Alþýðublaðið - 18.01.1950, Side 4

Alþýðublaðið - 18.01.1950, Side 4
4 ALÞÝftUBLAÐIÐ Miðvikudagar 18. janúar 1950. Úígefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Frétíastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilia Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. „SfóríbúðaskaHur" Framsóknar ÍHALDSBLÖÐIN eru nú orðin svo rökþrota í umræðun- um um bæjarmál Reykjavíkur, að þau reyna að gera sér póli- tískan mat úr ógæfu Fram- BÓknarflokksins. Svo sem kunn ugt er hefur Framsóknarflokk- urinn undir forustu Rannveig- ar Þorsteinsdóttur flutt á al- þingi frumvarp um svokallað- an stóríbúðaskatt, en raunar er hér um réttnefndan smá- íbúðaskatt að ræða. Þetta frum varp hefur að vonum vakið mikla athygli og talsverða reiði meðal bæjarbúa. Þess vegna hafa íhaldsblöðin gripið til þess auvirðilega bragðs að staðhæfa, að hér hafi verið Etofnað til samsæris þriggja flokka gegn Reykvíkingum, sem íhaldið skríður fyrir skjálf andi af kosningahræðslu. Full- yrti Morgunblaðið fyrir nokkr um dogum, að stóríbúðaskatt- ur Framsóknarflokksins yrði strax eftir bæjarstjórnarkosn- ingar samþykktur af Fram- sóknarflokknum, kommúnist- um og fleiri eða færri Alþýðu- flokksm.önnum á alþingi. Vís- ir tók undir þetta daginn eftir og rembdist við að hafa eins hátt og Morgunblaðið. Alþýðublaðið hefur í tilefni þessa lýst yfir því, að umrætt frumvarp Framsóknarflokksins verði aldrei að lögum fyrir fulltingi Alþýðuflokksins. í- haldsblöðin reyna að tor tryggja þessa yfirlýsingu, og sýnir það betur en nokkuð annað, að þau töldu sig hafa fundið hér í andlegri fátækt sinni tilvalda kosningabombu. Henni þarf þó ekki gaum að gefa úr þessu, þar eð hún er sprungin af sjálfri sér. En Tím- inn heldur áfram lofsöngnum um þetta endemisfrumvarp Framsóknarflokksins og er með skæting út í Alþýðuflokkinn vegna boðaðrar andstöðu hans við stóríbúðaskatt hinn svo- kallaða en raunverulega smá- íbúðaskatt Rannveigar Þor- steinsdóttur, Páls Zóphónías- sonar og Vilhjálms Hjálmars- sonar. Tilefnisins vegna telur Alþýðublaðið rétt að víkja nokkrum orðum að þessum ummælum Tímans, þó að sárt eé rúmsins vegna að þurfa að rökræða við sveitamenn, þegar bæjarstjórnarkosningar standa fyrir dyrum. Tíminn spyr, hvar séu nú kröfuspjöld Alþýðuflokksins um stóríbúðaskatt. Því er fljót- svarað. Þau eru til og í fullu gildi. En Alþýðuflokkurinn heíur barizt fyrir stóríbúða- skatti, en ekki smáíbúða- skatti. Þess vegna er hann and- víkur frumvarpi Framsóknar- flokksins, sem er svo illa und- irbúið, að góðgjarnasta skýr- ingin á göllum þess er sú, að flutningsmönnunum hafi láðst að hugsa málið. Það væri vissu- lega auðvelt að tilgreina ótal dæmi um missmíði þessa frum- varps. Hér skal þess getið, að skattur þessi myndi ná til fjöl- margra verkamannaíbúða, ef frumvarpið yrði að lögum, svo og til annarra íbúða, sem reist- ar hafa verið með opinberum stuðningi til þess að reyna að vinna einhvern bug á húsnæð- isbölinu. Slíkt telur Alþýðu- flokkurinn ekki koma til mála, svo að vægilega sé að orði kveðið, og allt ber frumvarpið því órækt vitni, að höfundar þess eru ókunnugir húsnæðis- málum Reykvíkinga. Við