Alþýðublaðið - 06.07.1949, Síða 6

Alþýðublaðið - 06.07.1949, Síða 6
6 ALÞYÐUBLABIÐ Miðvikudagur 6. júlí 1949. Leiðbeiningar fyrir húsmæður. Frh. af 5. síðu. ar eru óvanar heimilisstörfum, og eiga í ýmsum erfiðleikum með þau. Engin stofnun hliðstæð þeim, er ég hef nú lýst, er starfandi hér á landi, en ég er ekki í vafa um það, að hér í Reykja- vík myndi slíkri starfsemi verða mjög vel tekið, og verk- efnin eru óteljandi eins og áð- ur hefur verið bent á. Hefur mér dottið í hug, a'3 hér væri verkefni fyrir Kven- félagasamband íslands, og tel ég mjög æskilegt að kvenfé- lagasambandið hefji nú þegar baráttu fyrir því, að stofnað verði til slíkrar rannsóknar- og upplýsingarstarfsemi, annað hvort innan vébanda þess, eða sem sjálfstæð stofnun. Nú eru peningaráð sam- bandsins mjög takmörkuð, og hefur mér komið til hugar, að upplýsingar og sýningarkennsl an væri aðeins 2—3 daga viku- lega til að byrja með, en hina daga vikunnar væru haldin námskeið í sýningarkennslu, og væri aðgangur að þeim seldur. og efast ég ekki urn góða að- sókn að þeim. Á ísafirði þar sem nýju hús- mæðraskólarnir eru starfandi ætti að stofna til samvinnu með þeim um upplýsingaeldhúsið, en hér í Reykjavík við Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Ég hefi nú rætt um fræðslu- starf fyrir húsmæður í kaup- stöðum, en.ekki er það ætlun mín, að sveitirnar verði al- gjörlega út undan. Umferðakennsla hefur nú verið starfrækt hér á landi í fjölda mörg ár, en með mis- jöfnum árangri, og hrædd er ég um að ennþá séu til þær sveitir í landinu, sem aldrei hafa orðið aðnjótandi slíkrar kennslu. Ég vildi gera það að tillögu minni, ef mögulegt væri að fjölga farkennurunum. Að sjálfsögðu er enginn möguleiki á því, að kennari geti verið í hverri sýslu; segj- um fyrst í hverjum landsfjórð- ungi, en ég álít nauðsynlegt að farkennarinn hafi sjálfur far- artæki til umráða t. d. jeppa og fari hratt yfir. Dvelji aðeins 3 daga á hverjum stað, en öll ferðin skipulögð áður. Gerðar verði á- kveðnar tillögur um það, hvað kennt verði hverju sinni, og síðasta daginn álít ég heppi- legt að kennarinn svari aðal- lega fyrirspurnum. En af hverju er heppilegt að hafa námsskeiðin svo stutt? Við þekkjum það allar, að hver árstími- hefur sínar sér- stöku fæðutegundir -á boð- stólum, og ef námskeiðin eru stutt, þá geta - fleiri húsmæð- ur kynnt sér nýjungar í með- ferð þeirra. Á vorin á t. d. að kenna að nota njóla, smára, súrur, arfa og fleiri jurtir, en að sumrinu salat, karsa, stein- selju, spínat og annað græn- meti, en notkun grænmetis er enn þá alltof lít-il hér á landi, og enn þá er fjölda íslenzkra húsmæðra lítt kunnugt um það; en slífct er óviðunandi, því að ræktun, grænmetis, nið- ursuða þess eða matreiðsla á annan hátt, er- eitt af því allra nauðsynlegasta, sem hver hús- freyja þarf að kunna. Á haustin-þarf að kenna að matbúa grænmeti, slátur og kjötmat til vetrarforða, en margar af hinum yngri hús- freyjum munu oft eiga í erf- iðleikum með að matbúa hinn holla og góða íslenzka mat. Ef kennsla þessi er vel skipulögð þá á kennarinn að koma aðeins 3."