Alþýðublaðið - 29.12.1949, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 29.12.1949, Qupperneq 3
Fimmtudagur 29. des. 1949 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 1FRA MORGNITIL KVOLDS í DAG er fimmtudagurinn 29. desember. Fæddur William Gladstone, brezkur stjórnmála- maður, árið 1809. Sólarupprás er kl. 1G.22. Sól- arlag verður kl. 14.35. Árdegis- háflæður er kl. 0.20. Síödegis- liáflæður er kl. 12.50. Sól er hæst á lofti í Rvík kl. 12.30. Næturvarzla: Laugavegs apó- tek, sími 1618. Næturakstur: Bifreiðastöð Hreyfils, sími 6633. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 10, frá Borgarnesi kl. 15, frá Akranesi kl. 17. Brúarfoss kom til Reykjavík 21.12. frá Hull. Dettifoss er í Hull, fer þaðan væntanlega í dag 28.12. til Reykjavíkur. Fjallfoss kom til Reykjavíkur 21.22. frá Gautaborg. Goðafoss kom til Reykjavíkur 24.12. frá New York. Lagarfoss fór frá Hamborg 27.12. til Gydnia og Kaupmannahafnar. Selfoss fór frá Leith 25.12. til Reykjavík- ur. Tröllafoss fór frá Reykja- vík 25.12. vestur og norður og til New York. Vatnajökull er á Vestfjörðum. Katla kom til New York 22.12. frá Reykja- vík. Esja fór frá Reykjavík í gær- kvöld vestur um land í hring- ferð. Hekla fer frá Reykjavík kl. 14 í dag austur um land í hringferð. Herðubreið fór frá Reykjavík í gærkvöld til Snæ- fellsness- og Breiðafjarðar- hafna. Skjaldbreið fer frá Reykjavík á morgun til Húna- flóa- Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarhafna. Þyrill er á leið frá íslandi til Póllands. Helgi fer frá Vestmannaeyjum í kvöld til Reykjavíkur. Arnarfell fór frá Gdynia í gær áleiðis til Akureyrar, Hvassa- fell er í Aalborg. Poldin er á Vestfjörðum, lest ar frosinn fisk. Lingstroom er í Amsterdam. Brúðkaup Á Þorláksmessu voru gefin saman í hjónaband af sr. Eiríki Brynjólfssyni, Útskálum, ung- frú Aðalheiður Björnslóttir, Tjarnarkoti, Sandgerði, og Gunnar Valdimarsson vélstjóri, s. st. Enn fremur Fanney Björnsdóttir, Tjarnarkoti, og Valdimar Valdimarsson, s. st. Heimili beggja *brúðhjónanna verður í Tjarnarkoti í Sand- gerði. Hjónaefni Á aðfangadagskvöld opinber- 20.30 Jólatónleikar útvarpsins, II.: María Markan óp- erusöngkona syngur. 21.00 Grískt kvöld: a) Ermdi: Frá Aþenu (Kristinn Ár- mannsson yfirkennari). b) Upplestur: Úr Ilions- kviðu Hómers (dr. Jón Gíslason). c) Upplestur: Kvæði þýdd úr grísku (Þorsteinn Ö. Stephen- sen leikari). Enn fremur tónleikar. 22.10 Symfónískir tónleikar (plötur): Symfónía í Es- dúr nr. 4 eftir Anton Bruckner. 23.15 Dagskrárlok. r Ufvarpsskák. 1. borð: Hvítt: Reykjavík, Jón Guðmundsson og Konráð Árna- son. — Svart: Akureyri: Jón Þorsteinsson og Jóhann Snorrason. abcdefgh iii tB* ifif iSSI liillíit 22. Hcl—fl Da7—c5 23. Bd2—e3 Dc5—b5 24. Rf3—g»t Be7XRg5 DAGRENNING Síðasta hefti þessa árgangs er nú komið út og fæst hjá bóksölum. Helztu greinar þess eru: RÁÐSTJÓRN Á ÍSLANDI, Helgidómur Breta- veldis, Nebúkadnesar og Stalín og Undralækningar Oral Roberts, allar eftir ritstjórann. Leikbrúðurnar dansa eftir Douglas Reed. Fjárhags- vandræði Breta eftir Basil Stewart. Hinn falski ísrael eftir séra R. A. Bradbury, o. fl. DAGRENNINGU þurfa allir að lesa. Hún er athygl- isverðasta ádeilu- og fræðirit, sem nú er gefið út hér á landi. Nýir kaupendur fá ókeypis þao, sem til er af eldri árgöngum. Gerizt áskrifendur nú þegar. Tímaritið Dagrenning. Reynimel 28. — Sími 1196. Reykjavík. I uðu trúlofun sína ungfrú Elín Magnúsdóttir, Hverfisgötu 67, og Sigurður Gunnarsson, Hrísa- teig 7. Söfn og sýningar Bókasafn Alliance Fransaise: Opið kl. 3—5 síðd. Þjóðminjasafnið: Opið kl. 13 —15. Náítúrugripasafnið: Opið kl. 13.30—15.00. Skemmtanir KVIKMYND AHÚS: Austurbæjarbíó (sími 1384); „írska villirósin" (amerísk). Dennis Morgan, AHene Dahl, Andrea King, Alan Hale, Geor- ge Tobias, Ben Blue. Sýnd kl. 7 og 9. -—- ,,Gullæðið.