Alþýðublaðið - 15.01.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.01.1950, Blaðsíða 8
Kosnmgaskrifstofa A-Iistans er opin kl. 10—10 í Alþýðuhúsinu. Símar eru 5020 og 6724. Sunnudagur 15. janúar 1949. Stuðningsmenn j A-Iistans Komið í skrifstofu listans í Alþýðuhúsinu og leggio liönd á plóginn í undir- búningi kosninganna. fn og æra Sigurðar berkla- æKms er nu eina vorn i- sins i sjuKranusmaiinu! LlTIL EELt GEÐ GUMA, varð manni að orði, er Hasíii' sá aðra síðu Morgunþlaðsins í gær með mynd af Sigurði Sigurðssyni berklayfirlækni undir fyrirsögn um „oragga baráttu“ Sjálfstæðismanna í heilbrigðismálum. Sterkar taugar niá' Sigurður .læknir hafa, er hann þolir þaðj að íhaldið veifi nú nafni hans og æru tih þess að reyna að hylja hina skainmaríegu vanrækslu þess í sjákrahúsmálunum. Morgunbiaðið segir, að kosning Sigurðar berklayfir- læknis hafi verið þýðingarmikili þáttur í undirbúningi að framkvæmdum bæjarins í sjúlirahúsmálum. Vafalaust befur Sigurður læknir lekið sæti í bæjarstjórn í þeirri trú, að íhaldinu vseri alvara að gera eitthvað í þessuni málum. llití er furðulegt, að „einrí af bezt menntuðu og val- inkunnustu læknum þjóðarinnar“ skuli láta nota sig í ósvífnum áróðri til að hylja skammarlega vanrækslu pólitískrar klíku í sjúkrahúsmálum höfuðstaðarins. Slíkt er hvorki honum né íhaldiríu til nokkurs sóma. Morgunblaðið gengur svo langt, að það lýsir jn’í fögrum oröum, hvernig Sigurður Sigurðsson hafi haft forustu í baráttunni við berklaveikina og hlotið fyrir það alþjóð- lega viðurkenningu. Fyrir þetta á Sigurður vissulega lof skilið. En Morgunblaðið talar minna um baráttu Sigurðar við sjúkrahússkortinn í Reykjavík. Hann, eða íhaldið í 'heild, hafa ekki unnið neina stórsigra á því sviði og ekki hiotið alþjóðlega frægð fyrir það. Svo laiigt er íhaldið gesigið, að það dregur berklaveikina fram í dagsljósið til að reyna að beina athygli manna frá sjúkrahúsmálinu í Reykjavík. Eftir fjögurra ára "„ágæta forustu" Sigurðar er nú loksins byrjað að teikna bæjarsjúkrahús. Ef hann linnir ekki sókninni og heldur hinni „ágætu forustu“, ætti að vera góð von um að teikningarnar verði til og geti birzt (eins og teikningin af heilsuverndarstöðinni nú) í Morg- umbiaðinu við kosningarnar 1054. Og þá mun blaðið aftur birta myndir af Sigurði og segja með fögrum orðum frá sigium hans — í baráttunni við berklana, sem að vísu voru unnir an skrums og áróðurs íhaldsins. SJálisnorðslilraun í Reykjavíkurhðfn í GÆRMORGUN, kl. 6,15, gerðist það við höfnina í Reykja vík, að ölvuð súlka gerði til- raan til þess að fyrirfara sér með því að varpa sér fram af hafnarbakkanum í sjóinn. Bifreiðarstjóri einn, sem þarna var nálægur, kastaði sér þegar til sunds og tókst honuni að ná í stúlkuna áður en hún sökk. Reyndist honum þó björg unin örðug, en skipverjar á b. v. Fylki, sem lá þarna við hafn arbakkann, veittu honum að- stoð og náðu stúlkunni um borð í skipið. Þrjár guðsþjónustur í Fríkirkjunnl í dsg FRÍR UMSÆKJENDUR um prestsembættið við fríkirkjuna í Reykjavík predika í fríkirkj- unni í dag, séra Þorsteinn Björnsson kl. 11, séra Árelíus Fullkomin ullarþvoífarsföð íekin ti starfa á Ákureyri á vegum SIS Iþýðuflokksins Getor þvegið aiSa uHarframleiðsiuna. NÝLEGA E.E TEKIN TIL STARFA ný ullarþvottastöð á Akwreyri á vegum Sambands íslenzkra samvinnufélaga, og er áæilað, að hún gcti þvegið alla