öðru var naumast að búast, þar eð Framsóknarmenn eiga hlut að máli. En hitt hefði ekki átt að vera til of mikils mælzt, að þeir sæju yfirsjónir sínar, þegar á þær er bent. Það er mannlegt að skjátlast og auðvelt að fyr- irgefa Framsóknarmönnum þekkingarleysi þeirra á bæjar- málum Reykjavíkur og ann- arra kaupstaða. Hitt er ómann- legt að geta ekki játað glöp sín og halda því fram, að svart sé hvítt. Þess vegna er írafár Tímans út af afstöðu Alþýðu- flokksins í þessu máli sýnu verra en hin upphaflega fljót- færni. Þeir, sem þekkja baráttuað- ferðir Tímans, gjalda auðvitað varhuga við staðhæfingu eins og þeirri, að Alþýðuflokks- maður hafi í viðtali við blað- ið komizt svo að orði, að hann geti ekki gert sig ánægðan með /firlýsingu Alþýðublaðsins vegna stóríbúðaskattsins. Tím- inn er sem sé helzt til oft ó- vandur að virðingu sinni í um- gengni við sannleikann. Al- þýðuflokksmenn þurfa ekki annað en kynna sér rækilega frumvarp Framsóknarflokks- ins um stóríbúðaskatt til að Eannfærast um galla þess ag firrur. Hitt liggur í augum uppi, að Alþýðuflokkurinn hefur á engan hátt breytt um skoðun í þessu máli. Hann stendur við þann málstað, sem bröfuspjöld hans túlka, og vill herjast fyrir raunverulegum ctóríbúðaskatti, sem sé líkleg- ur til að ná tilgangi sínum. En hann mun heyja þá baráttu á nllt öðrum grundvelli en þeim, *em lagður er í frumvarpi Framsóknarflokksins. Það er I til skaðræðis góðri hugmynd og tilvalið vopn í hendur and- ftæðinga hennar, enda kunna íhaldsblöðin vel að notfæra sér þetta frumhlaup Framsóknar- manna. Alþýðuflokkurinn ætl- ar sér ekki að veita smáíbúða- >katti fulltingi. En hann mun iiafa forustu um, að raun- verulegum stóríbúðaskatti verði á kom.ið, því að það er gamalt og nýtt baráttumál mans. Hins vegar er hæpið að hyggja vonina um sigur þess máls á fylgi Framsóknarflokks- ins. Nokkur orð af tilefni tveggja banaslysa. um Nonnakvöldvökuna. Bréf ÞaS er ekki and- skotalausf... hvarí af stálþræðinum EINN AF RÆÐUMÖNNUM KOMMÚNISTA á stúdenta- fundinum í Tjarnarbíó lét nema ræðu sína burt af stálþræðin- um áður en umræðunum var átvarpað á sunnudaginn. Yar það Björn Þorsteinsson höfund ur hinna fleygu orða, að það væri ekki andskotalaust, að kommúnisminn skyldi ekki enn hafa fest rætur á Eng- landi, en það væri vegna þess, að Bretar væru alltaf á upp- ieið, og því gæti kommúnist- minn ekki þrifizt þar. Þegar ákveðið var að út- varpa umræðunum, og Birni hafði gefizt tóm til að íhuga orð sín, vildi hann með engu móti, að ræðu sinni yrði út- varpað, enda mun hann hafa hlotið alvarlega hirtingu hjá flokksbræðrum sínum fyrir þessa óviljandi hreinskilni, sem kom fram í ræðunni. FYRIR NOKKRUM VIKUM varð hörmulegt slys á Keflavík- urflugvelli. Maður fannst þar örendur og þótti sýnt að hann hefði orðið undir bifreið, en ýmis málsatvik voru þannig, að erfitt var að upplýsa hvernig r.lysið hefði viljað til. í sam- bandi við málið kom fram nafn tnanns, sem verið hafði með manninum, sem lét lífið, og var nafn þessa verkamanns birt í blöðum og útvarpi hvað eftir annað. Út af fyrir sig er ég ekki að finna að því, en vil hins veg- ar víta það, þegar ekki er látið