Alþýðublaðið - 15.01.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.01.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 15. janúar 1849. ALbÝÐUBLAÐIÐ Ræða Gylfa Þ. Gíslasonar á slúdenfafundinum í Ijarnarbíó: Himn les AÐ EINU LEYTI er dálítið erfitt að ræða um andlegt Crelsi og að hlusta á umrasður am andlegt frelsi. Þegar ég segi, að sætin hér í salnum séu rauð óg loftið hvítt, þá vita allir, við hvað ég á. Ef maður segist hafa verið að lesa bók, vita allir, hvað hann hefur ver- ið að gera. Allir vita, að bók er bók, en ekki t. d. dagblað. En hvað er um það a-ð segja, þegar menn segjast aðhyllast andiegt, frelsi? Það kemur oft 'í Ijós, þegar menn fara að tala úm andlegt frelsi, að menn eiga þar við sitt hvað. Sumir eiga með andlegu frelsi við það, að menn hafi rétt til þess að' tala og skrifa eins og þeim sýnist, að ser- hver maður hafi skilyrði til þess að móta sjálfur lífsskoðun sína og lífsviðhorf án íhlutun- ar noltkurs valds, þ. e. að engin þjóðfélagsstofnun, hvorki ríki, kirkja né nokkurt annað vald geti framleitt menn með á- kveðnar skoðanir eins og leik- fangagerð framleiðir brúður af ékveðinni gerð og breytir um tegund, þegar henni sýnist. Aðrir telja það aftur á móti samrýmanlegt andlegu frelsi, að allt prentað mál sé háð op- ánberri ritskoðun, að ríkis- valdið komi í veg fyrir að á- kveðnar skoðanir séu látnar í Ijós, en haldi öðrum skoðun- um að borgurunum með öll- um hugsanlegum ráðum, að Vissar stefnur í félagsmálum, bókmenntum og listum séu löggiltar, en aðrar fordæmdar, I að fundafrelsi og félagafreísi ■ sé skert eða jafnvel afnumið. Þegar þannig háttar, hafa yfirlýsingar um hollustu við andlegt frelsi lítið gildi. Það, eem máli skiptir eru ekki orð- ín, heldur innihald þeirra. Mér er ijóst, að til þess að tnenn fái notið þess, sem ég kalla andlegt frelsi, verða menn að njóta tiltekins efna- iegs sjálfstæðis og félagslegs öryggis. Andlegt frelsi getur orðið innan tómt form þeim, sem á allt undir öðrum. Og sömuleiðis getur misbeiting valds og aðstöðu, ofríki og and- legur terror skert raunveru- legt frelsi í lýðræðisríki. í ýmsum vestrænum íýðræðis- ríkjum t. d. hér á landi, hefur nokkuð verið syndgað í þess- um efnum .Þórbergur Þórðar- j son nefndi það í ræðu sinni hér áðan, að hann hefði orðið fyrir ýmis konar ofsóknum af | hálfu ríkisvaldsins. En þrátt fyrir allt er það svo, að j hann lifir hér hinu bezta Iífi ©g nýtur verðskuldaðrar virðingar og meira að segja allríflegra skáldálauna frá því ríkisvaldi, sem hann er svo fjandsamlegur og hann segir að sé svo fjandsamlegt sér. Hann sagði, að í Rússlandi hefði enginn rithöfundur ver- ið sviptur skáldastyrk eins og hér. En þeir hafa verið sviptir ritfrelsinu þar, og ég vona, að Þórbergur telji ritfrelsi meira virði en skáldastyrk. Örbirgðin, sem enn er til í ýmsum íöndum, þar sem er andlegt frelsi, rýrir og skil- yrðin til þess að allir fái notið þess. En hornsteinar hins and- lega frelsis standa, þeir horn- steinar, sem hið svo kallaða menntaða mannkyn hefur ver- ið að leggja í hálfa aðra öld, og á þeim er hægt að- byggja áfram. Nú, á tuttugustu öld- Lnni, hefur það hins vegar gerzt, að þessum hornsteinum hefur víða verið kippt burt, en musteri menningarinnar reist á öðrurn grunni og ólíkum. Það hefur gerzt í fastistískum ríkj- um, á Þýzkalandi, Ítalíu