—4. hvert haust á hvern stað, en þess í stað að vori, sumri eða vetri. Með þessu fyrirkomulagi myndu konur landsins fá allar nýjung- ar á sviði matargerðar fyrr en ella. Konur, sem sækja námskeið þessi leggja allan mat, semþarf, til, því allt er það fyrir hendi, því aðeins er .kennt það, sem er tímabært. .Kvenfélög sveit- anna verða að áveða hvar nám skeiðið er haldið, á hvaða heimili eða hvaða samkomu- húsi. Einnig eiga þau að sjá um húsmæðrakennarann. Naomi Jacob GAMLÁR SYNDIR Framreiðslusfúlku vantar tií ’að leysa af i sumarleyfum. Hótel Skjaldbreið. að slagið; mér þykir svo vænt um hana; hún er gamall og góður vinur minn og var svo góð við mig, þegar ég var lítil.“ „Þá á ég að þakka þér fyrir þetta allt?“ Hún brosti til hans dálítið spotzk á svipinn. „Allt? Ekki allt, en sumt, Oliver minn.“ Hann minntist þriggja næstu mánaðanna. Mundi, hvernig snjórinn þiðnaði, hvernig gul- ar blómabreiður sprungu út á engjunum, hvernig fuglarnir sungu snemma á morgnana í gömlu hlynunum og hvernig grasið á litlu torgunum í bæn- um varð fegurra og grænna með hverjum degi. Hvað svo sem Battista vissi og grunaði, þá lét hún það ekki í ljós. Hún tók á móti heim- sóknum Yolanda, bjó til mat handa henni og Oliver, sem þau borðuðu saman. Sundum heyrðu þau flugvélagný uppi í loftinu, og þegar Oliver bað Yolanda að koma á öruggan stað, hristi hún höfuðið. „Nei; ég verð kyrr hér. Það mundi vera ágæt lausn, ef sprengja félli á okkur bæði núna. Mér stæði á sama, ef við aðeins dæjum saman.“ „En ef við dæjum ekki; ef við bara lemstruðumst eða slösuðumst hættulega?“ sagði hann rólega. Aftur og aftur bað Oliver hana að giftast sér; en hún neitaði alltaf. „Ég þekki ekkert til lifnað- arhátta ykkar á Englandi. Hver ert þú; hvað ert þú; hvar áttu heima; hvers konar lífi lifir þú? Ég kæri mig ekki um að vita það. Við lifum nú okk- ar lífi hérna. Við hrifsum þess- ar stundir til okkar, því að þær eiga að endast okkur alla ævi. Ég er ítölsk kona, kær'i Oliver minn; ég hef ekki trú á að okk- ur reynist auðvelt að festa rætur annars staðar. Hvað ger- ir þú? Ég á við, hvaða starf hefur þú?“ „Faðir minn framleiðir bíla, — Hallam bíla og Markholt. Ég*stjórna verksmiðjunum — eða ætla að gera það, þegar þessu er lokið, — það er nærri Shrewsbury.“ „Þú ert þá verkfræðingur? Og Shr-rowsborry — hvílíkt nafn! Ég mundi ekki einu sinni geta beðið um farmiða heim til mín, ef ég ætti heima þarna.“ „Þú lítur á þetta allt sem gaman. Mér er alvara. Ég elska þig og tilbið, Yolanda. Gifztu mér. Ég get séð fyrir þér og veitt þér allt sem þú vilt . . .“. Hún hló. — „Hvernig veiztu hváð ég vil?“ - „Ég mundi gera þig ham- ingjusama. Ég sver, að ég mundi gera það.“ „Gera mig hamingjusama! Elskan mín! enginn getur gert neinn hamingjusaman. Við geturii aðeins gert okkur sjálf hamirigjusöm — og varla það. Nei; hér eigum við okkar eigin heim, yndislegan heim, þar sem við erum aðeins tvö. Hann endist ekki lengi, því að þetta er draumheimur, og við vérðum að vakna einhvern tíma. En meðan það endist, er það dásamlegt.“ „En ef nú einhver — ef nú einhver uppgötvaði allt þetta, sem verið hefur á milli okkar. Hvað þá?