ullarframleiðslu landsins. Forselakosningar á Finnlandi í dag KOSNINGAR fara fram a Finnlandi í dag, og verða kosn- ir 300 kjörpenn, er síðan koma saman 14. febrúar og kjósa for seta landsins. Er forsetakosning in sótt áf miklu kappi, en þrír frambjóðendur eru í kjöri; Paasikivi, núverandi forseti, Pekkala, fyrrverandi forsætis- ráðherra, og Kekkonen, forseti finnska þingsins. Paasikivi hefur verið forseti Finnlands síðan 1946, og nýtur hann stuðnings fjögurra stjórn málaflokka, Alþýðuflokksins, frjálslynda flokksins, sænska flokksins og íhaldsflokksins. Kekkonen er frambjóðandi bændaflokksins, sem er stærsti flokkur Finnlands nú, en þing menn hans eru aðeins tveimur fleiri en þingmenn Alþýðu- flokksins, sem fer með stjórn landsins. Pekkala er frambjóð andi kommúnista. Níelsson kl. 2 og Emil Björns- son cand. theol. Id. 5. | j, (jj j;; Ein af þeim starfsgréinum, sem bændur hafa neyðst til að leggja niður vegna fólksfæðar, er ullarþvotturinn, og hefur mátt tíðindum sæta hin síðari ár, að bændur hafi afhent ull sína þvegna til söluframleiðslu. Þegar fyrirsjáanlegt var hvert stefndi í þessu efni ákvað Sam bandið, að byggja ullarþvotta- stöð af fullkomnustu gerð og var henni valinn staður á Ak- ureyri í sambandi við Ullar- verksmiðjuna Gefjun, sem nú er verið að endurbyggja- og stækka. Byrjað var á byggingu ullar- þvottarstöðvarinnar 1947 og er hún nú fullsmíðuð og allar vél- ar komnar uppi. Húsið eru tvær hæðir, 70 m. langt og 14 m. breitt, alls um 8600 rúmmetr- ar. Gólfflöturinrí er 9800 fer- metrar. Á efri hæð eru geymsl ur fyrir óþvegna ull og fer þar einnig fram ullarmatið. Ullin fer síðan í rennu niður á neðri hæð hússins og'í þvottavélina. Fyrst fer ullin gegnum tætara sem greiðir sundur þófna ull og flóka, því næst gegnum 4 stór þvottakör, sem er mismun- andi sterkur þvottalögur. Gafl ar ýta ullinni til í þvottakörun um og síðan fer hún á færi- böndum úr karinu í annað. annað. Milli karanna eru gímmívalsar sem pressa allt vatn úr ullinni áður en hún kemur í næsta kar, en úr fjórða karinu fer ullin enn milli valsa áður en hún fer í þurrkarann, sem skilar henni fullþurri. Þurrkarinn er hitaður upp með gufu. Sjálf ullarþvottarvélin, sem er rafknúin, er 56 m. löng og talin ein fullkomnasta sinnar tegundar. Hin er smíuð í Bandaríkjunum, og vélfræð ingar frá verksmiðjunum að- stoðuðu við uppsetningu vél- anna. Afköst vélarinnar eru miðuð við það að hægt sé að þvo alla ullarframleiðslu landsins, þótt að hún aukist mjög frá því sem nú er, en meðal ullarmagn mun hafa verið síðustu árin um 500 — 600 smálestir Miðað við 8 sunda vinnu á dag, getur ullar bvottarvélin skilað um 1000 kílóum af þveginni ull. Um þessar mundir er verið að endurbyggja ullarverksmiðj una Gefjun, og þegar því er lokið er áætlað að hún geti unn ið úr íslenzku ullinni um tvö hundruð búsund metra af alls- konar dúkum, kven- og karl- mannafatnaði og auk þess mik- ið magn af garni og loþa til heimilisiðnaðar. Einnig starfrækir Samband- Akureyri, og er þar ein full- komnasta prjónastofa landsins. Með allri þessari starfsemi ætti að vera tryggður öruggur markaður fyrir alla íslenzka ull. Bæjarúlgerðin Framh. af 1. síðu. þýðuflokkinn. En þessi skýr- ing á engan veginn við um Alþýðuflokkinn, þó að hún sé ef til vill möndullinn í hugsun og afstöðu kommún- ista. Á MÓT.I TVEIMUR FOR- STJÓRUM, EN MEÐ TVEIM- UR