Alþýðublaðið - 06.07.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. júlí 1949.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Fhr. af 1. síðu.
á störfum þessara merkilegu
alþ j óðasamtaka.
Alþjóðlega vinnumálasam-
bandið var stofnað í sambandi
við friðarsamningana eftir
fyrri heimsstyrjöld og stóðu að
myndun þess mestu friðarvin-
irnir og frjálslyndustu öflin,
sem þá voru í Evrópu. Sú rök-
semd var færð fyrir stofnun
þessara samtaka, að með því
eina móti mætti búast við var-
anleguin friði í heiminum, að
innan hvers þjóðfélags um sig
ríkti réttlæti, ekki hvað sízt
varðandi kjör og aðbúnað
verkalýðsins. Það var því á-
kveðið að stofna þessi nýju sam
tök með það sérstaklega fyrir
augum, að fulltrúar frá þeim
ríkjum, er taka vildu þátt í
samtökunum, hefðu það hlut-
verk með höndum að greiða
fyrir umbótum og framförum,
hvað snertir skipulag verka-
lýðsmálefna, allskonar trygg-
ingarmála, vinnuvernd, aðbún
að verkamanna, húsnæðismál
þeirra,' samningsrétt og sam-
band við atvinnurekendur og
ákvörðun um vinnutíma.
Strax í upphafi gætti mikils á-
huga meðal lýðræðisþjóðanna
fyrir samtökum þessum. Það
var ákveðið, að hvert land,
sem ganga vildi í sambandið,
ætti að hafa fjóra fasta full-
trúa, hvort sem löndin væru
stór eða lítil. Tveir fulltrú-
anna skyldu tilnefndir af rík
isstjórnarinnar hálfu, einn af
verkalýðssamtökunum og einn
af atvinnurekendasamtökun-
um. Auk þess var gert ráð fyr-
ir, að ailmargir varamenn og
sérfræðingar yrðu einnig með-
al fulltrúanna, án þess að þeir
hefðu atkvæðisrétt, — því að
hvert ríki hefur, eins og áður
segir, einungis fjögur at-
kvæði, án tillits til st'ærðar
þjóðanna.
Þessi alþjóðasamtök starfa
með hinum mesta myndarbrag
og voru algerlega óháð þjóða-
bandalaginu gamla, — engin
deild úr því og ekki á þann
hátt bundin því, að ríki sem
voru í þjóðabandalaginu þyrftu
að vera í vinnumálasamband-
inu. Bandalag þetta hafði að-
setur í Genf í Svisslandi og
reisti sér þar mjög myndarlega
byggingu, kom upp stóru og
miklu bókasafni og réði tii sín
fjölmarga kunnáttumenn, sern
rannsökuðu mörg þau málefni,
er sérstaklega snerta verksvið
bandalagsins.
IsJand og I. L. 0»
ísland var aldrei í gamla
þjóðabandalaginu, en noltkrir
áhugamenn höfðu þó nokkurt
samband við alþjóðlega vinnu-
málasambandið. T. d. var til
þess leitað, þegar undirbúin
var löggjöfin um alþýðu-
tryggingar árið 1935 og feng-
ust þá frá stofnuninni mörg
góð ráð og leiðbeiningar, er
komu að miklu haldi.
Ég hef í æði mörg ár haft
tækifæri til þess að kynnast
störfum bandalagsins. Fyrir
tæpum 20 árum síðan fór ég
til Genf til þess að fá nokkru
nánari hugmynd um þessi al-
þjóðlegu samtök, stefnu þeirra
og starfsaðferðir. Varð ég þess
þá var, að þarna var Um að
ræða mjög merkilega síarf-
semi og þýðingarmikla, eink-
um fyrir þær stéttir og Inenn,
sem áhuga hafa á félagslegum
umbótum.
