Alþýðublaðið - 13.11.1949, Blaðsíða 5
Sunnudagur 13. rióv. 1949.
4* ^ÝÐtJBLAfHÐ
Sæmundur Olafsson;
á Reykjavíkursýninguna
MEÐ ÞVÍ að skoða Reykja-
víkursýninguna er hægt að
gera sér grein fyrir því, hvern-
ig bærinn hefur þróazt á nokkr
um áratugum úr litlum, fátæk-
um fiskimannabæ í þá auðugu
,,stórborg“, sem Reykjavík er
í dag. Sýningin er að vísu stór-
gölluð sem þróunarsaga, og
verður því sýningargesturinn (
að nota þekkingu sína og hug-
myndaflug í stað þeirra
hlekkja, sem vantar til þess, að
sagan sé samfelld. !
Síðast liðinn sunnudag eyddi
ég nokkrum tíma á sýningunni
mér til mikillar ánægju. En
því ber ekki að leyna, að þeg-
ar ég yfirgaf hið myndarlega
stórhýsi, sem sýninguna geym-
ir, varð mér nokkuð gramt í
geði vegna þeirra mistaka, sem I
ég tel að orðið hafi á undirbún-
ingi sýningarinnar. Sýningar-
nefndin hefur að minni hyggju
gersamlega vanrækt að draga1
fram í dagsljósið þann hluta'
menningarstarfsins á undan- j
förnum árurn, sem hefur verið '
aflgjafi og undirstaða allrar j
frsmþróunar í Reykjavíkurbæ.
Félagsmálastarfinu í bænum
hefur lítið rúm verið ætlað á
sýningunni, og sýningarnefnd-
in heiur gert sér hægt um vik
og látið, eins og engin verka-
lýðshreyfing hafi starfað i
þessum bæ.
Drög að iðnaðarsögu eru
sýnd með því að birta myndir
af vinnuaðferðum fyrr og nú,
og ýmis iðnfyrirtæki sýna
framleiðslu sína, sem er mjög
ánægjulegt, því framleiðslan
stenzt fyllilega kröfur tímans.
En ánægjulegt hefði einnig
verið, að fá greinargóða lýs-
ingu á afkomu og högum iðn-
aðarverkafólksins nú og þeirra
sem t. d. bökuðu brauð og
saumuðu föt fyrir 40 árum. Og
margan hefði eflaust fýst að
sjá á skilríkan hátt, hvernig
þróun þessa fólks hefur verið.
Höfn og stórhýsi hafa verið
hyggð, götur lagðar, jörðin
erjuð, stóriðnaður reistur,
fiskiveiðar auknar 'og efldar,
siglingar um öll heimsins höf
teknar upp, bifreiðar þjóta um
landið þvert og endilangt og
ioftið kljúfa gljáandi drekar.
Alls þessa er minnzt á sýning-
unni, en mannanna, sem hafa
með þrautseigju og mannviti
þroskað sig úr því að vera
frumstæðir kotungar upp í
kunnáttumenn á heimsmæli-
kvaröa, er þar ekki getið. Saga
reykvískra bifreiðastjóra, vél-
stjóra, vélsmiða, húsasmiða,
verkakvenna, verkamanna, sjó-
manna og allra þessara snill-
inga, sem allt hafa skapað í
bænum og við halda, er að
engu getið, ef þeir hafa ekki
komizt upp á það krambúðar-
loftið, að verða ,,stjórar“ af
einhverri ,,gráðu“. Sömu örlög
fær frelsisþrá og félagshneigð
þessa sama fólks. Verkalýðs-
hreyfing hefur hér engin starf-
að, ef taka á sýninguna sem
fullgilda heimild fyrir athöfn-
um Reykvíkinga á liðnum ár-
«m. Ágæt mynd er að vísu af
stofnendum Öldunnar, og er
hún til mikillar prýði. Þeirra
merkismanna verður aldrei of
oft getið. En þessi mynd er líka
það eina, sem ég sá og minnti
á félagstarfsemi í*bænum, aðra
en íþróttahreyfinguna.
Vel hefði að mínu viti sómt
sér að hafa sérstaka deild fyrir
félagstarfsemina; þar hefði að
sjálfsögðu verkalýðshreyfingin
skipað öndvegi. Mynd sá ég af
Jóni Baldvinsyni í hópi stór-
burgeisa. Hann sómdi sér að
vísu vel, blessa,ður karlinn, en
kærara hefði mér verið, að sjá !
prentarann frá Bessastöðum í
hópi sinna manna, sem hann
lifði m eð og barðist fyrir.
