Alþýðublaðið - 18.01.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.01.1950, Blaðsíða 8
4 Kosningaskrifstofa A-iistans 1 er opin kl. 10—10 j í Álþýðuhúsinu. Símar eru 5020 og 6724. Miðvikudagur 18. janúar 1950. Stuðningsmenn j A-Sistans Komið í skrifstofu listans í Alþýðuhúsinu og leggið hönd á plóginn í undir-? búningi kosninganna. , Framieiðsla Landssmiðjunnar 7,4 miiij. kr., greidd vinnulaun 3,4 millj, 20 ár iiðin frá stoínun Landsssniðjunnar. LANDSSMIÐJAN í REYKJAVÍK átti 20 ára starfsafmæli í gær. Á síðasía ári nam framleiðsla smiðjunnar 7.2 milljónum og greidd vinnulaun námu '3.4 milljónum kró,na. Tii saman- burðar má geta þess, að fyrsta árið, sem Landssmiðjah starfaði, árið 1930, nam framleiðslan ekki siema 190 þúsund krónum, og þá námri greidd vinnulaun einungis 75 þúsund krónum, enda hefur dýrtíðin vaxið mikið frá þeim tíma og kaupgjaldið rúm- lega sjöfaldazt. Þannig hefur tímakaupið vaxið úr ltr. 1,60 í kr. 11,82 á þessum 20 árum. Georgia Björnsson. FORSETAFRÚIN, FRÚ GEORGIA BJÖRNSSON, er 66 ára í dag. Frú Georgia er sem kunnugt er af dönskum ættum, en kom hingað kornung og hefur löngu tekið ástfóstri við land og þjóð manns síns, sem hún hefur verið svo traustur lífsföru- nautur. Frú Georgía á fjölda per- sónulegra vina hér og nýtur al- mennrar virðingar með þjóð- inni. Mundu margir vilja óska henni til-hamingju í dag, á af- mælisdaginn. Áskorun frá s!ysa - varnadeildinni Eldey í Höfnum SLYSAVARNADEILDIN Eldey í Höfnum, skorar á Slysa varnafélag íslans, að beita sér fyrir því við ríkisstjórn og al- þingi, að vegur verði lagður hina hættulegu leið frá Kol- mannstjörn í Höfnum suður á Reykjanes og kemst þá vega- 6amband á í kringum nesið, sem við teijum bráðnauðsyn- legt gagnvart slysahættu. Þá er Landssmiðjan Var stofnuð var fyrst og fremst til þess ætlazt, að hún annaðist cmíði og viðgerðir fyrir ríkis- fyrirtæki, en nú er svo komið, að um helmingur af vinnu emiðjunnar er fyrir aðra aðila en ríkið. Yfirlit, sem gert hef- ur verið fyrir árin 1938—1948 eýnir, að hlutfallstala ríkisfyr- irtækjanna hefur verið rnest 1944 71% og minnst 1941 með 41%. Árið 1948 var mesta velti ár stofnunarinnar, en þá skipt- ust viðskiptin jafnt á milli rík- isfyrirtækja og annarra við- skipta, og var hvor aðili um sig með um 3.9 milljónir króna viðskipti. Smiðjan tók til starfa í húsa- kynnum vegamálastjórnarinn- ar, þar sém nokkur hluti henn- ar er enn í dag. Greindist starf- œmin strax í plötusmíði, vél- virkjun, rennismíði og eld-' smíði, én þrem mánuðum síð- ar hófst einnig skipasmíði, og seinna bættust við járn- og málmsteypa og módeismíði. Árið 1942 byggði Landssmiðj- an stórhýsi við Sölfhólsgötu, henni frá stofnun, þeir Þor- valdur Brynjólfsson yfirverk- etjóri og Guðjón Sigurðsson eldsmiður, enn fremur hefur Páll Pálsson yfirverkstjóri unnið þar frá 1930. Forstjóri Landssmiðjunnar frá stofnun til 1946 var Ásgeir Sigurðsson, en núverandi forstjóri er Ólaf- úr Sigurðsson. í viðtali er Ólafur Sigurðs- son átti við blaðamenn í gær, sagði hann, að oít hefði fjár- hagur Landssmiðjunnar verið ræddur opinberlega, o'g þætti oér því rétt að geta um niour- stöðutöiurnar frá síðasta upp- gjöri eins og það var í árslok 1948. Þar eru bókaðar eignir stofnunarinnar kr. 5.012.022 og skuldir kr. 4.724.951, og eru eignir. umfram skuldir því rúm lega 287 þúsund krónur. Þetta ár gaf um 145 þúsund krónur í rekstrarágóða og útlit er fyr- ir að árið 1949 gefi einnig nokk urn ágóða, en þó ekki svo mik- inn sem árið áður vegna auk- ins reksturskostnaðar og minnkaðrar álagningar. í sam- bandi við álagningu vélsmiðj- og er gólfflötur allrar smiðj- • anna gat Ólafur þess, að í árs unnar nú um 3000 fermetrar. Fyrsta árið unnu að meðal- tali um 28 manns í Landssmiðj unni, en nú vinna þar um 130 manns, og er skrifstofufólk þá ekki meðtalið. Tveir starfs- menn smiðjunar hafa unnið í Eftirlæfis framkvæmdir íhalds- : . _ . ' ' ; á ' .1 ins eru að innrétfa gömul íbúðarhús fyrir bæjarstofnanir EFTIRLÆTIS „FRAM KVÆMDIR“ íhaldsins í Reykjavík virðast vera að innrétta gömul hús, helzt íbúða- hús, til afnota fyrir stofnanir bæjarins, og er á þennan hátt haldið miklu húsnæði vegna þess að bæjarstjórnin hefur svikizt um að byggja sérstaklega yfir viðkomandi stofnanir. Þannig er húsmæðraskólinn