jafnt ganga yfir alla. FYRIR NOKKRU varð bana- slys á þjóðvegi. Bifreið ók aftan á aðra bifreið með þeim afleið- ingum að maður lét lífið. í Ijós kom að bifreiðarstjórinn var ölvaður og það sem meira var, einnig réttindalaus, hafði verið F.viptur ökuskírteini fyrir að hafa ekið ölvaður. Hvergi var nafn þessa manns nefnt, hami ekki básúnaður út í blöðum eða útvarpi, vandlega þagað um það. ÉG ER HELDUR EKKI að finna að því, óhamingja þessa vesalings manns er nóg þó að nafn hans sé ekki útbásúnað. Hins vegar telja ýmsir að tillitið til almennings verði að vera ríkara en meðaumkun eða link- ind við einstakling, sem lent hefur í ógæfu, og telja hinir cömu að með því að auglýsa nafn ógæfumannsins muni vera hægt að innprenta fólki betur ep annars þá fordæmingu, sem bví fylgir að aka bifreið undir áhrifum áfengis. EN ÉG VIL LÍKA VÍTA ÞAÐ að önnur regla sé.látin gilda um einn en annan. Það var engin á- stæða til þess að básúna nafn mannsins á Keflavikurflugvelli ef ástæða hefur þótt til að þegja um nafn ógæfumannsins á Hafn arfjarðarvegi. í þessu felst mis- rétti, sem ekki má eiga sér :stað. Og þarna er orðum beint til lög- regluyfirvaldanna. M. G. SKRIFAR: „Ég vil leyfa mér að þakka útvarpinu fyrir kvöldvökuna um Jón Gveinsson — Nonna. Það var á- nægjuleg kvöldvaka fyrir þá, r.em ‘á hlustuðu. Það, sem lesið var úr ritum Nonna á þessari kvöldvöku, var bæði vel valið og vel flutt. Og fræðslan,' sem um Nonna var gefin af tveimur fræðimönnum, var líka góð. Slíkar kvöldvökur sem þessi var, mega sannarlega teljast góðar. ,,Nonni“ átti það líka skilið. JÓN SVEINSSON kemur víða við í frásögum sínum, enda fór maðurinn víða og sá margt, og er eftirtektin og frásagnar- íistin hvað eftir öðru. Það má cegja að það væri af guðs náð. Enginn getur dæmt um það, hvað úr Nonna hefði orðið, ef hann heíði alið aldur sinn á ís- landi. Sennilega hefði hann orðið merkismaður, því að hann var mannkostum búinn, og lán- ið virðist hafa fylgt honum frá' vöggu til grafar. Eftir stúdentafundinn ÞAÐ er ýmislegt, sem mæðir á Þjóðviljanum um þessar mundir; þvi að fyrir öllu ber hann umhyggju og af öllu hefur hann því áhyggjur. Nú, eftir umræðufund stúdenta um andlegt frelsi, hefur hann til dæmis miklar áhyggjur út af „virðingu prófessorsnafn- bótarinnar“, sem hann telur að stofnað hafi verið í bráða hættu á þeim fundi af Gylfa Þ. Gíslasyni prófessor, sem flutti þar mikið umtalaða ræðu, og ekki þægilega fyrir flokksmenn Þjóðviljans. Bregður Þjóðviljinn Gylfa nú um „andfræðileg vinnu- brögð“, kallar hann „fræða- sóða“ og öðrum álíka smekk- legum nöfnum, sakar hann um að hafa haft „sorpblað“ að heimild (það var „Social- Demokraten“ í Kaupmanna- höfn, eitt af beztu og viður- kenndustu blöðum Danmerk- ur!) og segir, að hann geri sér „leik að því, að draga prófessorsnafnbótina niður í svaðið“. Tekur Þjóðviljann þetta svo sárt, að hann heitir á hina háskólaprófessorana, að láta slíkt „framferði Gylfa ekki afskiptalaust“!! MENN SKILJA þessi sárindi Þjóðviljans; því að víst var Gylfi Þ. Gíslason prófessor kommúnistum, talsmönnum hinnar andlegu kúgunar, ó- þægilegur ljár í þúfu á stú- dentafundinum. En í stað