og Spáni, og það hefur gerzt í kommúnistískum ríkjum, Aust- ur-Evrópuríkjunum. Það er ein mikilvægasta spurning þeirra tíma, sem við lifum, ein mikilvægasta spurning þessarar aldar, á hvorum grundvellinum mannkynið eigi að byggja menningarlíf sitt. Ég held, að auðveldast sé að taka afstöðu til þeirra atriða, sem hér er um að ræða, með því að reyna að gera sér þess grein, hvort menn vilja koma hér á sams konar' skipan og komið hefur verið á í löndum hins austræna lýðræðis. Ég hitti Harold Laski pró- fessor í .Lundúnum fyrir tveim árum. Hann hafði þá ekki alls fyrir löngu verið í Moskvu og átt viðtal við Stalin marskálk. Laski sagði eftirfarandi sögu. Hann kvaðst hafa komið til Moskvu degi áður en viðtalið skyldi eiga sér stað og ekki vitað í fyrstu, hvernig hann ætti að eyða kvöldinu. Hann er náinn kunningi Litvínoffs- hjónanna, frá því Litvínoff var sendiherra í Lundúnurn. Laski ákvað því að heimsækja þau og datt í hug að koma þeim að óvörum, enda voru þau tíðir gestir hjá Laski í Lundúnum. En þegar Laski kom til þeirra, fannst honum ekki vera um þann fagnaðarfund að ræða sem hann hafði búizt við. Hjónin voru eitthvað óróleg og kvíðafull að því er virtist. Laski spurði hvort um einhver veikindi væri að ræða eða hvort hann sækti að einhverju íeyti illa að. Eftir nokkurt þóf sagði Litvínoff honum sem var. Hann kvað þessa heimsókn hans bera að með nokkuð öðr- um hætti en þeim, sem tíðk- aðist þar í landi. Það væri sem sé ekki venja, að útlend- GYLFI Þ. GÍSLASON prófessor flutíi eina a£ aðal- ræSunum á fundi stúdenta í Tjarnarbíói um andlegí frelsi á fimmtudagskvöldið. Lagði hann margar óþægiiegar spurningar fyrir talsmenn hins austræna „frelsis“, en svo undarlega brá við, að þeir viku sér alveg undan aS svara þeim. — Ræða Gylfa Þ. Gíslasonar birtist hér crSrétt. • 9 Gylfi Þ. Gíslason. ingar kæmu í slíkar heimsókn- ir til embættismanna nema ut- anríkisráðuneytið hefði annazt þar milligöngu. Hann kvaðst gera ráð fyrir því, að utanrík- isráðuneytið vissi um ferðir hans, og þetta væri sem sagt dálítið óvenjulegt og óþægi- legt. Laski kvaðst haía sagt, að sér þætti þetta leiðinlegt, og samtalið við Stalin sagðíst hann hafa byrjað á því, að Gegja honum, að það væri sín sök, en ekki Litvínoffs, að þeir hefðu hitzt í leyfisleysi, og lát- ið jafnframt í ljós mikla undr- un sína yfir þessu ástandi. Nú er kannske ekki úr vegi, að spyrja Þórberg Þórðarson og aðra, sem líkt kynnu að hugsa og hann í þessum efn- um, hvort þeir teldu það fram- faraspor hér, ef maður mætti ekki fá útlendan mann í heimsókn nema fyrir milli- gcngu Bjarna Benédiktsson- ar utanríkisráðherra eða starfsmanna hans. Telja þeir slíkt samrýmanlegt andlegu frelsi? 17. nóvember 1948 skrifaði kennslumálaráðherra Rússa grein í Pravda um hlutverk ckólanna í Ráðstjórnaríkjun- um. Ráðherrann telur það eitt af hlutverkum skólanna í Ráð- stjórnarríkjunum að annast stjórnmálalegt uppeldi æsku- íýðsins, að ala nemendurna upp í sterkri trú á kömmún- tsmann, ríkisvaldlð og leiS- toga þess. Hann segir m. a.: „Verkefnið er. að nemendur sovétskólanna vaxi upp sem menn með háleitar hugsjónir, cannfærðir um, að málstaður flokks þeirra Lenins og Stal- Ins er mikilíenglegur og rétt- látur, sem stefnufastir, stað- fastir, baráttufúsir og djarfir menn, er óttast ekki mótlæti og vilja sigrast á