Alþýðublaðið - 29.12.1949, Qupperneq 1
Veðurhorfur:
Austan og norðaustan
stinningskaldi; skyjað
en léttir heldur til.
Oðruvísi mönnum
áður brá.
XXX. árgangur.
Fimmtudagur 29. des. 1949 |fj
I!BV m i
294. tbl.
Brezkur íogari
selur fyrir
13000 pund!
Afli enn tregur á
Halamíðiam.
BREZKI TOGARINN Kirke
nes seldi í gær afla sinn í
Grimsby fyrir 18 000 sterlings-
pund, að því er brezka útvarp-
ið skýrði frá. Voru þetta 33 000
„stones“ og hafði togarinn ver-
ið rúmlega þrjár vikur við veið
ar norðan við Noreg.
Brezka útvarpið skýrði frá
þvi, að þctta væri næst mesta
sala, sem nokkur togari hefði
gert. Metið ætti íslenzki togar-
inn Neptúnus, en hann hefði
selt fyrir 19 000 pund í fyrra-
vor.
Þessi fregn spáir góðu um
söluhorfur á brezka markaðin-
um, en einn íslenzkur togari,
Jón forseti, er nýbúinn að selja
þar, og fimm eru á leiðinni
þangað eða um bað bil að leggja
af stað. Munu tveir selja í
Grimsby og aðrir tveir í Fleet-
wood.
Afli er enn þá tregur á Hala-
miðum, og eru þessir síðast-
nefndu togarar með rúmlega
3600 kit eftir allt að 17 daga
útivist.
í Vestmannaeyjum er nú
verið að salta úr Eilliðaey, og er
það fiskur úr honum og hin-
um Eyjatogaranum, Bjarnar-
ey. Var fiskinum umskipað á
Flateyri.
■----------»■ —
Deila flugvirkja
við flugfélögin
enn þá óleyst
SÁTTASEMJARI RÍKIS-
INS hefur nú verið kallaður til
að miðla málum í deilu flug-
virkja við flugfélögin. Hafa
samningatilraunir sfaðið yfir
án árangurs, og takist samning
ar ekki fyrir nýár, hefst verk-
fall og flugsamgöngur leggjast
niður með öllu. í félagi flug-
vélavirkja eru nú 50—60
manns, en af þeim eru 20—30
fullgildir flugvirkjar.
Ibúðir byggðar fyrir
Marshailfé
ema enn
endti
VESTUR-E VRÓPUÞ J ÖÐIRN-
AR hafa notað Marshallaðstoð
til þess að stórauka bygginga-
starfsemi sína, sérstaklega á í-
búðarhúsum. Hefur meira en
100 milljónum dollara af jafn-
virðissjóðunum verið veitt til
íbúðabygginga, og auk þess
margs konar varningur, sem
frá Bandaríkjunum hefur
komið.
Barnaleikir í virkisrústum
Myndir sem þessi af Berlínarbörnum að leikjum í rústum loftvarnabyrgjanna miklu hafa
vakið athygli víða um heim, þar sem þær þykja táknrænar fyrir örlög, evrópskra barna síð-
ustij ár. Fréttin um grísku börnin hér á síðunni segir frá örlögum annara evrópskra barna.
Fellur stfórn Bidaulls á af-*
greiðslu fjárlagannal
■.... - ----
Fundir í franska þinginu haldnir dag
og nótt fram að nýári.
HLÉ varð á fundum franska þingsins um hádegið í gær,
og hafði þá fundur staðið alla nóttina áður og var rætt um
fjárlögin, sem samkvæmt frönsku stjórnarskránni ber að af-
greiða fyrir nýár. Það var þó ekki um hvíld að ræða fyrir þá
Þýzkir nazifar hafa
nú völd og áhrif
í Argenfínu
Bidaulf og ráðherra hans, því
til að ræða ástandið.
Umræður um fjárlögin hafa
orðið mjög harðar. Hafði ekk-
ert samkomulag náðst milli
stjórnarinnar og fjárveitinga-
nefndar þingsins, svo að stjórn
in varð að láta þingið sjálft
fjalla um fjárlögin lið fyrir lið.
Er nú svo komið, að Bidault
mun krefúast traustyfirlýsing-
ar, ef gengið verður gegn vilja
stjórnarinnar um tvo nýja
skatta, sem hún vill leggja á
ágóða fyrirtækja og fram-
leiðslu.
Deilur þessar eru mjög flókn
ar vegna þess, að mikið ósam-
komulag er um þessi mál inn-
an stjórnarinnar sjálfrar.
Radikalir vilja draga úr skött-
um og ríkisframkvæmdum, en
jafnaðarmenn vilja aukin af-
skipti og framkvæmdir ríkis-
ins, enda þótt það kosti hærri
skatta.