þess að rökræða við Gylfa á þeim fundi, hafa kommúnist- ar nú þann hátt á, sem þeim er tamastur í viðureign við erfiða andstæðinga, að hefja persónulegan róg gegn þeim í blaði sínu. GYLFI lagði á stúdentafund- inum, eins og frá hefur verið skýrt, nokkrar spurningar fyrir talsmenn kommúnista þar. Hann spurði þá: 1) hvort þeir teldu það samrýmanlegt andlegu frelsi, að menn mættu ekki þiggja heimsókn útlendings nema með leyfi utanríkismálaráðherra, eins og til þyrfti í Moskvu; og hann spurði þá 2) hvort þeir teldu það samrýmanlegt and- legu frelsi, að skólarnir væru notaðir til þess, að ala börnin og unglingana upp í anda og kenningum eins stjórnmála- flokks, eins og „Pravda“, að- alblað rússneska kommún- istaflokksins, segir að' sovét- skólarnir eigi að gera; 3) hvort þeir teldu það samrým- anlegt andlegu frelsi, að allt prentað mál væri háð ntskoð- un eins og á Rússlandi, og 4) hvort þeir teldu það samrým- anlegt andlegu frelsi, að stjórngrvöldin segðu skáld- um, rithöfundum, málurum og tónlistarmönnum fyrir verkum eins og austur þar. Kommúnistar gerðu á stúd- endafundinum ekki svo mik- ið sem tilraun til þess að svara nokkurri þessara spurn inga. Þeir kusu heldur að þegja við þeim. EN NÚ HAFA ÞEIR fengið málið aftur — þ. e. a. s. í Þjóðviljanum, þó að ekki sé svo sem því að heilsa, að þeir svari þar frekar en á fund- inum nokkurri hinna fram bornu spurninga. í stað þess ráðast þeir með persónuleg- um rógi á Gylfa Þ. Gíslason! Mun flestum áreiðanlega finn ast, að þeim hefði verið skammar nær að reyna að mæta honum á vettvangi rök- ræðnanna á stúdentafundin- um og svara spurningum hans þar, heldur en að hefja níðskrif um hann eftir á í Þjóðviljanum, sem hvergi koma nærri því efni, sem um var deilt, og ekkert sýna ann- að en sárindi þeirra eftir ó- farirnar fyrir Gylfa á fundin- um! EN VIÐ HEFÐUM sennilega ckki átt honum meira að þakka þó að hann hefði alið allan ald- ur sinn heima á Fróni. En um þetta þýðir ekki að ræða, hlut- ukipti hans varð annað. Hann él mestan hluta ævi sinnar fjarri ættjörðiinni. En hann gleymdi henni aldrei, 'því að hann var sannur íslendingur. Líf hans og starf er bókfest af honum sjálf- um með þeim snilldarbrag, að það má langt til jafna, og þetta Cengum við að arfi frá honum. Ritstörf hans eru búin að gera ííf hans ómetanlegt fyrir landa hans, og svo einnig fyrir millj- 5nir manna í öðrum löndum. Slíkir menn lifa ekki til ónýtis. FYRIR NOKKRUM ÁRUM cá ég minningargrein um Nonna látinn í tímaritinu „Helgafelli11. Þar var fæðingar- tlags hans og árs getið. Sá ég þá að hann hafði verið fæddur ?ama mánaðardag og Jónas ílallgrímsson, réttum 50 árum síðar, og í sama dalnum að kalla má. Þótti mér þetta bæði einkennileg og skemmtileg til- viljun. DATT MÉR ÞÁ í HUG, að hað ætti vel við að láta þessa einstæðu líkingu ná ennþá lengra. Með því að auðsýna Nonna svipaðan heiður og Jón- asi, -— en átta sig þó fyrr á því •— flytja líkamsleifar hans heim og lofa þeim að hvíla í íslenzkri mold, annaðhvort á Akureyri eða Þingvöllum. Síra Jón Sveinsson — Nonni — verð- skuldar sannarlega þann heiður.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.