í þessum bæ hefur Alþýðu-
samband íslands starfað síðan
1916. Hvergi er þess minnzt.
Verkamannafélagið Dagsbrún
og Sjómannafélag Reykjavík-
ur, að ógleymdu Hinu íslenzka
prentarafélagi, hafa starfað í
bænum í marga áratugi. Sýn-
ingarnefndin hefur hvorki haft
hjartarúm né húsrúm fyrir
þessi eða önnur verkalýðsfélög.
Sjávarútvegsdeildin er
skemmtileg og gefur góða hug-
mynd um þróunina. Þegar
komið er inn úr dyrum deild-
arinnar, leggur að vitum
manns ramman þef af gömlum
þara, hertum íiski, veiðarfær-
um og vergögnum. Það eru
dásamlegar móttökur. Maður
fyllir skynfæri sín af þessum
gömlu kunningjum, verður
gleiðstígur og háleitur, gléym-
ir umhverfinu og fer að hugsa
um, hvort róið verði á morgun,
og svo gáir maður til veðurs,
en í stað bliku í útsuðrinu eða
rokkúfs á Skarðsheiðinni sér
maður gamla kunningja í rjáfr-
inu, máfinn og krumma, hina
eilífu fylgifiska og kunningja
vermannanna. Myndir Egg-
erts Guðmundsonar: vermenn,
beitifjara, kræklingskurður og
þangskurður, eru ágætar. Þá
er Ijósmynd af blóðgun á tog-
ara, mjög góð mynd. Hún er
glögg mynd af hinni erfiðu og
óþrifalegu vinnu togaramann-
anna, en sérstaklega skemmti-
leg er þessi mynd vegna þess,
að vinnugleði, atorka og lífs-
hamingja sindrar af hverju
andliti sjómannanna, en þann-
ig vinna þeir velflestir. Skips-
líkönin eru skemmtileg; en
gaman hefði verið að birta
mynd af skipshöfnum nýsköp-
unartogaranna, sem þarna eru
sýnd líkön af, Þá er sýndur
uppdráttur af landinu og höf-
unum í kringum það, og nokk-
ur helztu fiskimiðin kringum
landið auðkennd sérstaklega.
En nokkuð er það fljótfærnis-
lega gert, því engin Breiða-
fjarðarmið eru sýnd og ekkert
Vestfjarðamið annað en Hal-
inn, og Norðurlandsmiðin vant-
ar öll, nema Hornbankann og
Skagagrunnið. Mörg önnur
merk fiskimið eru ekki sýnd
sérstaklega. Togarar að veið-
um eru ekki góðar myndir,
því botnvörpurnar. sem þeir
draga. eru mjög fjarri því að
vera líkar réttum botnvörpum;
en ágæt eftirlíking af botn-
vörpu hangir á sýningunni.
Klefi sjómannadagsins og
Slysavarnafélagsins eru til
prýði, einnig myndir þær frá
sjómannadeginum, sem sýndar
eru. Við inngangsdyrnar í sýn-
ingarklefann sér maður sjó-
manninn, fátæklegan breiga,
sem berst með frumstæðum
’farkosti og áhöldum við hafið
og hafnleysið á ströndinni. Við
útgöngudyrnar hefði átt að
yera mynd af hinum stolta, vel
efnaða og vel búna reykvíska
sjómanni, sem-lagt hefur undir
sig alla tækni nútímans og ber
höfuð og herðar í aflaafköstum
yfir alla starfsbræður sína um
víða veröld.
Garaan þótti mér að koma í
Saurbæjareldhúsið gamla, og
mér sýndist gömlu pottarnir
frá Vorsabæ brosa til mín eins
og gamlir kuningjar. Þangað
þurfa ungu stúlkurnar og hús-
mæðurnar að koma, þar geta
þær kynnzt vinnuskilyrðum
amma sinna og jafnvel mæðra.
Þá var ekki amalegt að koma
í gömlu búðina og sjá, en ekki
fá bjór fyrir 12 aura og ágætis
koníak fyrir kr. 2,50.
,,Kirkjan er vor mikla móð-
ir“ er einkunnarorð fyrir deild
kirkjunnar. En var það vegna
þess, að mér fannst vinnunni,
hinum skapandi mætti, ekki
vera gerð nógu góð skil á sýn-
ingunni, að mér duttu þesi orð
í hug: „Vinnan er vor mikla
móðir“? Ég bið séra Bjarna og
alla hina prestana fyrirgefn-
ingar á þessum syndsamlegu
hugleiðingum.
Og svo var það hann Óskar
Clausen með verzlunarbókina
úr Ólafsvík, þar sem stendur
svart á hvítu, að garnall Ólsari,
sem lifir enn þá, tók á sínum
duggarabandsárum úr verzlun-
inni kol, sem kostuðu 4 aura
kílóið, og kaffi, óbrent og ómal-
að, sem kostaði kr. 2,40, en
þetta var ekki það merkilega
við þesa bók, heldur hitt, hve
Aðalfundur
Skipstjóra- og síýrimannaféiagsins Kári,
Hafnarfirði,
. verður haldinn föstudaginn 18. nóvember kl.