“ Charlie Chaplin. Sýnd kl. 5. Gamla bíó (sími 1475): — ,,Ævintýraheimar.“ — Nelson Eddy, Benny Goodman, Andrew Sisters, Dinah Shore, King’s Men o. fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó (sími 6444): — ,,Fedora“ (ítölsk). Luisa Ferida, Amedeo Nazzari. Sýnd kl. 7 og 9. ,,Leynifarþegarnir“ (þýzk). Litli og Stóri. Sýnd kl. 5. Nýja bíó (sími 1544): — ,,Jólasveinninn“ (amerísk). John Payne, Maureen O’Hara, Edmund Gwenn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó (sími 81936): — „Syngið með mér“ (ítölsk). Giuseppe Lugo, Rubi Dalma. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó (sími 6485): — ,,Sagan af A1 Jolson“ (amerísk). Larry Parks, Evelyn Keyes. — Sýnd kl. 5 og 9. Tripolibíó (sími 1182): — ,,Hans hágöfgi skemmtir sér“ (þýzk). Elsie Meyerhofer, Er- och Donto, Hans Nielsen. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími 9184); „Gleym mér ei“ (ítölsk). Benjamino Gigli. Sýnd kl. 9. ,,Sitt af hvoru tagi.“ Sýnd kl. 7. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249): ,,Þrjá röskar dætur“ (amerísk). Jeannette McDonald, Jane Po- vvell, Jose Iturbi. Sýnd kl. 7, 9. SAMKOMUHÚS: Hótcl Borg: Danshljómsveit leikur frá kl. 9 síðd. Ingólíscafé: Hljómsveit leik- ur frá kl. 9.30 síðd. Iðnó: Jólatrésfagnaður verka mannafélagsins Dagsbrúnar kl. 4—8; jóladansleikur kl. 10. Lesið Alþýðublaðið! 20 ára aímælisfagnaður Ung- mennafélags Keflavíkur LAUGARDAGINN 10. des. voru mikil hátíðahöld hjá Ung- ( mennafélagi Keflavíkur í til- efni þess, að tuttugu ár eru lið- j in frá stofnun félagsins á þessu 1 hausti. Félagið var stofnað 29. j ceptember 1929. Fyrirhugað hafði verið, að þessa merka af-1 mælis yrði minnzt sem næst \ afmælisdeginum, en sökum , mjög mikillar breytingar og viðbyggingar við hús félagsins á síðari hluta þessa árs, dróg-1 ust afmælishátíðahöldin nokk- uð. Núverandi formaður félags- tns, Hólmgeir Guðmundsson, cetti afmælisfagnaðinn og bauð gesti velkomna. Veizlustjórinn, Helgi S. Jónsson, tók síðan við ctjórn dagskrárinnar, sem var mjög fjölþætt og skemmtileg. Það voru sýndir þættir úr „Ævintýri á gönguför“, ..Skugga-Sveini“ og svo leik- þáttur, „Hjónabands drama“. Þá voru flutt ljóð til félagsins, sungið og dansað. Formaður afmælisnefndar, Helgi S. Jóns- con, flutti þætti úr starfssögu U.M.F.K. Þar er af mörgu að taka, því að starf félagsins hef- ur jafnan verið mikið og marg- þætt. Félagið eignaðist snemma samkomuhús, gamla Skjöld, œm brann fyrir nokkrum ár- um. Þá réðist félagið í ný húsa- kaup. Keypti gamalt íbúðar og verzlunarhús, sem það gerði að samkomuhúsi, og nú, eins og að framan segir, stækkaði og breytti og gerði að einu vegleg- asta samkomuhúsi landsins. Sundlaug U.M.F.K., sem það hefur nú afhent Keflavíkurbæ til reksturs, hefur stuðlað að f)ví, að nú eru flest allir Kefl- víkingar syndir, — sumum þeirrá hefur meira að segja tekizt að bjarga mannslífum ineð sundíþrótt sinni. U.M.F.K. hefur um langt tkeið haft forustuna í skemmt- imalífi Keflavíkur. Leikstarf- F.emi þess hefur verið mikil, en auk þess hefur það séð fyrir skemmtisamkomum með fjöl- breyttum skemmtiatriðum. Fræðslustarf þess hef ur eink- um farið fram með námskeið- um og í fyrirlestrum. Iþrótta- Etarf þess hefur verið mikið, cinkum nú síðustu árin. Þeir hafa háð marga keppni heima og að heiman — bæði sigrað og fapað, en ávallt verið byggðar- [agi sínu til sóma. Með vaxandi áhuga og þátttöku í íþróttum hefur komið í ljós, að hér eru margir efnilegir íþróttamenn, sem