Alþýðublaðið - 09.07.1949, Side 8
Gerizt áskrifendur
að AiþýðublaSinu.
Alþýðublaðið inn á hvert
> heimili. Hringið í síma
É900 eða 4906.
Laugardagurinn 9. júlí 1949.
Börn og ungiingar*
ALÞÝÐUBLABIÐ <
Kcxmið og seljið J
Allir vilja kaupa f
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Winston Churchill í sumárfríi,
\
Hesfamannaíélagið Fákur heldur
Þossar myndir af hinum fræga brezka stjórnmálamanni voru teknar í einum hinna heitu
og sólríku baðstaða á Suður-Frakklandi.
11 verkalýðsfélög úti um land fá
kjarabæfur með nýjum samningurn
—..............—-»— ------
Gronnkayp í aimennri dagvinnu hækk-
ar yfirleitt um 28 eöa 30 ayra á klukkust.
ELLEFU VERKALÝÐSFÉLÖG úti um land hafa nýlega,
ffest um og eftir síðustu mánaðamót, gert nýja kjarasamn.higa
við atvinnurekendur, og hefur grunnkaup í almennri dagvinnu
yfirleiít hækkað um 28 eða 30 aura á klukkustund samkvæmt
þeim, að hví er skrifstofa Albýðusambands íslands hefur skýrt
blaðinu frá.
ífalir unnu íslendinga
\ gær á bridgemóí-
inu í París.
ÍTALIR unnu íslendiuga í
sjöundu umferð bridgemótsins
í París í gær með 25 stigum
gegn 11.
í þeirri umferð unnu einnig
Svíar Pólverja með 20 gegn 17,
Bretar íra með 45 gegn 11,
Frakkar Norðmenn með 19
gegn 12 og Danir Finna með 19
gegn 6. Belgíumenn sátu hjá í
sjöundu umferð.
--------:—9---------.
Ný bók.- „Holdið er
veikf' efíir Hans
Klaufa.
Mest er hækkunin hjá
Verkalýðsfélaginu Vörn á
Bíldudal, hjá því hækkaði
kaupið úr kr. 2,56 upp í kr.
2,95.
Þau verkalýðsfélög, sem
fengu hækkun á grunnkaupi í
almennri dagvinnu úr kr. 2,80
upp í kr. 3,08, voru Verka-
mannafélagið Báran á Eyrar-
bakka, Verkalýðsfélag Hvera-
gerðis, Verkalýðsfélag Sval-
barðsstrandar og Verkamanna-
félag Akureyrarkaupstaðar.
Hjá Verkamannafélaginu
Hvöt á Hvammstanga og
Verkalýðsfélagi Hrútfirðinga á
Borðeyri hækkaði kaunið úr
kr. 2,60 í kr, 2,90 á klukku-
stund.
Verkalýðsfélagið Farsæll á
Hofsósi fékk kaup hækkað úr
kr. 2.65 upp í kr. 2,90, Verka-
mannafélag Reyðarfjarðar-
hrepps úr kr. 2,60 upp í 2,80,
Verkamannafélagið Fram á
Sauðárkróki úr kr. 2,80 upp í
2,90 og Verkamannaíélagið
Valur í Búðardal úr kr. 2,80
upp í kr. 2,92 á klukkustund.
SAMKOMULAG hefur orð-
ið milli Verkakvennafélagsins
Framsókn og Vinnuveitenda-
sambands íslands um að kaup
verkakvenna skuli vera frá og
rneð mánudeginum 11. júlí sem
hér segir:
Við hreingerningar í dagv.
kr. 6,90; í eftirv. kr. 10,35 og
nætur- og helgidv. 13,80.
Við uppskipun á saltfiski kr.
6,90; í eftirv. kr. 10,35 og næt-
ur- og helgidv. 13,80.
Almenn vinna kr. 6,60; í
eftirv. kr. 9,90 og nætur- og
helgidv. kr. 13,20.
