Alþýðublaðið - 18.01.1950, Blaðsíða 6
s
ALÞYÐUBLAÐIÐ'
Miðvikutlagar 18. janúar 1950.
verður haldinn í Iðnó fimmtudaginn 19. þ. m. kl. 8.30 sd.
DAGSKRÁ: Stjórnarkosningin.
Félagsmenn eru beðnir- að mæta stundvíslega og sýna
skírteini sín við. innganginn.
Stjórnin.
Leifur
' Leirs:
HIC RHOBOS------------
Þessi mynd
sem ég. keypti hérna
um árið
af blönku seníi
fyrir brennivínsflösku
og síðan hefur'
hangið þarna
á veggnum
veldur mér öðru
hverju óþægilegum
heilabrotum
ekki táknmál hennar
þar eð hún hefur
engan boðskap að
flytja og þó
svo væri mundi
ég hundsa hann eins
og hvern annan
boðskap --------
ekki heldur það
hvernig hún eigi
að snúa
það er
hennar einkámál
þaðan af síður
litasamstilling
hennar eða
línubygging
því að krossgátur
eru mér andstyggð
nei
heilabrot mín hring
snuast um það eitt
hvenær
ég muni fyrirhitta
mann svo fullan
, og vitlausan
að ég geti platað
myndinni inn á h.ann
fyrir sama verð
og ég keypti hana.
Leifur Leirs.
TILKYNNING FRÁ
Háttvirti herra!
Þar eð oss hefur borizt til
eyrna, að kona yðar hafi leitað
læknisráða, yðar og sín vegna.
varðandi hvimleiðan galla, sem
yður sé áskapaður og valdi
henni svo miklum óþægindum
og leiðindum, að við sjálft
liggi, að það geri henni sambúð
í hjónabandi, — og þ,ói©inkum
í einni sæng, — með y§pr liart-
nær óbærilega, sendum vér yð-
ur virðingarfyllst þetta bréf í
von um góð svör og greið.
Ver viljum þegar taka það
fram, að það litla, sem vér vit-
um um þetta mál, er haft eftir
konu yðar, svo. að ekki er um
trúnaðarbrot læknis að ræða.
Að sjálfsögðu vitum vér, að
orsakir, sem slíkum hjúskapar
örðugleikum valda, geta verið
margar og margs konar. Eitt er
þó það, sem í allflestum tilfell-
um, eða 93%, þessum óþægind-
um valda, eru HROTUR annars
hjúskaparaðilans eða jafnvei
beggja. Og þar sem félagsskap-
ur vor hefur fyrir skömmu
hlotið upptöku 1 Alheimssam-
band almennra og óalmennra
búkhljóðaréttinda (I.A.C.S.)
viljum vér, ef þetta kynni að
vera hin raunverulega orsök
fyrrnefnds tilfellis varðandi
hjónasambúð yðar, bera upp
nokkrar spurningar þar að lút-
andi, sem vér vonum að þér
svarið fljótt og samvizkusam-
lega.
1. Hrjótið þér á hverri nóttu,
og ef svo er ,hversu langan
tíma að meðaltali per nótt?
(stundir, mínútur qg sekúnd-
ur) — Vér viljum í þessu sam-
bandi vekja athygli yðar á, að
það er að mörgu leyíi haganleg-
ast 'að hrjóta 5—6 klukkust. á
hverri nóttu, þar þér komizt þá
að tiltölulega lægri taxta sam-
kvæmt gjaldskrá.
2. Hrjótið þér með opnum
munni, (31% af vergum tekj-
um) eða lokuðum? (30% v. t.).
3. Hrjótið þér með löngu og
djúpu andsogi 35%+7,5% a£
v. t.) eða stuttu og snöggu?
(35% — 0% af v. t.).
4. Hrjótið þér í dúr eða moll,
og ef svo er, í hvaða dúr eða
moll, og yfir hvaða tónbil spenn
ir hrotuskali yðar? (Einnig tákt
tegund).
5. Hrjótið þér í löngum eða
skömmum tónlínum? (Greinið
einnig þagnarlengd).
6 Minna hrotur yðar á nokk-
urt þekkt eða óþekkt verk
þékktra eða óþekktra tónskálla,
orkesterverk, symgóníur, instru
mental, vocal eða höfuðverk?
Að svo mæltu vonum vér að
svör yðar reynist bæði skjót og
skýr, og að þeim athuguðum
mun félagsskapur vor senda yð-
ur nákvæmlega sundurliðaða
kröfu yfir greiðslur þær, sem
yður ber að inna af hendi til
vor og Alheimssambandsins, —
samkvæmt gjaldskrá vorri.
Virðingarfyllst!
Yðar ------—
ÁLf HONSE
Kaspum fuskir
Baldursgötu 30.