Eins og alkunnugt er, leið
þjóðabandalagið gamla undir
lok í stríðsbyrjun 1939. Al-
þjóða yinnumálasambandið
hélt ótrautt áfram starfi sínu,
en þegar útlit versnaði til
muna í Evrópu og jafnvel
þótti líklegt að Sviss myndi
dragazt ínn í ófriðinn, flutti
sambandið bækistöð sína til
Montreal í Kanada og vann
þar áfram af kappi og hélt
uppi miklu sambandi við all-
ar þær þjóðir, er áhuga höfðu
fyrir störfum þess.
Þegar sýnt þótti að síðari
heimsstyrjöldinni myndi brátt
ljúka, vaknaði áhugi nokkurra
manna hér á landi fyrir þátt-
töku íslands í vinnumálasam-
bandinu. Ég flutti tillögu tll
þingsályktunar á alþingi 1943
um að rannsaka skilyrðin fyr-
ir því, að ísland gerðist aðili
að sambandinu, með það fyrir
augum, að ganga í sambandið,
ef aðgengilegt virtist. Tillaga
þessi var samþykkt án ágrein-
ings, og stjórn Björns Þórðar-
sonar lét framkvæma þessa at-
hugun og varð hún til styrkt-
ar skoðunum þeirra, er að því
unnu að ísland yrði aðili að
vinnumálasambandinu. Þegar
stjórn Ólafs Thors var mynd-
uð haustið 1944, þá setti Al-
þýðuflokkurinn það skilyrði
m. a. fyrir þátttöku sinni, að
gengið yrði í vinnumálasam-
bandið. Skömmu eftir að sú rík-
isstjórn settist á laggirnar, hóf
hún að undirbúa, að ísland
sendi fyrsta í stað áheyrnar-
fulltrúa, en gerðist síðan virk-
ur meðlimur sambandsins. Al-
þingi samþykkti síðan að ís-
land gengi í bandalagið og hef-
ur það einnig fyrir tæpum
tveim árum síðan fullgilt
stofnskrá vinnumálasambands-
Usnmæli Támaos
— Þessi frásögn stingur
mjög í stúf við ummæli, er
framkomu í Tímanum 21. júní
s. 1.
,,Ég verð að segja, að ég
varð mjög undrandi, er ég sá
þá frásögn, svo mjög gætti þar
vankunnáttu á skipulagi þess-
ara alþjóðasamtaka, markmiði
þeirra og starfsemi, og þá vakti
það ekki síður undrun mína,
hve köldu andaði í garð vinnu-
málasambandsins í þessari
blaðagrein. Það er í fyrsta lagi
rangt, eins og áður segir, að
sambandið sé deild úr samein-
uðu þjóðunum. í öðru lagi er
það víðs fjarri, að hér sé að
ræða um saihtök, sem séu
einna þýðingarminnst þeirra,
er vinna á alþjóðlegum grund-
velli. Enn er það og algerlega
rangt, sem segir í greininni, að
þótt leitað væri með logandi
ljósi, þá væri hvergi hægt að
finna hina minnstu ástæðu til
þess að ísland tæki þátt í þess-
um samtökum. Loks gegnir
það hinni mestu furðu, að í
greininni segir, að ef hér væri
nokkur stjórn á málum, þá
væri ísland löngu búið að segja
sig úr vinnumálasambandinu.
ísland gekk í þessi samtök fyr-
ir 4—5 árum, og mig rekur
ekki minni til, að Framsóknar-
flokkurinn beitti sér gegn því.
Allir þeir, er til þekkja hvað
snertir félagsmálalöggjöf, þró-
un og framfarir í þeim efnum,
vita að þessi alþjóðasamtök
hafa geysilega miklu til leiðar
komið og hafa beinlínis starfað
í samræmi við það markmið,
er þeim var sett frá öndverðu:
Að vinna að félagslegum fram-
förum og félagslegu öryggi.
Allar lýðræðisþjóðir Vestur-Ev
rópu kunna líka að meta þessi
samtök og yita, hvað þau hafa
miklu til leiðar komið.
Þingið í Genf
— En hvað er þá að segja um
þetta þing, sem haldið var nú
síðast í Genf? Sóttu það margir
fulltrúar og frá mörgum þjóð-
um?