8,30 síðdegis í Hafnarskrifstofunni.
DAGSKRÁ:
1. Aðalfundarstörf
2. Mörg önnur mál.
Félagar, mætið stundvíslega.
STJÓRNIN.
Lokaaðalfundur
NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAGS ÍSLANDS
verður haldinn í Félagsheimili verzlunarmanna,
Vonarstræti 4 (uppi) þriðjudaginn 15. nóvember
klukkan 20,30.
FUNDAREFNI:
1. Skýrt frá stofnun Bandalags náttúrulækninga-
félaga.
2. Lagabreytingar.
3. Kosningar.
4. Dvöl hjá dr. Nolfi (frú Unnur Skúladóttir).
STJORNIN.
hún er meistaralega vel skrif-.
uð. „Svona eigið þið að skrifa,
strákar," sagði Óskar og sótti
orðin nokkuð djúpt niður í
hálsinn, er hann ræddi við
nokkra kotroskna skólastráka,
sem gjarnan vildu hnýsast í
hina miklu bók.
Sýning skátanna finnst mér
ágæt. Hún er einföld en hríf-
andi. Tjald'á grænni flöt, hlóð-
ir og há fjöll í baksýn. Einfalt
líf, en stórbrotið. Þannig er líf
skátanna og heilbrigðrar æsku.
— Slæmt að vera ekki strákur
og geta orðið skáti!
Sæmundur Olafsson.
Aðalfundur Vals
Á AÐALFUNDI VALS, sem
haldinn var í fyrradag, var
skýrt frá því, að félagið hefði í
hyggju að senda knattspyrnu-
flokk utan til keppni næsta
sumar, og hefur helzt verið
rætt um Noreg. Enn fremur
stendur félagið í samningum
við danskt knattspyrnulið um
að koma hingað, en engin fulln
aðarákvörðun hefur verið tek-
in um það, hvort liðið kemur.
Stjórn Vals skipa nú;
Úlfar Þórðarson læknir, for-
maður, Jón Þórarinsson, Sig-
urður Ólafsson, Baldur Stein-
grímsson, Geir Guðmundsson,
Þórður Þorkelsson og Sveinn
Helgason.
BÆKUR
AFBORGUN
íslendinga sögur, 13 bindi.
Byskupa sögur, 3 bfndi.
Sfurlunga saga, 3 bindi.
Ánnálar og Nafnaskrá, 1 bindi
Riddarasögur, 3 bindi.
ALLAR þessar bækur getið þér eignast gegn 100 krónu mánaðargreiðslum.
Hringið, skrifið eða komið í skrifstofu útgáfunnar, Túngötu 7.
íslendingasagnaútgáfan h.f.
Túngötu 7. — Pósthólf 73. — Sími 7508. — Reykjavík.
ÞAR sem 'ég hef orðið þess
var, að aðstandendum Þjóð-
viljans nægir ekki að birta ó-
sannindi sín um aðalfund Fé-
lags ungra jafnaðarmanna s. 1.
sunnudag og formannskosn-
ingu þar tvisvar sinnum, held-
ur eru nú ýmsir þeirra aS
gera sér mat úr lygum blaðs-
ins með rógi um F. U. J. og
forustumenn Alþýðuflokksins,
,vil ég taka fram eftirfarandi:
Frásögn Alþýðublaðsins af
fundinum er í alla staði rétt,
og þá jafnframt það, að ég
baðst eindregið undan endur-
kösningu. Skrif Þjóðviljans um,
fundinn og að mér hafi á einn
eða annan hátt verið bolað úr
formannssæti, eru ósannincli
ein. Að Öðru leyti stingur frá-
sögn blaðsins um mig persónu-
lega mjög í stúf við það, sem
áður hefur verið um mig skrif-
að í þessu ,,háttvirta“ blaði.
En slík heljarstökk Þjóðviljans
um menn og málefni eru eng-
in nýmæli.
Eggert G. Þorsteinsson.
Einn af hverjum
þremur farþegum !
LoftleiSa fór með i
millilandavélum
EINN af hverjum þremur
farþegum með flugvélum Loft-
leiða h.f. á þessu ári, hefur
flogið með millilandaflugvél-
unum Heklu og Geysi. Aiís
hafa vélar félagsins flutt 16 059
farþega á fyrstu 9 mánuðum
ársins, þar af 5525 milli landa
en 10 534 innan lands.
Á sama tíma nam annar
flutningur, farangur, póstur og
fleira 317 smálestum.