Auglýsio í
Alþýðublaðinu!
skal fá þér þau. Þau eru hérna
ínni.
Hann elti hana inn í svefn-
tierbergið, tók eftir rúminu, er
var í óreiðu, fötunum, sem
hafði verið kastað í flýti yfir
báða koddana. Hann andaði að
sér lytinni af vindlingareik, er
blandazt hafði ilminum af
k.vensnyrtimeðölunum, er hann
kannaðist við. Hann kannaðist
Binnig við litla skjaldböku-
skeljakassann á borðinu. Sömu
hugsuninni skaut upp í huga
þ'eirra beggja, og hún sagði því,
um leið og hún öpnaði kassann:
,,Þau eru ekki mjög mörg. Við
ættum ekkert á hættu, þótt við
settum þau í eldinn.“
Rósemi hugar hans var
skyndilega raskað, og hann
sagði ekkert. Munnur hans var
sem límdur saman. Hann hik-
aði við að nálgast óumbúið
rúmið, þar sem hún var
að líta á bréfin í síðasta
sinn. Hún beygði höfuðið.
Hálsinn var stinnur og hvít-
ur fyrir neðan hárlokka henn-
ar. Líkami hennar var frjáls og
óþvingaður í ullarsloppnum, er
féll mjúklega að henni, Líkami
hennar var sveigjanlegur og
eftirlátssamur á svipinn, og það
var sem hann væri nokkuð
þrýstnari en fyrrum.
„Svona! Þarna eru þau öll!‘
Hann tók við bunkanum og
stakk honum annars hugar í
vasann, því að hugsanastraum-
ur hans hafði tekið aðra stefnu.
en hóf síðan máls að nýju.
„Svo hann er farinn í burt
með barnið? Hvert fara þeir?“
„Til Morvan, heim í héraðið
hans. Hann fer þangað til þess
að fela sig og vinna að letur-
greftri, en munina sendir hann
svo til Parísar undir dulnefni.“
„Og þú? Býstu við að fara
þangað til hans?“
Hún leit undan til þess að
forðast augnaráð hans og stam-
aði, að nú yrði allt mjög ömur-
legt. Henni hafði því dottið í
hug .... hún hélt því .... ef
til vill færi hún bráðum í burt
.... í stutta ferð ....
„Auðvitað til Morvan? Til
þess að sjá um heimilið hans!“
Síðan gaf hann afbrýðiþrung-
inni reiði sinni lausan taum-
inn: „Hvers vegna segirðu ekki
strax, að þú ætlir í burt til að
hitta þjófinn þinn ,að þú ætlir
að búa með honum? Þig hefur
nógu lengi langað til þess.
Ágætt! Farðu aftur í hunds-
byrgið þitt. Skækja og peninga-
falsari eiga alveg prýðilega
saman! Ég var ágætur til þess
að reyna að draga þig upp úr
þessu kviksyndi!“
Hún stóð ennþá grafkyrr og
þögul, en sigurglampi læddist
fram á milli hálfluktra augna-
loka hennar. Hún virtist verða
því stoltari eftirþví sem hann
særði hana grimmilegar með
ruddalegu og móðgandi háði
sínu, og titringurinn í munn-
vikum hennar varð því greini-
legri. Nú var hann tekinn að
tala um hamingju sína og sína
dyggðum prýddu og ungu ást
— bina einu sönnu ást. Ó, hve
indælt var að halla höfði sínu
að hjarta dyggðugrar konu!
Hve sá koddi var mjúkur! Svo
lækkaði hann skyndilega rödd-
ina, líkt og hann skammaðist
sín.
„Ég hitti hann Flamant þinn
rétt áðan. Var hann hér í nótt?“
„Já, það var orðið svo fram-
orðið, og það snjóaði. Ég bjó
um hann á íegubekknum.“
„Þú lýgur! Hann svaf hérna.
Maður þarf ekki að gera annað
en að nota augun til að sjá það!“
„Og ef svo væri? Hvað þá?“
spurði hún og rak andlit sitt
alveg fast upp að andliti hans.
Storu, gráu augun hennar tóku
að ljóma af lostafgiampa. „Vissi
ég', að þú kæmir? Því skyldi
mér ekki hafa staðið á sama
um allt annað, fyrst að ég hafði
misst þig? Ég var alein, sorg-
mædd, full viðbjóðs og leiða?“
„Og svo meS „fulltrúa" gal-
eiðanna, eftir að hafa búið svo
iengi með heiðvirðum manni!
Hve þú hlýtur að hafa notið ná-
vistar hans heitt! Ó, þú saur-
uga skepna! Þetta skaltu fá og
þetta!!“ ■
Hún sá höggið koma, en
hreyfði sig ekki ögn til þess að
forðast það, heldur lét það
skella á rnitt andlitið. Síðan
fleygði hún sér í fang honum
og vafði hann örmum með lágri
stunu, er þrungin var sárs-
auka, gleði — vitund um sigur.