— Þetta þing var mjög fjöl-
sótt og sátu það fulltrúar 50
þjóða frá öllum álfum heims-
ins og auk þess nokkrir á-
heyrnarfulltrúar, m. a. frá
sameinuðu þjóðunum og ýms-
um öðrum alþjóðlegum sam-
tökum. Þingið var haldið í
hinni miklu höll, er þjóða-
bandalagið gamla lét reisa í
Genf, en það er ein hin glæsi-
legasta stórbygging í Evrópu,
fögur, svipmikil og stílhrein.
Mörg ríki sendu þangað fjöl-
mennar sendisveitir. Fulltrúar
Breta voru flestir, 42. Norður-
löndin fjögur, fyrir utan
land, sendu 12—17 fulltrúa
hvert, en frá flestum löndum
voru 15—30 fulltrúar. ísland
átti þarna aðeins lágmarkstölu
fulltrúa, 4. Tveir frá ríkis-
stjórninni, þeir Jónas Guð-
mundsson, skrifstofustjóri í fé-
lagsmálaráðuneytinu, og Jón
Ólafsson, fulltrúi í sama ráðu-
neyti, Magnús Ástmarsson frá
Alþýðusambandi íslands, en
Sigurður Jónsson, forstjóri
Slippsins, var fulltrúi atvinnu-
rekenda. Þess hafði verið æskt,
ef unnt væri, að ráðherrar
fleiri eða færri, einkum félags-
málaráðherrar, sæktu þingið.
Alls komu ráðherrar frá 18
löndum, — fæstir voru þó
beinlínis fulltrúar, heldur sátu
þeir þingið um skeið. Frá
Stóra-Bretlandi, Norðurlönd-
um, Benelux-löndunum svo-
nefndu, Frakklandi og Sviss
sóttu ráðherrar þingið. Kunn-
astur af alþjóðamálum var
ráðherrann Ramadier, fyrrv.
forsætisráðherra og núv. land-
varnaráðherra Frakka, — en
hann er sem kunnugt er einn
af aðalforustumönnum frakk-
neska jafnaðarmannaflokksins.
Þá var Isaacs, verkamálaráð--
herra Breta þarna einnig og
flutti hina snjöllustu ræðu.
S Jémssosi
konsúll
andaðist 'aðfaranótt. 5. þ. m.
Eiginkona, böm og tengdabörn.
Voru í Bretlandi vinnudeilur
um þetta leyti og gaf hann
skýrslu um þær á þinginu.
— Eru ríkin austan járn-
tjaldsins einnig í sambandinu?
— Aðeins sum þeirra. Rúss-
land hefur verið algerlega and-
vígt þessum samtökum og
aldrei viljað neitt hafa með
þau að gera. Tékkóslóvakía
Benesar og Masaryks var á-
hugasamur þátttakandi, en
virðist nú vera að hverfa úr
hópnum eftir að kommúnistar
brutust þar til valda með bylt-
ingu. Gætti þess nokkuð í
störfum þingsins, að þessir
fulltrúar austan' járntjaldsins
töluðu á svipaða lund og full-
trúar kommúnistaríkjanna á
fundum sameinuðu þjóðanna.
Réðust þeir með offorsi á
Bandaríkin og Véstur-Evrópu-
ríkin og mátti heyra á máli
þeirra, að óvíst væri hve lengi
lönd þeirra myndu vilja vera
þátttakendur í sambandinu.
Þeim var rösklega svarað bæði
af fulltrúum Bandaríkjanna og
Vestur-Evrópuþjpðanna og
sagt til syndanna á ákveðinn
en kurteisan hátt. ’Það er ann-
ars einkennandi, að einkum
kommúnistar og svo verstu í-
haldsöflin í löndunum sýna
sambandi þessu illvilja og and-
úð. Ætti þetta að verða til at-
hugunar fyrir höfund Tíma-
greinarinnar, sem fyrr er get-
ið.
— Var starfsemi þessa þings
merk að þínum dómi?