BORGARSTJÓRUM! Þá vék Helgi Sæmundsson að þeirri fullyrðingu Sigfúsar Sigurhjartarsonar, að fordæm- anlegt væri undir öllum kring- umstæðum að hafa tvo forstjóra við eitt fyrirtæki. Þetta er blekking. Kommúnistar hafa síður en svo á móti því, að tveir forstjórar séu við eitt fyrir- tæki eða stofnun, þó að þeir láti svo nú af hentistefnu- ástæðum. Fyrir síðustu bæjarstjórn- arkosningar var Sigfús Sig- urhjartarson þeirrar skoS- unar, að í Reykjavík ættu að vera tveir borgarstjórar, og hann ætlaði sjálfum sér að verða annar þeirra. Það er ástæða til þess að ætla, áð þessi skoðun hans sé enn ó- breytt. Og kommúnistar yrðu áreiðanlega eltki á móti því, að tveir forstjórar væru við bæjarútgerðina, ef þeir fengju annan þeirra, og þá er svo sem ekki víst, að aðaláherzlan yrði lögð á hæfnina og áhugann fyrir þessu merka fyrirtæki. . ,Tr KOMMÚNISTAR HAFA SNÚIZT í HRING Þannig er allt á sömu bókina lært í þessum málflutningi kommúnista, Hér er ekki um neinn pólitískan kaupskap að Þorsteinn Hjálmarsson. KVENFÉLAG ALÞÝÐU- FLOKKSINS heldur fund í Iðnó uppi á mánudagskvöld- ið kluklcan 8,30. > Á fundinum verða rædd ýmis félagsmál. Þá verður upplestur og að lokum dans. ræða, og forsendur hafa á éng- an hátt breytzt. Það, sem gerzt hefur, er það eitt, að kommúnistar hafa snúizt í hring rétt einu sinni og þröngvað fulltrúa sínum í sjávarútvegsnefnd til að falla frá fyrri aístöðu. sinni. TILEFNISLAUSAR OG ÓSANNGJARNAR ÁRÁSIR Gunnar Thoroddsen borgar- stjórj taldi sjálfsagt, að farið yrði að tillögum sjávarútvegs- nefndar í þessu máli. Las hann upp fundargerð sjávarútvegs- nefndar frá 12. nóvember 1946, þegar tveir. forstjórar bæjarút- gerðarinnar voru ráðnir með ntkvæðum fulltrúa allra flokka, einnig Ingólfs Jónssonar, full- trúa kommúnista. Gunnar benti á, að kommúnistar sökuðu bæj- arstjórnarmeirihlutann um ein- ræði. En þegar bæjarstjórnar- meirihlutinn rétti fram hönd til samstarfs og legði til, að full trúi frá minnihlutanum fylgd- ist með og bæri ábyrgð á stjórn og rekstri slíks fyrirtækis sem bæjarútgerðin væri, sætti hann aðdróttunum einnig fyrir það. Sagði borgarstjóri, að hon- um blöskruðu árásir kommún- ista á Jón Axel í bessu máli, því að þær væru tilefnislausar og ósanngjarnar, þar eð störf Jóns fyrir bæjarútgerðina væru hafin yfir alla gagnrýni. Frið- rik Ólafsson skólastjóri taldi æskilegt og sjálfsagt, að for- stjórar bæjarútgerðarinnar væru tveir. Pálmi Hannesson var í öllum atriðum sammála Sigfúsi Sigurhjartarsyni! Einn listi á Hofsési Á HOFSÓSI hefur aðeins komið fram einn listi til hrepps nefndárkosninganna, og eru fjögur efstu sætin skipuð þess- um mö,nnum: Anton Tómasson, Björri Björnsson, Jóhann Eiríksson og Lisíi Alþýðuflokksins á Sauðá óki við bæjarsfjórnarkosningar FRAMBOÐSLISTI Alþýðu-1 Valdimar Pétursson verkam., flokksins við bæjarsíjórnar- kosningarnar á Sauðárkróki hefur verið lagður fram og verður það A-listi. Þessir menn eru á listanum: Magnús Bjarnason kennari, Brynj. Danívalsson verkam., Ingimar Bogason verkamaður, ið fataverksmiðjuna „Heklu“ á Erlendur Hansen rafvirki, Friðrik Sigurðsson bílstjóri, Sig. Stefánsson verkamaður, Sigrún Jónsdóttir frú, Friðrik Friðriksson verkam., Helga Jóhannesdóttir frú, Jósep Stefánsson smiður, Magnús Sigurðsson smiður, Pétur Jónsson verkstjóri, Árni Hansen verkstjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.