Ákvæðisvinna í vaski hækk-
ar enn fremur um 7%.
Samsæfi fyrir norsku
kennarana.
NORSKU kennararnir, sem
hér hafa dvalizt undanfarið,
verður haldið kveðjusamsæti í
Tjarnarcafé á. þriðjudaginn
kemur. Þeir munu sumir að
minnsta kosti fara flugleiðis til
Noregs á fimmtudaginn.
kappreiðar á Skeiðvellinum í dag
-----------------—»
Reyndir verða 7 hestar á skeiði með 250
nio sprettfæri; 13 á 300 og 350 m. stökki
-*»
HESTAMANNAFÉLAGIÐ FÁKUR efnir til kappreiða á
skeiðvellinum við Elliðaárnar í dag í annað sinn á hessu vorL
Kappreiðarnar hefjast kl. 3.30 eftir hádegi, en reyndir verða
26 gæðingar, har af 7 á skeiði með 250 metra sprettfæri, 6 á
350 metra stökki oz 13 á 300 metra stökki.
í skeiði keppa 7 hestar, þar
á meðal hin gammvakra hryssa
Gletta, sem alkunn er frá fyrri
kappreiðum fyrir snilli sína;
eigandi Sigurður Ólafsson;
enn fremur Léttir Jóns í
|Varmadal, er tók fyrstu verð-
laun á síðustu kappreiðum,
: Nasi Þorláks Kristjánssonar,
j Álfsnesi, og Kolbakur Jóhanns
1 Kristjánssonar og fleiri úrvals
hestar, sem gætu orðið fyrr
greindum gæðingum hættu-
j legir keppinautar.
í stökki keppa 6 hestar, þar á
meðal hinn kunni 18 vetra
hlaupagarpur, Hörður, Þor-
geirs í Gufunesi; enn fremur
Gnýfari, sami eigandi, 7 vetra,
er varð fyrstur í 300 m hlaupi
á síðustu kappreiðum, en kepp-
ir nú í fyrsta sinn í 350 m
hlaupi við sér eldri og reynd-
ari hesta; en allar líkur benda
samt til þess,. að hann gangi
með sigur af hólmi. Loks Hauk-
ur Ólafs Þórarinssonar, harð-
snúinn mjög, og fleiri góðhest-
ar.
í 300 m. stökki keppa 13
hestar, meðal annars Glytnur
Guðmundar í Bergvík, Freyja
Viggós Eyjólfssonar, Depill
Magnúsar Aðalsteinssonar,
Fengur Birnu Nordahl. Þá
keppa og nokkrir nýir hestar í
þessu hlaupi, sem líklegir eru
til þess að geta orðið hinum
eldri gæðingum skeinuhættir.
Verðlaun verða samtals 5—6
þúsund krónur. Veðbanki verð-
ur starfræktur að vanda.
Hestamannafélagið Fákur
hefur jafnan viljað stuðla að
bættri meðferð hesta. Það vill
i og stuðla að því, að aldir séu
j upp í Iandinu góðir hestar og
j fólk læri að meta þá.
♦----------------------------
Taít mótfallinn [
vopnasendingum
fil Aflanfshafs-
ríkjanna.
TAFT öldungadeildarþing-
maður tilkynnti í Washington
í gær, að hann mundi beita sér
gegn hernaðarlegri aðstoð til
Atlantshafsríkjanna. Sagði
hann enn fremur, að hann
mundi greiða atkvæði gegn
sáttmálanum, ef vopnasending-
ar til bandalagsríkjanna verða
tengdar sáttmálanum við af-
greiðslu hans í öldungadeild-
inni.
Taft er formaður þingflokks
republikana í öldungadeildinni,
en ekki virðist flokkur hans
allur hafa þessa afstöðu. Tru-
man forseti mun að líkindum
innan skamms biðja þingið að
samþykkja 1 500 000 000 doll-
ara vopnasendingar til annarra
ríkja, fyrst og fremst Atlants-
hafsríkjanna.