“ sagði hann dapur í bragði. ■ „Ég mundi neita, og það mundir þú auðvitað gera líka. Eriginn mundi efast um, að ég segði satt,“ sagði Yolanda. „Og giftingin? Þú ert ekki hrædd við að hafa mig sem elskhuga þinn?“ ■ Hann varð undrandi á kuld- anum í rödd hennar, þegar hún svaraði: „Þetta var sannarlega ill- girnisleg athugasemd,11 sagði hún. „Gifting mín er miít einkamál, og hræðsla mín og siðferði einnig. Og mér finnst líklegt, að þú getir átt sök á þessari hræðslu, Oliver, og þess vegna er það betri átylla en nokkuð annað til þess að hætta leiknum." Hann hafði fengið ógurlegt samvizkubit og beðið hana af- sökunar, og hann hafði full- vissað hana um, að hann skyldi aldrei hlaupa svo hræðilega á sig aftur, að spyrja slíkra spurninga. Hann kraup á kné frammi fyrir henni, og brátt hvarf kuldinn úr rödd hennar, augu þeirra mættust -—- mild og innileg. Hún strauk hár hans mjúklega með fingur- gómunum. „Ég hræddi þig, Oliver minn. Jæja; þú áttir skilið að verða hræddur. Heyrðu; vertu ekki að hugsa um þetta. Við skulum ekki vera að spyrja hvort annað eða sökkva okkur niður í rannsóknir. Við skul- um heldur segja; „í dag erum við hamingjusöm; •—■ hvað við víkur morgundeginum, skul- um við bíða og sjá hvað set- ur.“ Öðru vísi er ekki hægt að lifa lífinu, þegar heimurmri er allur á öðrum endanum.“ ■ Stundum virtist Oliver, að hún væri mjög önnum kafin, og hún hafði stundum lítinn tíma til að heimsækja hann, og fundir þeirra urðu færri og styttri. Hún gaf þær skýring- ar, að móðursystir sín væri í heimsókn hjá þeim og að alls konar frænkur ætluðu að heim- sækja þau, og að nú væri kom- ið vor og hún þyrfti að fara til klæðskera. Einu sinni fór hún til Róm í fimm daga ferða- lag, og Oliver ranglaði ein- mana og óánægður um leiðin- legar götur Vicenza, fram hjá háum, hrörlegum höllum, skrautlegum styttum og göml um görðum. Hún kom aftur og með henni hamingja hans. Aldrei hafði hún verið jafn töfrandi, svo kát eða elskuleg. Hún virtist hrifsa með valdi hverja stund, sem þau mögulega gátu verið saman; þegar hann þurfti að aka út í sveit til að sinna störf- um sínum, kom hún með hon- Þann 15. yúiM' verður í annað sinn dregið í happdrætti B-flofcks Happdrættisláns ríkissjóðs. Vinningar eru þá 461, 'að h'eiidarupphæð 375 þúsund krónur, þar af er einn vinningur 75 þúsund fcrónur, einn vinningur 40 þúsund krónur, einn vinnin'gur 15 þúsund krónur og þrír vinningar 10 þúsund krónur. Eftir er að draga 29 sinnum í B-flokki um samtals 13.369 vinninga. Hvert happdrættis'skuldabréf , jafngildir þeim 100 krónum, sem fyrir það eru 'greiddar, en það getur að auki fært eiganda sínum stórar fjárupphæðir, fyrirhafnar- og áhættulaust. — Al'lir vinningar eru skattfrjálsir. Með því 'að kaupá happdraeftísskultíabréf ríkissjóðs getið þér í s'enn skapað yður óvenjulegt tækífæri till þess að keppa um stóra happdrættisvinninga áhættulaust og lagt yðar skerf til framkvæmda, sem mikilvægar eru fyrir þjóð- arheildina. — Kaupið því • r Happdrællisskuldðbréf ríkissjoðs

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.