sumir hverjir hafa getið sér gott orð á helztu leikvöng- um landsins. í lok ræðu sinnar sagði Helgi: „Gleði þessa dags er í því fólgin, að félagslegum samtök- um æskulýðs Keflavíkur hefur auðnazt að sjá 20. afmælisdag sinn, — þessum samtökum hef- ur tekizt að binda nafn sitt ó- rjúfanlega við sögu þessa bæj- ar. — Þetta félag hefur laðað fram starfsorku. sem öll hefur hnigið að einu marki, að verða sambúð okkar til frama og blessunar. — Fordæmi þeirra, sem á undan eru gengnir og nú eru við stjórn, óska ég að verði til þess, að þið hin hvetjið til þátttöku, verðið með og hlúið að hverjum þeim vísi stórhuga í Bankastræti, Verzlun Jóns Björnsson & Co., hefur verið lokað. Verzlunin opnar aftur í sínum gömlu húsakynn- um á Vesturgötu 4, upp úr áramótum. V erzlunin Björn Kristjánsson ctarfa, sem megi verða til heilla okkar fólki og okkar byggð —• og svo sannarlga er U ngmennaf élag Keflavíkur einn hinn mesti heillaþáttm, i-em þetta byggðarlag á í sínum margslungna vef. — Mætti mér auðnast að færa félaginu aí- mælisgjöf, þá væri það csk urn óþrotleg verkefnj — því að ég veit, að þau kallá menn til ;3tarfa.“ Allir fyrrverandi formenn fé- iagsins, að Bjarna Friðrikssyni undanskildum — en hann var á sjó —, fluttu stutt ávörp, en þeir eru þessir: Björn Bjarna- con málarameistari, Bergsteinn Sigurðsson húsasmíðameistarí, Sverrir Júlíusson forstjóri, Margeir Jónsson útgerðarmað- ur og Alexander Magnússon útgerðarmaður. Enn fremur fluttu ávörp forseti Í.S.Í., Ben. G. Waage, Ragnar Guðleifsson bæjarstjóri, Alfreð Gíslason bæjarfógeti og séra Eiríkur Brynjólfsson, Útskálum. Ben. G. Waage færði félag- inu fallega fánastöng að gjöf frá sjálfum sér, en hann er heiðursfélagi U.M.F.K. Björn Bjarnason, sem var hvatamað- ur að stofnun félagsins og fyrsti formaður, afhenti félaginu fag- urlega útskorinn fundarstjóra- íiamar að gjöf. Einnig afhenti Sverrir Júlíusson 5000 krónur í-peningum frá fyrrverandi foi- mönnum. Skal fé þetta vera stofnfé að Menningarsjóði Keflavíkur. Fjórir forustumenn félagsins frá fyrri tímum voru gerðir að heiðursfélögum; þeir Sverrir Júlíusson, Margeir Jónsson, Helgi S. Jónsson og Ólafur Þorsteinsson. Þá fór fram verðlaunaaf- hending. Forseti Í.S.Í., Ben. G. Waage afhenti Hólmgeiri Guð- mundssyni, núverandi for- manni félagsins, fagran bikar fyrir bezta Suðurnesjaafrek i. fimmtarþraut á árinu. Bikar [dbssí er nýr, fyrst unninn nú í. haust, gefinn af málfundafé- laginu Mími í Keflavík. Þoi- varður Arinbjarnarson hlaut cinnig bikar fyrir bezta Suðui- uesjaafrek ársins. Suðurnesjp- met hans í kúluvarpi, sett í keppni við Akranes, gefur flest stig á finnsku stigatöfluna. Í sumar var barizt hart um þenn- an bikar og flest Suðurnesja- afrek bætt verulega frá fyrri árum; margir afreksmenn eru ckammt undir afreki Þorvarð- ar, en hann er þó vel að sigrin- um kominn. Hann er einnig í ctjórn félagsins. Þriðji núvei- andi stjórnarmeðlimur er Jó- íiann Benediktsson, sem einnig cr áhugasamur og efnilegur í- þróttamaður. Hljómlist og fjöldasöngur var milli atriða og að lokurn flutti séra Eiríkur Brynjólfs- son minni íslands og þjóðsöng urinn var sunginn að epdingu. Þá hófst dansinn, en fyrir lionum lék ný hljómsveit, sem Baldur Júlíusson stjórnar. Allur var afmælisfagnaðux- inn hinn skemmtilegasti og.hlý- hugur pg árnaðaróskir Keflvík- Inga munu fylgja U.M.F.K. í hverju því spori, sem það geng- ur fram á leið til þroska og á- tramhaldandi atorku í þágu ýmissa framfaramála héraðs- Ins. - J. T. Or ölSum áttum Ríkisstjórnin tekur á móti gestum í ráðerrabústaðnum við Tjarnargötu á nýársdag klukk- ?n 3_5,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.