Alþýðublaðið - 22.04.1920, Side 2

Alþýðublaðið - 22.04.1920, Side 2
2 ALÞYÐUBLÁÐIÐ ekki hitt, að það þurfi neina smá- sjá til að koma auga á hana, og var óþarfi af Steingrími að mis- skilja það. Tilgangnr greinar minnar var i' vitanlega sá að benda á það, sem miður fer og haft getur og hef- ir spillavdi áhrif á menningu jReykjavíkur. En Steingrímur verður að fyrir- gefa, þótt eg álíti, að dómur um menningarástand bæjarins í heild- inni, byggður eingöngu á starf* semi kvikmyndahúsanna, myndi verða sleggjudómur, —jafnvel þótt hann væri kveðinn upp af Stein- grími sjállum. Því, sem Steingrímur segir um fiðluspilið, hefir ritstjóri Alþ blaðs- ins svarað nægilega í sama blaði og grein Steingríms birtist í, og vísast til þess. Að endingu skal eg taka það fram, að dómur minn um fiðlu- spil Th. Á, er eingönu bygður á því, sem eg heyrði til hans á um- ræddri kvikmyndasýningu, en alls gigi á samanburði við aðra fiðlu- leikara. Pkilharmonicus. norðan. Áfengisbannlogin. Á þingmála- fundi, sem haldinn var á Siglu- fiirði í febrúar sl. var samþykt með 54 atkv. gegn 23, svohljóðandi tillaga frá Jósef Björnssyni: >Fundurinn er eindregið á móti þvf, að bannlögin séu úr gildi numin og skorar á Alþingi að halda fast við þau og bæta þær misfellur, sem reynslan hefir sýnt að á þeim séu«. Yerkamannafélagið á Siglu- firði gekst fyrir þorrablóti 7. febr. sl. Tóku um 230 manns þátt í því. »Snæddu menn þar úr trog- um, með sjálfskeiðingum og stand- andi«, segir iFram«. Slysatrygging verkamanna. Á þingmálafundinum, sem getið er hér að ofan, var eftirfarandi till- laga frá bæjarfógeta samþykt með öllum greiddum atkvæðum: iFundurinn skorar á alþ.menn Eyjafjarðarsýsiu, að bera fram á Alþingi, þingsályktunartillögu, er skori á stjórnina að Ieggja fyrir næsta Aþingi frv til laga um slysatryggingu verkamanna, eink- um við verksmiðjuvinnu og út- skipun og upp«kipun«. Ber þessi tillaga vott um það, að Siglfi'ðingar hugsa fyrir kom andi dögum. En ekki báru víst þingmennirnir fram þessa þings ályktunartillögu, og er það illa farið. Leikfimisflokk hafa nokkrir ungir menn haft með sér á Ak- ureyri í vetur. Sýndu þeir þar ný- skeð leikfimi opinberlega, við góð- an orðstýr, og gáfu ágóðann, 319 krónur, til ljóslækningastofunar á Akureyri. Kanpfélag Yerkamanna á Ak- ureyri hélt^ nýskeð aðalfund sinn. Hafði ve)tan verið um 200 þús. kr. í rúma 7 mánuði, sem félag- ið var búið að starfa og félags- menn fengu 8% ágóða af við- skiftum sínum. Er sagt í bréfi að norðan, að allflestir Akureyringar verzli nú við félagið. Kanpfélag Eyflrðinga er og nýbúið að halda aðaltund sinn. Var ágóðinn sl. ár um 130 þús- und krónur og er félagsmönnum útbýtt n°/0 f ágóða af viðskift- um þeirra. Vöruverð mun yfirleitt hærra í þessu félagi en hinu og sömuleiðis verzlar það með ís- lenzkar afurðir. Um daginn og veginn. Þróttnr inniheldur í þetta sinn: Víðavangshlaup íþróttafélags R - víkur 1919 með mynd af ölafi Sveinssyni er hann kemur fyrstur að markinu, Opið bréf, til skóla- nefnda og fræðslunefnda, íþróttir og leikir við barnaskóla f Stokk- hólmi, Barnaskóli Reykjavíkur, Til framtíðarmanna, Ágrip af ferða- sögu íþróttafélagsins „Höfrungur“ 1917, Sundbók, upphaf, með myndum, Um tennur, Skátar og Ioks íþróttafréttir. „Þróttur" er fróðlegur, ekki aðeins fyrir íþrótta- menn, heldur einnig allan almenn- ing. Víðavangshlaupið byrjar kl. 2 frá Austurvelli og verður hlaupið þaðan suður Laufásveg suður að Hlíð, þá þvert yfir túnin og á Laugaveg á móts við Gasstöðina og síðan niður eftir veginum og stansað fyrir framan ísafoldarprent- smiðju. Fólk ætti að gæta þess vandlega, að verða ekki hlaupúr- unum til trafala, standa t. d. ekkt á götunni, heldur á gangstéttun- um. Þetta er í 5 sinn sjm hlaujp- ið fer fram. Um 20 taka þátt í hlaupinu og hlaupa f 4 flokkum. Verðlaun verða veitt. , Yeturinn kvaddi í gær mjeð' blíðviðri og þýðu um alt larid. Var sagt f símtali við Akureyri í gær, að því nær snjólaust væri orðlð i Eyjafirði. Stúdentafélag lteykjavíkur heldur fund i Iðnó í kvöid kl. 9. Bjarni frá Vogi talar um Latfnu- skólann og verða síðan umræður á eftir. Attu umræður þessar að verða á síðasta fundi, en varfr ekki úr sökum þess að mentamála- nefndina vantaði, en nú lætur hún væntanlega ekki standa á sér. Öllnm búðnm er lokað í dag, samkv. bæjarsamþyktinni, sömu- leiðis munu flestar vinnustofur lok- aðar. Hjónaefni. Ungfrú Sigurlaug Hallgrímsdóttir á Akureyri og Brynleifur Tobiasson, kennari og ritstjóri, opinberuðu trúlofun sína í gær. Skúli iógeti kom inn í gær með um 90 tunnur lifrar úr fyrstu ferð sinni. Að öllu forfallalausu spilar lúðrafél. „Gígja* úti í dag kl I. Tveir ólíkir. „Skallagrímur" og „Leifur hepni" eru nýkomnir af veiðum. „Skallagrímur" (skip- stjóri Guðm. Jónsson) var úti f 6 daga og kom með 127 föt af lif- ur. „Leifur hepni“ (skipstjóri Gísli Oddsson) var úti í 8 daga og kom með 105 föt. Á Skallagrími fengu hásetar aldrei minna en 5 tfma hvíld á sólarhring. En á Leifi fengu þeir 1U/2 — eilefu og hálfs — tíma hvíld yfir 8 daga.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.