í stóru íbúðarhúsnæði, en veglegir húsmæðraskólar hafa risið upp víða á land- inu. Bæjarbókasafnið er í allsendis ófullnægjandi salar- kynnum á neðri hæð íbúðarhúss. Gagnfræðaskólar eru hýstir í aflóga sjúkrahúsum (franska spítalanum) og verk- smiðjubyggingu. Barnaheimili eru, þau sem til eru, öll í íbúðahúsnæði. Skrifstofur bæjarins eru að nokkru leyti í „ráðhúsi íhaldsins“, — Hótel Heklu. Og þannig mætti iengi telja. lok 1944 er fyrst voru sett verðlagsákvæði fyrir smiðj- [ urnar, var þeim leyft að leggja kr. 3,16 á hverja útselda klukkustund sveina og sam- sváraði það um 32 % af greiddu kaupi.' í árslok 1949 var hins vegar búið að lækka álagning- una niður í kr. 2.38 eða 20% af greiddu kaupi. Hins vegar hafa rekstrarútgjöld stigið all- verulega á sama tíma. Um framtíð smiðjunnar er erfitt að segja, sagði Ólafur að lokum, annað en það, að ekki mun verða lagt í frekari fjár- festingu í bili. Margt í fjár- málum þjóðarinnar er nú í at- hugun hjá sérfróðum mönn- um og þær breytingar til um- bótá, er kunna að verða gerð- ar, geta haft töluverð áhrif á afkomumöguleika fyrirtækis- ins. Hins vegar vitum við að menn hafa nú séð hvaða mögu- leikar eru fyrir hendi til bættra lífskjara með frekari tæknilegri þróun, og fái hún að verða óslitin, þá á Lands- smiðjan sem önnur hliðstæð fyrirtæki mikil verkefni fram- undan. Á eftir viðtalinu við for- Gtjórann gengu fréttamenn um hinar ýmsu deildir Lands- smiðjunnar og skoðuðu þær, en þar vinna nú eins og áður seg- ir um 130 manns, en um helm- ingur þeirra er venjulegast að vinnu utan sjálfrar smiðjunn- ar og þá einkanlega í skipum. Piltur og stúlka á Akureyri Leikfélag Akureyrar hefur undanfarið sýnt „Pilt og stúlku“ eftir Emil Thoroddsen. Sex sýningar eru búnar, allar fyrir fullu húsi. Er það óvenjulega góð aðsókn að sjónleik á þessum tírna árs, þegar öll samkomuhús bæjarins eru ætíð yfirfull af öðrum skemmtunum. Leikendur eru samtals 22, margir ný- liðar á leiksviðinu, þar á meðal þau sem leika SigríÖi og Indriða, sem hugur leikhússgesta dvelur mest við. Myndin hér að ofan er af Sigríði og Indriða, en þau eru íeikin af Bergrósu Jóhannesdóttur og Sveini Kristjánssyni, — Leikstjóri er Jón Norðfiörð. yndum dwin í listverzlun Vais SÝNING á teiknuðum, and- litsmyndum eftir hinn þekkta danska myndhöggvara A. Niel- cen-Edwin, stendur yfir þessa dagana í listverzlun Vals Norð dahl við Smiðjustíg. Flestar eru myndirnar af börnum, en bó einnig af fullorðnu fólki, körlum og konum. Sýningin stendur yfir til 28. þessa mán- aðar, en aðgangur að henni er ókeypis. Nielsen-Edwin hefur hlotið almenna viðurkenningu á Norðurlöndum og víðar fyrir verk sín. Eftir hann er til dæm- is líkneskið, sem stendur fyrir framan sýningarstað „Den Frie“, og margir, sem dvalizt hafa í Kaupmannahöfn, munu hafa veit athygli. Nielsen-Ed- win hlaut Eskersberg heiðurs- pening árið 1943 og hefur hlotið fleiri slík verðlaun. Ýmsar byggingar ytra hefur hann skreytt reliefverkum. Síðast liðið sumar sýndi hann verk sín bæði í París og Dan- mörku. | Andlitsmyndir Nielsen-Ed- win hafa verið vinsælar hér* ekki hvað sízt myndir hans af börnum. En nú teiknar hanra andlitsmyndir eftir pöntun og geta þeir, sem óska að fá hanm til að teikna myndir af sér, gert aðvart í listverzlun Vals Norðdahl. í Landssmiðjunni er nú ver- Ið að koma upp dieselrafstöð, svo að starfsemin þar þurfi ekki að vera háð duttlungum rafmagnsveitunnar, en þegar rafmagnið bilar, stöðvast all- ar vélar og geta stórskemmzt, auk þess sem allur mannafl- inn verður verklaus, og er hver klukkustund þannig dýr Eyrir stofnunina. Rafstöð þessi var reynd um síðustu helgi, og reyndist í alla staði vel, og er nú hægt að taka hana í notk- un með einu handtaki, þá er rafmagnsspennan í bænum fellur. Skemmtun 11. hveríis Alþýðu- flokksfélagsins 11. HVERFI Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur heldur spila- og skemmti- fund í Þórscafé annað kvöld kl. 8. Skemmtiatriði verða: Félagsvist, Benedikt Grön- dal flytur ræðu og kvik- myndasýning. Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Hafið spil meðferðis. MALFUNDAFLOKKUR Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík kemur saman í kvöld á sama stað og tíma og venjulega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.