— Ég svara þessu hiklaust
játandi. Þá daga, sem ég dvaldi
í Genf, sótti ég þingfundi
sjálfur, sem haldnir voru frá
kl. 10—1 daglega, en tók að
sjálfsögðu ekki þátt í nefndar-
störfum, en þær störfuðu mest
síðari hluta dags. Ég er ekki í
vafa um, að þetta þing mun
gera margar merkilegar álykt-
anir og móta stefnuna í félags-
málum og framförum, sem
gæta mun meðal margra lýð-
ræðisríkja. í mjög merkilegri
ræðu, sem aðalframkvæmda-
stjóri sambandsins, Banda-
ríkjamaðurinn Mr. David
Morse hélt, taldi hann þetta
vera eitt hið ánægjulegasta
þing, sem hann hefði setið og
var ekki í nokkrum vafa um,
að áhugi Bandaríkjanna og
lýðræðisríkjanna í V-Evrópu
færi vaxandi á málefnum sam-
bandsins og skilningur ykist
sífellt á þýðingu þess fyrir
framfarir og réttláta framþró-
un í þjóðfélögunum.
— Tóku fulltrúar íslands
þátt í störfum þingsins yfir-
leitt?
— Já, þeir gerðu það. að mér
virtist af miklum áhuga, —
sátu bæði þingfundi og nefnd-
arfundi þegar þess var kostur,
ekki sízt nefndarfundina, er
fjölluðu um ýmis sérstök mál-
efni og undirbjuggu ályktanir
til þingsins. Virtust mér allir
íslenzku fulltrúarnir sýna á-
huga og ganga að störfum með
skilningi.
Að lokum vildi ég segja bað,
að ég tel það engum efa undir-
orpið, að alþjóðlega vinnu-
málasambandið sé ein hin
merkilegasta stofnun á alþjóða
vettvangi og að allir, sem
unna félagslegum framförum,
geti sótt þangað bæði fróðleik
og uppörvun og tel ég að ís-
land eigi, ekki síður en aðrar
lýðræðisþjóðir, að kosta kapps
um að vera virkur þátttakandi
í þessum merkilegu alþjóða-
samtökum.
Hyndlr Gunnfríðar
Frh. af 5. síðu
ups góða. Mynd þessi er sterk
að sjá og sómir sér vel sem
minnismerki, og ætti vissulega
vel heima í grennd við sjálfan
Hólastól. Ýmsar fleiri myndir
frú Gunnfríðar væri gaman að
kæmu meir fyrir almennings-
sjónir en verið hefur. Kann-
ski verður það fyrr en varir.
Frúin er öruggari á listamanns
brautinni en nokkru sinni áð-
ur, því ýmsir þekktir lista-
menn, sem hún hefur kynnzt
á Norðurlandasýningunum og
í annarri dvöl sinni ytra, hafa
farið um myndir hennar viður-
kenningarorðum og hvatt hana
til að halda áfram á þessari
braut. í vor, er hún fór frá
Kaupmannahöfn, eftir opnun
sýningarinnar, dvaldi hún
bæði í Svíþjóð og Finnlandi
sem gestur nokkurra slíkra
góðvina sinna.
Vonandi er, að frú Gunn-
fríður fái í framtíðinni góð
vinnuskilyrði á Freyjugötu 41,
svo að hún geti þroskað sem
bezt hæfileika sína sem lista-
kona.
S. I.
Tekið á móti flutningi til
ísafjarðar, Siglufjarðar og
Akureyrar í dag.
Kominn heim!
, 1 B Jon Sigtryggsson :
tannlæknir.
IBR
SRB ISI.
Sunbmöt
verður haldið í Sundhöllinni í kvöld kl. 8,30 e. h. — Keppt Verður 1 100 tmetra sfcriðsur.di, 100 metra baksundi og
200 metra bringusundi karla, og 200 metra bringusundi kvenna. — Sp'emiandi k'eppni í hverri 'grein! Hvað kom-
ast miargir á Norðurlandasundmótið? — Aðgöngumiðarfást í Sundhöl'iinni. S.R.R.