hvers konar örfiðleikum. En til þess að þetta takmark náist verður allt starf skólanna að vera gegnsýrt af háleitum kommún- istískum hugsjónum, þrungið af djúpum hugmyndaskilningi og bolsévistiskri flokks- hyggju“. Mig langar til þess að cpyrja Þórberg Þórðarson og skoðanabræður hans: Er þetta sjónarmið í skóla- málum samrýmanlegt því, sem þeir kalla andlegt frelsi, eru það andlega frjálsir menn, sem koma úr svona skólum? Er þetta það, sem koma skal hér á íslandi, e£ þeir fengju að ráða? Það er alkunna, að í Sövét- ríkjunum er allt prentað .mál háð ritskoðun opinberrar stofn- unar — Glavlit —. Sverrir Kristjánsson hefur í grein- í Helgafelli nefnt starfsemi hennar ritvörzlu. Nú langar mig enn að spyrja Þórberg Þórðarson og skoðanabræður hans: .Samrýmist það andlegu frelsi í þeirra skilningi, að allt prentað mál sé háð opin- Álþýöublaðið A-listinn boðar til almenns kjósendafundar í Sfjörnubíó næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 8,30. Meðal ræSu- manna verða efstu menn listans og nokkrir aðrir. Sfuðn- ingsmenn Á-íistans eru eindregið hvatfir fil að fjöl- menna á þennan fyrsfa fund íisfans. berrx rítskóðun eða rit- vörzlu? Ættum við von slíku hér, ef þeir fengju að' ráða? Myndi Þórbergur teljð það andlegu frelsi sínu óvi^ komandi, ef hann yrði að bera ailt, sem hann skrifar, irndir t. d. Menntamálaráð? Eða myndi hann kannske, telja andlega frelsið ósker4' • ef það yrði Mál og menning sem fengi ritvörzluna í síc- ar hendur? Telur liann það engu máli skipta fyrir and- legt frelsi í Tékkóslóvakín, að nú hefur verið bannað atST' selja þar bækur, sem gefn'ar/ voru út fyrir stríðslok, áú sérstaks Ieyfis? I ársbyrjun 1948 var frum- cýnd í Bolshoi-leikhúsinu 1 Moskvu ópera eftir Murade'ii, Vináttan mikla. Óperan vakti nlimikla athygli. Hún varð til- þess, að miðstjórn Kommún- istaflokksins rússneska boðaði- 70 tónlistarmenn til fundag um tónlistarmál, og hélt þá- verandi aðalritari Kommún- istaflokksins aðalræðuna á þeim fundi. í ræðunni daemdi hann harðlega ýmsag tónlistarstefnur fyrir förmal-' isma og grófan natúralisma, og fór m. a. hörðum orðum um, óperu Muradelis. Hinn 101 Cebrúar hélt miðstjórn Komm- tinistaflokksins síðan fund pg gerði, ályktun um tónlistarmál, þar sem öll sú tónlist, sem hverfi frá lífi fólksins, var harðlega fordæmd, og þá fyrst og fremst tónlist Shostak.óvits, Prókófjeffs, Myakovskys o. fl. í ályktuninni var sagt, að aft- urhaldssamar hugmyndir mótí skoðanir þessara formalistísku tónskálda, en samkvæmt þeim ; eigi aðeins listamaðurinn sjálf- ur að dæma um gildi verks GÍns. Tónskáldin voru alvarlega vöruð við því að rata á slíkar villigötur. Skömmu síðar lýstu ýmis helztu tónskáld Ráðstjórn arríkjanna því yfir, þ. á m. Pró kófjeff, að þau mundu láta af villu síns vegar, reyna að vinna bug á öllum formalisma og semja tónlist, sem þjóðin geti skilið og haft ánægju af. Enn íangar mig til þess að spyrja Þórberg Þórðarson og skoðana- bræður hans: Samrýmist það hugmyndjim þeirra um andlegt frelsi, að ríkisvaldið kveði á um það, hvaða listastefnur séu góðar og vondar og knýi lista- menn með áhrifavaldi sínu íil þess að starfa í þágu þeirr ar stefnu. sem það ákveður? Eigum við.von á því, að rík- isvaldið fari að segja lista- - miinnum fyrir verkum hér Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.