Bidault bað í gærdag þingið
um að taka þegar til umræðu
fjárfestingaráætlun stjórnar-
innar, sem einnig er mjög um
deild, jafnvel meðal stjórnar-
flokkanna. Mun því verða hlé
að skotið var á stjórnarfundi
á fjárlögunum sjálfum, meðan
;íætlunin er tekin fyrir.
Talið er, að stjórn Bidaults
né í nokkurri hættu vegna af-
greiðslu þessara mála. Fáist
þingið ekki til að samþykkja
fjárlögin og fjárfestingaráætl-
unina án verulegrar breytinga,
getur svo farið, að stjórnin
falli.
----------»----------
Sænskur verzlunar-
maður fyrir
Börnin voru flutt
með valdi til
ríkjanna austan
rélti í Prag
SÆNSKUR verzlunarmaður
var í g’ær dreginn fyrir rétt í
Prag og ákærður um aðstoð við
Tékka, sem reyndu að flýja
land. og smygl á ólöglegum
iðnaðarvörum út úr landinu.
Með hinum sænska manni eru
átta Tékkar fyrir réttinum.
Þrír mánuðir eru nú síðan
Svíi þessi var handtekinn, og
hefur sænska utanríkismála-
MÖRG HUNDRUÐ háttsett-
ir þýzkir nazistar hafa nú ekki
aðeins fundið griðland í Arg-
entínu, heldur hafa þeir þar
mikil völd í her og lögreglu
undir verndarvæng Peron for-
seta. Meðal þessara manna eru
Anton Pavelich, fyrrverandi
landsstjóri nazista í Króatíu,
Otto Skorzeny, sem var einn
af foringjum stormsveitanna og
bjargaði Mussolini, sem frægt
er orðið, og margir fleiri slík-
ir.
Ameríska blaðið „The New
Leader“ skýrði nýlega frá
þessu og bar fyrir sig öruggar
heimildir, þeirra á meðal jafn
aðarmenn í Argentínu og
brezka fréttamenn, sem áthug
að hafa mál þetta.
Meðal þeirra starfa, sem naz
istarnir hafa í Argentínu, eru
vísindalegar rannsóknir á
kjarnorku, og þrýstiloftshreyfl
um. Munu um 300 vísinda-
menn starfa að slíkum rann-
sóknum í Cordoba. Sá, sem
þessu stjórnar, er Willi Tank
prófessor, sem gengur undir
nafninu Mathies.
ráðuneytið sent mikinn fjölda
mótmælaorðsendinga til Tékka
án árangurs.
GRÍSKA ÞJÓÐIN helg-
ar dagin'n í dag sorgarat-
höfnum vegna þeirra 28
þúsunda gróskira barna,
sem; uppreisnarmenn tóku
og fluttu rneð valdi t'il
landanna austan við járn-
tjaldið. Hófust mótmæla-
göngur í Aþenu í gær og
standa yfir í ailan dag, en
hámarki sínu náðu mót-
mæli Grikkja í gærkvöldi,
er Frederika drottning
flutti ræðu, sem útvarpað
var víða um heim.
Frederika drottning skoraði
á þjóSir heimsins að veita
Grikkjum aðstoð til þess að
endurheimta börnin. Hún benti
á bað, begar morðið á barni
Lindbergs offursta vakti sam-
úð og hrylling, en nú væri um
meira en 28 000 börn að ræða.
Drottningin benti á, að börn
þessi hefðu verið tekin frá
heimalandi sínu með valdi, og
væri nú á kerfisbundinn hátt
verið að eitra hugi þeirra gegn
foreldrum og heimalandi í
fangabúðum landanna austan
járntjaldsins. '
Það er grísk-kaþólska kirkj-
an, sem stendur fyrir mótmæl-
um þessum gegn barnaránum
kommúnista, meðan á borgara-
styrjöldinni stóð. Hefur erki-
biskupinn í Aþenu sent skeyti
til páfa, erkibiskupsins af
Kantaraborg og fleiri kirkju-
höfðingja og heitið á þá til
stuðnings við málstað Grikkja.
Viðræðurumvopna-
sendingar til
Breta að hefjasl
BREZKA STJÓRNIN hefur
nú sent sendiherra sínum í
Washington nýar tilskipanir
um samninga Breta og Banda-
ríkjamanna um vopnaaðstoð
x sambandi við Atlantshafssátt-
málann. Munu samningar nú
hefjast á ný, og verða þá vænt-
anlega endanlega gerðir.
Munu þá geta hafizt vopna-
sendingar frá Bandaríkjunum
til þeirra bandalagsþjóða, sem
óskað hafa eftir því, en Banda-
ríkjaþing hefur til þessara mála
varið 100 000 000 dollara.