----------»---------
Síðasta erindi Ðr.
i
Lindsey fresfað.
í ERINDI því, er Dr. Lind-
sey flutti í gær í háskólanum,
sýndi hann glögglega fram á,
hve þroskaður listiðnaður var í
fornöld hér á Norðurlöndum og
Bretlandseyjum. Var efindið
mjög fróðlegt og sýndi fyrir-
lesarinn fjölda mynda af forn-
um listmunum frá þessurh
löndum.
Lokaerindi Dr. Lindseys,
sem átti að fjalla um hagnýt-
ingu listasafna í þágu almenn-
ings, verður að fresta um sinn,
þar eð kvikmyndir, sem bví
eiga að fylgja, enn eru ókomn-
ar til landsins.
NÝLEGA er komin út bók á
vegum Bókfelisútgáfunnar,
sem nefnist: „Holdið er veikt“,
og er eftir Kans Klaufa, en
undir því nafni hefur Haraldur
Á. Sigurðsson skrifað ýmsa
gamanþætti og leikrit. Þessir
þættir, sem nú eru gefnir út,
hafa ekki birzt áður á prenti
og eru skriíaðar af þeirri
kímni og gamansemi, sem
Har. Á. Sigurðsson er alkunn-
ur fyrir. Fjöldi teikninga
prýðir bókina og eru þær frá-
bærlega vel gerðar.
isfirðingar sigursælir
í Færeyjum
ÍSFIRÐINGAR hafa verið
sigursælir í fyrstu kappleikj-
um sínum í Færeyjum. Þeir
hafa þegar keppt í knattspyrnu
við Havnar boltfélag og báru
sigur úr býtum með 3 mörkum
gegn 2. í frjálsum íþróttum
unnu þeir allar greinar, og var
það afrek athyglisverðast, að
Guðmundur Hermannsson
hljóp 100 m. á 11,4 sek. og er
það nýtt Vestfjarðamet.
GESTKVÆMT hefur und-
anfarið verið á sólskirisdögum
á baðstaðnum í Nauthólsvík,
en þar hafa nú verið gerðar
ýmsar , umbætur, og meðal
annars ráðinn baðvörður, Páll
Guðmundsson íþróttakennari,
sem er viðstaddur daglega frá
ki. 1—7 síðd.
Byggðar hafa verið rotþrær
fyrir frárennsli flugvallarhót-
elsins, nýtt svæði vestan vík-
urinnar tyrft og stigar settir í
bergið, Þá hefur björgunar-
tækjum verið komið fyrir við
baðstaðinn. ,
Reykjavíkurbær hefxlr borið
allan kostnað af sjóbaðstaðn-
um frá byrjun og látið gera
þessar umbætur að öðru leyti
en því, að flugvallarstjóri lán-
aði jarðýtu til jarðabóta og lét
byggja rotþrærnar, en Slysa-
varnafélag íslands lagði til
björgunartækin og kom þeim
fyrir.
Veitingar eru fyrir baðgesti
á flugvallarhótelinu og í því
eru einnig snyrtiherbergi fvr-
ir þá. Fólk ætti ekki að leyfa
börnum að fara til baðstaðar-
ins á þeim tímum, sem bað-
vörðurinn er ekki við, nema í
fylgd með fullorðnum.
Rafvirkjar fagna nýju
iðnfræðslulögunum
Á FUNDI í Félagi íslenzkra
rafvirkja í fyrradag var eftir-
farandi tillaga samþykkt sam-
hljóða:
„Fundur í Félagi íslenzkra
rafvirkja 7. júlí 1949 fagnar
setningu hinna nýju laga um
iðnfræðslu, sem samþykkt
voru á nýafstöðnu alþingi.
Jafnframt vottar fundurinn
iðnaðarmálaráðherra þakkir
sínar fyrir baráttu hans fyrir
framgangi málsins.“