„M’ami, m’ami, — vinur
minn, vinur minn! Þú elskar
mig ennþá!“
Hraðlest, sem æddi fram hjá
með miklum hávaða, vakti
hann skyndilega, er komið var
fram á kvöld. Og hánn lá kyrr
í nokkur augnablik með lokuð
augu og þekkti í rauninni ekki
njálfan sig, einan, djúpt sókk-
inn ofan í þetta stóra rúm. Það
hafði snjóað mikið síðari hluta
dagsins. Það ríkti djúp þögn
líkt og í eyðimörk væri.. Hann
gat heyrt snjóinn bráðna, renna
niður veggi og glugga og leka í
dropatali ofan í þakrennurnar.
Við og við beyrði hann hvísl-
andi hljóð* er þeir láku niður
á kokseldinn í arninum.
Hvar var hann? Hvað var
hann að gera þarna? Smám
naman kom herbergið umhverf-
is hann í ljós í endurskini birt-
unnar utan úr litla garðinum.
Það var hvítt, upplýst neðan
frá af arineldinum. Á veggn-
um á móti honum hékk stóra
tnálverkið af Faniiy. Og hann
minntist nú . aðstæðnanna í
sambandi við syndafall sitt án
hinnar minnstu undrunar.
Hann hafði strax fundið, að
hann var á ný kominn í snör-
una — glataður —, þegar haún
kom inn í þetta herbergi og stóð
við þetta rúm. Gamlar endur-
minningar, sem voru bundnar
við það, drógu hann að sér líkt
og ægidjúp gjá. Og haim sagði
við sjálfan sig: „Falli ég núna,
verður það óafturkallanlegt og
eilíft fall“. Það hafði gerzt. Og
hann fann til" þunglyndis og
viðbjóðs vegna heigulsháttar
síns, en á bak við þessar kennd
ir gat að líta nokkurs konar
hugarlétti við þá hugsun, að
Iiann kæmist aldrei framar upp
úr þessu kviksyndi. Þetta var
hin aumkunarverða ánægja
hins særða manns, sem kastar
sér á mykjuhaug til þess að
deyja, er blóðið spýtist úr sári
hans. Allar æðar hans eru opn-
ar. Hann er dauðþreyttur á að
þjást og berjast á móti, og hann
grefur sig í alsælu niður í
mjúka og daunilla hlýjuna.
Það var hræðilegt, en mjög
einfalt, sem hann átti nú eftir
að gera. Gat hann snúið aftur
til Iréne eftir slík svik og hætt
á að stofna til hjúskapar að
hætti De Potters? Hann haíði
sokkið djúpt, en hann var samt
ekki svo djúpt sokkinn. Hann
ætlaði að skrifa Bouhereau,
þessum mikla lífeðlisfræðingi,
sem fyrstur rannsakaði og lýsti
sjúkdómum viljans. Hann ætl-
aði að skrifa honum og segja
honum hræðilega sjúkdóms-
sögu, — sögu lífs síns frá fyrsta
fundinum við konu þessa, er
húrf hafði lagt hönd sína á arm-
legg honum, og allt til dags
þessa, er hún náði aftur tang-
arhaldi á honum með töfrum
sinnar hræðilegu fortíðar, sem
ástin átti svo lítinn þátt í, held-
ur aðeins bleyðukenndur vani
□g lösturinn, er hafði smogið
verður haldin að Hótel Borg annað kvöld, fimmtudag 19.
janúar klukkan 8.30.
DAGSKRÁ:
1. Sr. Jón Thorarensen: Frásaga um ÍSL þjóðhætti.
2. ívar Björnsson stud. mag. og Ólafur H. Ólafs-
son stud. med.: Frumsamin kvæði.
3. Ævar R. Kvaran: Einsöngur.
4. Spurningaþáttur. Einar Magnússon mennta-
_ skólakennari stjórnar. ' Spurningum svara:
Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi, dr. Björn
Sigfússon háskólabókavörður, Ólafur Hansson
menntask.kennari og Skúli Thoroddsen læknir.
D a n s.
Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Borg (gengið um suð-
urdyr) kl. 5—7 í dag og á morgun. Pantaðir aðgöngumiðar,
sem ekki hafa verið sóttir kl. 6 síðari söludaginn, verða
seldir öðrum. Þeir, sem framvísa félagsskírteinum, njóta
sérstakra hlunninda við aðgöngumiðakaup. Félagsskír-
teini verða afgreidd á sama tíma og aðgöngumiðasala fer
fram. — Engin borð verða tekin frá.
Stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur.