Jónsson hana, en skaut fram hjá. Að öðru leyti sýndi hann mikinn dugn- að og sama má segja um Ólaf Hannesson. Dómari var Hauk- ur Óskarsson. Næsti leikur verður á fimmtudagskvöld við Reykja- víkurmeistarana, Val. Skemmfiferð Rang- æingafélagsins um um helgina. RANGÆINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík efnir til skemmti- ferðar austur á Síðu og Fljóts- hverfi um næstu helgi. Lagt verður af stað frá Ferðaskrifstofunni föstudaginn 8. júlí kl. 6 síðdegis. Fyrsta daginn verður ekið að Skógum undir Eyjafjöllum og gist þar. Annan daginn verður svo farið austur að Kálfaíelli í Fljótshverfi og til baka að Ráðgjafanefnd Tru- mans vill gengis- iækkun í nokkrum llöndum V.-Evrópu. RÁÐGJAFANEFND amer- ísku stjórnarinnar, sem í eru fjórir ráðherrar og margir bankastjórar, hefur mælt með því, að gengi verði lækkað hjá „vissum Vestur-Evrópuríkj- um“ og mun þar fyrst og fremst átt við Breta. Truman hefur sent þinginu álitsgerð nefndarinnar. í nefndinni eru m. a. utanríkis-, fjármála- og viðskiptaráðherrar Bandaríkj- anna. Snyder fjármálaráðherra er nú í París, en fer innan skamms til London. Segir ,,Fi- nancial Times“, að hann muni án efa leggja til við Cripps, að gengi pundsins verði lækkað. Cripps er ákveðinn andstæð- ingur gengislækkunar. Hann gefur í dag skýrslu á þingi um gjaldeyrismál, og ræddi brozka stjórnin ræðu hans í gær. YFIR 1800 manns höfðu sótt sýningu Sambands íslenzkra berklasjúklinga í gærkveldi, en hún var opnuð 28. júní og verður að minnsta kosti opin fram um helgi. -----------«------------ ÖLDUNGADEILDIN í Was- hington ræðir nú staðfestingu Atlantshafssáttmálans. Con- ally, formaður utanríkisnefnd- arinnar, tók fyrstur til máls og mælti með því, að deildin staðfesti fljótlega samninginn. Kirkjubæjarklaustri. Á sunnu- dag verður farið til Reykja- víkur. Stanzað verður víða og skpð- aðir allir helztu staðir á leið- inni. Leiðsögumaður verður Óli B. Pálsson. En Kjartan Ó. Bjarnason tekur myndir af ferðalaginu. '1

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.